Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.10.1966, Síða 5

Alþýðumaðurinn - 13.10.1966, Síða 5
Viltu að kosningaaldurinn verði færður niður frá því sem nn er? Spurningunni svara 7 nemendur í Menntaskóla Akur- eyrar, þau Alda B. Möller, Sigluíirói, Jónas Ragnars- son, Siglufirði, Jón Georgsson, Dalvík, Bragi Þór Síefánsson, Húsavík, Guðmundur OSafsson, Reykja- vík, Skarphéðinn Ragnarsson, Blönduósi, og Sigmundur Stefénsson, Siglufirði. A Ð FRUMKVÆÐI jafnaðai'manna er nú siarfandi milliþinga- nefnd til athugunar á því livort lieppilegt sé að lækka kosn- ingaaldur úr 21 ári allt niður í 18 ár. AM liefir óhikað lýst stuðn- ingi við það að æskan fái rétt til að neyta atkvæðisréttar við val fulitrúa á lögþing þjóðarinnar og skorar AM liér með á þingmenn Alþýðuflokksins um að þetta mál nái fram að ganga á þessu þingi. AM leitaði til 7 nemenda í Heimavist M. A. um álit þeirra og 6 þeirra eru ákveðið með Iækkun kosningaaldurs, en aðeins 1 er því háift í hvoru mótfallinn og má vera að vist hans í Heimdalli í Reykjavík ráði þar.nokkru um, en hann segir að hann liafi gerzt þar félagi 13—14 ára. En ekki Iengri formála. Hér heyrið þið úrslit í skoðanakönnun AM hjá nemendum í M. A. Alda B. Mölier frá Siglufirði . hefir fyrst orðið. Hún er í 5. . bekk og er 18 ára. Hún segir: i . Lækkun kosningaaldurs á ís- landi tel ég hníga sterk rök að, og fátt eitt mæli því á móti. Flestir unglingar fylgjast vel með stjórnmálatíðindum og . hafa myndað sér fastar skoðan ir um stjórnmál, áður en nú- verandi kosningaaldiú er náð. Aukin almenn menntun hefur glætt áhuga unglinga á íslenzk um þjóðmálum. Þó væri kynn- ing á starfsemi og stefnu stjórn málaflokkanna mjög æskileg t. d. fyrir efstu bekki gagnfræða- skóla. Hér í M. A. hafa slíkar kynningar mælzt vel fyrír og mikill áhugi verið.fyrir þeim. Unglingar taka sífellt meiri virkan þátt í atvinnulífinu, skólanemendur nýta allt sitt sumarleyfi, aðrir vinna árið um kring. Þeir gjalda velflestir -opinber gjöld til ríkis og bæj- ar, og ábyrgðin, sem á þeim hvílir. við rekstur þjóðarbúsins er þeim ljós. Að sjálfsögðu er álitamál hversu mikíl lækkun kosninga aldurs er æskileg. Tillögur um átján ára kosn- ingaaldur hafa komið fram, og trúi ég því fastlega, að það mundi reynast vel landi og þjóð og unga fólkið láta í ljós álit sitt á þjóðmálum hverju sinni að vel íhugúðu máli. Næst svarar Jónas Ragnars- son frá Siglufirði, 18 ára í 5. bekk. Svar hans er þetta: Ég er samþykkur því, að lág- markskosningaaldur verði lækk aður, en ég.tel nægilegt að setja markið við 19 ár til að byrja með. Ef það reyndist vel mætti síðar lækka aldurstakmarkið niður x 18 ár. Auðvitáð verða þessu sam- fara í byrjun ýmsir erfiðleikar, svo sem aukinn stjórnmála- áróður, sem jafnvel mundi fær- ast inn í mennta- og gagnfræða skóLa, sem ég tel miður æski- lega þróun, en þagar frá líður muxi þetta breytast til batnaðar. Við það að fá aukin völd og aukna ábyrgð, sem er kosninga rétti satnfara, tel ég að íslenzk æska muni þroskast og verða stilltari — og er það ekki ein- mitt það sem vantar helzt nú til dags. Þá lieyrum við svar Jóiis Georgssonar frá Dalvík, en lxann er 17 ára og er í 4. bekk: Unga fólkið í dag skortir ábyrgðartilfinningu, er gjarnan viðkvæði eldra fólks og er það rétt. að mörgu leyti. Álit mitt er, að lækkun lágmarksaldurs til kosninga niður í t. d. 18 ár mundi skapa aukna ábyrgðar- tilfinningu ungs fólks og um leið færa nýtt líf í stjórnmálin, sem ekki veitir af. Um leið væri réttlátast að skattskyldualdur liækkaði þannig að menn yrðu skattskyldir um leið og þeir fengju kosningarétt. Hér keniur Guðmundur Ólafs son úr Reykjavík með sínar skoðanir. Hann er 19 ára og í 5. bekk: Það hefur verið baráttumál ákveðins flokks hér á íslandi að lækka kosningaaldur niður í 18 ái’. Eflaust hefði sú lækkun í för með sér gott og illt. T. d. gæti verið að ungmenni gerðu sér fyiT grein fyrir landsins gagni og nauðsynjum en ella. Hitt er þó öllu líklegi-a, að skoð anaframleiðslu stjórnmálaflokk anna yrði beint sérstaklega og sér í lagi að hinum óreyndu og oft ósjálfstæðu unglingum. Nóg er nú samt og sem dæmi get ég nefnt, að 13—14 ára var ég orð- inn félagi í Heimdalli, þótt lög þess félags banni svo unga með limi. Það er hald mitt, að ungl- ingar þroskist feikilega á þess- þrem árum, frá 18 til 21 ái-s, og ætti því að láta þá njóta þess þi’oska þegar þeir fara að kjósa. Sumir segja, að gamalt fólk sé oft látið kjósa á grafarbakkan- um án þess að vita í þennan heim né annan og að ungmenni ættu alveg eins að geta kosið. En sennilega er lítil hætta á, að gamla fólkinu verði spillt til vansa af heimdöllum og æsku- lýðsfylkingum. Ennfremur held ég, að ekkert liggi á að gera unglingana fullorðna, a. m. k. vix’ðist mér íslenzkir unglingar heldur þi’oskaðri en jafnaldrar okkar meðal grannþjóða. Ég er því andvígur lækkun kosninga- aldurs. Næst svarar Bragi Þ. Stefáns son Húsavík, 17 ára í 4. bekk: Ég vil að kosningaaldurinn sé lækkaður niður í 19 ár. Ég ber þá skoðun í brjósti að ungir menn nú á dögum séu þrosk- aðri og menntaðri nú en þegar kosningaaldurinn var settur í 21 ár á sínum tíma, * og er þetta vegna bættra lífsskilyi'ða. Við byi-jum að borga skatt 16 ára og finnst mér þess vegna að við höfum nokkui-n i-étt til þess að ráða ríkismálum, því að skerfur okkar er að einhverju leyti framkvæmdavald landsins. Ég hugsa að ungir menn séu dug- legri og áhugasamari en eldri menn og geti betur sett sig inn í vilja þeirra sem erfa skulu landið. Vera má að skoðun míxi sé vanþroskuð, og þeir sem álíta það, get ég bent á að félagsfræðikennsla mætti vera meiri í skólum. Þannig lxljóðar svar Skarp- liéðins Ragnarssonar frá Biönduósi. Hann er 29 ára og er í 5. bekk: Álit mitt varðandi lækkun kosningaaldurs ei; það, að ég tel hana tvímælalaust eiga rétt á sér. Þegar, 16 ára að aldri, er unglingunum gert að greiða sín opinbex’u gjöld, og þar með telst hann vei’a kominn í fullorðinna tölu að vissu leyti. Finnst-mér þá sanngjarnt að honurn sé látið það traust í té og sú ábyrgð, sem kosningaréttinum fylgir, ag veitt þessi réttindi. Hvar markið skuli setja, }*á er ég því fylgjandi að það verði miðað við 18 eða 19 ára aldur. Að iokum heyrið þið skoðanir Sigmundar Stefánssonar frá Sigiufirði. Hann er 17 ára og er. í 4. bekk: Ég er þeirrar skoðunar, að lækkun kosningaaldurs niSur að 20 ára aldri sé hæfileg stytt- ing á kosningaaldrinum. Þó ættu unglingar að hefja um- liugsun um stjórnmál fyrr, en tæplega ætti að leyfa lækkun kosningaaldurs niður fyrir tví- tugsalduiúnn, því að skoðanir yngri fólks eru oft öfgafullar, en breytast með aldrinum. AM þakkar æskufólkinu greið svör og óskar því til heilla í (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.