Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekliugötu 5 . Sími 12820 Skipuleggjum ferð- I Fyrir hópa cg ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Simi 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 { fll • j ' t wM : 5 5 J| i m 1 í Æ t 'ÍKkJV -í: W• j ■91 á, 1 \JSmgr' 1 ! ’ ift' I M:: . ylmjLMML Bsfc J Ncmendur og kennarar húsmæðraskólans. AM heimsækir Reykjadal í S.- Þing. | Áfangastaðir voru Laugaból og | Húsmæðraskólinn að Laugum Þetla blað AM er að mestu tileinkað Þingeyjarþingi, eða öllu fremur einu byggðarlagi þess fagra héraðs, og gjarnan hefði AM fyrr hafa mátt helgað Þingeyingum einu tölublaði, því að ein- mitt í því liéraði hefur blaðið fundið, að öðrurn byggðarlögum ólöstuðum, tryggan og óhvikulan lesendahóp. Hér segir frá heim- sókn í Húsmæðraskólann að Laugum, en nánar er tekið fram um heimsókn AM í Reykjadal á 5. síðu. í Húsmæðraskólinn að Laug- um tók til starfa haustið 1929, og var Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum fyrsti skóla- stjóri og gegndi hún því starfi allt til dauðadags, en þá tók við forstöðu skólans Halldóra Sig- urjónsdóttir, og hafði hún skólastjórn á hendi í 20 ár, eða þar til í haust. Hinn nýi skóla- stjóri Húsmæðraskólans að Laugum er Fanney Sigtryggs- dóttir frá Stóru-Reykjum, og hefir hún 20 ára starfsreynslu að baki við skólann. Aðrir fast- ir kennarar við skólann, auk skólastjóra, eru Guðrún Guð- mundsdóttir frá Vorsabæjarhjá leigu í Árnessýslu, er kennir . matreiðslu, Ólafía Þorvalds- dóttir frá Akureyri, er kennir vefnað og Jónína Hallgríms- dóttir frá Grímshúsum í Aðal- dal, er kennir þvott og ræst- ingu. Námsmeyjar í skólanum eiu 30, og er skólinn fullsetinn. Námsmeyjar eru víðsvegar að af landinu, og er meðalaldur þeirra 17 og hálft ár. Taldi for- stöðukonan eigi heppileg't að færa inntökualdur í húsmæðra- skólum niður fyrir 17 ár. Við spyrjum skólastjórann, hvernig henni falli starfið. Hún segir, að mikil ábyrgð fylgi því, og það skiptist á skin og skúrir, en yfirleitt eru stúlkumar mínar skilningsríkar, bætir hún við. Eitt ætti blað ykkar að minna rækilega á, en það er hve þröngt skólinn býr, hvað húsa- kost snertir. Hér vantar til- finnanlega aukið rými fyrir kennslustarfsemi, t.d. sauma- stofu, og einnig varðandi þvott og ræstingu. Og síðast en ekki sízt, kennaraíbúðir. Skólaráð hefur nú samþykkt fyrir sitt leyti viðbyggingu við skólann, og við vonum, að eigi dragist mörg ár, að sú viðbygging rísi, og tekur AM undir það. Hvað um félagslíf? Jú, ungt fólk þarfnast félags- lífs og skemmtana, það vita allir. Við höfum tvær kvöld- vckur í viku, þar sem lesin er framhaldssaga. En á annan hátt annast nemendur um skemmti- atriði sjálfir. En hvað annað um skcla- starfið, Fanney? Eins og aðrir húsmæðraskól- Margrét og Elín. ar leggjum við áherzlu á hátt- prýði og fágaða framkoniu. Ég vil geta þess, að Lionsklúbbur- inn Náttfari veitir hér í skól- anum verðlaun fyrir háttprýði og góðan námsárangur. En hefur þú trú á æskunni í dag, Fanney? Já, það hef ég vissulega. Við- horfin eru að vísu önnur, en þá er við vorum ung. Möguleikarn ir meiri og einnig freistingarn- ar að sama skapi. Ef við hefð- um ekki trú á æskunni, vær- um við búin að glata trúnni á framtíð þjóðar okkar, cg AM tekur heilshugar undir þau ummæli skólastjórans. OIl hýbýli Húsmæðraskólans að Laugurn vitna um hagleik íslenzks hugar og handa, og því skal trúað, að íslenzkt lag sé sterkasti strengurinn í brjóst um þeirra ungu og fögru stúlkna, er nú nema undir þaki Húsmæðraskólans að Laugum. íslenzk æska getur verið ærsla- gjörn, safnað hári að bítilsið og hrópað je, je á torgi og gatnamólum, en þó vita vættir íslands, að lag íslands ymur í brjósti þess æskufólks, er nú gistir skólasetur í Reykjadal. — Átthagaást er þröngsýn segja sumir. Átthagaást er sterkasta ívafið í föðurlandsást, segir undirritaður, og alls ófeiminn mun því sveitamaður úr Svarf- aðardal birta mynd á forsíðu af 2 ungmeyjum úr Svarfaðardals- hreppi, Margréti frá Hnjúki í Skíðadal og Elínu frá Plreiðar- staðakoti. Þær senda með mynd inni hlýjar kveðjur tíl síns heima. MHAF'ÐI samband við Tryggva H'elgason flug mann, eiganda Norðurflugs, í gærkveldi og innti hann eftir starfseminni í sumar. Kvað Tryggvi að kappnóg hefði verið að gera og félagið vart annað eftirspurn. Sjúkraflug væri að vísu ekki mun meira en í fyrra., en leiguflug heíði aftur aukizt mjög mikið. Fanney skólastjóri hefur á réttu að standó. Ef við glötum trúnni á æsku okkar, er til einskis að starfa. AM þakkar Gunnari og Tryggva heimsóknina i Hús- mæðraskólann að Laugum. — Það sem miður fer, bæði á 1. og 5. síðu er s.j. að kenna. —• Allar myndirnar í Þingeyinga- þætti AM tók Tryggvi Haralds- son, en nánar skal vísað í reg- istur á 5. síðu. En heil kveðja fylgir þessari stuttu frásögn í Reykjadal, frá ferðalöngunum fjórum. s. j. Á morgun er til dæmis ráð- gert flug á Króksfjarðarmel í Miðfirði, ísafjörð, Patreksfjörð, Melgraseyri og sennilega til Grímseyjar og Raufarhafnar ef tími vinnst til. Tryggvi hefir haft í notkun 2 tveggja hreyfla vélar í sumar 4ra og 8 manna auk kennslu- ílugvélar. Starfshð Norðurflugs (Framhald á blaðsíðu 2) Frá hægri kennarar, Guðrún Guðmundsdóttir, Fanney Sigtryggs- dóttir skólastjóri, Jónína Hallgrímsdóttir og Ólafía Þorvaldsdóttir. Marga fagra muni má líta í húsmæðraskólanum. Mikið að gera hjá Norðurflugi í sumar LEIÐARINN: Orkuver Laxár Rætt við Tryggva á Laugabóli, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.