Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 4
 Ritatjóri: SÍGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. —Afgreiðsjá og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUIV1AÐUR1NN .—-—...-"■OQO — lllllllllllllll•lllmmllllll«H•llHl•l«lllllmllllmlll••«lll«llllllmlllMllHllllllllllMllMll•mllll■mlli■•ml••*ll•■•l'k,, Orkuver Laxár verði sam- eign kjördæmisins SÚ DAPURLEGA staðreynd blasir við, að ríkis- valdið tefur fyrir nýframkvæmdum við Laxá, og hefir alla tíð gert, síðan það, að undirlagi raforku- málastjóra, neyddi Akureyrarbæ til að taka það með sér sem sameiganda án nokkurs endurgjalds. Þetta var túlkað þannig fyrir bænum í upphafi, að hann mundi ekki geta komið nokkrum nýframkvæmdum fram nema með aðstoð og fyrirgreiðslu ríkisins og sameignin mundi greiða fyrir og flýta framkvæmdum, hvað Akureyrarbær raunar dró alltaf í efa, en fékk ekki valfrelsi um. Strangt séð hagaði ríkisvaldið sér gagnvart Akureyrarbæ eins og ræningi, sem setur byssu fyrir brjóst vegfaranda og. segir: Annaðhvort lætur þú mig hafa hálfar eignir þínar ellegar ég skýt þig, en ég skal vera þér innan handar, ef þú ferð að orðurn mínum. FN INiNAN handar loforðið hefir bara aldrei staðið. Laxárvirkjun sú, sem enn hefir verið fram- kvæmd hefir eftir því sem vér vitum bezt, algerlega staðið sjálf undir öllum kostnaði án aðstoðar ríkisins, en hitt er alvarlegast, að sameignin við ríkið og af- skipti þess af virkjunarmálum vorum hefir alltaf orðið tefjandi á þau og gert allar framkvæmdir þar af leið- andi dýrari; þegar loks hefir fengizt að ráðast í þær. .. Þetta er mjög alvarlegur hlutur fyrir kjördæmið og 1 nánast furða, hvað almenningur hér hefir sýnt mikið ij langlundargeð. il /"|G ENN þarf nauðsynlega að hefja nýjar virkjunar- ii " ' framkvæmdir við Laxá, og enn er það ríkissam- | eignin hin sjálftekna, sem tefur fyrir. Hvað á svo lengi ■ íi að ganga? jj U’INFALDASTA lausnin er sú, að ríkið skili nú þegar 11 ^ aftur hlut sínum í orkuveri Laxár, ekki í hendur ii Akureyrarbæ endilega, heldur eins vel í hendur kjör- :j dæminu, og orkuver Laxár verði framvegis sameign ii Akureyrar, Húsavíkur, S.-Þing og Eyjafjarðarsýslu. ii Laxárvirkjun sem slík seldi svo neytendum hér um :í slóðir orku við sama verði, hvar sem væri, en miðað ji við rafmagnsverð á Akureyri annars vegar og raf- ii magnsverð frá héraðsrafveitum ríkisins í S.-Þing og ; Eyjafirði hins vegar, mundi þetta tákna stórfellda j kjarabót fyrir núverandi rafmagnsnotendur héraðs- ij rafveitnanna, eða allt að 50% lækkun á raforku til 'jj heimilisþarfa. Allt stjórnkerfi yrði einfaldara og ódýr- j ara, því að Rafveita Akureyrar gæti sem bezt annast j einnig alla rafveitu um Eyjafjörð, en Rafveita Húsa- j víkur um Þingeyjarsýslu. Menn þyrftu þannig eigi j lengra en til Akureyrar eða Húsavíkur í rafmagns- j erindum sínum, en nú er málum allra héraðsrafveitna ij" fjarstýrt úr Reykjavík, svo sem kunnugt er, gegnum !i ' valdalitlar, eða nánast valdalausa, umboðsmenn. ij AÐ FENGINNI þessari nýskipan þyrfti Laxárvirkj- |j unarstjórn ekki lengur að láta áhugalítið ríkis- ií vald og raforkumálaskrifstofu í Reykjavík tefja ný- jj virkjunarframkvæmdir við Laxá, hverjar nú eru orðn- jj ar mjög aðkallandi. ij '17'ERA MÁ, að ríkisvaldinu og raforkumálaskrifstof- |j * unni þyki ofangreind ummæli ósanngjörn, en jj því miður staðfestir reynslan, að þau hafa við sterk ij rök að styðjast. Vafningarnir og tregðan tala sínu ií • máli. Vinur blaðsins biður það að spyrja, hvort rétt sé, að Samband ís'.enzkra karlakóra (hafi, að fenginni reynslu af Baltikuför Karlakórs Reykja- víkur) leitað til Alþingis og far ið þess á leit, að ríkið keypti Hamrafellið af SÍS til afnota fyrir íslenzka kariakóra í utan landsferðum í framtíðinni. AM vill vekja sérstaka athygli á leiðara blaðsins í dag. Þar er vikið að máli, er snertir alla Norðlendinga búsetta í Norður landskjördæmi eystra. Hér er um hagsmunamál allra í kjör- dæminu að ræoa og efast blað- ið eigi um það, að margir munu styðja þær skoðanir, er fram koma í leiðaranum. Iálykíun er samþykkt var á kjördæmisráðsfundi jafn- aðarmanna nýverið, og birt er á öðrum stað í blaðinu í dag, er krafizt endurbygginga á þjóð- vegum. Hér er einnig um .mikið nauðsynjamál að ræða. Víða eru vegir næstum sokknir í mýrar, ónauðsynlegar beygjur og krók ar eru óteljandi og mjó ræsi er bjóða slysunr og dauða heim. Norðlendingar liljóta að samein ast um þá réttlátu kröfu að vegakerfi fjórðungsins verði endurbætt hið fyrsta. Lokun kvöldsalanna er enn mikið rædd hjá almenn- ingi í bænum og AM liefur heyrt, að undirskriftasöfnun sé í bígerð meðal bæjarbúa, þar sem skorað verði á bæjarstjórn að afnema bannið. Móðir skrif- ar blaðinu, að liún hefði verið mun ánægðari yfir því ef H.A. liefði verið lokað eftir kl. 8 á kvöldin, fremur en kvöldsölum. A M spyr, livort lesendur sínir •**■ séu ekki ánægðir með hina dásamlegu frjálsu samkeppni milli olíufélaganna um þessar mundir. Einn bóndi, fylgjandi Sjálfstæðisflokknum, stakk því að vísu að blaðinu, að sér findist skárra að sjálft andsk.. ríkið væri okrarinn, því liinn lítilfjör legi olíugróði rynni þá a. m. k. i ríkiskassann og myndi kannske árlega nema því, að liægt væri að breikka 1 vegaræsi eða hækka veg á sirka 10 m spotta. AM óskaði auðvitað bóndanum til hamingju með það að vera orðinn þjóðnýtngarmaður, og tekur hér með undir orð hans. HEYKT SPURT SEÐ HLERAÐ ÞAÐ VIRÐIST eiga að vera stærsta lialdreipi Sjálfstæðis flokksins í næstu alþingiskosn- ingum að Magnús fjármálaráð- herra sé í fallhættu í Norður- landskjördæmi eystra. AM finnst kosninga„plan“ ílialdsins ekki stórmannlegt, en aftur á móti svolítið lúmskt. Vinsæld ir Magnúsar Jónssonar, sem enn eru vissulega fyrir hendi hér fyrir norðan eiga að reyna að lialda í það verkalýðs og bændafylgi er Sjálfstæðisflokk urinn óneitanlega hafði hér nyrðra undir forustu Ólafs Thors, er AM fullyrðir að hafi verið mikilhæfasti stjórnmála- foringi þessarar aldar í því að sameina alldrjúgan hluta af al- þýðustéttum landsins undir merki Sjálfstæðisflokksins. Nú- verandi formaður Sjálfstæðis- flokksins er alls eigi þeim vanda vaxinn að ganga í fót- spor Ólafs og því mun eigi grát klökkt bænakvak íhaldsins virka. Ef Sjálfstæðisflokknum hefði verið mjög annt um að tryggja Magnúsi fjármálaráð- lierra öruggt þingsæti, hefðu þeir sjálfsagt látið hann skipa efsta sæti á lista sínum, já, og kannski þeir láti verða af því. ÞAÐ HEFIR vakið mikla at- hygli hin einhuga afstaða jafnaðarmanna liér í kjördæm- inu, um efsta mann á lista sín- um. Allir finna að alger sain- staða er á bak við efsta mann- inn að hálfu jafnaðarmanna og einnig hitt að jafnaðarmenn á Norðurlandi eru ákveðnir í því að fylgja eftir sigri sínum frá bæjarkosningunum í vor. FJÖLSKYLDUFAÐIR hefir beðið blaðið að færa þakk- ir sínar til forráðamanna Gagn fræðaskóla Akureyrar, fyrir lieimsent bréf til foreldra, þar sem minnt er á það að láta böm in hafa með sér mjólkurflösku í skólann og minnt er á það, að enginn nemandi þurfi að fyrir- verða sig fyrir að hafa mjólkur flösku meðferðis, nema síður skyldi. Ég vil þakka Gagnfræða skólanum heils hugar fyrir bréf ið, sagði faðirinn að lokum. A LLIR hljóta að vita, er kom- ið hafa nálægt uppeldi, að 13 ára börn eru mjög viðkvæm fyrir öllu, sem þeim finnst mót- drægt. Því skal engan furða að þeir unglingar er nú koma í 1. bekk G. A. finnist það allhart að þurfa að hverfa af dansleik innan G.A. kl. 11.30, þegar eldri skólasystkin halda gleðinni áfram. I fyrravetur nutu hin sömu börn þeirrar aðstöðu í efsta bekk barnaskóla að aðrir nemendur litu upp til þeirra, og því finnst þeim nú lítillækkun- in ennþá meiri, þá er þau lirapa úr efsta sæti í neðsta í nýjum skóla. Væri ekki hægt að hafa sérstakan dansleik fyrir 1. bekk Gagnfræðaskólans. Ofanritaðar línur eru samhljóða ummælum foreldra er komið hafa að máli við blaðið um þetta efni. AF NÆSTU GRÖSUM -iÍH MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 515 — 245 — 137 315 og 518. — B. S. GUÐSÞJÓNUSTA jí GRUND ARÞINGAPRESTAKALLl. Hólum, sunnudaginn 23. okt, kl.1,30. — Saurbæ, sama dag, kl. 3 e.h. BAZAR AUSTFIRÐINGAFÉ- LAGSINS verður í Verzlunar mannafélagshúsinu, Gránufé- götu 9, sunnudaginn 23. okt. n.k. kl. 4 e.h. FRÁ BÆJARSKRIFSTOFUN- UM. — Fram til áramóta verða bæjarskrifstofurnar opn ar frá'kl. 5—7 e.h. á föstudög- um, til móttöku á bæjargjöld- um. LEIÐRÉTTING. Sú leiða mis- sögn varð í síðasta blaði, að ritstjóri tímaritsins „Heimili og skóli“ var sagður Eiríkur Sigurðsson skólastjóri. Hið rétta er, að ritstjóri nefnds tímarits er Hannes J. Magnús son fyrrverandi skólastjóri. AM biður hér með afsökunar á þessari missögn. KVENNADEILD Slysavarnafé- lagsins, Akureyri, þakkar öll- um bæjarbúum góðar gjafir og stuðning við hlutaveltuna s.l. sunnudag. BAZAR heldur Kristniboðsfé- lag kvenna í Zion laugardag- daginn 22. okt. kl. 3 e.h. — Auk bazarmuna verða á boð- stólum heimabakaðar kökur. Komið og styrkið gott mál- efni! MINNINGARSJÓÐUR Jakobs Jakobssonar. — Minningar- spjöld fást í Verzluninni Ás- byrgi h.f., og Bókaverzlim Æ Jóhanns Valdimarssonar. *

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.