Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 7
 s Vlvklani r frá kjördæmisráðsfundi jafnaðarmanna í Norðausturþingi - Síðari hluti Almenn ályktun Fundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, haldinn á Akureyri 8. okt. 1966, telur að núverandi stjórnar- samstarf hafi reynzt þjóðinni að mörgu leyti heilladrjúgt, og vek- ur athygli á eftirtöldum atriðum: miklum kaupmætti almennings, miklu vöruvali, gjaldeyrissjóðum hefur verið safnað, lánstraust þjóðarinnar liefur verið endurvakið, aukin hefur verið fjölbreyttni atvinnuveganna, atvinna er yfirleitt næg, þótt ekki hafi að fullu verið sigrast á árstíðarbundnum atvinnuskarti í sumum sjávar- plássum á norðanverðu landinu, lánastarfsemi Húsnæðismálastjóm ar hefur verið stóraukin, sveitarfélög hafa fengið nýja tekjustofna, stórátök gerð í vegamálum, mikil endurnýjun átt sér stað í fiski- skipaflotanum, hafinn er undirbúningur að stofnun lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn, hafið er íslenzkt sjónvarp, framkvæmdir í skólamálum hafa verið miklar, og farið hefur verið inn á stefnu Alþýðuflokksins um stofnun jarðakaupasjóðs. Endurbætur á vegamálum. Fundur Kjrdæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðausturlandskjör- dæmi telur aðalverkefnið í vegamálum kjördæmisins, í náinni fram, vera endurbyggingu hinna gömlu aðalvega, sem ekki þola lengur hið mikla álag. Sérstaklega vill fundurinn leggja áherzlu á, að aðalþjóðvegurinn um Norðurland og brýr á honum, verði endurbyggð sem fyrst, enda langt á eftir þróuninni í þessum mál- um annars staðar á landinu. Umhleðsluhafnir. Fundurinn leggur til, að athugað verði, hvort ekki sé tími til þess kominn að setja á stofn sérstakar umhleðslumiðstöðvar með tollvörugeymslum fyrir innfluttan varning á helztu höfnum lands- ins, til að dreifa innflutningsverzluninni og minnka álagið á aðal- þjóðveginum milli Norður- og Suðurlands. Fundurinn leggur til, að hið opinbera hlutizt til um, að ávallt séu til nægar birgðir olíu á helztu verzlunarstöðum á Norðurlandi, svo ekki sé hætta á hreinu neyðarástandi, þótt siglingar teppist um tíma vegna ísa. Nývirkjun Laxár. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að tryggja nægjanlegt láns- fé til nývirkjunar Laxár, svo fljótt, að framkvæmdir megi hefjast á næsta ári. Landbúnaðarmál. 1 Fundurinn lýsir því sem skoðun sinni, að þess beri að gæta imjög vel meðan útflutnngsverð landbúnaðarvara er jafn óhag- stætt og nú er, að þær séu ekki framleiddar að marki umfram þarfir innan lands. Hins vegar sé stuðlað að aukinni fjölbreytni, svo að bétur svari þörfum landsmanna. Þakkir til þingflokks og ráðherra. Kjördæmisráðsfundur Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, haldinn á Akureyri 8. okt. 1966, þakkar ráðherrum flokks- ins viturlega og farsæla stjóm þeirra mála, er þeir hafa forsjá fyrir í ríkisstjórn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við störf þeirra. Jafnframt þakkar fundurinn þingflokknum traust störf hans á Alþingi að velferðarmálum þjóðarinnar. f' • ' t $ * Þakkír til Alþýðumannsins. Fundur Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðausturlandskjör- dæmi lýsir ánægju sinni með útgáfu Alþýðumannsins, og þakkar ritstjóranum, Sigurjóni Jóhannssyni, ágætt starf til að gera blaðið vinsælt og læsilegt, og treystir á, að það fái notið starfskrafta hans framvégis. - Það er engin ástæða til að örvænta (Framhald af blaðsíðu 5) mannvirki hins gamla tíma, — vaknar sú spurning, hvenær fs- lendingar liafi efni á því að reisa nýja brú á Fnjóská, e.t.v. ekki fyrr en hún brotnar undan þunghlöðnum vörubíl. Akureyri deplar Ijósaugum móti okkur, þá er brún Vaðlaheiðar er náð. Akureyri, drottning Norður- lands, er hlýtur, ef hún skilur sinn vitjunartíma, að skipa sér í fylkingarbrjóst norðlenzkra byggða gegn sogkrafti Stór- Reykjavíkur. Ferðalangarnir fjórir senda allir beztu kveðjur austur í skóladalinn handan Fljótsheið- ar, og AM væntir þess, að í dalnum þeim, bæði á bóndabýl- um og skólasetrum, komi kjarn góðir Norðlendingar, er kunna að lialda vöku sinni. Með þeirri ósk biður AM að heilsa öllum í Reykjadal, þó að heitustu kveðjurnar séu miðaðar við Laugaból og Húsmæðraskólann að Laugum. — Þökk fyrir góð- ar móttökur. — s.j. A.M. vill minna á aðal- fundi F.U.J. og Alþýðu flokksfélagsins sma AUGLÝSINGAR am TIL SÖLU nú þegar: Vel meðfarinn Junior fólksbíll, 4ra manna. Upplýsingar gefur Jón Jóhannesson, Hlíðarhaga, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. VINNA Vantar reglusaman og traustan mann í Súkku- laðiverksmiðjuna Lindu. Framtíðaratvinna. Upplýsingar gefur Eyþór H. Tómasson. HJALP! Vill einhver liðsinna gam- alli konu, sem er að verða blind, með því að lesa fyrir hana 1—2 kvöld í viku, þó ekki væri nema 1/2 tími í hvert sinn. Þeir er vildu sinna þessu kalli leggi nain sitt og heint- ilisfang inn hjá AM merkt HJÁLP! Hrossasmölun fer fram í Svalbarðsstrandarhreppi laugardaginn 22. þ. m. — Öll ókunnug hross þurfa að vera komin að Sigluvík kl. 14.00. Hross, sem ekki verða tekin nefndan dag, verður farið með sem annað óskilafé. ODDVITINN. 7 Ss AÐ ALFUNDIJR IÐNAÐARMANNAFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn að Hótel KEA (Rotarysal) mánudag- inn 24. þ. m. kl. 8.30 e. h. DAGSKRA: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. BIFREIÐAEIGENDUR! SNJÓHJÓLBARÐAR í urvali GISLAVED, YOKOHAMA og VREDESTEIN KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Véladeild STAIvAN okkar ' Við gefum hér með Ingu Skarphéðins frá Blönduósi orðið, og þakka skal henni til- skrifið. „Kærar þakkir fyrir falleg orð um mig í A.M. Því miður er þetta allt „leir“, sem ég sendi, hripað niður án þess að gengið sé frá nokkurri stöku. A.M. sendi alltaf áskorun um að senda vísur og þó vegur minn vaxi ekki við þessar ritsmíðar, fyllir þetta upp í „Stökuna okk- ar“. — Maríuerlan, sem byggt hefur sér hreiður undir þak- skegginu er farin. Hún gekk undir nafninu: Madama Malla. Sat hún þarna sæt og fín, söng í hlýja blænum. Síðan hvarf hún Malla mín, mér finnst hljótt í bænum. Kaldan vetrarmorgun finn ég dáinn fugl í snjónum. Ég spyr í hljóði: Átti hann ekki sál? Og í hugann kemur svarið: Hann er floginn himins til, hér sem jörðu gisti. Lifir þar við Ijós og yl, lofgjörð syngur Kristi. Andvaka. Framundan er gatan grá, gengnar leiðir horfnar. , ;! Skyldi af mér eitthvað brá, aftur þegar morgnar. Fáir af mér bera blak, ber því meira á hinum. Sárast er að sjá á bak sinurn beztu vinum. . .Með þökk fyrir „ástarkveðj- urnar“ frá A.M.: Sendi ég lítið Ijóð til þín, læt það fara í „stöku“. Þetta er aðeins upp á „grín“ orkt uin næturvöku. Kær kveðja. Inga Skarphéð- ins, Blönduósi". Hér kemur oi'ðsending til hennar J.S. „gömlu“. Já, auð- vitað hefur prentvillupúkinn komizt í vísurnar þínai', er bii't ust í síðasta blaði, og AM biður þig endilega að hringja í númer sitt, áður en hann birtir vísuna, er þú sendir með leiði'éttingum þínum. — Með oi'ðsendingunni fylgir kær kveðja til J. S. Við kveðjum svo í dag með þessari hugljúfu stöku eftir Benedikt Valdemarsson frá Þröm: Kveikt er björtum kyndli á, kveður dátt í runni. Opnast hjörtun ungri þrá, úti í náttúrunni. Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.