Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 20.10.1966, Blaðsíða 8
vanti yðnr húsgögn, þá veljið það hezta. * Yalbjörk h.f. Fyrsfu kynni mín af Bandarikjunum eru mér hugljúf segir HÖRÐUR HAFSTEINSSON Fjcrir norðanmcnn eru nýkomnir úr ferðalagi fil Bandaríkjanna, en förin var farin á vegum íélagsins Varðbergs. Einn af þátt- lakendunum var Hörður Hafsteinsson, dugmikill og áhugasamur F.U.J. félagi. — AM hitti hann.að máli og innti hann frétta af förinni. N Hve margir voru þátttakend- ur, Hörður? ' Við vorum 30, þar af 4 Norð- lendingar, en ásamt mér fóru frá Akureyri Kristinn Arnþórs- son og Óli D. Friðbjarnarson og 1 Húsvíkingur, Einar F. Jó- hannesson. HEILIR OG SÆLIR LESENDUR ÞESSA dagana er AM að ganga frá póstkröfusend ingu fyrir hlaðgjaldið út á land. AM væntir þess að hitta ykkur öll lieil og glöð og treystir ykkur jafnframt, að þið sýnið skilning og vel- vilja. AM hefir engin voldug félagssamtök á hak við sig er innheimt getur áskriftar- gjald AM í gegn um reikn- ing. Þið skyljið við hvað ég á. AM segist treysta ykkur öllum og því sé hann viss um að 99% muni greiða áskriftagjaldið. Og hér kem- ur sérstök kveðja til þeirra Akureyringa, sem eru fastir áskrifendur að blaðinu. Þetta er ekki neyðaróp góðu vinir heldur hvatning. Gerið þið svo vel og takið vel eftir. EF HVERT YKKAR ÚT- VEGAÐI BLAÐINU ÞÓ EKKI VÆRI NEMA EINN ASKRIFENDA VÆRUÐ ÞIÐ AÐ TREYSTA FULL- KOMIÐ ÖRYGGI BLAÐS- INS f FRAMTÍÐINNI. S. J. segist vita að þið skyljið orðsendinguna og hann væntir þess að kaup- endatala AM tvöfaldist næstu daga. Lifið öll heil. Fulltrúar frá Húsavík á þing A.S.Í. Fulltrúar frá Húsavík á þing A.S.Í.: Sveinn Júlíusson Guðrún Sigfúsdóttir Albert Jóhannesson og Gunnar Jónsson. Hvað stcð ferðin lengi yfir? í 9 daga alls, að meðtöldum brottfarar- og komudegi, og áfangastaðir voru Norfolk í Vir- ginia og Washington. Hörður Hafsteinsson. Og ykkur hefir verið sýnd ílotastöðin í Norfolk. Já, og þar bar margt fyrir augu. En við dvöldum í Norfolk í 4 daga og var herstöðin skoð- uð mjög ýtarlega. Farið var um borð í stærstu og fullkomn- ustu herskip Bandaríkjanna, — einnig í eitt stærsta flugvéla- móðurskip heimsins. Einnig skoðuðum við stóra skipasmíða stöð, er ekki var annað hægt en dást að, og vissulega mætti á fleira minnast. Okkur íslend- ingum fannst óþægilega heitt í Norfolk, en hiti komst upp í 30 stig. Kaninn kunni að klæða sig í hitanum, því að stuttbux- ur og stutterma skyrtur voru áberandi klæðnaður fólks í borginni. Ég vil geta skemmti- legs ferðalags yfir sund eitt mikið, fyrst var farið eftir brú einni mikilli, en síðan tóku við jarðgöng undir sjávarmáli. Frá Norfolk fóruð þið svo til Washington. Já, en við höfðum viðkomu í Williamsburg og skoðuðum þar nokkurskonar „Árbæjarsafn“, en það er helgað Rockerfeller- ættinni, er þar margt að.sjá og (Framhald á blaðsíðu 2) MANNHEIMAR Ný ljóðabók eftir Heiðrek Guðmundsson frá Sandi. Ut er komin ný ljóðabók eftir Heiðrek Guðmundsson skáld frá Sandi. Nefnir skáldið hina nýju bók sína „Mannheima“, og geymir hún 45 Ijóð. Útgefandi er Bókaútgáfan Sindur h.f., Akureyri, en prentun annaðist Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. — Heiðrekur er löngu kunn ur orðinn á skáldabekk Norður- ■lands fyrir fyrri bækur sínar, en þetta er 4. ljóðabók höfund- ar. Sú fyrsta: Arfur öreigans, kom út 1947, Af heiðarbrún, 1950 og Vordraumar og vetrarkvíði, árið 1958. Við fljótan yfirlestur sézt, að Heiðrekur hefur enn sótt fram í höllu Braga, og eigi hefur slævst ást skáidsins á ís- lenzkri þjóð og íslenzkri moldu. AM mun geta hinnar nýju Ijóðabókar Heiðreks nánar síð- ar, um leið og blaðið færir hon- um heillaóskir og vill jafnframt minna Norðlendinga á, að þeir eiga enn skáld góð, og við eig- um jafnframt að láta þau njóta þess. ALÞYÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, finnntudaginn 20. okt. 1966 — 36. tbl. Ný hljóðfæraverzlun á Akureyri OÁLMI STEFÁNSSON, hinn kunni hljómsveitarstj., hefir opnað A- nýja hljóðfæraverzlun að Gránufélagsgötu 4 hér í bæ og nefn- ist verzlunin Tónabúðin. AM kom að máli við Pálma og innti hann eftir verzlun sinui. Kvað hann allt vera á byrjunarstigi, en hann myndi kappkosta að veita eins góða þjónustu og unnt væri. Kvað hann ætlun sína að liafa sem flest hljóðfæri á boðstólum, m. a. píanó, einnig úrval af hljómplötum. Allir þekkja hina vinsælu hljómsveit Póló Betu og Bjarka, og efast AM eigi um, að Pálmi afli sér einnig vinsælda með hinni nýju verzlun sinni og færir blaðið honum hér með heilJaóskir með fyrirtækið. Ljósm.: T. H. Heiðrekur Guðmundsson. N\\v Nýjar hafnarframkvæmdir að hefjast á Hofsósi Hofsósi, 18. okt. Þ.H. Hér eru að hefjast framkv. við nýjan hafnargarð, er á að tryggja bátum okkar öryggi, þ.e. lokaða höfn. Þetta er all- mikið mannvirki á okkar mæli- kvarða, en áætlað, að fram- kvæmdir muni kosta 9—10 milljónir króna, en við erum bjartsýnir á að lánsfé fáist, því að einmitt þessar fyrirhuguðu framkvæmdir í hafnargerð stuðla að auknu öryggi varð- andi framtíð þorpsins. — Við opnum grjótnám í haust og Ijúkum öðrum undirbúningi, svo að framkvæmdir geti haf- izt að fullum krafti að vori. — Félagsheimilið er nú komið und ir þak og er ráðgert, að unnið verði við það í vetur. Afli hef- ur verið mjög rýr í allt sumar, og eru nú allir bátarnir hættir á snurvoð, en byrjaðir á línu, en afli er enn sáralítill. Sauð- fjárslátrun er nýlega lokið og var slátrað rúmlega 7000 fjár, og stendur nú yfir nautgripa- slátrun, og mun hún aldrei hafa verið meiri en nú í haust. Mun bæði valda því minni heyöflun en undanfarin sumur og einnig offramleiðslan á mjólkurvör- um. N Frá Barnaverndarfél. Ákureyrar Góðir Akureyringar! Barna- verndardagurinn er n.k. laug- ardag, og er það söfnunardagur barnaverndarfélaganna. Að þessu sinni mun ykkur verða boðin merki félagsins, er kosta 15 krónur og bókin Sól- hvörf 1966, en verð hennar er 40 krónur. Bókin Sólhvörf er að þessu sinni 80 blaðsíður og í henni er að finna: sögur, ljóð, leikrit og ævintýr fyrir yngri sem eldri börn. Hildur Kalman tók saman efnið. Fyrir nokkrum árum byggði Barnaverndarfélag Akureyrar leikskóla, sem komið hefur að góðum notum fyrir marga bæj- arbúa, en mörg og stór verk- (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.