Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 5
En þegar ég kem út í náttúruna og sé það sem ég þráði og þrái emi. Þá finnst mér ég hafa farið að lieiman og sé ekki kominn heim ennþá segir STEFÁN G. SVEINSSON framkvæmdar- stjóri í Bólstruðum húsgögnum hefir AM viðtal við Stefán G. Sveinsson forstjóra í Bólstruð um húsgögnum h.f. Undirritaður hefir oft ónáðað liann, sem og aðra forstjóra í bænum, varðandi auglýsingar í AM. Stefán hefir stimdum verið góður og stundum vondur á svipaðan hátt og aðrir forstjórar á Akureyri. En langt er síðan að undirritaður fann að Stefán myndi vera af sömu rótum runninn og sá er kvittar und- ir þetta viðtal. Sveitamaður að innstu hjartarótum. Og hér lesið þið spjall tveggja sveitamanna er þrá meira að annast kindur á garða, en bera titla undir nafni í höfuðstað Norðurlands. Mér hefir verið borið það á brýn að ég sækist helzt eftir viðtali við forstjóra Stefán, og því skal mín fyrsta spurning vera. Hvemig líkar þér for- stjórastarfið? Ég verð að segja það, að mér líkar það á vissan hátt sæmi- lega nú orðið, þó mér finnist það ekki létt starf, eða það starfssvið er ég hefði óskað mér. Starfið er erilsamt, því að ég er ekki það stór forstjóri að ég sitji í ró og næði í mjúku hægindi, heldur finnst mér nauðsyn að vinna með starísfólkinu við hin daglegu störf. Mér finnst forstjórastarf engan veginn neinn „dans á rósum“ eins og sumir kannski halda. Ég vil gjarnan rækja starf mitt vel af hendi, eins og samvizka mín bíður mér. Þú ert Austfirðingur Stefán, en hvaðan? Ég er Vopnfirðingur, þar fæddur og uppalinn. Ég dvaldi þar til 25 ára aldurs og stund- aði þar öll algeng sveitastörf mestan tímann. Hvers vegna gerðist þú ekki bóndi? Faðir minn stundaði búskap þar til ég var um fermingarald- ur. Þá höguðu aðstæður því þannig að hann þurfti að bregða búi. Þá var ég eðlilega ekki orðinn það þroskaður, að ég gæti stutt hann til að halda bú- skap sínum áfram, þrátt fyrir það að búskapur var í rauninni það sem hugur minn stóð til. Samt sem áður hvarf ég ekki frá sveitastörfum er foreldrar mínir brugðu búi. Ég hafði yndi og ánægju af því að annast sauð fé, qg ætlaði mér alltaf að verða stórbóndi. Svo atvikaðist það að við hófum búskap á ný, þó í litlum stíl væri, en það stóð Stuttan tíma. Hvers vegna? Ég hefi aldrei verið heilsu- og það hefir ekki losnað við mig ennþá. En þú ert ennþá sveitamað- ur? Já, já, hugurinn er ennþá hinn sami og þráin. Vissulega er núverandi starf mitt búskap ur á vissan hátt, þótt annars eðlis sé, en sá er ég ólst upp við austur í Vopnafirði. hraustur. Þú ert sveitamaður sjálfur og skilur því vonandi þá annmarka sem eru á því að hefja búskap í sveit. Faðir minn var orðinn farinn að heilsu til þeh-ra hluta. Við bjuggum við þröng skilyrði og ekki í annað hús að venda með það, því að sjálfsögðu varð hann að láta af hendi það jarðnæði er hann bjó við áður er hann hætti búskap, en þá var ekki um annað að ræða fyrir mig en yfirgefa svéit ina og leita að öðrum starfsvett vangi, enda ekki frá neinu að hverfa nema rollunum er ég sá mjög mikið eftir. Lá Ieið þín þá til Akureyrar? Foreldrar mínir voru ákveðn ir í að flytja til Akureyrar, ef þau flyttu úr héraðinu, sökum þess að skyldfólk okkar var hér búsett. Ég var ekki ákveðinn í því hvar ég ílentist, en þó stóð hugur minn til að fara til Reykjavíkur, eins og margra annarra. Þar hafði ég trygga og góða vinnu vísa. En svo atvik- aðist það, að ég fór ekki lengra en hingað. Hvers vegna fórstu ekki suð- ur? Ég kom hingað í vetrarbyrj- un árið 1960. Ætlun mín var að fara ekki suður fyrr en eftir áramót og fór ég því að leita eftir atvinnu hér á Akureyri fram að áramótum. Auðvitað vildi enginn atvinnurekandi líta við sveitamanni austan af landi, en samt sem áður fékk ég að lokum vilyrði fyrir vinnu hjá Bólstruðum húsgögnum h.f., en Jón heitinn Kristjánsson var þá eigandi fyrirtækisins óg vai- hann búinn að reka það um langt árabil og er hann Akur- eyringum og mörgum 'öðrum að góðu kunnur. En samtímis þurfti ég á sjúkrahús og varð því eigi af vinnu fyrir áramót. Nú að sjúkravistinni lokinni hóf ég vinnu hjá fyrirtækinu og fremst persónuleiki hvers einstaklings sem valdir eru til pólitískra starfa og áhvifa, er eiga að njóta sin. ViS eigúm sjálf sagt ágæta drengi innan allra flokka, en þegar þeir ern múL- bundnir innan vébánda fíokks síns, verður harla lítið úr þeim eða baráttu þeirra í þágu al- jaýðunnar. Þú ert þá ekki flokksbund- inn? Nei, og ætla mér ekki að verða það að svo stöddu. Svo við víkjum að öðru, hvemig gengur rekstur fyrir- tækisins? Stefán G. Sveinsson. Og vel hag þínum hér? Mér fannst og finnst reyndar ennþá, eins og þá er ég byrjaði þetta starf, að ég yrði að vinna að því sem bezt, og þar af leið- andi lítt hugsað um annað og því ekki gefið mér færi á að leiðast. En svo þegar ég kemst út í náttúruna og sé það sem ég þrái, þá finnst mér ég hafi farið að heiman og sé ekki kominn heim ennþá, en tíminn hafi flogið frá mér án þess að ég hafi vitað. Leiðist þér þá búskapurmn á Akureyri? Nei, þú mátt ekki taka orð mín svo, því þó að ég sé ekki Akureyringur, hefir mér líkað Akureyri vel og það fólk er ég hefi kynnzt hér. Og þó að ég tækist á hendur að hefja búskap í sveit, þá myndi ég gjarnan kjósa mér stað í nálægð Akur- eyrar, þó þráin sé alltaf sterk til æskustöðvanna. Þú ert hörku sveitamaður, en ertu pólitískur í sambandi við landbúnaðarmál ? Ég er ekki pólitískur í sam- bandi við landbúnað, né annað. En þegar þú minnist á pólitík, vil ég segja að hún sé eitt það mesta böl sem við búum við, eða frá því fyrsta er ég fór að skynja hvað hún væri í raun og veru, þótt hún ráði að nokkru yfir okkur, því miður. Telur þú þá pólitík fremur hagsmunastreitu en hugsjón? Ég lít svo á að það sé fyrst Hann gengur að. mínu áliti vel, eða betur en ég hafði þorað að vona. Að vísu árar misjafn- lega eins og gengur í þessu sem öðru, er skapast af lífsafkomu almennings á hvérjum tíma. En er ekki samkeppnin hörð í svona litlurn bæ? Jú, vissulega er hún það, en hún stendur okkur ekki fyrir þrifum. Er eitthvað sérstakt er þú vildir segja í sambandi við starf þitt í lokin? í fáum orðum sagt vildi ég drepa á þetta. Mér finnst að eig endur svona fyrirtækja þurfi að standa saman og vinná að því eins og frekast er unnt. I öðru lagi byggist mikið á því að hafa gott starfsfólk og þá að sjálfsögðu einnig að gera vel við það, ef það sýnir það í verki að það er þess verðugt. Starfs- fólkið þarf fyrst og fremst að vera vandanum vaxið og því teldi ég það jákvætt að starfs- fólk svona fyrirtækja væri að einhverju leyti ' meðeigendur. Það myndi skapa meiri ábyrgð artilfinningu. Svo biður þú að heilsa í Vopnafjörð? Já, ég bið blaðið. fyrir kveðj- ur heim á æskustöðvar mínar og óska öllum velfarnaðar á ný byrjuðum vetri. Hér fellum við spjallið við forstjórann í Bólstruðum hús- gögnum h.f. Vopnfirðingurinn er á sínum tíma var landsþekkt ur fyrh’ fjáriækt sína. AM bíð ur honum heilla í starfi og áfell ist hann ekki þótt hann láti stundum hugann renna til lagð prúðrar hjarðar og blaðið send- ir með honum beztu kveðjur austur. — Þökk fyrir spjallið Stefán. s. j. STAKAN okkar IDAG gefum við Stefáni Aðalsteinssyni Austurbrún 2 Reykjavík fyrst orðið, og þakkar AM Stefáni innilega fyrir og sendir honum beztu kveðju suður með von um að eiga hann að í framtíðinni. Stefán segir: í ættfræðihandriti einu (Lbs. 2642 4to), sem skráð er af séra Stefáni Þorsteinssyni á Völlum í Svarfaðardal (F. 1778 D. 1846) má finna ýmis- konar samtíning innan úm ættatölurnar, bæði frásagnir af fólki og vísur. Tvær af vís- unum vöktu einkum athygli mína. Önnur er um Reynistaðar- bræður, sem úti urðu á Kili 1780 og er reyndar alkunn í öðrum búningi. Séra Stefán hefur vísuna þannig: Enginn fmna okkur má, undir skörpu lijami, dapur yfir dauðum ná, dægur sat hann Bjami. í sögnum þeim, sem ég hefi séð á prenti um afdrif Reynistaðarbræðra (t d. ísl. Þjóðs. J. Á. I. bls. 228—9) er þessi vísa höfð á annan veg, eða svohljóðandi: Enginn finna okkur má undir fannahjami, dægur þrjú yfir dauðum ná, dapur sat hann Bjarni. Vísnafróður maður hefur sagt mér, að hann hafi aldrei heyrt vísuna í þeirri mynd, sem séra Stefán hefur skráð hana. Hin vísan er líka um bræð- ur. Þeir voru uppi í Ólafsfirði á síðari hluta 18. aldar, og voru Jónssynir. Hétu tveir þeirra Jón, en sá þriðji Einar. Viðurnefni höfðu þeir allir og voru kallaðir Jón sóti, Jón blóti og Einar kóti, en ekki er getið um tilefni nafngiftanna. Vísan er um Jónana og dýrt kveðin, en yrkisefnið virðist vera ósætti þeirra nafna. Hún, er svona: Sóti Blóta seldi naut seggir róta upp grjóti. Blóti Sóta brá í laut, bölvan hótar þrjóti. Séra Stefán getur ekki um höfund vísunnar, en hún kem ur honum í hug í sambandi við ættfræðslu á einni merkis húsfreyju í Svarfaðardal, sem var dóttir Jóns sóta. Sú hét Sigríður og andaðist nærri tíræð á Hofi árið 1860. Verið þið sæl að sinni, I »############################^

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.