Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 27.10.1966, Blaðsíða 8
vanti yður húsgögn, þá veljið það bezta. * Valbjork h.f. fl að opna landhelgina fyrir ísl JÁ, SEGIR FRAMKVÆMDARSTJÓRI Ú. A., VILHELM ÞORSTEINSSON Akureyri 24. október. S. J. ALLIR Akureyringar vita að Ú. A. hefir barizt í bökkum undan- farin ár hvað fjárhag snertir. Einnig vita allir að útgerð tog- aranna hefur veitt bæjarfólki mikla atvinnu yfir sumarinánuð- ina a. m. k. AM neitar því að togaraútgerð eigi að heyra fortíð- inni til, cn vill hins vegar benda á þá staðreynd að brýn nauðsyn er á að endumýja togáraflota okkar Akureyringa hið fyrsta. Akureýrartogarar eru farnir aS sigla á erlendan markað með afla sinn. AM náði sambandi við Jón Aspar skrifstofustjóra hjá Ú. A. og Vilhelm Þorsteins son framkvæmdastjóra og innti þá frétta. Skrifstofustjórinn sagði að Sléttbakur hefði selt afla sinn í Grimsby í dag, 1481 kits fyrir 8167 pund. Kaldbakur hefði komið úr siglingu í nótt er leið. En hann hefði selt 130,2 tonn fyrir 11329 pund. Harðbakur fór á veiðar á miðvikudag í siðustu viku, en Svalbakur fór í gær. Á þessu ári hafa 2 af togur- um félagsins farið í 16 ára flokk unarviðgerð. Jón kvað afla togaranna s Vatnsveitufram- kvæmdir á Dalvík Dalvík 25. okt. I. J. HAFIN er bygging á vatns- geymi í hlíðinni fyrir ofan Ufsi en þangað er áætlað að dæla vatni úr tveim borholum sunnan Brimnesár. Vænta Dal- vikingar að með þessum fram- kvæmdum verði bætt úr vatns skorti í riáinni framtíð. Unnið er stöðugt að byggingu síldarverksmiðjunnar, en kapp er lagt á að hún verði tilbúin til að taka á móti síld að vori. — Tveir bátar héðan stunda drag- nótaveiðar, Vinur og Margrét. Afli hefir verið rýr, enda gæftir stirðar. 5000« Merkjasala Flugbjörg- unarsveitarinnar HIN árlega merkjasala FJug- björgunarsveitarinnar er á laugardaginn kemur. AM vill minna Akureyringa á að styðja drengilega starfsemi sveitarinn ar, því starf liennar er mikil- vægt. Sveitin liefir trausta og dugandi menn á að skipa, sem jafnan eru viðbúnir að sinna lijálparkalli. nokkru minni en á sama tíma í fyrra og allerfitt hefði reynzt að fá mannafla á þá í sumar, en 'heldur hefði rætzt úr því nú að undanförnu. Blaðið spurði Vilhelm Þor- steinsson framkvæmdastjóra að því hvort hann væri meðmælt- ur því að íslenzk landhelgi yrði opnuð fyrir togaraflota okkar, og var svar hans ákveðið já. Vilhelm kvaðst engann veginn Vilhelm Þorsteinsson. ,vera trúaður á það að fslend- ingar hefðu efni á því að offra togaraútgerð sinni. Hann benti á þin fjölmörgu landhelgisbrot er átt hafa sér stað fyrir Suður landi og kvaðst hann álíta að þau hefðu verið framin út úr neyð. Hann benti einnig á það að togaraeign landsmanna er á skrá væri, næmi aðeins 22 tog- urum, og ' þó í rauninni ekki nema 21, því einn þessara tog- ara, Hallveig Fróðadóttir, eign BÚR, hefði ékki verið gerður út að undanförnu. Þó við sleppum þessum litla togaraflota' þjóðarinnar inn í landhelgina tel ég, kvað for- stjórinn, að engin rányrkja hlytist af. Við spurningu AM, hvort þessar aðgerðir gætu ekki orðið neikvæðar fyrir íslendinga í sambandi við útvíkkun landhelg innar í náinni framtíð, kvaðst Vilhelm ekki vera kvíðinn um að svo yrði, því að einmitt opn- un landhelginnar benti á þá nauðsyn okkar íslendinga á stækkun hennar frá því sem nú er. Telur þú ekki brýna nauð- syn á að endumýja togaraflota Akureyringa? Jú, það tel ég vissulega. Mj-ndir þú vera þess fýsandi að Ú. A. tæki á leigu væntan- legt botnvörpuskip er ríkið ætti sem gert yrði út í itilrauna- skyni varðandi nýjungar á þessu sviði? Nei, ég myndi ekki mæla með því á meðan við höfum á veg- ur okkar þessa gömlu togara er við höfum nú. Félagið hefir ekki fjármagn til neinna stór- ræða á meðan svo er. (Framhald á blaðsíðu 7) XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 27. okt. 1966 -— 37. tbl. „Koss í kaupbæti” Frurasýning fljótlega Akureyri 24. okt. S. J. MHAFÐI samband við for mann Leikfélags Akur eyrar, Jón Ingimarsson, og innti hann eftir hvenær frumsýning yrði á gamanleiknum „Koss í kaupbæti" en það er fyrsta „prógram" Leikfélags Akureyr ar á nýbyrjuðum vetri, en leik stjóri er Ingibjörg Steingríms- dóttir. Jón kvað eigi endanlega vitað hvenær frumsýning yrði, en sagðist vona að hún gæti orðið snemma í nóvember. Endurbætur hafa farið fram í Samkomuhúsinu, byggðir hafa verið búningsklefar fyrir leikendur, er var brýn nauð- syn. s Sænsk skáldkona í heimsókn UM ÞESSAR MUNDIR er sænska skáldkonan Sara Lid- man stödd liér á landi. Er hún hingað komin í boði Menning- ar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna. Sara Lidman er í hópi snjöll- ustu rithöfunda okkar tíma og hafa bækur hennar verið þýdd ar á fjölda tungumála. Hér á landi mun hún kunn- ust fyrir skáldsöguna „Sonur minn og ég“, sem út kom í ís- lenzkri þýðingu árið 1962. Saga þessi hefur kynþáttamisrétti Suður-Afríku að sögusviði, en þar í landi dvaldist skáldkon- an um ‘ árabil. Á síðastliðnu ári ferðaðist Sara Lidman um Víet Nam og hefur síðan haldið fjölda fyrir- lestra um þá för, bæði í heima- landi sínu Svíþjóð svo og Nor- egi. Auk þess hefur hún komið fram í útvarpi og sjónvarpi, og birzt hafa fjöldamörg viðtöl við hana í blöðum. Hér á landi mun hún flytja fyrirlestra á vegum ýmissa félagasamtaka í Reykja (Framhald á blaðsíðu 7) Eins og kunnugt er á Leik- félag Akureyrar fimmtugsaf- mæli á næsta ári og er ætlun félagsins að minnast þessa at- burðar með sýningu á merku leikriti. Annars sagði formaður að það væri nokkuð undir því komið, hver aðsókn yrði á sýn- ingar félagsins á „Koss í kaup- bæti“. Ef aðsókn yrði góð stuðlaði það að því, að félagið gæti haldið veglega upp á hálfr ar aldar áfmælið. Leikfélag Ak ureyrar er ekki rikt að fjár- munum og því vill AM minna lesendur sína á það að fjöl- sækja á sýningar Leikfélagsins og þakka með því hálfrar aldar starf þess í höfuðstað Norður- lands. íþróttaskemman á Akureyri. — Sjá viðtal við Svavar Ottesen á íþróttasíðunni. Ljósm.: N. H. Skemmtun án víns Akureyri 25. okt. S. J. MVILL með ánægju benda lesenduni á auglýsingu í blaðinu í dag frá Skemmti- klúbb templara hér í bæ, þar er auglýst félagsvist og dans- leikur á eftir. AM vill þakka Skemmtiklúbb templara fyrir jákvætt starf og hvetur æsku- fólk til að fjölsækja þessar skemmtanir. Einnig vill AM minna á dansleik F.U.J. n. k. sunnudag. AM vill styðja öll þau félög er stuðla vilja að mennilegum samkomum fyrir upprennandi kynslóð. • 5000« =s Umræðufundur Stúdentafélagsins NÆSTKOMANDI mánúdags- kvöld heldur 'Stúdéntafélag Akureyrar umræðufund um vandamál dreifbýlisins. Frum- mælendur verða Lárus Jónsson bæjarkjaldkeri í Olafsfirði og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal. Fundur- inn verður á Hótel KEA og eru allir velkomnir á fundinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.