Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.11.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.11.1966, Blaðsíða 2
 S róttasíáa A.M. (11111111HIHIIIII1111111111111IIIIIIIIII MMMMMMMMMMMMMM1 RITSTJÓRI: FRÍMANN GUNNLAUGSSON ■ MMMMIIIMIMIIIIMIMMIMIIIIIIIMIIIIMIMIIMIM IIIIIIIIIIIIMIIIMMMMMÍIIIIIIMIiimillllllllC’MIMmilllllllMIMIIIMIIMIMIIIimwmiMMIIimillllllMIMIIIIMIIIIMIIIIIMIMMIMIMIIMM* Ég lel aS íþrótlir séu mjög þroskandi og vil hveija æskufólk lil þáttlöku segir Ásgeir Guðmundsson, unglingameistari MÖRGUM hefir að vonum fundist lítill áhugi ríkja fyrir frjáls- um íþróttum í höfuðstað Norðurlands og á því sviði hafi Akur eyri sett ofan frá því sem áður var. Því fannst AM það jákvætt að ná spjalli við Ásgeir Guðmundsson er getið hefir sér góðan orðstír í þessari íþróttagrein að undanfömu, og ennþá betra að finna að hann er brennandi í andanum til eflingar þessari göfugu íþróttagrein. Þú ert Akureyringur í húð og hár Asgeir, en hvað gamall? Já, ég er Akureyringur og er 16 ára. Hvað er langt síðan að þú byrjaðir að æfa? Ég held að það sé eitthvað ura hálft annað ár. Hvemig stóð á því að þú byrjaðir? Ég átti félaga sem sögðu mér að koma með sér á völlinn og taka þátt í æfingum og eftir að ég kynntist þessu fékk ég áhuga. Hvert var fyrsta mótið er þú tókst þátt í? Það var Víðavangshlaup KA og var ég þá 3. Síðan tók ég þátt í næsta Víðavangshlaupi og var.þá 1. Svo varstu landsþekktur fyr ir góða frammistöðu þína í sumar? Það held ég nú varla. Jú, víst. Þú varst fslands- nieistari. Já, ég sigraði í 2 greinum á Sveina- og unglingameistara- móti FRÍ í sumar. Knaffspyrna ÁTTTÖKUFRESTUR fyrir Olympíuleikana í Mexico rann út 15. október. 66 þjóðir tilkynntu um þátttöku. 64 þjóð ir þurfa að berjast um 14 sæti í úrslitakeppninni. Ungverjar Olympíumeistarar og Mexico gestgjafar komast án keppni í úrslit. Þessar 66 þjóðir skiptast þannig milli heimshluta: Evrópa 19, Afríka 15, Asía 13, Mið- og Norður-Ameríka 11 og Suður-Ameríka 8. Meðal landa sem ekki eru með eru Júgó- slavía, Portúgal, Norður-Kórea, Argentína, Noregur, Danmörk og Svíþjóð. f hvaða greinum var það? Það var í 800 og 1500 metra hlaupi. Hvemig líkaði þér Laugar- Ásgeir Guðmundsson. dalsvöllur og varstu ekki spenntur að vera keppandi á svo stóru móti? Laugardalsvöllur er alveg prýðilegur og gott 'að keppa þar, jú, ég var voða spenntur eink- um fyrri daginn. Keppendur voru geysimargir eða um 70 og ég er ánægður yfir hve vel gekk. Ég óska þér til hamingju með sigurinn Ásgeir, en þú hefur keppt á fleiri mótum í sumar? Já, ég keppti á Norðurlands- mótinu í frjálsum íþróttum, í Fjögurrabandalagakeppninni, á Frjálsíþróttamóti ÍBA og svo á innanfélagsmótum hjá félagi mínu KA. Hverjir em beztir tímar þín- ir í þeim greinum er þú leggur helzt stund á? Að mig minnir eru þeir þess ir: í 1500 m..hl. á 4,29, 300 m. Ú .10,33,. 800 m. á 2,66 og 400 m. á 55,5. ' Og þú ætlar að halda æfing- um og képpni áfram? Já, ég er ákveðinn í því að æfa vel í vetur, ef skilyrði verða til þess og hefi mikinn áhuga að fá félaga mína til þess að æfa með mér. Telur þú ekki að það sé gott fyrir unglinga að leggja stund á íþróttir? Jú, ég tel að íþróttir séu mjög þroskandi og vil hvetja æsku- fólk til þátttöku. Eitthvað er þú vildir koma á framfæri? Já, okkur er stunda frjálsar íþróttir vantar tilfinnanlega þjálfara og svo er. nú lítt fært að stunda þessa íþrótt innan- húss sökum húsleysis. Hér þarf að rísa fullkomið íþróttahús hið fyrsta. Þú ert í skóla Ásgeir? Já, ég er í G. A. Hvemig líkar þér skólalífið? Svona sæmilega. Saknar þú sjoppunnar þama úr nágrenni skólans? Nei, langt í frá og félagi hans og skólabróðir, Helgi Gunnarsson tekur einnig undir það. En svo finnst mér lokun sjoppanna á kvöldin hrein vitleysa. Ef okkur langar í gos hví þá að þurfa að kaupa það á tvöföldu verði á veitingastað? AM þakkar Ásgeiri og félaga hans hjartanlega fyrir komuna og óskar þeim farsældar á kom andi vetri og væntir þess jafn- framt að Ásgeir verði duglegur að æfa í vetur og hvetur einnig Helga til að æfa með honum. Svo. óskar AM KA til hamingju með Ásgeir og væntir þess að félagið láti hann hafa góða þjálf un í vetur. s. j. Vicente ORTÚGALSKI knattspymu maðurinn Vicente lenti í bíl slysi fyrir stuttu síðan. Lengi var tvísýnt um sjón hans og svo fór að hann missti sjón á öðru auga og verður að hætta knattspyrnu. Brasilíumaðurinn Pele sendi honum strax samúð arskeyti, en sagt er að Vicente sé eini maðurinn sem alltaf hafi.borið hærri hlut í keppn- um þeirra í milli. Æskulýðsdansleikur í Laugarborg næstkomandi laugardagskvöld UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðar efnir til æskulýðsdans- leiks í samvinnu við Samband eyfirzkra kvenna í Laugar- borg n. k. laugardag, 5. þ. m. klukkan 9 e. h. Hin vinsæla hljómsveit Dúmbó-sextett og Steini frá Akranesi koma norð- ur og sjá um fjörið. Þessi dansleikur, sem ætlað- ur ér æskufólki 14 ára og eldra, er liður í þeirri viðleitni Ung- mennasambandsins, að halda uppi menningarlegu skemmt- analífi. Þeirri reglu verður stranglega fylgt, að áfengi verði algjörlega útilokað frá dans- leiknum og eftirlit verður haft með því að fólk fari ekki inn á dansstað öðruvísi en snyrtilega klætt. Fólk er minnt á að sýna full- gild nafnskírteini þ. e. með mynd. Aðgöngumiðapantanir og forsala þeirra verður í Bóka búð Jóhanns Valdimarssonar Akureyri sími 12734 frá fimmtu deginum 3. þ. m. — Sætaferðir verða -frá Ferðaskrifstofunni Túngötu 1 Akureyri. S ; . HINN 1. nóvember gengu í gildi sérstök fjölskyldufargjöld á flugleiðum milli íslands og Norðurlanda og gilda þau til 31. marz 1967. Þetta er annar veturinn sem þessi hagstæðu fai’gjöld eru í gildi, en þeim var komið á fyrir frumkvæði Flugfélags íslánds og fékk félagið þau samþykkt á ráðstefnu Alþjóðasambands flugfélaga, ATA, sem haldin var í Aþenu árið 1964. Fjölskyldufargjöldin til Norð urlanda eru háð svipuðum regl um og þau fjölskyldufargjöld, sem gilda ,á flugleiðum Flug- félags íslands innan lands, en samkvæmt þeim greiðh’ for- svarsmaður fjölskyldu fullt fargjald en aðrir .fjölskyldulið- ar, (maki og börn upp að 26 ára aldri) aðeins hálft gjald. Það skal tekið fram, að enda þótt Flugfélag íslands hefði frumkvæði um setningu þess- ara hagstæðu fjölskyldufar- gjalda milli íslands og Norður- landa, þá njóta farþegar. ann- arra flugfélaga, sem fljúga á sömu flugleiðum, Loftleiða og Pan American, sömu kjara. 1 Frá Bridgefél. Akureyrar FARIN verður keppnisför til Húsavíkur að öllu óbreyttu n. k. sunnudag kl. 9 f. h. frá Ferðaskrifstofunni Túngötu. — Þessi keppni fer fram árlega til skiptis á stöðunum. Að fjórum umferðum lokn- um í tvímenningskeppninni pr staðan þessi: stig Rósa—Dísa 718 Mikael—Baldur 687 Ármann—Halldór 678 Júlíus—Haki 666 Karl—Jóhann 664 Knútur—Ragnar 658, Sigurbjöm—Sveinbjöm 656 Jóhann—Jónas 653 , Sveinn—Friðfinnur 647 Soffía—Reynir 643 Ángantýr—Jóhann 642 Baldur—Baldvin 640 Árni—Gísli 636 Gunnlaugur—Jóhannes 632 Úrslit í þessari keppni fást n. k. þriðjudagskvöld og verður spilað i Landsbankasalnum eins < og venjulega. i ► ► ►

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.