Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.11.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.11.1966, Blaðsíða 1
FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN lirckkugutu 5 . Sími 12820 I IKiriD IAFKI AflADK/PKlKI Á hlMPI Myndin er frá þingi Sambands ungra jafnaðarmanna er nýverið var haldið í Reykjavík. Það var vel heppnað og sýndi sóknar- UINulK JArllAuAlxl ILmt A rlllUI. julg ajskunnar til eflingar jafnaðarstefnunnar á íslandi. Ungir jafnaðarmann gagnrýndu óhikað það sem niiður hefur farið í núverandi stjórnarsanistarfi. Varað var við þeirri hættu m. a. er stafar af hinni niiklu fjárfestingu þjóðarauðsins á Suðvesturlandi og skoraði þingið á ríkisstjómina að heita sér fyrir jafnari stórvirkjunarfTanvkvæindum og annarri fjárfestingu er stuðlað gæti að auknum vexti atvinnuveganna í öðrum landshlutum. XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 17. nóv. 1966 — 40. tbl. Tveir dilkar lieimtir frá helju Amarfelli 14. nóv. SAGT VAR frá því ini E. B. útvarp- dag að Eyfirðingar hefðu bjargað 2 dilkum inn á öræfum. AM hafði samband við leiðangursstjórann, Eirík Björnsson á Arnarfelli og innti hann eftir ferðalaginu, en hann er fjallskilastjóri í Saurbæjar- hreppi. Eiríki sagðist svo frá. Við vissum um þessi lömb fyrir réttir í haust og hafði ég séð þau sjálfur á ferðalagi inn á öræfum og sagði ég Skagfirð- ingum frá þeim, en skyggni var Rannsóknarstofa Norðurlands veitir góða aðstoð Villingadal 14. nóv. J. H. A ll/I HAFÐI samband við Jón -tAJ-Ti Hjálmarsson bónda í Villingadal og innti hann frétta. Jón sagði að enn væri mjög snjólétt í innfirði og vart meiri snjór en á Akureyri. Hýst er það fé er heim kemur, en beit er góð enn sem komið er. 111- viðragarðinn er veðurspáin hef ur verið að boða nú að undan- förnu hefir ekki náð hingað enn sem betur fer. Heimtur af fjalli voru allgóðar og einnig hey- fengur bænda í sumar. Jón lagði áherzlu á, að Rannsóknar stofa Norðurlands hefði þegar sannað að hún væri ómetanleg fyrir norðlenzkan landbúnað. Til rökstuðnings því gat Jón þess að Jóhannes Sigvaldason forstöðumaður Rannsóknar- stofu Norðurlands hefði ráðlagt sér að bera mun meira af brennisteinssúru kalí á túnið og ráðleggingar Jóhannesar hefðu þegar aukið grasvöxt í sumar og slík væri reynsla fleiri bænda í Eyjafirði. AM hefir þegar tryggt sér viðtal við Jóhannes Sigvalda- son þá er Ársrit Ræktunarfé- lags Norðurlands er komið út. Því vill AM þakka Jóni Hjálm- arssyni fyrir upplýsingarnar og einnig Jóhannesi Sigvaldasyni fyrir jákvæð störf sín í þágu landbúnaðar á Norðurlandi. ÞING ASÍ HEFST A LAUGARDAG ÞING Alþýðusambands ís- lands verður sett n. k. laug- ardag í Háskólabíói kl. 2. En að öðru leyti verður þingið til húsa í samkomuhúsinu Lídó. Þingið mun sennilega standa fram á fimmtudag í næstu viku. Um 370 fulltrúar munu sækja þingið. Alþýðusamband íslands varð 50 ára á sl. vetri og mun þess verða minnzt á fundinum í Háskólábíói. Þar verður m. a. vígður nýr hátíðarfáni er stofn félög sambandsins hafa gefið. 11 NYIR FELAGAR FUJ HÉLT fund síðastliðinn mánudag. 11 nýh- fé- lagar bættust í hópinn, en á aðalfundi félagsins er nýverið var haldinn bættust 12 nýir liðs kraftar í félagið. Á fundinum á mánudaginn sögðu þeir Hörð ur Hafsteinsson og Páll Snorra son fréttir af þingi SUJ. Félagið er ákveðið í því að halda uppi öflugri starfsemi í vetur og heit ir AM á æskumenn er styðja jafnaðarstefnuna að gerast virk ir félagar í FUJ. ekki gott í göngunum og fund- ust þau ekki. Því ákváðum við að reyna björgun. Við fengum snjóbíl Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri er Lénharð ur Helgason veitir forstöðu, en bifreiðastjóri var Sigurður Bárðarson og vorum við 4 með honum. Lagt var upp frá Þor- móðsstöðum í Sölvadal sl. laug ardagsmorgun. Er upp á Hóla- fjall kom mætti okkur versta veður, stormur og næstum blindhríð af norðvestri og var ekið eftir áttavita mestan hluta leiðarinnar, en þó var villst af leið og ein sú villa olli því, að við fundum lömbin, en þá vor- úm við komnir mun sunnar og vestar en við ætluðum, en lömb in voru í Háöldum skammt aust ur af Hofsjökli og voi’u þau í haglendi allgóðu, en á þessu svæði tafði snjóleysi allmjög för okkar. Við höfðum góðan fjárhund með okkur og veitti hann okkur ómetanlega aðstoð við að handsama lömbin. Var svo haldið að Laugarfelli skála Ferðafélags Akureyrar og var þá brostin á stórhríð. Gistum við þar um nóttina. Um morgun in var komið skaplegt veður, en brátt dimmdi af þéttri logn- hríð, er tafði för okkar, því að fátt er um kennileiti orðið á öræfunum upp af Eyjafirði. Til marks um það má nefna að merkisstengur er vísa veginn að Laugarfelli voru víða komn ar í kaf og eru þær þó 1 metri á hæð. Til byggða var komið um kl. 18 á sunnudag. Lömbin er heimt voru úr öræfunum reyndust vera úr Bárðardal og er eigandi þeii-ra Héðinn Hösk- uldsson á Bólstað. AM þakkar hér með Eiríki á Arnarfelli fyrir greinargott svar og flytur eigendum snjó- bílsins heilar þakkir hans fyrir aðstoðina. TVÆR SKEMMTANIR TIL HJÁLPAR HELGU FUJ Á AKUREYRI held ur bingó og dans- leik í Alþýðuhúsinu n. k. sunnudag og rennur allur ágóðinn til styrktar Helgu litlu Einarsdóttur Álfabyggð 8. Skemmtiklúbbur Þórs hef ir skemmtun í kvöld í sama skyni. Perusala Lionsklúbbs ins Hugins er var til hjálpar Helgu skilaði 35 þús. kr. Starfsfólk Lindu hefur gefið 12 þús. kr. Helga litla er þeg ar farin utan til lækninga og um leið og AM þakkar fyrir veittan stuðning henni til handa, vill AM hvetja Akur eyringa til að fjölsækja á skemmtanir Þórs og FUJ og einnig mun blaðið taka feg- inshendi við gjöfum. Við heimtum Helgu aftur heim hressa og káta og Akureyr- ingar munu allir sem einn vilja með glöðu geði grciða nokkrar krónur fyrir varan legan bata hinnar ungu stúlku. LEIÐARINN: „SITTU MEÐ ÞAГ Grein eftir Jón Þorsteinsson, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.