Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.11.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.11.1966, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 annast ferðalagið FRAMKÖLLUN — KOPIERING stoi i:29-5» PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 50006 XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 24. nóv. 1966 — 41. tbl. Stórbruna var af stýrt Kveikt í húsi K.V.A. á Akureyri ATÓLFTA tímanum sl. mánu dag var Slökkvilið Akur- eyrar kallað að húsi Kaupfélags Verkamanna í Strandgötu og var þá eldur laus í húsinu bak- lóðarmegin. Leigjandi í húsinu, Fríður Jónsdóttir, varð var við að tveir drengir voru búnir að kveikja eld á baklóð hússins og gerði hún þegar viðvart. Er Slökkviliðið kom á vettvang hafði eldur náð að komast í kyndiklefa Verkalýðshússins. Slökkviliðið náði að ráða niður lögum eldsins, en allmiklar skemmdir urðu á vörum Kaup félags Verkamanna, einkum sökum reyks er lagði um allt húsið. Rok var á er íkviknunin átti sér stað, og ef eldur hefði orðið laus að ráði hefði hér orð ið um stórbruna að ræða, því að öll nálæg hús voru í bráðri hættu í rokinu er þá geisaði. Því vill AM beina þeirri vinsam legu orðsendingu til foreldra og annarra aðstandenda barna, að þeir gæti að því að eldspýtur liggi ekki á glámbekk er freisti óvitahendur til voðaverka. Um svipað leyti var kveikt í timburstafla við nýbygginguna við Varðborg. Starfsmenn bif- reiðaeftirlitsins slökktu eldinn og komu í veg fyrir verulegar skemmdir á þeim slóðum. Sunnanmenn Sauðárkróki 22. nóv. — J. K. AÐ sem af er vetri hefur tíðarfar verið fremur leið- inlegt. Skipzt hafa á norðan og norðaustan hríðarveður og suð vestan þíðviðri og oft mjög hvasst. Ekki hefur fest neinn snjó svo teljandi sé og er núna t. d. ekki snjór nema í fjöllum. Slátrun er um það bil að ljúka. Var lógað svipuðum sækja mjólk fjölda sauðfjár og í fyrra, en féð reyndist vera rýrara núna. Hrossaslátrun var svipuð, en nautgripaslátrun mikið meiri sérstaklega kúa. Er það fyrst og fremst vegna minni heyfengs en eftir undanfarin sumur og einnig mun eitthvað af bænd- um vera að breyta tií með bú- skaparháttu með því að fjölga sauðfé, en fækka nautgripum. norður Til mjólkursamlagsins hefur borizt mun minni mjólk nú í haust en t. d. í fyrra og fer hún að nokkru leyti á Reykjavíkur markað sem skyr og rjómi og nú er farið að flytja neyzlu- mjólk með tankbílum, sem send ir eru að sunnan. Kom einn í síðustu viku og annar fer í dag. Ennfremur er send mjólk í brúsum. Byggingarframkvæmdir við gagnfræðaskólann nýja stöðv- uðust í fyrstu snjóum í haust. Búið var að grafa upp úr grunn inum og uppsláttarvinna byrj- uð. Er þess að vænta að byrjað verði strax í vor af fullum krafti. Á vegum kirkjunnar er nú rekið safnaðarheimili. Voru fest kaup á gamla sjúkrahúsinu, en það stendur við hliðina á kirkj- unni. Hefur að undanförnu far- ið fram viðgerð og breytingar verið gerðar. Er nú starfsemi hafin í heimilinu og byrjað á námskeiði í föndri og eru full- skipaðir tveir flokkar. S.... 000»-'— , Þing Alþýðuflokksins 31. ÞING ALÞÝÐUFLOKKS- INS hefst í Reykjavík á morg- un. Mun þingið standa í 3 daga. Mun þetta verða fjölmennasta þing Alþýðuflokksins til þessa. Frá brunanum í K. V. A. Gunnlaugur B. Sveinsson festir reyk- grímu á Þorkel Eggertsson. Ljósm.: N. H. BÆJARSTJORNARANNALL I „fýlu“ VIÐ síðustu bæjarstjórnar- kosningar hér í bæ unnu jafnaðarmenn mjög á, svo sem kunnugt er, og „stóru flokkarn- ir“ urðu flemtri slegnir. Þeir öðluðust sameiginlegt áhuga- mál, það að koma í veg fyrir aukin áhrif jafnaðarmanna á bæjarstjórnarmálin — og um þetta hefir styr þeirra staðið síðan um kosningar. Hagur og heill bæjarins hefir þeim gleymzt. Sjálfstæðisflokkurinn leit svo á, að tap sitt á einum fulltrúa væri jafnaðarmönnum að kenna. Hann leiddi ekki hug sinn að störfum eða starfsleysi fulltrúa sinna í bæjarstjórn né hugsanlegt væri, að tapið ætti þar skýringar eða kjósendur væntu sér lítils af hinum fram- boðnu fulltrúum þeirra. Þótt hálft ár sé nú senn liðið frá kosningu, er ekki enn orðið svo lesbjart í húsakynnum Sjálf- stæðisforystunnar hér í bæ, að hún hafi greint þau aðvörunar- tákn, sem kjósendur rituðu henni á vegginn í vor. Fulltrúar Sjálfstæðisins í bæjarstjórn hafa verið sinnulausir og at- hafnalausir um öll bæjarstjórn- armál í sumar og haust — nema ef lengri opnun kveldsala á að teljast bæjarstjórnarmál. Þar hefir þeirra greind og áhugi fengið að njóta sín, þótt um reisn áhugans megi deila. „Stærsti flokkurinn“ VIÐ bæjarstjórnarkosningarn- ar í vor varð Framsóknar- flokkurinn stærsti flokkurinn hér í bæ, bæði að atkvæða- magni og fulltrúatölu. Hann bætti við sig atkvæðum, þó að um hlutfallslega aukningu væri ekki að ræða, og hann hélt full trúatölu sinni, meðan Sjálfstæð ið tapaði einum. Fulltrúatalan 4 Sjálfstæði og 4 Framsóknar, sem gilti síðastliðið kjörtíma- bil, varð nú 4 Framsóknar og 3 Sjálfstæði hjá „stóru flokk- unum“. í fyrstu gleði sinni hrópaði Framsóknarforystan upp þau tíðindi í blaðinu Degi, að Fram sókn væri orðin stærst í bæjar- stjórninni og bæri því og mundi taka þar forystuhlutverkið. Við fulltrúa Alþýðubandalagsins skyldi samið um nýjan bæjar- stjóra og forseta bæjarstjómar og nefndakjör. En þegar íhug- ulli menn flokksins settust nið- ur og fóru að hugsa málið, greindu þeir ýmis ljón á vegi: Milli fulltrúa Alþýðubanda- lagsins ríkti innbyrðis enginn trúnaður, heldur andúð, sem nálgaðist fyrirlitningu og fjandskap. Við flokksfulltrúa var því ekki að semja, heldur tvo einstaklinga, sem gátu hvenær sem var hlaupið sinn í hvora áttina. Fyrirliðinn, ef kalla mátti hann það, var auk þess að skapgerð dæmigerður ofanveltumaður, ekki upp- byggjari, og gæti sá stuðnings stafur bæjarforystu brotnað, þegar verst gegndi. í öðru lagi lá það á borðinu, að við komandi alþingiskosn- ingar mundu Framsókn og Alþýðubandalag berjast hart innbyrðis um sama fylgið: hin óánægðu öfl í þjóðfélag- inu. Slík barátta kynni að verða svo hörð og áköf, að leiddi til algerra vinslita, og hvar stæði þá bæjarmálafor- ysta Framsóknar á Akureyri — nema á rústum einum? Hin „órólega" deild Fram- sóknar vildi taka áhættuna, hin ir gætnari ekki. Þeir fengu því ráðið, að fráfarandi bæjarstjóri, Magnús E. Guðjónsson, yrði endurkjörinn í starf — í sam- vinnu við fulltrúa Alþýðuflokks ins um bæjarstjóra- og forseta kjör. Annað bindandi samstarf vildi Framsókn ekki um sinn, nema það sem allir flokkar voru sammála um, en Alþýðu- flokkurinn lagt mesta áherzlu á, að kjósa skyldi framkvæmd- aráætlunarnefnd, er gerði rammaáætlun um framkvæmd- ir bæjarins á kjörtímabilinu. Meðalganga Alþýðu- flokksins ' HERZLU hafði Alþýðuflokk urinn lagt á það í kosninga baráttunni, að mynda yrði fastan, samhentan meirihluta að baki framkvæmdastjórn bæjar ins. Og auðvitað lagði flokkur- inn áherzlu á, að fráfarandi bæj arstjóri yrði endurkjörinn, enda hafði hann fyrst komið hingað til starfs fyrir frumkvæði Al- þýðuflókksins og reynzt með ágætum. Hann kom hingað sem yfirlýstur Alþýðuflokksmaður og hefir aldrei farið dult með, hvar í flokki hann stæði, þótt aldrei léti hann þess gæta í starfi sínu, svo sem viðurkennt er. Það er því algerlega út í hött, þegar Sjálfstæði og Fram- sókn eru nú að gefa honum að sök eftir á, að hann hafi verið fundarstjóri á kosningafundi Al (Framhald á blaðsíðu 2) LEIÐARINN: Er þeim alvara eða ekki? ÞORVALDUR JÓNSSON svarar, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.