Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.11.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 24.11.1966, Blaðsíða 5
Undarleg tillaga JÓN ÞORSTEINSSON alþingismaður hefur heitið AM því, að skrifa greinar af og til í blaðið í vetur. AM þakkar hér með Jóni fyrir liðveizlu hans og fagnar samstarfi við hann. I síðasta blaði birtist grein eftir Jón xun Alþýðubandalagið. í greininni í dag víkur haan geiri sínum að Framsókn. Gerið þið svo vel les- endur. Tveir þingmenn- Framsóknar flokksins, Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson, flytja í sam einu'ðu þingi tillogu til þings- ólyktunar, sem e'i- á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela kjara- rannsóknaraefnd athugun á orsökum þess„ að kaupmátt- ur tímakaups í dagvinnu hef ur ekki aukizt, heldur í sum- um tilfellum minnkað síðan 1959, þrátt fyrir miklu meiri þjóðartekjur nú en þá. Kapp kostað sé að þessari athugun sé lokið sem fyrst. Tvennt vekur furðu við flutn jng þessarar tillögu. Annars vegar er því slegið föstu þvert ofan í staðreyndir, að kaupmátt ur tímakaups hafi staðið í stað eða minnkað frá því á árinu 1959. Á hinu leytinu kemur það undarlega fyrir sjónir, að Fram sóknarmenn skuli miða saman- burðinn við árið 1959, en ekki árið 1958, sem var síðasta árið, er Framsóknarmenn voru við völd. Af einhverjum ástæðum virðast Framsóknarmenn álíta, að samanburður við árið 1959 verði núverandi ríkisstjóm ekki eins hagstæður og saman- burður við árið 1958. Þessai’ á- stæður verða nokkuð dularfull ar þegar rifjaðar eru upp efna- hagsaðgerðir minnihlutaríkis- stjómar Alþýðuflokksins á önd verðu árinu 1959 og þess minnzt hvað Framsóknarmenn sögðu þá um þessar aðgerðir. Þeir kölluðu þær kauprán og kjaraskerðingu. Að vísu sýna opinberar skýrslur, að kaup- máttur tímakaups stóð í stað á vinstristjórnarárunum 1956— 1958, en óx um 4% á árinu 1959 vegna efnahagsaðgerða Alþýðu flokksstjórnarinnar. Það ó- venjulega hefur nú gerzt, að Framsóknarmenn hafa nú tek- ið tillit til þessara staðreynda og í reynd dregið til baka ásak anir sínar í garð Alþýðuflokks- Stjórnarinnar 1959, því að öðr- um kosti hefðu þeir vissulega notað árið 1958 til viðmiðunar i áðurgreindri þingsályktunar- tillögu. Þeir sem þrættu fyrir sann- leikann um þróun kaupmáttar- ins árin 1958—1959, en eru nú horfnir frá því ráði, eru samt ekki af baki dottnir. Nú er stað hæft í þingsályktunartillögu, að kaupmáttur tíihakaups í dag yhmu hafi eigi vaxið frá 1959 og fram á þennan dag, heldur hafi honum þvert á móti hrak- að í sumum tilfellum. Svo spyrja þessir menn í sakleysi sínu hvernig á þessu geti stað- ið þrátt fyrir miklu meiri þjóð- artekjur nú en þá, og vilja láta kjararannsóknarnefnd athuga mólið. Staðreyndir þessa móls liggja Ijósar fyrir. Efnahagsstofnunin hefir gert ítarlega útreikninga á þróun kaupmáttar tímakaups verkamanna frá 1959 og fram til 1. okt. 1966. Niðurstaðan er þessi. Miðað við vísutölu neyzlu vöruverðlags hefir kaupmáttur inn á þessu tímabili vaxið um 5,3% en miðað við framfærslu- vísitölu hefir hann aukizt um 22,3%. Síðari viðmiðunin er rétt ari því þar er tekið tillit til þeirra hagsbóta, sem felast í auknum fjölskyldubótum og lækkun beinna skatta. Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar sýnir einnig, að kaupmáttur ráðstöf- unartekna verkamanna í Reykjavík hefir frá því á árinu 1959 vaxið um 35,2%, en í þess ari tölu koma fram yfirborg- anir umfram taxta, áhrif auk- innar ákvæðisvinnu og fjölgun vinnustunda. Hér hefir einung- is verið rætt um verkamenn en kaupmáttur launa verkakvenna hefir vitanlega hækkað mun meira á .síðustu árum vegna launajafnaðarlaganna, sem Al- þýðuflokksmenn fengu lögfest á sínum tíma gegn andstöðu Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands samvinnu félaganna. Framangreindar tölur sýna það svart á hvítu að fullyrðing framsóknarmanna um stöðnun eða hnignun kaupmáttarins er alröng. Hvernig ætti svo kjara- rannsóknarnefnd að fara að því að kryfja til mergjar orsakir þróunar, sem aldrei hefir átt sér stað- og er tilbúningur einn? í nefndinni eiga m. a. sæti Helgi Bergs og Sigurvin Einars son. Rannsókn þeirra gæti þá naumast beinst að öðru en at- hugun á skáldskaparhneigð þingbræðra sinna úr Framsókn arflokknum, en það er út af fyrir sig merkilegt rannsóknar- efni. Það er eitt atriði í framan- greindri þingsályktunartillögu, sem fær staðist. Þar kemur fram, að þjóðartekjui' séu miklu meiri nú en árið 1959. Þetta er rétt. En ekki virðist framsóknar mönnum hafa kotnið til hugar að láta rannsaka' af hverju þetta stafar, og eru þó'skiptar skoð- anir um það. Samir álítá þetta eiga rót sína að rekja til hins dæmalausa góðæris, sem aldrei linnir þrátt fyrir bágborið stjórnarfar. Aðrir þakka þetta valdaleysi Framsóknarflokks- ins, og enn fleiri skoðanir kunna að vera á lofti um þessa hluti. Rannsóknaráhugi er góðra gjalda verður, en hann verður að beinast að því að leita að staðreyndum eða rekja orsakir þeirra, en ekki að því að kanna orsakir þess, sem ein- ungis er hugarburður áróðurs- meistaranna utan og ofan við raunveruleikann. % Stuff svar við miklum áhyggjum EG HEFI talið tíma mínum betur varið til annars, en að svara nöldri „Kjallarameist- ara“ íslendings um störf mín í bæjarstjórn síðustu mánuði. í síðasta blaði virðist ándlégt jafnvægi mannsins vera að bresta og þykir mér það miður úr því að það er vegna aðgerð- arleysis míns í bæjarstjórhinni. Ég hafði ekki reiknað með, að það hefði svona slæm áhrif á íslendingsritstjórann, en um- hyggja hans fyrir mér virðist engum takmörkum háð. Mein- ingar hans til bæjarstjóra leiði ég hjá mér, þar sem ég veit að hann mun sjálfur vera maður fyrir þeim, hvort sem hann telur þær svaraverðar eða ei. „Kjallarameistaranum“ hefur orðið tíðrætt um stjómleysi og ósamkomulag innan bæjar- stjórnarinnar síðan ég tók sæti í henni. Mun það vera svo magnað, að engin dæmi séu til slíks og eigi ég helzt sök á því, eftir því, sem bezt verður skil- ið, af því að ekkert lífsmark sé með mér. Slík „hundalógikk“ í rök- semdafærslu er illskiljanleg þeim, sem hi-einu lofti anda að sér. í stefnuskrám flestra flokka fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vor var lögð áherzla á, að samstaða yrði að nást um ör- ugga stjórn á bæjarfélaginu, m. a. með því að mynda ábyrg- an meirihluta innan bæjar- stjómar. Þessi samstaða náðist ekki, eins og allir, sem eitthvað fylgjast með í bæjarmálum, vita og áttu Sjálfstæðismenn sinn þátt í því að samkomulag náðist ekki, hreinlega vegna síns áhugaleysis. Framsókn kaus óbreytta starfshætti í •bæjarstjórn og birti um það yfirlýsingu í Tímanum og svar- aði því til við beiðni okkar jafnaðarmanna, þegar við fór- um fram á viðræður um mynd- un meirihluta með Sjálfstæðis- flokknum. Með' þeim Svörum var brostin forsenda fyrir „ábýrgum meirihluta“ innan bæjarstjórnar, nema því aðeins að kommúnistar yrðu teknir sem þriðji aðili. Slíkt hefir kannske vakað fyrir Sjálfstæð- isflokknum og þar sé ráðin gátan um magaverk „Kjallara- meistarans“ vegna áhugaleysis okkar jafnaðarmanna um mynd un slíks meirihluta. í stefnuskrá Alþýðuflokksins í bæjarmálum voru 2 mál efst á blaði og mikil áherzla lögð.á þau í kosningabaráttunni, þ. e. gerð framkvæmdaáætlunar fyr ir bæinn nokkur ár fram'í tím- ann og endurskipulagning á starfsháttum í sambandi við verklegar framkvæmdir bæjar- félagsins. Strax á fyrsta fundi bæjarstjórnar í vor var kosin fimm manna nefnd til að gera áætlanir um framkvæmdir og framkvæmdaþörf bæjarfélags- ins næstu 8—10 árin. Hefur hún starfað í sumar og haust og haldið marga fundi. Við full- trúar Alþýðuflokksins bárum fram tillögu í bæjarstjórn um fyrrnefnda endurskipulagningu á störfum í sambandi við verk legar frarnkvæmdir í bænum og var henni samþljóða -vísað til bæjarráðs og er þar í áthug- un. Þannig eru tvp veigamestu málin, sem á stefnuskrp okkar voru, komin fyrir baejarstjórn og að þeim unnið í nefndum, Vil ég leyfa mér að telja þessi mál þau mikilvægustu fyrir framtíð bæjarins. Að lokum vildi ég spyrja „Kjallarameistarann“j ef ég má hafa svipuð vinnuhrögð og hann. - Hafa þeir menn' efni á því að ásaka aðra um vanrækslu í bæjarstjórn, sem sjálfir hafa lítið annað gert þar, en fjar- lægja einn bæjarfulltrúa sinn og það svo snögglega, að hann hafði ekki tækifæri til svo mikils sem að depla öðru augnalokinu í kveðjuskyni vjð samstarfsmenn sína í bæjar- stjórn, þótt hann hafi starfað þar með þeim um árabil? Hvernig var svo með stefnu— skrá Sjálfstæðismanna í bæjar- málum? Var hún ekki litprent- uð upp á 8 eða 12 síður íslend- ings fyrir kosningai- — og hvað hafa Sjálfstæðismenn gert til að framkvæma hana? Þorvaldur Jónsson. STAKAN okkar FYRSTU 6 vísurnar í þætt- inum í dag eru eftir Job. AM þakkar höfundi innilega fyrir stökurnar og vonar blað ið að eiga Job oftar að í þætt inum í framtíðinni. Fyrstu 2 vísur Jobs bera yfirskriftina „Hlýtt á Ijóðalestur í útvarpi“. Boðaður var LJÓÐALESTUR, Ijóðin reyndust fáein grömm. Ýmsum fannst sá útvarps- gestur orðið hafa föðurskömm. Ef þið viljið „atom“-gesti endilega kynna drótt, nefnið þáttinn LJÓÐALESTI, lokað mun þá tækjum fljótt. „Horft út um glugga í miðbæn um“, nefnir Job 3 næstu vís- ur. Mér finnst þetta meira en nóg, mokaðar brekkur annað slagið. Er Sparphéðinn í Amaro alveg að skyggja á Kaup- félagið? Hvert á að fara? Hvergi sér til himins fyrir stórvirkinu. .: Ratsjá bezt nú reynist niér reykstólpinn frá Samlaginu. Þetta brauk og bylting er brátt á enda, sumir vona. Yrði bágt að búa hér, ef bæjarstjórnin léti svona! Job kveður í dag með þess- ari vel gerðu vísu „Sumt vac efnt“. Jafnan hátt ég hefi stefnt, hafi til í sál mér rofað. . Stundum gat ég eitthvað efnt að því, sem ég hafði lofað. Svo sendir AM Job beztu kveðjur fyrir stökurnar og vonar að heyra meira frá hon um. Hinn landskunni Egill Jón- asson á Húsavík kom snemma morguns á vinnustað. Þar hitti hann arkitekt einn og bauð honum góðan daginn, en arki tektinn tók ekki undir. Kvað þá Egill. Enga fékk ég undirtekt — á því mína skoðun byggði, að arkitekt með eftirtekt sé afarsjaldgæft fyrirbrigði. Þessi vel gerða vísa er eftip Einar Jónsson lækni. Oft þó valdi öfund skæðri, er í titlum lítill fengur. Nafnbót tel ég engu æðri, en að kallast GÓÐUR DRENGUR. Ljúkum við svo kveðskap i dag. Verið þið sæl að sinni. 4

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.