Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.12.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 01.12.1966, Blaðsíða 2
Þessa mynd tók Bjarnleifur Bjarnleifsson af flokksþingi jafnaðarmanna. SAMÞYKKTIR FLOKKSÞINGSINS Nauðsyn verðstöðvunar. 31. þing Alþýðuflokksins álykt- ar, að veigamesta viðfangsefni íslenzkra stjórnmála og efna- hagsmála sé nú að sameina öll þau öfl sem mestu geta ráðið um framvinduna, um að varð- veita og treysta þá hagsæld, sém íslendingar hafa öðlazt á undanförnum árum, tryggja áframhald stöðugrar atvinnu Jyrir alla, koma í veg fyrir óþarfar hækkanir og óraunhæf ar kauphækkanir, en halda jafn framt áfram sókn síðustu ára á sviði atvinnumála, félagsmála og menntamála. Undanfarið árabil hefur ver- ið skeið örra framfara á íslandi. Þjóðarframleiðslan hefur vax- ;ið mikið, bæði vegna góðs afla, "nýrrar tækni og betri skilyrða, 'sem frjáls innflutningur og traust efnahagsstjórn hafa skap að. Jafnframt hefur verðlags- ‘;þróun erlendis verið svo hag- istæð, að þjóðartekjur hafa auk- jizt örar en nokkru sinni fyrr. ■Og ekki er það sízt mikilvægt, að kjör launþega hafa, þegar á .^allt er litið, batnað í réttu hlut- ■ falli við aukningú þjóðartekn- - anna. Það vandamál sem erfiðast hefur reynzt að leysa, er verð- bólgan. Hins vegar hefur hún ekki til þessa valdið útflutnings atvinnuvegunum og þjóðarheild inni óviðráðanlegum erfiðleik- um vegna þess, hve ört fram- leiðsla hefur aukizt og verðlag hækkað á íslenzkum afurðum erlendis undanfarin ár. En alltaf má búast við breyt- ingum á þróun í efnahagsmál- um. Hér á landi, eins og með öðrum þjóðum, verða áraskipti að framleiðsluskilyrðum og við skiptakjörum. Nú á þessu ári hafa orðið miklar breytingar á útflutningsverðlagi, íslending- um í óhag, og jafnframt er ekki um að ræða söm.u aukningu í veigamiklum greinum útflutn- ihgsframleiðslunnar og áður var. Þetta hefur valdið nýjum viðhorfum í íslenzkum efnahags málum. Engum ábyrgum manni mun geta blandast hugur um, að út- flutningsatvinnuvegirnir rísa eins og nú standa sakir ekki ■undir hækkuðum framleiðslu- kostnaði. Hækkun framleiðslu- kostnaðar innanlands getur nú ekki haft annað í för með sér en minnkaða útflutningsfram- leiðslu og þá um leið minnkaða atvinnu. Minnkandi útflutnings framleiðsla og minnkandi at- vinna mundi hafa í för með sér lækkaðar tekjur alls almenn- ings, minnkandi innflutning, minnkandi framleiðslu innlendr ar vöru og þjónustu og versn- andi lífskjör. Það er einmitt af þegsum sökum, að brýnasta verkefnið nú er að halda verð- lagi innanlands stöðugu. Það er nÚ Tnesta hagsmunamál alls al- mennings ár Islandi. Undir því er ' vérðveizla góðra lífskjara hans kotnln. 31. þing Alþýðuflokksins tel- ur, að nauðsynlegt sé, að heils- hugar samstarf takist milli sam taka launþegár atvinnurekenda og ríkisvalds um, að um sinn verði engar breytingar á inn- lendu verðlagi og að ekki verði þær breytingar á kaupgjaldi, sem geri verðstöðvunina ófram kvæmanlega. Þess vegna felur þingið mið- stjórn flokksins, þingflokki hans og ráðherrum að vinna að því að þetta markmið náist, þannig að þjóðin geti horft fram á næstu ár í von um hagsæld, atvinnuöryggi og stöðugt verð- gildi peninga. Efnahags- og atvinnumál. Flokksþingið telur, að þótt mikill árangur hafi náðst á und anförnum árum á mörgum svið um íslenzks atvinnulífs og fjár- hagsmála, þá sé nú þörf brýnna aðgerða á mörgum sviðum, eink um og sér í lagi vegna þeirrar breytingar, sem átt hefur sér stað á viðskiptakjörum þjóðar- innar á þessu ári. Vill þingið í því sambandi séi-staklega benda á eftirtalin atriði: 1) Sjávarútvegur hefur verið og verður sá atvinnuvegur ís- lendinga, sem um ófyrirsjáan- lega framtíð mun færa þeim drýgsta björg í bú, þar eð fram- leiðni í sjávarútvegi er án efa meiri en í öðrum atvinnugrein- um. f tíð núverandi ríkisstjórn- ar hefur fiskifloti þjóðarinnar margfaldazt, ný veiðitækni ver ið teki'n upp og vinnslustöðvum í landi fjölgað meir en nokkru sinni fyrr. Aflatergða og verð- fall erlendis valda sjávarútvegn um nú tímabundnum erfiðleik- um. Þess vegna telur flokksþing ið, að sinna verði sérstaklega erfiðleikum togaraútgerðarinn- ar og minnstu bátanna, bæði af atvinnuástæðum og til þess að tryggja áframhaldandi fjöl- breytni í sjávarútveginum. í þessu sambandi leggur þingið áherzlu á nauðsyn fiskistofn- ana, m. a. með fiskirækt. Enn- fremur bendir þingið á nauðsyn þess að endurskipuleggja fisk- vinnsluna á grundvelli heildar- áætlunar, þar sem tekið sé til- lit til skilyrða til hráefnisöflun- ar og atvinnuaðstæðna. 2) Framtíðarþróun íslenzks atvinnulífs mun án efa í vax- andi mæli byggjast á stóriðju, er hagnýti vatnsorku og jarð- hita landsins, bæði til fram- leiðslu útflutningsvöru og vöru og þjónustu til sölu innanlands. Til að auka tæknikunnáttu í landinu og tryggja nægilegt fjár magn til þess að koma á fót slíkum stóriðnaði, er sú sam- vinna, sem nú hefur tekizt í þessum efnum við erlenda aðila, æskileg og gagnleg. En almenn- ur smærri iðnaður mun ávallt gegna mikilvægu hlutverki í ís lenzku atvinnulífi. Þarf að bæta skilyrði hans til aukinnar hag- ræðingar og vélvæðingar og h'yggja honum hæfilegan aðlög unartíma vegna breyttra að- stæðna. 3) Málefni íslenzks landbún- aðar þarfnast gagngerrar endur skoðunar. Skipulagsleysi í fram leiðslumálum hans hefur valdið því, að framleiðsla landbúnaðar afurða hefur vaxið langt um- fram innanlandsþarfir, svo að flytja hefur orðið til útlanda mikið magn af íslenzkum land búnaðarafurðum. En samtímis er bilið milli framleiðslukostn- aðar innanlands og söluverðs'er lendis, orðið svo breitt, að þótt greitt sé 10% alls framleiðslu- verðmætisins eða nær 250 millj ónir króna af almannafé í út- fíutningsuppbætur, þá dugar það ekki til þess að tryggja bændum grundvallarvérð fyrir framleiðsluna. Verður því að endurskoða frá grunni stefnuna í framleiðslumálum landbúnað arins, miða framleiðsluna aðal- lega við innanlandsþarfir, gera áætlanir fram í tímann um fram leiðsluþörfina og skipuleggja hagnýtingu byggilegra jarða, auka hagræðingu í landbúnað- inum og með þessum hætti stefna að því tvennu, að lækka framleiðslukostnaðinn og bæta lífskjör hinna smærri bænda. 4) íslenzkir neytendur hafa notið mikilla hagsbóta af því, að innflutningsverzlunin hefur á undanförnum árum verið gefin frjáls og vöruúrval á innan- landsmarkaðnum þess vegna stóraukizt. En verzlunin er dýr bæði heildverzlunin og smásölu verzlunin. Stuðla þarf að bætt- um rekstri og aukinni hagræð- ingu í vcirudreifingu, til þess að draga úr verzlunarkostnað- inum og lækka vöruverð. Efla þarf samtök neytenda til þess að þau geti staðið vörð um hags muni þeirra. Ennfremur er tíma bært að endurskoða verðlags- löggjöfina og taka upp ítarleg ákvæði til að koma í veg fyrir einokun og hringamyndun. Fylgjast verður af athygli með þróuninni í viðskiptamálum Vestur-Evrópu vegna starfsemi viðskiptabandalaganna tveggja og gæta íslenzkra viðskiptahags muna á því sviði. 5) Fjármálastjórn ríkisins verður nú að miða við halla- lausan ríkisbúskap, enda sam- rýmist það eitt þeirri viðleitni, að halda verðlagi stöðugu. Stjórn peningamála sé við það miðuð að örva sparnað og full- nægja þannig heilbfigðri eftir- spurn eftir lánsfé. Utanríkismál. Alþýðuflokkurinn telur, að utanríkisstefna íslendinga eigi að mótast af því fyrst og fremst að tryggja fullveldi þjóðarinnar og lýðræðislegt stjórnarfar í landinu og ennfremur af því að h'yggja vinsamleg samskipti við allar þjóðir og að leita eftir við skipta og menningartengslum við sem flestar þeirra. Þá telur Alþýðuflokkurinn, að stuðla beri, eftir því sem frekast er unnt, að eflingu friðar og frels- is í heiminum, en það telur flokkurinn að bezt verði gert með því að Sameinuðu þjóðirn ar verði efldar, friðagæzla þeirra verði styrkt, með öflugu lögregluliði, er geti jafnan ver- ið til taks, hvenær sem á þarf að halda til þess að koma í veg fyrir vopnuð átök milli þjóða, en ágreiningsmál þeirra sett niður með friðsamlegum hætti. Til þess að ná þessu marki tel- ur flokkurinn ennfremur að stuðla beri að almennri afvopn- un og banni gegn notkun kjarn orkuvopna. — Unz þetta verð- ur að veruleika, telur Alþýðu- flokkurinn óhjákvæmilegt, að frjálsar þjóðir myndi með sér bandalög til áð spyrna gegn út- breiðslu ofbeldisstefna, og að ís lendingar taki þátt í þeim, þar sem flokkurinn telur hlutleysis stefnuna óraunhæfa. Flokkur- inn telur, að aðþjóðasamstarf á mörgum sviðum sé nú höfuð- nauðsyn, m. a. til þess að binda endi á nýlendustefnu og stuðla að því, að lífskjör í þróunar- löndunum batni. í því sambandi vill flokkurinn stuðla að því, að fæðuöflunarmöguleikar allsstað ar í heiminum verði nýttir bet- ur en nú er gert. Alveg sér- staklega vill flokkurinn benda a nauðsyn þess, að ofveiði eigi sér ekki stað, þannig að fiski- stofnarnir gangi ekki til þurrð- ar, og bendir í því sambandi á þá höfuðnauðsyn fyrir íslend- , (Framhald á blaðsíðu 5). ,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.