Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 01.12.1966, Blaðsíða 8
ÞAÐ BEZTA ER ÓDÝRAST * Valbjörk h.f. Akureyri ENN SIGLDI HRÍMBAKUR NOKKRAR SKEMMDIR URÐU í NORÐANBYLNUM UM SL. HELGI INORÐANGARÐINUM sl. í þessari síðustu för sinni Nokkrar skemmdir urðu í sunnudag sleit togarinn skemmdi togarinn sæsíma- þessum norðanbyl, m. a. á Sval- Hrímbakur upp legufæri sín og strenginn er liggur yfir fjörð- barðseyri og út með vestan- sigldi á land upp. Áður hefur inn til Svalbarðseyrar. Síðan verðum Eyjafirði. Hrímbakur brugðið sér á leik Hrímbakur hefur siglt að gagni Myndina tók Páll A. Pálsson hér inn á polli eru nú rúm tvö ár. af Hrímbak á strandstað. XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 1. des. 1966 — 42. tbl. NÝJAR BÆKUR SETBERGSÞÆKUR. MHAFA BORIZT tvær nýjar bækur frá Set- bergi í Reykjavík. Eru það Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Endurminning ar Þórarins Guðmundssonar, fiðluleikara, skráðar af Ingólfi Kristjánssyni. Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar fyrrverandi for- sætisráðherra er 242 bls. en hér er um fyrrihluta verksins n\\v % Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi frum- yarp um verðstöðvun MEGINATRÍÐI frumvarpsins eru þau, að ríkisstjórninni er heimilað að ákveða að eigi megi hækka verð á vörum eða þjónustu, án leyfis yfirvalda, talið frá þeim degi, sem frum- varpið var lagt fram á Alþingi. Gildir þetta einnig um álagn- ingarstiga útsvara- og aðstöðu- gjalda, að þeir mega ekki hækka frá því sem var nema með sérstöku leyfi ríkisstjórn- arinnar, ef hún telur óhjá- kvæmilegt vegna fjárhagsáf- komu viðkomandi sveitarfélags. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að eigi megi hækka TIL LESENDA VEGNA fjarveru ritstjóra AM úr bænum og einnig lasleika vannst lítill timi til að undirbúa þetta blað hvað efnisval snertir og væntir blaðið þess að þið lesendur góðir takið tillit til þess. — Vonandi getum við boðið upp á fjölbreyttara blað í næstu viku. Þeir sem lofað hafa efni í jólablaðið eru vin samlega beðnir að senda það hið allra fyrsta. verð á neinum vörum frá því sem var, er frumvarp til þess- ara laga var lagt fyrir Alþingi, nema með samþykki hlutaðeig- andi yfirvalda, og mega þau þá eigi leyfa neina hækkun á vöru verði, nemajiau telji hana óhjá kvæmilega, svo sem vegna hækkunar á tollverði innfluttr- ar vöru. Ennfremur er ríkis- stjórninni heimilt að ákveða, að eigi megi hækka hundraðshluta álagningar á vörum í heildsölu og smásölu frá því, sem var er frumvarp til þessara laga var lagt fyrii- Alþingi. Sama gildir um umboðslaun vegna vörusölu og um hvers konar álagningu, sem ákveðin er sem hundraðs- hluti á selda vinnu eða þjón- ustu. Fyrirmæli fyrri málsgr. þess arar gr. taka á hliðstæðan hátt til seldrar þjónustu í hvaða formi sem hún er, þar á meðal til hvers konar þjónustu, sem ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra, svo og aðrir opinberir aðilar, láta í té gegn gjaldi. 2. gr. Nú hefur á tímabilinu frá því að frumvarp til þessara laga var lagt fyrir Alþingi og þar til þau öðluðust gildi verið ákveðin verðhækkun á vöru eða seldri þjónustu, sem fer í bág við ákvörðun ríkisstjómarinnar á grundvelli heimildar sam- kvæmt 1. gr., og er þá slík verð hækkun ógild, og hlutaðeigandi seljandi er skyldur að lækka verðið í það, sem var á þeim tíma, er frumvarp til þessara laga var lagt fyrir Alþingi. 3. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að álagningarstigar út- svara og aðstöðugjalds sam- kvæmt lögum nr. 51/1964, með síðari breytingum, megi eigi hækka frá því, sem ákveðið var í hverju sveitarfélagi 1966, nema með samþykki ríkisstjórn arinnar. Skal hækkun álagn- ingarstiga þá eigi leyfð, nema ríkisstjórnin telji hana óhjá- kvæmilega vegna fjárhagsaf- komu hlutaðeigandi sveitarfé- lags. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að öll opinber gjöld, önnur en þau, er um ræðir í síðari málsgr. 1. gr. og í lögum nr. 51/1964, megi eigi hækka frá því sem var á árinu 1966, nema með samþykki ríkisstjórn arinnar. Skal hækkun á slíku gjaldi þá eigi leyfð nema ríkis- stjórnin telji hana óhjákvæmi- lega vegna fjárhagsafkomu hlut aðei^andi aðila. 4. gr. Með brot út af lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála, og varða brot sektum. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 31. október 1967. \\VV JóSakcr! á vegum sumarbúðanna EINS OG undanfarin ár hafa Sumarbúðirnar við Vestmanns vatn gefið út jólakort til styrkt ar hinni mikilvægu starfsemi, sem þar hefur verið og fyrir- huguð er. Að þessu sinni er á kortinu fögur ljósmynd í litum af Skútustaðakirkju í Mývatns sveit, tekin af sóknarprestinum þar, séra Erni Friðrikssyni. — Kristján Kristjánsson teiknari Prenfverks Odds Björnssonar Akureyri hefur teiknað skraut og Valprent annazt prentun af stakri vandvirkni. Kortin eru seld víðsvegar um Norðurland, og nokkrir vinir á Austfjörð- um og æskulýðsfulltrúi kirkj- unnar, séra Jón Bjarman, Reykjavík, annast einnig sölu þeirra. að ræða og nær fram til lýð- veldisstofnunarinrtar 1944. — Eins og kunnugt er stóð Stef- án Jóhann lengst af starfsdegi sínum í eldi stjórnmálanna og var til fjölda ára formaður Al- þýðuflokksins. Frásögn Stefáns er lifandi og mun mörgum þykja akkur í að kynnast skoð- unum hins aldna stjómmála- manns, þá er hann lítur yfir farinn veg. Strokið um strengi, heitir endurminningabók Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara og tónskálds og við fljótan yfir- lestur virðist Ingólfur Kristjáns son hafa gert vel við skráningu minninga listamannsins. Allur frágangur beggja bókanna er mjög vandaður frá hendi út- gefandans og flytur AM Set- bergi beztu þakkir fyrir bæk- urnar og mun geta þeirra nán- ar síðar. BÆKUR KVÖLDVÖKU- ÚTGÁFUNNAR. Þá hafa blaðinu einnig borizt 2 bækur frá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri. Því gleymi ég aldrei, 4. og síðasta bindið í þessum vinsæla bókaflokki, og Myndir daganna, 2. hluti ævi- sögu séra Sveins Víkings. I þessu síðasta bindi, Því (Framhald á blaðsíðu 5.) =S TVISYN KEPPNI OG SKEMMTILEG SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudags- kvöld fór fram önnur um- ferð í sveitakeppni Bridgefélags ins. Úrslit í meistaraflokki urðu þau að: Mikael vann Stefán 6—0 Halldór vann Knút 6—0 Baldvin vann Óðin 6—0 Soffía vann Óla 6—0 í fyrsta flokki fóru leikar svo að: Bjarni B. vann Magna 5—1 Bjarni S. vann Gunnlaug 6—0 Garðar vann Guðmund 6—0 Þriðja umferð verður spiluð næstkomandi þriðjudagskvöld í Landsbankasalnum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.