Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1966, Page 5

Alþýðumaðurinn - 22.12.1966, Page 5
JOLAHUGLEIÐING EFTIR SÉRA IÍÁRA VALSSON Og Ijósið i skín myrkrinu Orð þessi úr upphafi Jóhannesarguðspjalls eru fyrir löngu orð- in að sígildum einkunnarorðum jóla og jólahalds. Frá örófi alda hafði mannkyninu staðið stuggur af myrkrinu. Þrá eftir yl og birtu dagsins annars vegar og hins vegar beygur af dimmu næturinnar eru ofin inn í frumvef sálna okkar og eru þar ríkari þáttur, en margan grunar. Hví skyldi svo vera? Tugir kynslóða forfeðra okkar hafa ekki lengur þurft að óttast mannskæð rándýr, sem hringsólað höíðu í dimmum frumskógi utan um eldstæði mannveranna fyrstu. Samt situr óttinn við myrkrið við uppsprettur sálarlífsins og skapar mann- inum tröll, afturgöngur og aðrar skuggaverur til þess að næra hina meðfæddu myrkfælni. Og þótt við séum laus við slíkar bábiljur, þá heillar ljósið í myrkrinu okkur enn, og hinar raunverulegu ófreskjur samtíðar okkar, samkvæmt Ritningunni (Lúk. 22, 53.) „vald myrkurs- ins“. Þá verður ljósið okkur ertn kærara, og skiljanlegt er, hve næm við erum fyrir töfrum hátíðar ljóssins, einmitt þegar skammdegismyrkrið er sem svartast. Allir fagna birtunni, sem leggur frá jólunum. Skær barns- augu endurspegla dýrð kertanna á jólatrénu. Gömul, lúin augu ljóma upp aítur í endurskini af löngu liðnum jólum. Vitrir menn leggja á sig enn erfiði til að leita að jólastjörnunni. Af boðskap jólaenglanna ,Friður á jörðu“ stafar enn dýrðarljómi Drottins. Við minnumst hans, sem var ljós heimsins. Hann fæddist í úthverfi smábæjar langt í burtu — einhvers staðar í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. En frá honum leggur hið milda ljós gegnum bárur, brim og voðasker liðinna alda, jafnvel hingað á norðurströnd mannbyggða, og hver sem fylgir því ljósi, hann gengur ekki í myrkrinu, heldur hefur Ijós lífsins. Já, ljósið skín, það skín í myrkrinu. Og myrkrið er óvinur ljóssins. Varla er unnt að hugsa sér ólíkari andstæðinga. Ljósið er sterkt, en myrkrið undarlega veikt. Myrkur koldimmrar haustnætur getur orðið að engu fyrir blossa úr ómerkilegri eldspýtu. Hvernig stendur á slíkum veikleika myrkursins? Það er af því, að í raun og veru er til einungis ljósið. Myrkur er ekki nema vöntun á ljósinu. Þess vegna verður myrkur að þoka fyrir ljósinu, hvenær sem andstæðingarnir mætast. En hví hefur ljósið ekki gjörsigrað myrkrið, ef það vinnur stöðugt örugga sigra? Það er af því, að ljósið sigrar aðeins meðan það er til. Þegar slökknar á ljósinu, hættir það að vera til, og við tekur aftur sama ástand, sem áður var — vöntun á ljósi — myrkur. Af þessu leiðir, að þeir, sem vilja ljós, verða að gera ráð- stafanir til þess að halda Ijósinu logandi. Á hinn bóginn verða þeir, sem myrkur elska, að gera sínar ráðstafanir á móti. Þeir verða að slökkva á ljósunum. Þeir verða að einangra sig fyrir ljósinu, svo að engin ljós- skíma komizt inn í hið kæra myrkur þeirra. Þeir verða að fyrirbyggja það, að nokkur maður geti nokk- urn tíma kveikt aftur. En hverjir skyldu vilja svo fáránlega hluti sem þessa? Það ætti að vera hægt að finna þá við nánari umhugsun: Hvað eigum við að kalla hann, sem vill svo fornt ástand, sem ríkti áður en skaparinn sagði „Verði ljós“? Hann hlýtur að vera afturhaldssinni. En hvað um hann, sem ekki vill láta Ijósið koma og sigra myrkur sitt. Hann er auðvitað einangrunarsinni. Og hann, sem vill útrýma möguleikum, að gneisti kvikni, hann er ... . Við getum kallað hann Heródesarsinna í minn- ingu um barnamorðin í Betlehem. Þetta er í stuttu máli „vald myrkursins", sem verður að skipuleggja sjálft sig til þess að geta tekið höndum Hann, sem var ljós heimsins, eins og Lúkas segir frá. En ljósið skín í myrkr- inu þrátt fyrir krossinn og gröfina í garði Jósefs frá Arimaþeu. Hér er ekki um að ræða forna sögu, sem kynni að vera okkur óviðkomandi. Þetta sjáum við gerast í samtíð okkar. Afturhaldssinnar nefna sjálfa sig ef til vill ekki þessu nafni. Af áxöxtum þeirra þekkjum við þá, jafnvel þótt þeir kenni sig við framfarir. Þeir halda nefnilega dauðahaldi í myrkur mið- aldanna. Fyrirmynd þeirra er hinn óskeikuli páfadómur, sem eyddi með báli og brandi röngum stefnum villutrúarmanna. Þeir verða að viðhafa stranga ritskoðun á yfirráðasvæði sínu. Ljós sarmleikans er þeim jafn hættulegt hvort eð það kemur að innan eða utan. Afturhaldsmenn myrkursins eru þá einnig einangrunarsinn- ar. Þeir eru tilneyddir til að banna íerðalög til útlanda, loka landamærunum og banna innflutning blaða og bóka, meira að segja verða þeir að trufla íréttasendingar, sem landsmenn gætu heyrt í viðtækjum sínum, því að þeir mega hvorki heyra né sjá artnað en heimaalið myrkur. Heródesarsinnar þessarar aldar tortríma börnum í gasklef- um og vinrrubúðum. Eins og segir í Mattheusarguðspjalli um flótta Jósefs og Maríu til Egyptalands, svo er á okkar dögum óslitinn straumur flóttamanna frá Heródesarlöndum — þrátt fyrir gaddavira og jarðsprengjur járntjaldsins og manndráp við önnur álika fræg manhvirki. En — ljósið skín í myrkrinu. Já, það skín þrátt fyrir myrkrið. Það er vegna þess, að ákveð- inn vilji stendur á bak við orðin „Verði Ijós“. Til er einnig vald ljóssins. Þegar við kveikjum á jólakertunum, þá gerum við meira en að gleðja börnin. Ljósið, sem kviknaði á jólunum fyrstu var heldur ekki neitt venjulegt ljós. Það var vegurinn og sannleik- urinn og lífið. Þess vegna eru kertaljós jólarma fyrirheit um bjarta framtíð harnanna okkar. Á okkur hvílir ábyrgðin að halda lifandi Ijósum þeim, er kasta eiga birtu á braut þeirra. Við verðum að vera eins og hinar hyggnu meyjar og eiga næga olíu á lampa sannleikans. Við verðum að hlúa að hverju því ljósi, sem gefur frá sér hlýju bræðralags. Við verðum að styðja hvern þann arm, er heldur uppi kyndli frelsisins. Með þvi móti lifa börn okkar þann dag, að jólasöngurinn um frið á jörðu verði að veruleika.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.