Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 22.12.1966, Blaðsíða 8
• • Minni Jóns Liskups Ogimmdssonar i i i í ii M t t l :! ■i Hóllastóll með hefð og sóma hafinn stóð, biskup nýr með listaljóma lýsti þjóð. Postullega prýddi Hóla, presta lærði, vígði skóla, lék á hörpu himnaljóð. ÞANNIG lýsir síra Matthías hinum fyrsta Hólabiskupi, hinum blessaða Jóni Ögmunds- syni, er vér minnumst í dag sem föður og stofnanda skólahalds á Norðurlandi, og þá sérstak- lega þess skóla, sem vér stönd- um nú í, þótt slitið væri sam- hengi skólahaldsins um skeið. Saga vor er auðug af minning um. Söguriturum vorum hefir frá öndverðu verið tamara að gera mannlýsingar, en fjalla um aldarfar, náttúru landsins eða almenna þjóðhætti og þjóðhagi. Flest slikt verðum vér að finna milli línanna í ævisögunum, eða sem einhverskonar skýringar- greinar við orð og athafnir sögu hetjanna. Þannig vitum vér það, að vor var hart hér nyrðra 1108 og hafísar fyrir landi af því einu, að þá hét Jón biskup því til árbótar að reisa klaustur á Þingeyrum og markaði sjálfur grunn undir kirkjuna, en þá skipaðist veður svo skjótt, að ísa lagði frá landi, og jörð greri svo á einni viku, að næg voru sauðgrös. Emnig er oss sagt í sögu hans, að einhvemtíma i hans biskupsdómi var gróður- laust fram til Alþingis vegna þurrka. En þá hét. Jón biskup enn á ný til árbótar og mælti um leið: „Það vildi ég að Guð gæfi oss nú döggina“. Hóf hann síðan messugjörð undir alheið- um himni, en eigi var langt komið messusöngnum, þegar regn kom svo mikið, að illvært þótti úti fyrir votviðris sakir. Þaðan í frá um sumarið voru döggvar um nætur en sólskin ■um daga. Þessar árferðislýsing- ar hafa geymzt til þess eins að sýna eftirkomendum, að slíkur var bænarmáttur hins blessaða biskups, að heiður himinn varð á svipstundu skýjum hlaðinn, sem frjóvgandi regn dundi úr, og hafísa lagði frá landi, en hlý- viðri létu kalna jörð gróa á einni viku. Þegar slík stórmerki gerð ust að biskupi lifandi, var engin furða, þótt menn þættust vissir um helgi hans að honum látn- um, þegar svo við bættist hinn fegursti lifnaður, góðvild til allra manna og sívökul um- hyggja fyrir Guðs kristni. I ! Helgi hans eigum við mest að þakka, að skráð var saga hans. I Sagan sveipar að vísu biskup- i inn og allt líf hans dularhjúpi, og höfundur hennar sveigir allt söguefnið að því að sanna og sýna helgi biskups. Það er því nokkrum erfiðleikur bundið, að finna hina sönnu mynd hans, en þar sem oftar verðum vér að lesa milli línanna, leitast við að skyggnast gegnum þokuhjúp- inn. Saga biskups segir oss frá, að hann fór ungur utan. í þeirri ferð komst hann allt suður til Rómaborgar. Enginn vafi getur á því hvílt, að þetta hefir verið námsferð, og hinn ungi klerkur frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð hefir heimsótt þar skóla og klaustur, sem víða var nátengt hvað öðru. Svo telja fróðir menn, að hann muni á þeim árum hafa kynnst klausturreglu Klúny-bræðra, sem þá var ágæt ust talin í Evrópu, en í biskups- dæmi Jóns helga koma skýrt fram hættir Klúný-manna, ann- arsvegar spameytni fyrir sig sjálfa, svo að nálgaðist mein- læti, en hinsvegar hin mesta höfðingslund og gestrisni. Þá létu þeir einskis ófreistað til þess að guðsþjónustan mætti verða sem viðhafnarmest og fegurst með söng og fögrum búnaði. í þessari ferð hafði hann heim með sér Sæmund frænda sinn hinn fróða, sera sagan segir að týnt hefði nafni og tungu við lærdómsiðkanir suður í París. Sennilegt er að heilagur Jón hafi eitthvað rýnt í fræðin þar suður frá. En íslenzk þjóðtrú lét Sæmund hafa setið við fót- skör myrkrahöfðingjans sjálfs í Svartaskóla, og vitanlega mátti ekki bendla nafn hins heilaga manns við þau fræði, sem þar voru kennd og numin. Hann steig þar einungis niður í djúp- in til að bjarga frænda síflum. Var það síðar talið eitt af hans beztu happaverkum, að hann spandi Sæmund út til íslands og barg honum fyrir Guðs kristni. Vér kynnumst einnig heilög- um Jóni úti í Noregi, þar sem hann gerist fyrirsvarsmaður landa síns, sem sekur hafði gerzt við konung. Þar hikar hann eigi við að baka sér reiði konungs til þess ef hann mætti fá borgið nauðstöddum landa sínum. Enn heyrum vér þá sögu af heilögum Jóni, þegar hann er við messugerð úti í Lundi, að hann syngur svo fagurlega, að sjálfur erkibiskupinn brýtur bann sitt og lítur fram eftir kirkjunni til að sjá hver ætti slíka rödd og afsakar sig síðan með því „að þvílíka rödd heyrði ég aldrei af nokkurs manns barka út ganga, og er þetta held ur engilleg rödd en mannleg". Þessar svipmyndir sýna oss lærdómsmanninn, drengilegan og málsnjallan ræðuskörung og listamann. Það var því engin furða þótt Gissur biskup kysi hann til hins fyrsta biskups á Hólum, þegar hann gaf Norður- landi heilan biskupsstól. En það er þó ekki af þessum sökum einum, sem vér hyllum heilagan Jón á þessum stað og stund. Vér hyllum hann hér sem fyrsta íslenzka skólamann- inn, sem kallast getur því nafni, þann mann, sem fyrstur kom á fót reglulegu skólahaldi á voru landi, og það fremur sem skóli Eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum vor er, eins og ég fyrr gat, arf- taki þess skóla, sem blessaður Jón biskup setti á Hólum í Hjaltadal fyrir hálfri níundu öld. Vér skulum nú sem snöggv- ast reyna að skyggnast gegnum aldirnar og litast um, hversu skólahaldi var þá farið hér á landi, og bregða oss sem snöggv ast inn í skóla Jóns helga. Um þær mundir, sem Jón biskup stofnsetti skóla á Hól- um, hafði ísland verið kristnað í meira en heila öld, og biskups stóll hafði verið í Skálholti hálf an þann tíma. Vitað er að upp- fræðsla prestsefna hafði fram farið í Skálholti, Odda og Haukadal, en hvergi verður séð, að þar hafi verið um reglulegt skólahald að ræða með sérstök- um kennurum. Heldur verður að ætla, að einn eða fleiri klerk- lærðir menn hafi kennt þar í hjá-verkum frá öðrum störfum, biskupinn sjálfur í Skálholti og hinir lærðu goðorðsmenn og höfðingjar í Odda og Haukadal. Og vafalítið hefir meginkappið verið lagt á, að nemendumir gætu komizt slysalaust út frá því að syngja messu. Jón helgi kemur að biskups- stóli sínum roskixm maður. Hann hefir af eigin raun kynnzt klausturskólum og dómsskólum suður um Evrópu, og sennilega heimsótt þá þeirra, sem mest orð fór af. Honum er Ijóst, hver reginmunur er á skólahaldi þar og kennslunni hér heíma, þótt notadrjúg sé, og hann sér af reynslu annarra þjóða og eigin skilningi, að grundvöllur kirkju og kristinnar menningar í land- inu er að hér starfi fullkominn skóli, en fræðsla kennimanna, sem eiga að uppfræða lýðinn, sé ekki hjáverkastarf önnum kafinna manna, biskups eða annarra. Þótt Hólastóll sé stofn- aður af rausn, er biskupsdæmið ekki nema á móts við þriðjung Skálholtsbiskupsdæmis. Ekki þarf að efa, að hann hafi haft þann metnað fyrir biskupsstól sinn, að hann yrði í engu eftir- bátur stóra bróður í Skálholti, að fjórðungur vor hér nyrðra skyldi „fylla landið hálft“, eins og Matthías komst síðar að orði. Ekki væri fjarri að ætla, að hann með fullkomnu skólahaldi á Hólum hafi viljað auka veg stólsins gagnvart Skálholtsstól. En hvað sem um það hefir verið er það víst, að þegar hann kemur heim frá vigslu, hefir hann með sér tvo ágætlega lærða kennimenn, annan til að takast á hendur skólastjóm en hinn til að kenna. En sjálfur hefir hann hönd í bagga með fræðslunni nemendunum. Með þessu skapast í fyrsta sinn hér á landi stéttir kennara og skóla- sveina. Kennslugreinar í Hólaskóla hafa vafalítið verið þær sömu og gerðist í dómsskólum utan- lands, klerkleg fræði, latína, sem var þungamiðja námsins, söngur, versagjörð, tölvísi og stjömulist. Angi heimsmenn- ingarinnar var gróðursettur norður í Hjaltadal. Skólalífið sjálft fær þenna vitnisburð: „Sumir lásu heilagar ritningar, sumir rituðu, sumir sungu, sum ir námu, sumir kenndu. Engi var öfund þeirra í millum, engi ágangur eða þrætur. Hlýðni hélt þar hver við annan.“ Af þessum orðum má það Ijóst vera, að skólabragur á Hólum hefir verið með þeim hætti, sem hvarvettna, og á öllum tímum, má vera til fyrirmyndar og er óskadraumur hvers skóla- manns. Og þótt biskup væri siðavandur í ríkara mæli en áð- ur hafði tíðkazt hér á landi og bannaði dansleika og hverskyns lausung, og tæki ástarkvæði Ovids af ungum og glaðlyndum prestlingi, þá þyrptust samt ungir menn heim að Hólum til náms undir aga og gæzlu hins blessaða biskups, „og kom ná- lega engi á hans fund, að eigi fengi hann á nokkura lund leið- réttan fyrir sakir guðlegrar ást- ar og kostgæfi, er hann lagði á hverjum manni að hjálpa“. 1 skólalífinu virðist fordæmi og líferni biskups hafa orðið áhrifadrjúgt, því að fara má nærri um, að ekki hefir öllum verið siðavendnin og aginn ljúf- úr. Biskup var 'iðjumaður, sí- vökull og sístarfandi, hann var fullur góðvildar til alls og allra og hjálpsemi hans þekkti engin takmörk. Lýsingin af skólalíf- inu, þótt stutt sé tekur einmitt skýrast fram þetta annarvegar iðjusemina, hinsvegar öfund- leysi og hlýðni manna á meðal, •-þær dyggðir, er vér helzt vild- um kjósa hverjum skóla til handa. En það var ekki skólabragur- inn einn á Hólum, sem var til eftirbreytni. Vel hefir verið kennt þar og gagnsamlega. Sag- an hermir, að smiður einn ágæt ur Þóroddur Gamlason, sem biskup hafði fengið til kirkju- gerðar, hafi hlýtt á kennsluna, meðan hann var að verki sínu. En sennilega hefir kennslan far- ið fram í kirkjunni þótt eigi væri hún þá fullgerð. Smiður- inn hlýddi á kennsluna jafn- framt vinnu sinni og varð svo lærður í latínu, að fáir stóðu honum á sporði í málfræði, og mælt er, að hann hafi fyrstur sett íslendingum stafrof. Slikan ávöxt bar kennslan á Hólum í íslenzkum fræðum, og með starfi Þórodds rúnameistara var Hólaskóli orðinn hin fyrsta vís- indastofnun í landi voru. Ég minntist þess fyrr, að Jón biskup spandi Sæmund fróða með sér heim úr Svartaskóla. Við menntabrunna hinna • al- heimslegu fræða hafði Sæmundi farið sem mörgum síðar að hann hafði gleymt tungu sinni og upp runa. Margt er nú rætt um þá hættu, sem oss íslendingum stafi af erlendum áhrifum. Ekki óttast ég hana svo mjög. Hitt þykir mér ískyggilegra hversu margir íslenzkir menntamenn gleyma svo landi sínu og þjóð, að þeir hverfa í þjóðahafið er- lenda eftir nám sitt þar. Og önn ur hætta vofir sífellt yfir oss, sem miklu er alvarlegri öllum erlendum áhrifum, og það er, að vér sökkvum oss svo niður í fræðagrúsk, hvort heldur sem það eru stafkrókar, orðaleikir, efnasuða, talnagaldur eða véla- leikni, að vér í hinu einhæfa grúski verðum svo haldnir af einstefnuakstri, að vér gleym- um því, sem á ríður, andanum sem að baki er og hinum al- gildu siðrænu lögmálum og markmiðum. Megi hinn helgi Jón forða oss frá þeim hlutum, svo sem hann leysti Sæmund frá meistaranum í Svartaskóla. Skóli vor hefir kosið sér hinn blessaða Jón biskup að vemd- ara. Slíkt er ekki að ófyrir- synju. Hinn helgi biskup hóf fyrstur merki mennta og menn- ingar á Norðurlandi, á þann hátt, að vér nú að meira en 8 öldum liðnum megum sjá í starfi hans og stefnu fyrirmynd og hugsjón í senn. Þess vegna (Framhald á blaðsíðu 12.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.