Víðir


Víðir - 24.11.1928, Blaðsíða 3

Víðir - 24.11.1928, Blaðsíða 3
Víðir 1 mm Gamla Bíó mm Senorita. Gamanleikur í 7 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin fagra og glæsilega leik- kona Bebe Daniels. Myndin er afar skemtileg frá upphah' til enda. :Sýning á sunnud. kl. 8'/2. ma af þessum peningum kr. 2400.00. Aukavinna við fiskinn alt að 4% =-. kr. 1200.00 (miðað við kr. 30.000.00 verðmæti). Gæðamismunur er áætlaður af þeim, sem því eru kunnugir, 10% — ,kr. 3000.00. Alls verður þá þessi upphæð, sem hjer er talin (ef rjett er) kr. 6600.00. þó geta þessar tölur breytst og fer þjð eftir því, hvað fisk- urinn er lengi geymdur. Jeg býst nú við, að þessar tölur þyki nokkuð öfgakendar. En 'þá vil jeg spyrja: Hvers vegna selja menn þá fisk sinn undir eins og hann er þur, fyrir mjög lágt verð, eða í þeim mán- uðum, júlí og ágúst, þegar verð- ið er allra lægst? Vegna þess, að þeir þola ekki rentutapið, og peningaþörfin rekur á eftir. Til þess að losna, að meira eða minna leyti, við þetta tjár- tjón, sem þegar er tali^, þurfa Vestmannaeyingar að selja fisk- inn fullverkaðan í maí og júní, en til þess að geta það, þurfa þeir að eiga þurkkús. það er eitt af því. sem til- finnanlega helur vantað hjer á undanförnrm árum, og má það undrum sæta, að það hefur ekki verið bygt fyrir löngu. Hafnarfjörður, sem Jiefur til- tölulega lítinn útveg, á 4 þurk- hús og eitt af þeim á togarafje- lag, sem á þó ekki nema einn togara, og telur það þurkhúsið sína arðmestu eign. því miður get jeg ekki gefið upplýsingar um það, hvað þurk- hús mundi kosta hjer, og ekki heldur, hvernig það ætti að byggjast. þó er mjer sagt, að Þau sjeu betri úr timbri en steini. Jeg ætla ekki að fjölyrða um þetta að þessu sinni, en vona, að mjer færari og fróðari menn taki málið til meðferðar og hrindi því af stað. þess mun engan iðra. /. /., Hlíð. < Vestmaimaeyjar erlendis í októberhefti tímarits íslaads- vinanna þýsku skrifar forstjóri fangahússins í Bremen, hr. E. Sonnemann, um ferð sína til Vesimannaeyja síðastliðið sumar. — Dvaldi hahn hjer urn þriggja Hreiníætisvörur. Þvottasápur, Krystalssápa, Dúfusápa, Sólskinssápa, — Þvottaduft, Persil, Flik-Flak, Hreins Hvitt, Rinso, Gold Dust, — íkúripúlver, Ata og Wim, Henco og Krystal sóda. — Twink — Lux — Línsterkja (Colman's) — Borax. — Fægilögur — Ofnsverta — Taublámi — Skógula — Skósverta — Handsápur — Skeggsápur — Skeggkrem — Brillaniine. — Kaupið þær vörur, sem þjer notið daglega, þar, sem þær eru ódýrastar. — það er búhnykkur! » Góðar vörur Gott verð Eigum von á með s.s. Lyra á mánudaginn- Selsl með lækkuðu verði. K.f. Bjarmi. MUNIÐ Ifi Tóbaks-5 og sælgætisí vörur i < p Kar! Lárusson Þingvöllum. vikna tíma og safnaði drögum að bók, sem hann er að skrifa um Vestmannaeyjar. Einkum rannsakaði hann fsgJalífið og ték margar frábærar fuglamyndir. Fór hann hjer um öll fjöll og tók þátt í úteyjaferð til eggja.— Se;gir hann mjög skemtilega frá þessu í grein sinni. Einkum er fróðlegur meginkafli ritgerðar- i«nar, um fuglalíf hjer. — það mun koma flatt upp á marga sem Sonnemann segir um hraun- ið. þykir honum það harla fag- urt og jurtagróðurinn fjölbreytt- ur, þótt lítill sje. — Y-firleitt er rjett og vel sagt frá, fróðleikur töluverður, eink- um fyrir útlendinga. ViHur og ranghermi, sem altítt er hjá er- lendum ferðamönnum, eru ekki til hjá Sonnemann, nema hvað einstaka nafn er misritað. Hann getur hjer ýmlssa manna og fer sjerstaklega nokkurum vel völd- um orðum um Gws-la Lárusson og Jóel Eyjólisson, Sælundi. Hr. Sonnemann hefur í smíð- um bók um Vestmannaeyjar, einkum . fuglalífið hjer. Hefur hann úrval af ágætum myndum hjeðan. sem þar eiga að birtast. það er ekki lítill fengur að fá Vestmannaeyjalýsingu, á einu heimsmálanna, eftir jaln greinar- góðan og glöggan rithöfund og Sonnemann; Kr. Ól. Símfregnir. Erlendar. Hungursneyð er mikil í Kína. 12 miljónir manna aðframkomn- ar. Auk þess hálfsvelta 8 milj. Uppskerubrestur. Frá Moskva er símað, að uppskerubrestur sje á 732000 bændabýlum í Ukraine. Ráðstjórnin hefur veitt 24 miljónir rúblna til þess að afstýra neyð. þar af eru ætlaðar 5 miljónir til matvælakaupa handa börnum. Vantraust felt. Frá Berlín er símað, að vantraust frá hægri- mönnum til Stresemann hafi verið felt. Kosningaúrslit. Frá Sydney er símað, að kosningaúrslitin í Ástralíu sjeu þau, að stjórnar- flokkurinn hafi hlotið 49 þing- sæti, en verkamenn 29. Innlendar. Ritsímasamband er enn ó- komið við Norðurland vegna skemdanna í ofviðrinu um sl. helgi. T. d. eru 80 símstaurar brotnir á Kjalarnesi. Útftuttar vörur í október nema 14.002.000 gullkrónum. — Útflutningur alls til 1. nóv. 50.- 667.000 gullkrónum. Fiskafli var á öllu landinu 377.868 skpd. þ. 1! nóv. Fisk- birgðir 77.781 skpd. Fjársöfnun hefur verið hafin til þess að koma upp sjómanna- hæli við höfnina í Reykjavík. FB. Frjettir. — > Kappskák stendur nú yfir hjer. Kept er um skákkonungstign Vestmanna- eyja. þátttakendur eru þrettán. „Biilarda-kap|3. „Billardklúbburinn", sem svo nefnist, hefur efnt til kappmóts í „billard" fyrir fjelaga sína. — Mótið hófs'í sl. sunnudag, en mun ólokið enn. Nýræktarhugur hefur verið mjög mikill í inönn- um hjer að undanförnu. Hafa ótal margir sótt um að fá blett til ræktunar og hefur Heimaey þess vegna verið hlutuð niður í smáskika. — Sá galli er á gjöf Njarðar, að varla verður þver- fótað fyrir girðingum og helst enginn friðlýstur blettur ætlaður almenningi, nema af skornum skamti. Eru sumstaðar gadda- vírsgirðingar settar altof nærri fjölförnum vegum og gæti tjón af hlotist, ef bifreiðar, eða önn- ur farartæki, yltu út af götunum. Fiskifjelagsdeildarfundur. i síðastl. viku var hjer á ferð forseti Fiskifjelagsins, Kristján Bergsson. Hjelt hann fund með fiskifjelagsdeildinni „Ljetti" og flutti þar all-langt .erindi um sjávarútveginn, á víð og dreif. Nokkurir fleiri téku til máls og . ræddu ýms vandamál þessa um- svifamikla atvinnuvegar, en eng- In ályktun var tekin. Nokkrar fyrirspurnir voru lagðar fyrir forsetann, sem hann svaraði greiðlega. — Fundurinn var illa sóttur. Skipaferðir. „Gullfoss" var hjer á mánu- dag, en gat lítið athafnað sig sökum óhagstæðs veðurs. Voru teknar úr honum hjer um 15 smálestir, en 40—50 smál. af vörum hingað, er eftir urðu, fór hann með til Rvíkur. Vörur þessar flytur „Suður- land" hingað nú um helgina. „Goðafoss" kom hingað í morgun. Tíðin hefur verið umhleypingasöm þessa áviku. — Tvisvar hefur verið farið til fiskjar. Aflinn að- allega ýsa. Eiðisbryggjan. Framhald af greininni um hana kernur í næsta blaði. íslensklög. Nýlega hafa verið „tekin upp" á grammófónplötur allmörg ís- lensk lög, sungin af Pjetri A. Jónssyni, óperusöngvara. — Eru plötur þessar miklu betri, en þær er áður hafa þekst hjer, enda teknar með nýrri og betrl aðferð. Plötur þessar fást hjá- Karli Lárussyni, kaupmanni hjen.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.