Víðir


Víðir - 01.12.1928, Blaðsíða 1

Víðir - 01.12.1928, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, 1. desember 1928 3. tbl. Tíu ára afmæli fullveldisins. í dag, 1. desember, eru MÖin 10 ár.síðan SambandslÖg'm gengu í' gildi.. og fslendingar öðluðust áftur sjílfstæði sitt. Eigi verður efast um, að ís- lendingar muni, undantekningar- lítið.hafa fagnað fullveldinu. — þann 1. des. 1918 höfðum vjer loks náð takmarkinu, sem margir mestu og bestu menn þjóðar- ihnar böfðu kept að árum sam- £n. _ Aðdragandinn var langur bg baráttan oft býsna. hörð, en <5Ígu*inn varð vor íslendinga á endanum. Maígar ogmiísjafnar vöru skoð- anir manna á sjáUstæðismálum yorum. — Flestir munu þó hafa verið saramála um, að keppa bæri, að þessu takmarki, þótt menn greindi mjög á um að- ferðirnar. Én á ófriðartímunum, er vjer sáum, að ekki dugði að vera upp á Dani komnir, þareð þeir hættu öilum siglingum hingað og vjer hefðum fengið að svelta í friði þeirra vegna, mun mörg- um, sem áður höfðu verið hálf- hikandi, hafa snúist hugur. — Vjer j höfðum eigriast vor eigin skip, og það voru þau, sem forð- uðu oss frá sulti og seyru á ófriðarárunum..— það mun 'hafa verið nær ein- róma álit íslendlnga, að með Sambandslögunum hefðum vjer fengið viðunandi úrlausn þessara mála í bráð, þótt ýms ákvæði samnings þess, er gerður var milli Dana og íslendinga, væru þannig, að óviðunandi myndu þykja til frambúðar. Einmitt þessi ákvæði munu hafa ýtt undir það, að allir stjórn- málafiokkar vorir gáfu þá yfir- lýsingu á síðasta Alþingi,^ að nota bæri uppsagnarákvæðið 1943. — AHmiklum erfiðleikum er það bundið, að fá samningum þessum slitið, og óvíst, hvern- ig aðslaða verður, er þar að kemur. En yfirleitt munu menn sam- mála um það, að síærsta sporið hafi verið stigið, er vjer fengum fullveldi vort vrðurkent .1. des. fyrir 10 árum. þess veg-na fögnum vjer þess- um degi sem einhverjum mesta merkisdegi í lífi og sögu hinnar íslensku þjóðar. — Vonandi ber öllum sönnum íslendingum saman um, aö vernda beri sjálfstæði vort sem best, og enginn stjórnmálafiokkur, nje einstaKlingur hinnar fslensku þjóðar, megi aðhafast nokkuð það, sem veikt geti aðstöðu vora út á við, eða aukið hjer erlend áhrif, sem orðið geta sjálfstæði voru til hnekkis. JEiöisbryggja. Z: . (Prh.). í grein slnni tslur bæjarfógeti, að slysahætta við fólksflutninga kringum Klettinn og við Eiðið, vetði fyrhbygð með bryggju þar. En til þess eru lítil líkindi. Oft og tíðum, þegar skip verða að Uggja við Eiðið, er sjór það vondur, að þar er ekki lendandi ásmábátum, nema í lögunum. Milli laga koma stórsjóir, sem víst er, að bryggjur bæjarfógeta þyldu ekki. En einmitt þá er helst hætt við slysum. Kringum Klettinn yrði eftir sem áður að flytja vörur, svo þær ferðir legðust ekki niður, Jeg get því ekki haldið, að tillögur bæjarfó- geta kæmu að gagni í þessu efni. Jeg vil hjer bæta við það, sem jeg. hef áður sagt um hengibrú út í Dranga, að nægja myndi cinn strengur og neðan í hon- um ódýr. útbúnaður til þess að koma fólki í land. Er sennilegt, að það yrði ékki svo mjög kostnaðarsamt, en gæti orðið fullnægjandi við fólksflutninga. þá er eftir að minnast lítillega á bylgjubrjótinn. Vill bæjarfógeíi leggja houm á Ytrihöfn, svo þar verði gott lægi fyxir skip í brimi. það er enginn vafi, að bylgju- brjótur dregur ekki úr undir- öldu eða stótum óbrotnum sjó- um. Á hinn bóginn er sennilegt, að nógu rambyggilegur bylgju- brjótur gæti tekið á móti föllum, og dregið þannig úr brimi. Skip myndu því ekkert frekar geta afgreitt sig á Ytrihöfn í vondu, þótt þar væri lagt út bylgjubrjót. En það væri annað en barna- leikur, að byggja svo sterkan bylgjubrjót, að hann þyldi að liggja flatur fyrir straumi og haf- róti, og það þyrfti áreiðanlega voldugri útbúnað en við hjer þekkjum, til þess að festa honum. „Rödd hú8bóndans" .His Master's Voice" þetta heimsfræga vörumerki sannar yður ágæti vörunnar. Nýjar íslenskar söngplöiur, sungnar af Pjetri A. Jónssyni. Karl Lárusson Þlngvöllum. Síml144. Eins og vænta mátti, þykir bæjarfógeta lítið koma til mann- virkja þeirra, sem gerð eru sunnan hafnar, í samanburði við „umbótatillögurnar''. Hann vill láta gera tikaunir með Eiðisbryggju. það muni ekki kosta mikið í samanburði við það, sem árlega er varið til hafnaibóta hjer, ,sem rjett á litið (hver skyldi efast!!!) eru aðeins tilraunir, og því miðar, mishepnaðw tilraunir". — Slík ummæli sem þessi, gætu verið háskaleg fyrir höfnina, ef mark væri á þeim tekið út í frá. Jeg skal nð sýna fram á, að þetta er ekki annað en hvatvíslegur sleggjudómur! Hjer hafa verið bygðir tveir hafnargarðar, mikiö grjót hreins- að úr innsiglingunni og Innrihöfn dýpkuð. Hörgeyrargarður er kominn fram í fulla lengd, 250 mtr., en það eitt eftir, að byggja upp garðhausinn og setja þar ljós. Var þétta látið bíða næsta sumars, til þess að sjá, hvort ytsti kassinn haggaðist yfir vet- urinn. Er það mjög lítið verk og auð- unnið. Um þann garð verður ekki annað sagt, en að hann sje gott og sæmilega traust mann- virki, sjerstaklega ystu 50 mtr., sem og mest reynir á. Bilanir á Hörgeyrargarði hafa ekki orðið aðrar en það, sem grafið hefur undan innri hliðinni. Kostnaður við þær endurbætur hefur ekki verið mikill. Síðan 1925 hafa engar- skemdir orðið á þeim garði, svo teljandi sje. Hringskersgarðurinn er einnig kominn fram í fulla lengd, 170 mtr. Undirstaðan uudir hausnum hefur þótt ótrygg, og var þ.vi gerð á honum ramefld endur- bót síðastliðið sumar. Tókst styrking sú allvel, en varð eigi lokið að fullu. Næsta sumár verður gengið frá garðhausnum til fullnustu og ætti það hvorki að verða mjög erfitt nje dýrt. þegar þetta er búið, er Hring- skersgarðurinn orðinn mjög traustbygt og vandað mann- virki. Enda þótt byggjngu garðanna verði væntanlega lokið að fullu og öllu næsta sumar, má búast við, að einhverjar skemdir geti á þeim orðið, en eftir þeirri reynslu, sem fengin er, verður það tæpast stórvægilegt. Auk garðanna hefur Innrihöfn verið dýpkuð og óhemja af grjóti hreinsað úr innsiglingunni. Áður en garðarnir komu, var Innrihöfn í raun og veru óhæfi- legt vjelbátalægi, vegna sjógangs í austan veðrum, og því ótygg- ari var legan fyrir stærri skip. Við garðana hefur alveg skift um. Munurinn er sá, að nú er altaf rennsljett á Innrihöln, þar sem áður var sjógangur í brim- um. í skjóli garðanna hefur vjel- bátafiotinn getað vaxið upp í það, sem hann nú • er orðinn, sem hefði verið útilokað án þeirra. Áður kom það fyrir einstaka sinnum, að lítil skip, einkum seglskip, lögðust á Innrihöfn. Var þá mest undir heppni kom- fð, að veður hjeldist gott, svo þau gerðu ekki óskunda. Vildi þá oft til. að þau skemdust eða dingluðu aftur og fram um Botn- inn og brutu báta eða ráku upp í fjöru. þetta þekkist ekki í seinni tíð, og má þakka það hafnarframkvæmdunum. Ettir að garðarnir komu hefur fjöldi skipa, sem legið hafa og afgreitt sig á Innrihöfn, aukist svo stórkostlega, að 1926 voru þau 43, árið 1926 57 og á þessu

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.