Víðir


Víðir - 08.12.1928, Síða 1

Víðir - 08.12.1928, Síða 1
f I. árg. Vestmannaeyjum, 8. desember 1928 4. tbl. k*F-r .Röfid húsbón(!iíis“ „Ris iViaster’s Voice“ þetta heimsfræga vörumerki sannar yöur ágæti vörunnar. fvluniö eftir, að mikid úrvaí af jó: a» plötum kemur með s s. Ssland. K a r I Lárusson Þingvöilum. — — — Sími 144. Spítaiamáltð Hkkert mál hjer í bæ hefur nýl. vakið eins mikinn áhuga meðol almennings eins og spítalamálið. það mál varðar borgara þessa bæjar það mik!ur a'- þeir eiga heimting á að fá þnð skýrt á annan betri hátt en hi'ngað til hefur verið gert. Aö vísu hefur Viðir áðu-r prentaö til saman- burðar nokkrar greinar úr báð- um frumvörpunum, sem fram eru kom:n. Vikan hefur aftur á móti forðast að gefa mönnum nokkrar upplýsingar um málið, en látið sjer nægja dyigjur og óhróður um nokkra menn, sem við það komu. Fer hinn nýi rit- stjóri þar vel af stað og veröur það göfugt hlutverk, sem blað hans hefur, ef það á í framtíö- inni að ræða á þann liátt þau mái, sem varða almenning þessa bæjar. Best hefði verið að birta frum- varp hjeraðslæknis og frumvarp okkar bæjarstjóra samsíða, svo allur almenningur hefði mátt sjá muninn með eigin augum, í stað þess að þurfa að fara eitir sögusögnum óhtutvandra manna. þá hel'ði enginn þurft að ganga þess dulinn, að það sem á milli ber er það, að frv. minni hlut- ans vill á allan liátt nota sjúkra- húsið til þess að aHa hjeraðs- lækni hjer fjár og valda, en frv. meiri hlutans vildi gefa öllum læknum, sem hjer eru eða verða, jafnt færi á því, að nota þessa stofnun í starli þeirra, við að iækna þá, sem sjúkir eru. Hjer er ekki á ferðum ómerkf- legur skoðanamunur, eins og hjeraðslæknir vill halda fram í seínni tíð. Hjer er um stóran stefnumun og málstaðamun að ræða. Önnur stefnan heldur að eíns fram hagsmunum almenn- ings, hin aðallega hagsmunuin «ins manns. Hjeraðslæknirinn neitor því, að hann hafi með frv. sínu viljað foægja mjer frá spitalanum. Hvort sem það er eða ekki — jeg skal engar getsakir gera honum — þá fór hann þó fram á þá aðstöðu, sem hvenær sem var mátti misbeita gífurlega gegn mjer og sjúklingum mínum. Og þótt Ó1 Ó. Lárusson finni sjálf- an sig nógu siðferðilega þrosk- aðan til þess að f’orðast slíka freistingu, þá getur hann þó ekki ábyrgst eftirmenn sína í hjeraðslæknisembættinu. — Jeg skal taká til dæmis um það, hversu aðstaða mín við spítal- ann yrði skemtikg, ef frv. hjer- aðslæknis næði fram að ganga. Skv. 5. gr. þess, átti hver sá, sem hann setti fyrir sig um um stundarsakir, að ganga inn í öil rjettindi hans við spítalann. Nú fást vanalega ekki aðrir til þess að gegna störfum fyrir lækna í bili, heidur en þeir sem eru alves nýútskrifaðir, því aðrir eru ekki á lausum kjala. því er sá möguleiki mjög hugsanlegur, samkv. frv. hjeraðslæknis, að nýbakaður kand dat, sem aldrei hefði gert neina skurði, geti orðið spítaialæknir hjer, um lengri eða skemmri tíma, og jeg ætti þá að beygjn mig undir hans stjórn. Allir sjá, hversu heppilegt það væri fyrir sjúk- lingana og rjettlátt gagnvart mjer. Frv. þaí, sem bæjarstjórinn og jeg sömdum, er aftur á móti þannig, að hvergi er hægt að benda á eitt einasta orð. sem sýni hlutd'-ægni í garð hjeraðs- læknis. það getur því enginn með sanni sagf, að jeg liafi sýnt í þessu máli ósanngirni að fyrra bragði. Frv. hjeraðslæknis var háskalegt l’yrir bæjarbúa, því ef þuð hefði náð samþykki, þá var loku fyrir það skotið, að nokk- ur læknir, sem nokkuð er varið í, fengist til að starfa hjer em- bættislaus, það var því eðlilegc, að bæjar- búar tækju því ekki með þökk- um, enda sendu þeir bæjarstjórn áskorun tirn að tryggja bænum fastan lækni auk hjeraðsiæknis. þessa áskorun kallar Vikan betlilista. þaö lýsir ekki lítilli virðingu fyrir rjetti hinna ein- stöku bæjarbúa, að líkja þeim við betlara, þegar þeir eru að biðja sína eigin fulltrúa og um- boðsmenn um að tryggja sem best líf og heilsu almennings. Undir þessa áskorun, sem fór fram á að spítalanum yrði skift miiifc hjeraðslæknis og læknis bæjarins, bæði að því er snerti innlenda og útlenda sjúklinga, skrifuðu á einum degi utn hálft sjötta hundrað kjósendur, en fjölda margir af þeini, sem vildu vera, með, sáu ekki iisíana og komust því ekki á þá. því verður ekki með rökurn mótmælt, að það fyrirkomulag, sem farið er frarn á í áskorun þessari, er í alla staði sann- gjarnt. Mcð því er skift á milli læknanna bæði innlendum og útlendum sjúklingum, sem liggja á spitalanum, og ljóssjúklingum þar að auki, því að það stendur til, að bærinn taki við ljóslækn- ingastoftt minni, flytji hana á spítalann og báðir læknarnir hafi jafnan aðgang að henni með sjúklinga sína. það virðist svo, sem hjeraðs- læknir megi vel una við þetta fyrirkomulag, þar sem hann hef- ur jáFna aðstöðu við lækni bæj arins á spítalanum og ljóskkíník- inni, en þar að auki fram yfir hinn embættislaun sín og borg- un fyrir skipaskoðun og skól- ann, en eins og kunnugt er, hef jeg engín slík föst laun. Til samanburðar má geta þess, að bæjarstjórnin á Siglufirði hef- ur ráðið sjerstakan lækni að hinu nýbygða sjúkrahúsi þ r, borgar honum föst laun, iætur hann hafa alla sjúklinga, inn- lenda og útlenda, sem á sjúkra- húsið leggjast, og sjerstaka borgtm fyrir þá, en hjeraðslækninum er olls ekki leyfður aðgangur að sjúkrahúsinu. Svo rnikils virði finst Siglfirðingum það, að tryggja sínum bæ fastan fækni auk hjer- aðslæknis, og er þó sá staður miklu mannfærri en Vestmanna- eyjar. þótt undarlegt megi virðast, þá er hjer í bæ dálítiil liópur manna, sem enga sanngirni vilja sýna í þessu máli. þeir reyna til að koma þeirri kórvillu inn í huga almennings, að hjeraðs- læknir hafi einkarjett á þeim útlendingum, sem á sjúkrahúsið leggjast. Hier er verið að haida því fram, að bærinn, eigandi spítalans, sje ómyndugur og geti ekki ráðstafað sinni eigin eign, eftir eigin vild. Bærinn þarf ekki að taka neinn útlending á spít- alann, nema með þeim skilyrð- um, sem bæjarstjórn setur, bæði að því er snertir læknishjálp og annað. þeir menn, sem eru að reýna að blekkja almenning til þess að trúa því gagnstæða, eru að leitast við að draga und- an bæjarfjelaginu þaan rjett, sem því ber, og gefa hann eintsm einstaklingi, það eru til þjóð- níðingar i öllum löndum. þessir menn eru bæjarníðingar. Út yfir tekur, að í þenna hóp skuli sktpa sjer 1 nokkurir af þeim kjörnu fulltrúum almennings — mennirnir, sem er trúað fyrir því, að vaka yfir hag og rjetti bæjarfjelagsins. Fremstur í þess- um flokki er Guðlaugur Hans- son. Hann prjedikar á gatnamót- um þau ósannindi, að hjeraðs- læknir hafi lagalegan einkarjett til þess að stunda þá útlendinga, sem á spítalanum liggja, m. ö. o. að bærinn sje að þessu leyti rjettlaus gagnvart honum, af því að hann sje embættismaður rjkisins. Hann vill, að hjeraðsl., sem líka er sóttvarnarlæknir og skólalæknir, sje spítalalæknir. Fjögur embætti eru ekki of mikiö handa honum, en aðrir læknar bæjarins eiga að gera sjer gott af molunum einum, sem til þeirra kunna að falla.— þetta er jafnaðarhugsjón jafnað- armannsins. — Maðurinn, sem talar svo fagurlega um lítilniagn- ana á bæjarstjórnarfundum, vill níðast á sjúkiingum mínum og svifta þá þeim lækni, sem þeir óska að nota. ísleifur Högnason berst einnig fyrir þessari fögru hugsjón, en er sjer ekki eins opinberlega til skatnmar, enda brögðóttari og blendnari. í fjelagi hafa þeir verið ao gera þetta mál pólitískt, komið því til umræðu í Jafnað- armannafjelaginu, látið ritstjóra-

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.