Víðir


Víðir - 15.12.1928, Blaðsíða 1

Víðir - 15.12.1928, Blaðsíða 1
 I. árg. Vesímannaeyjum, 15. desember 1928 5. tbl. agnús Krlstjánsson fjármálaráðherra andaMst í Kaupmannahöfn síðastliðinn laugarclag. V SpítalamáHð. Sðkum þess hve einhliða og Jafnvel villandi hefur verið rætt og ritað um sjúkrahússmálið Ujer, hafa ýmsir mætir menn lagt að mjer, að skýra málið fyiir hjeraðsbúum, og leyfi jeg mjer því nð biðja bæði blöðin hjer fyrir eftirfarandi grein. Mun jeg útskýra skipun sjúkra- hússmála hjerlendis og á næstu grösum erlendis, þar sem stað- hættir eru líkir og hjer. Að einstöku atriðum í grein Kolka læknis í Víði síðast, mun jeg v'kja með allri kurteisi, — að sjálfum tnjer eins lítið og mjer er unt. Hver er sjúkrahússlæknir -á Akureyri? — Hjeraðslæknirinn. Hann er jafnframt formaður sjúkrahússnefndar. Fleiri læknar eru þar starfandi og búsettir, en þeir hafa ekki enn sem komið er aðgang að sjúkrahúsinu, aðrir cn sjerfræðingur, sem þar er búsettur. Óánægja lækna þar út af þessu hefur ekki orðið áber- andi. Á Seyðisfirði rúmar sjúkra- húsið um 30 sjúklinga, svipað og hjer er nú í bili. Hjeraðs- læknirinn er sjúkrahússlæknir jafnframt. Annar læknir er þar starfandi og búsettur, sem ekki hefur aðgang að sjúkrahúsinu, svo mjer sje kunnugt. Á Siglufirði er sjerstakur sjúkrahússlæknir. Hjeraðslæknir- . inn sótti ekki eftir að hafa það starf á hendi, og bæjarstjórn lagði ekki að honum með það. Losni hjeraðslæknisembættið þar á næstu árum, má telja líklegt, að sjúkrahússlæknirinn íái það líka. Hjeraðslæknirinn í Reykjavfk hefur farsóttahúsið, og bæjarlækn- ir sóttvarnarhús. Auk þess hafa þeir aðgang að Landakotssp'tala. Sjúkrahúsið á ísafirði er af sjerfróðum mönnum talið eitt- hvert mesta fyrirmyndar sjúkra- húsið, sem bæjarfjelag hjerlendis á og stjórnar. Reglugerð þess e<- frá 1925. Hjéraðslæknirinn er sjálfkjörian formaður sjúkrahúss- nefndar, þótt hann sje ekki sjúkrahússlæknir, en sjúkrahúss- læknir er hann og enginn ann- ar, meðan hanh vill hafa það starf á hendi, og heilbrigðis- stjórn og bæjarstjórn mælir ekki á móti. Sje annar en hjeraðs- læknir læknir við sjúkrahúsið, þá er hann trúnaðarmaöur sjúkra- hússnefndarinnar, og þá ekki síst formanns hennar, þ. e. hjer- aðslæknis. í reglug. er siður en svo átt við Vilmund Jónsson, sem er merkislæknir og hjer- aðslæknir þar nú, heldur hjer- aðslækna næstu áratuga eða alda, eða þar til breyting verður á þessu gerð. Alt er þetta í anda heilbrigðis- löggjafar landsins, því eins og landlækni varðar heilbrigðismál alls landsins, svo varða og heil- brigðismál hjeraðanna hjeraðs- lækna. Að binda formensku sjúkra- hússnefndar við hjeraðslæknana eftirleiðis, var engin goðgá talin þar nje á Akureyri, nje á Seyðis- firði. í frumvarpi minni hluta sjúkra- hússnefnc'ar hjer, og eins í meiri hluta frumvarpinu, var horfið frá einræði því, sem er á ísafirði og öðrum bæjarsjúkrahúsum hjer. Nefndin gekk öll inn á frjálst læknaval við sjúkrahúsið. Báðir læknarnir, sem nú eru, hafa aðgang að sjúkrahúsinu, eftir frumvörpunum, og auk þess sjerfræðingar. Snúa læknar sjer til ráðsmanns, þegar þeir leggja inn sjúklinga eða láta þá þangað beint fara, þegar bráð þörf kallar að. — Ekkert er því til fyrirstöðu, af miitni hálfu, að ganga inn á það, að allir læknar, sem hjer kunna að verða búsettir, hafi, eða geti fengiö aðgang að sjúkrahúsinu, auk sjerfræðinga þeirra, sem ef- laust setjast hjer nð, þegar mann- fjölgun er orðin hæfileg, t. d. skurðlæknar, lyflæknar, maga- læknar o. s. frv., og þá munu koma slíkar deildir, svo sem lyflækningadeild og handlækn- ingadeild við bæjarsjúkrahúsið hjer, eins og allsstaðar ann- arsstaðar, þar sem verksviðin greinast, fyrir eðlilega rás og þróun viðburðanna. Fyr en sjer- fræðingar eru hjer í þessum greinum, getur slík deildarskip- un ekki komið til mála, því bærinn hefur ekki leyfi eða heimild til þess að blekkja sjúk- linga, þ. e. vísa á sjerfræðinga- deildir, sem engir sjerfræðingar eru við. Við læknar, sem nú erum hjer ,búsettir, höfum báðir lagt stund á almennar lækningar, og leggj- um stund á þær, innan þeirra marka, sem við álítum okkur færa til. Báðir vísum við sjúklingum til sjerfræðinga, þegar samvisk- an býður, t. d. magalækna, skurð- lækna, Iyflækna, atignlækna o. s. frv. Áríðandi er, að almenn- ingur skilji þetta rjett, og hjer er rangt að villa mönnum sýn, því eins og læknirinn þarf um fram alfa muni að hafa hugfast, að skaða ekki sjúklinginn, eins er það skylda þess, sem ritar, að hafa jafnan í hyggju, að greina almenningi satt og rjett frá mála- vöxtum en villa honum ekki sýn. Samkvæmt frumvarpi minni hlutans var dagleg umsjón, áhalda- kaup til lækninga, umbúða- og lyfjakaup, falið hjeraðslækni. (Vel að merkja, alls ekki Ólafi Ó. Lárussyni, nema í bili, því sjálfur trúir hann því ekki, að hann verði hjer eilífur augna- karl og himnesk hnúta, eins og þar stendur, hsldur hjeraðs- læknum á ókomnum tímum, sem fastra manna ríkisvaldsins hjer í heilbrigðísmálefnum). — Eflaust tel jeg,v að Kolka læknir hefði farið eins að og minni hlutinn, t hans sporum, — síst skemtrra. Einmitt af því, að jeg hef lagt það eitt til þessa sjúkrahússmáls, sem jeg álít sannast og rjettast, og í fylstu samræmi við heil- brigðislöggjöfina hjer á landi, og hollast öllum, eftir atvikum, eins og enn til hagar hjer, þá er'jeg þess fús, hvenær sem er, að leggja ágreiningsmál, sem nú eru okkar lækna á milli, undir úrskurð stjettarinnar, Læknsfje- lags íslands, eða gerðardóms, því að það er okkar beggja sómi, en að skattyrðast hjer f b'.öðum, kemur mjer eigi til hugar. Eigi að „svifta" hjeraðslækna hjer sjúkrahússstörfum, er slegib úr höndum þeirra höfuðvopnið, sem þetr geta haft sjúklingum til bjargar. Hjeraðslækriirinn. ViðtaJstími: 1—3 og 5l/2—7 virka daga. Helgidaga 11—12. — Nœturklukka við bakdyr. - St. Eyjarós nr. 82 heldur afmælisfagnað sinn mánu- daginn 17. desember 1928. — Nánar á fundi, suunudaginn 16. Nefndin. Athugið Jeg undirritaður heíd áfram vinnustofunni á þingvöllum (áður B. FriÖriksson) og tek skóíatnað til vlðgerðar. — Vönduð vinna. Þorst. Hafiiðason. Sje læknaval frjálst við sjúkra- hús, hefur bærinn engan ráð- stöfunarrjett á sjúkling. Hitt er annað mál, hvert læknarnir álíta sjúklingnum heppilegast að leita í hvert sinn. Jeg hefi altaf verið þeirrar skoðunar, að bærinn verði að þókna eitthvað þeim lækni, sem nú er hjer búsettur, ef ljóslækn- ingastofa hans hættir störfum undir hans höndum, sem mjer vitanlega er ekki fastráðið enn, hvort, eða hvénæt, verður. — Bæjarfjelagið hefur bæjarsjóð. Almenningur hefur heimild og rjett til að vísa á þann sjóð til launagreiðslu starfsmanna, en alls ekki rjett eða heimild til að vísa á einstaks manns atvinnu. -— Undarlegt má heita, að jeg skuli þurfa að benda á sjálfsagða og rjetta leið, eða því má ekki fara rjett að hlut-unum hjer, eins og annarstaðar, og almenningur að vísa á þann sjóð, setn hann á, og hefur fulla heimild og vald yfir, með kjörnum fulltrúum ? í Færeyjum er skipun sjúkra- hússmála þannig, að landlæknir Færeyinga er þar forstjóri sjúkra- húss eyjanna, yfirlæknir sjúkra- hússins, og hjeraðslæknarJiir þar hafa allttestir sjúkrahús. Ól. Ó. Lárusson.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.