Víðir


Víðir - 15.12.1928, Blaðsíða 2

Víðir - 15.12.1928, Blaðsíða 2
Vífcir |fíðir. - Kemur út einu sinni í viku. - Ritstjóri: ÓLAFUR MAGNÚSSON: Sími 58. Pósthólf 4: Verð: Innanbæjar kr. 0.50 á mánuöi, úti um land kr. 6.50 árgangurinn: Auglýsingaverö: kr. 1.50 cm. Verkamaður Vikunnar segir þingf/jettir. Einhver, sem kallar sig „Verka- mann", skrifar í 6. tölubl. Vik- unnar um greiðslu kaupgjalds, og ber þar, meðal annars góð- gætis, þau ósannindi á borð fyrir lesendur, að íhaldsmenn, og sjerstaklega undirritaður, hafi dregið úr ákvæðum gildandi laga um skyldu til að inna af hendi greiðslu vinnulauna í pen- ingum. þetta á að hafia farið fram á Alþingi, samkvæmt frá- sögn „Verkamannsins". Fulltrúar verkamanna fengu komíð til leiðar „rjettarbót" á síðasta þingi, segir greinarhöf., en íhaldsþing- mennirnir, og sjerstaklega þing- maður þessa kjördæmis, fengu tengt „böggul" við rjettarbótina, þannig, „að kaup skyldi því að eins kræft í peningum, að ekki væri öðruvísi um samið". „Verkamaðurinn" dregur svo ályktanir s'nar af þessu athæfi m'nu og annara íhaldsmanna, sem eru að vonum ekki glæsi- legar. Mjer finst það ófært af „leið- togum Atþýðunnar" í höfuð- staðnum, að láta þenna maka- lausa þingfrjettaskrifara vera að eyða tírna sinum hjer í Eyjum úti, — þeir ættu að hafa hann syðra og láta hann rita þing- frjettir fyrir blað siH. þí væri þó logtð, svo um munaði. „Verkamaðurinn" fer hjtr nefnilega með lakalausan þvætt- ing. — Peningagreiðsla allra vinnu- launa er fyrir löngu lögleidd, og hefur enginn, svo jeg viti til, farið fram á, að breyta nokkru, að því er þá skyldu snertir. Á siðasta þingi voru engin ný ákvæði sett um greiðslu verka- launa. Frumvarp kom fram um breytiugar á lögunum frá 1927, frá Sigurj. Ól, en það kom aldrei úr nefnd, og lenti því meðal margra annara mála, sem ekki náðu fram að ganga. það var samþykt á þingi 1927, að öll daglaunavinna skyldi greiðast að minsta kosti á viku- fresti, ef ekki væri öðruvísi um samið. í hverju greitt skyldi, deildi enga á um. það var áður lögfest, að greiða skyldi í pen- ingum, svo að í lögunum frá 1927 stendur ekkert um það, Hlutaveltu heldur Verslunarmannafje!. „Brynja" laugard. 15. des. kl. 8 í Nýja Bíó. Meðal góðra drátta verður far- miði til útlanda og til baka, hveitipoki, kol og appelsí íukassi. G. J. Johnsen. heldur hvenær skylt sje að greiða slík vinnulaun. Ákvæðið um það, að verka- memi hefðu leyfi til, laganna vegna, að semja um annan greiðslutíma, kom frá nefnd þeirri, er um málið fjallaði í Efri deild, og í henni átti jeg þá sæti. það er augljóst, að ef ekk-i væri leyfilegt, að semja um ann- an greiðslutíma en þann, sem lögin ákveða skemstan, fyrir vinnu, sem ekkert er samið um> myndí þráföld brot á ákvæðum laga þessara verða afieiðingin. Við margskonar vinnu, t. d. hús- byggingar, eru ástæður þannig að ekki er hægt fyrir vinnuveit- anda að hafa greiðslur fyrir hendi vikulega, handa smiðum og öðrum. Og ef þeim, sem vinna, er það bagalaust að semja um annan greiðsluflíma, er ekki ijett að banna þeim það með lögum. Hinsvegar er þeim ákvæði þetta þyrnir í augum, sem áiíta sig svo mikla forsjón fyrirverka- menn, að þeir vilja ekki eftir- láta þeim svo mikið vald yfir sínum eigin högum eins og það, að semja um verkakaup sitt, hvort það skuli greitt vikulegr, eða t. d. hálfsmánaðflrlega. AlHr aðrir, sem vilja láta verkamenn njóta sama frelsis og aðra menn, hljóta að fallast á, að þeim sje heimilt sjálí'um að semja um það, hvenær kaup þeirra skuli greið- ast, ef þeim sjálfum sýnist svo. Sje ekkert um þetta samið, og það mun í fiestum tilfellum vera þegar um daglaunavinnu er að ræða, þá gilda ákvæði laganna um vikulega greiðslu. Ef það er þetta, sem hefur vakað fyrir þessum „verkamanni" í víngarði Vikunnar þegar hann var að skrifa um afdrif laganna um greiðslu kaupgjalds á Alþingi, er hann með afbrigðum leikinn í því, að hafa hausavíxl á hlut- unum þegar hnýta þarf í and- stæðingana," og ekki sjerlega við- kvæmur fyrir því, þó eitthvað sje hallað máli, ef hallað er á íhaldsmenn. Eru þetta hvort- tveggja góðir kostir og liklegir til að verða metnir að verðleik- um i þeim herbúðum. Hins vegar myndi það ekki skaða, þótt „verkamaðurinn" athugaði þingtíðindin betur áður en næsta ritgerð hans verður prentuð. Jóhann þ. Jósefsson. Fiskimenn. Noíið eingöngu Fást í Verslun &.jr. joimsen. 1 Fiskilíour, | M 4é hikaðar.og ébSkaðar, komu með e.s. Lyfa. ^ m Versiun G J. Jolmsen. ^ heldur K. F. U K. í húsi síihi miðvMí-udaginn 19. des. kl. 8. e. m. — þar verða á boðstólum nxirgir ágærir munir, mjög ódýrir. — Til skenmmar veröur upplestur, og sösigHokkur Brynjólfs Sigfússonar syngur. — Húsið opnað kl. 8 e. m. — — Inngangur kosta«r 50 aura. — Vikan og sjómennirnir það á víst að skilja svo skrif ritstjóra Vikunnar í síðasta tbl. hennar, að hann, eða þeir, hafi vit á útgerð og sjómensku. En eft'r því, sem úr penna þeirra drýpur, hefi j«g sterkan grun um, að þeir sje nauða iila að sjer í þe'm greinum. Hjá útgerðarmönnum eínblína þeir á stórgróða, fín hús, hlý gólfteppi o. s. frv , og auðvitað sjá þeir enga áhættu nje erfið- leika. Um sjómennina er farið stór- um orðum, sem á víst að vera skjall um þá. — Af því að jeg er einn í flokki sjómanna, má ef til vill telja það vanþakklæti af mjer, að mjer sVuli ekki þykja lofið gott. En mjer finst svo ákafiega lítið varið í glamur þeirra manna, um menn og málefni, sem enga þekkingu virðast hafa á því, sem um er að ræða. Líklegt þykir mjer, að í grein Vikunnar, „Sjómenn og útgerð- armenn", sje átt við sjómenn og útgerðarmenn hjer í Vestmanna- eyjum. Við hjema þurfum enga Knöll Kúlur Snjór Sijörnur Englahár Klemmur Flögg Sijörnuljós. r^ Karl Lárusson. Eiii herbergl (helst með miðstöðvarhita) og eldhús, ósk- ast ttl leigu frá 1. jan.' n.k. Davið Árnaxon. landshornamenn til þéss að fræða okkur um okkyr sjálfa. Slíkur fróðleikur kynni að falla í góða jörð norður í Grímsey eða suður í Oxford, en alls ekki hjer. þessir „leiðtogar lýðsins" vita víst ekki, að lang-flestir hinna bestu sjómanna hjer hafa verið og eru útgerðarmenn. þegar því útgerðarmaður hjer er skammaður, en sjómaður lóik aður, þá er það oft svo, að það er sami maðurinn, sem sleginn er á aðra kinnina, en klappað á hina. — Slík atlot eiga ekki vel við skaplyndi sjómanna. Sjómaður.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.