Víðir


Víðir - 29.12.1928, Blaðsíða 2

Víðir - 29.12.1928, Blaðsíða 2
Víðir HíSir. - Keinur út einu sinni í viku. - 1?ilstjóri: ÓLAr'UR MAONÚSSON: Sími 58. Pósthólf 4. Verð: Innanbæj.u kr. 0.50 á rr.ánuði, úti uni land kr. 6.50 árgangurinn: Au^lýsingave ð: kr. L50 cm. þá er það frekar broslegt, að taka Færeying'a til fyrirmyndar, einkum þeg.ir þess er gætt, að þar er um enga lækna að ræða aðra en hjen.ðslækna og lond- lækni. Flestuer nú tjaldað, þ'eg- ar stjórnarfarið í Færeyjum á að verða íslendingum til eftir- breytni. Nær væri að skygnast lengra út yfir pollinn, en alstaðar í öll- um stærri bæjum erlendis eru aðrir spítalalæknar en hjeraðs- læknar, nema þar sem hjeruð eru svo fámenn, að ekki þrlfst í þeim nenia hferaðsl. emn, t. d. norður á Finnmörk og Lapp- landi — og svo náttúrlega á Grænlandi. Jeg vona að menn sjái af þessu, að fað sit.ur illa á hjeraðsl. að tala um, að villandi hafi veiið skrifað um m.íl þjtta. Lækna- fæðin áður fyr var þess vald- andi, að hver varð að g«fa sig að öllum mögulegum læknisstörfum. Effir þvísem læknisfræðinni hef- ur farið fram og læknisstörf orðið margbreyttari, þá hefur verkaskifting meðal lrekna orðið mik'lu meiri en áður, og er það vitanlega til stórkost'.eyra bóta. Ssm eðlilegur liður í þeirri fram- þróun er það, að hjeraðslæknis- störf og spítalalæknisstörf heyri ckki undir sama man.n, því þau störf eru mjög ólík. Hjeraðsl. er heilbrigðisfulltrúi ríkisins og á því að sjá um alt sem lýtur að sóttvörnum, berklastörfum, heil- brigðisfræðslu og skýrslugerðum um heilbrigðismál. þetta er ær- ið starf, ef það er ræktafáhuga og verður að veraaðalsíarfþess, aem það hefur á hendi. Spítala- læknisstörf eru einnig umfangs- mikil, ekki síst þar sem um skurðlækningar er að ræða og með öllu ófært, að þau sjeu hðfð í hjáverkum. í fjölmennum hjeröðum erlendis fást hjeraðsl. lítið eða ekkert við almenn lækn- isstörf, heldur gefa sig elngöngu við embættisstörfum. Svo er hjer á landi ifleð landlækni sem ér heilbrigðisfulltfúi ríkisins fyrir alt landið, eins og hjeraðsl. hver í sínu hjeraði. Spítalalæknar verða aftur að gefa sig aðallega að bein- um lækningum. Bestu og feit- ustu hjaraðslæknisembættin eins og t. d. hjer eru vanalega vei t eftir embættisaldri. helst þe'm, sem verið hafa áður í erfiðum og rýrum sveitahjeruðum. það gefur að skilja að spítalalækna verður að velja eftjr ali .öörum reglum. þess vegna er það fá- sinna að vilja binda spítalalækn- isstarfið við hjeraðslæknisem- bættið. það hefði verið sök sjer ; ef hr. ÓI. Ó. Lárusson hefði viljað láta binda það við sig persónulega, þá vissu menn að hverju var gengið. En eins og hann sjálfur sagði, þá verður hann ekki eilífur augnakarl eða himnesk hnúta hjer, og vel get- ur farið svo, að eftir hann komi hjeraðsl. sem annað hvort er orð- in aldurlmiginn eða alls ekki fæst neitt við skurðlækningar. það getur líka vel farið svo að hann verði áttræður nn þess að segja af sjer, og held j?g að honum alveg ólöstuðum, að haqn væri þá orðinn illa fær um að gegna b.'ðum embættunum. Hjeraðsl. fá að vera í embætti meðan þeir geta skrifað skýrslur, t. d. ljet e:nn nýlega af embætti eftir að hafa verið læknir í 50 ár og ann- ar er í embætti enn, sem er að nálgast þann aldur. Sá unda.legi hugsunarháttur hr. Ói. Ó. Lárussonar, að hjeraðsl. eigi að sjálfsögðu að hafaeinhver sjerrjettindi við spítalann, er ekki eingöngu sprottinn af eigin- girni. Honum væri gert rangt x\\ ef það væri sagt um hann. Hann er meðfram sprottinn af þeirri trú, að embættismenn liafi einhvern guðdómlegan rjatt fram yfir aðra synduga menn. Sú trú var mjðg almenn fyrir 150 árum síðan. Konungurinn vír skoðaður sem eigandi landsins og' þjóðarinnar og hatandi heimild til að hagnýta sjer hvortveggja eftir eigin geð- þótta á sama hátt og óðalsbónd- inn hagnýtir sjer jörð s'na og kvikijenað. þeir, sem voru kon- unglegir embættismenn, höfðu þi skyldu að vera konunginu:n trú'r þegnar, en Htlar eða engar skyld- ur gagn^art fólkinu. Stundum seldi konungurinn eða laigði embættín, þ. e. a. s. rjettinn til að hagnýta sjer almenninrj. Fólk- ið og auðvitað embættismenn- irnir lika litu svo á, að rjett þeirra ætti dvalt að meta meir en rjett fólksins, af því að þeir höfðu öðlast hann frá eiganda fólksins, konginum, sem aftur hafði öðlast þann eignarrjettfyrir Guðs.náð. Eftirfrönsku stjórnar- byhinguna fór þessi hugfunari háttur. að smá breytast, menn fóru að láta sjer detta þnð í hug. að embættismennirnir væru til fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir þá, og iHÍ líta flestir svo á, að embætnsmennirnir ijeu hjú þjóð- arinnar, sem eiga að gegn ákveð- nrm skyldum fyrir ákveðna borgun. Hjeraðsl, virðist vera nokkur- um mannsöldrum á efiir tíman- um að því er snertir skilning á embætti sínu. Hann virðist ekki skilja það, ab hann fær laun úr ríkissjóði fyrir það, að taka á slg skyldur fram yfir embætiis- lausa lækna, en ekki til þess ;:Ö taka undir sig rjettindi fram yfír þá, t. d. einokun á útlendum sjúklingum. það á ekki aö þurf'a G. J. Johnsen, Fiskimenn. Notíð eingöngu Fásl í Verslun e.j.john«eiL & I Fiskilínur, t &M, belgir, taumar, manilla, olíufatnaður fæ&t f ^ 1 Versiun G J. Johnsen að borga nsitt af almannafje fyrir það, að taka að sjer svo stórkostleg forrjettindi, það fást nógir til að þíggja þau, þótt ekki fje gefið með þeim. Öll grein hjeraðslæknis mið- aði að því að draga athygli bæjarbúa frá því, að þeir eða umboðsmenn þeírra í bæjarstjórn hafa allan rj'eít til þess að ráð- stafa útlendum og innlendum sjúklingum, sem á sjúkrahúsið leggjast, eftir því sem best hent- ar fyrir bæjarfjelagið. Hann reyn- ir að fela þá staðreynd. að hann hefur engan rjett til að stunda hina útlendu sjúklinga á sjúkra- húsi bæjarins, nema bæjarfjelagið veiti honum þenna rjett, annað- hvort opinberlega og formlega eða með þegjandi samþykki. þennan sannleika getur hann ekki skilið vegna hinnar úreltu 18. aldar skoðunar, aðhagsmun- ir hans eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum almennings, vegna þess að hann er konung- legur embættismaður. Hjeraðsl. stingur upp á að bæjarsjóður verði látinn greiða öðrum lækni hjer styrk, til þess að hann ged sjálfur notið einokunar á útlend- ingum. þannig vill hann skifta með okkur verkum. Sjálfur á hann í viðbót við laun sín að fley ta r jómann í friði af læknisstörf- unum, en starfsbróðir hans á að fara á bæinn. Hveruiglíst mönn- um á þá tilhögun? Hvað verða margir, sem fylgja hjeraðs!. að málum með þessa síðustu tillögu hans í málinu? Hvað verða þeir macgir, sem vilja láta bæjar- sjóð borga styrk eða öllu held- ur skaðabætur til læknis bæjar- ins fyrir það að honum er bolað frá jafnrjetti við sjúkrahús bæj- arins? hverjir vilja láta hækka á sjer útsvörin til þess að hjer- aðsl. geti fengið að hafa einokun á útlendinga praxis? Hagsmiinir hjeraðsl. og hags- munir bæjarbúa rökast hjer ó, Og hjer er um meiri hagsmuni að ræða fyrir bæjarfjelagið held- ur en nokkur þúsund krónur á ári. í næsta blaði skal jeg skýra það nánar og gefa ýmsar upp- lýsingar, sem sumum mun þysja fróðlegar. Jeg vil skora á bæj- arbúa að athuga þær og veita því síðan eftirtekt, hvort trúnaðar- menn þeirra í bæjarstjórn meta meira hag heildarinnar eða eins einstaklings, (Frh.) P. V. G. Kolka. Símfregnir. Erlendar. Frá París er símað, að Poin- caré hafi heitið konum sama kosningarjetti og körlum. Sjerfræðinganefnd hefur ver- uð skipuð til þess að gera til- lögur í skaðabótamáli þjóðverja og bandamanna. Bandaríkjamenn taka þátt í nefndinni. Skærur halda enn áfram í Afghanistan og pecsneska Belu- chistan. Amanullah Afghanakon- ungur mun enn halc'a velli. Uppreisnin breiðist út, en úr- slit eru óviss. Frá London er símað, að Btetar ætli að kaupa alla árs- framleiðslu timburs í Rússlandi næsta ár.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.