Víðir


Víðir - 16.02.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 16.02.1929, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum 16. febrúar 1929 14. tbl. Flugferðir hjer á landi. Framtíðar áform Flugfjelags íslands. Dr. Alexander Jóhannesson. það var í byrjun júnímánaðar í fyrra, að farþegoflug var hafið hjer á landi, með ferðum „Súl- unnar". Fyrir nokkrum árum var flug- vjel fengin hingað til landsins, en fastar flugferðir annaðist hún aldrei, heldur fór hún aðallega með menn í skemtiHug, eða hringflug yfir Reykjavík. Var þetta landvjel og aðeins ætluð fyrir einn faiþega. Stýrði henni fyrstur Faber, en síðar íslend- Ingurinn Frank Fredericksson. Báðir þessir menn lögðu leið sína til Vestmannaeyja, reyndu einu sinni hvor, en hvorugum tókst að lenda, enda ekki álit- legir lendingarstaðir. Bráðlega lögðust flugtilraunir þessar niður og hætt var við starfrækslu flugvjelar þessarar. Hættu menn þá yfirleitt að hugsa um flugvjelar og flugferðir hjer á landi í bráð. En einn en sá maður, sem öðrum fremur viröist hafa haft áhuga fyrir málum þessum. það er dr. Alexander jóhannesson, og má efllaust þakka áhuga hans og einstökum dugnaði, hversu flugmálin eru nú vel á veg kom- in hjer. Hafði dr. Alexander kynt sjer þessl mál all-ítarlega. Fyrir hans atbeina var Flugfjelag ís- lands stofnað, og hann fjekk því til leiðar komið, að fengin var bingað flugvjel siöastliöið sumar, sem svo var nefnd „Súlan*. Var það vatnsvjel, ætluð fyrir 4 far- þega. Hinnig kom þá hingað Walter, þaulvanur og frægur flugmaður frá ófriðarárunum og nákunnur allri starfrækslu flugvjela. Varð hann fiugstjóri hjá Flugfjelagi fs- lands, en stýrimaður flugvjelar- innar var þjóðverji, Simon að nafni, og vjelamenn, Wind og Christensen, báðir þýskir. Frá því fyrst í júní til miðs september var „Súlan" altaf í ferðum, er fært var, nema nokk- urn tíma, um hálfan mánuð, sökum bilunar. Brátt kom í ljós, að í raun rjettri var henni ofætlað með látiausu flugi, og föstum áætl- unarferðum var erfitt að halda uppL — Átti fólk í fyrstunni dálítið bágt með að skilja þetta, en auðvitað varð að athuga og yfirfara vjelina við og við, enda rík áhersla lögð á varfærni og gætni og alt gert sem öruggast fyrir farþega. — Munu allir sann- *^lwmtttMSH*9wto!>xt&*?*íit**%. „Siílan" lendh'. gjarnir menn kunna að meta þessa viðleitni Flugfjelagsins og forráðamanna þess að verðleik- um og óska eftir, að sú regla haldist. Með starfsemi Flugfjelags ís- lands í fyrra var fyrsta verulega sporiö stigið í þá átt, að komið veröi á föstum flugferðum hjer á landi. Málið er í rauninni enn Walter, flugstjóri. á tilraunastigi, en þareð svo vel tókst í upphafi, þá vænta menn mikiis í framtíðinni. Áhugi manna er alment að vakna í þessum efnum, þótt mikið vanti á, til þess að vel sje. Ýmsum mun vera forvitni á að heyra um nánustu framtíðar- fyrirætlanir Flugfjelagsins. Hefur blaðið því snúið sjer til formanns fjelagsins, dr. Alexanders Jóhann- essonar, og fengið hjá honum ýmsar upplýsingar í þessum efnum. Helstu nýjúngar eru þessar: Lagt verður fyrir þingið frum- varp til laga um loftferðir, er dr. Alexander hefur undirbúið, en Tryggvi þórhallsson, forsæt- isráðherra, flytur sem stjórnar- frumvarp. Er þetta langur bálk- ur, í 40 gr., um almenn ákvæði, tryggingar loftferða, ábyrgð flug- manna o. s. frv. Aformað er að hafa 2 flug- vjelar í gangi í sumar, af sömu gerð og „Súlan" (Junkers F. 13), en með sterkari hreyflum. þá ættu altaf að komast 4 far- þegar með í ferð. Reglubundnar ferðir eiga að hefjast 1. maí og standa til 15. september. Ennfremur er i undirbúningi, að reyna að koma. á nokkrum ferðum milli Reykjavíkur og Hamborgar, 2000 km. íeið, með einni af stærstu vatnsvjelum, sem til eru. Tæki sú ferð 10 —12 tfma. — En þetta er ekki fullráðið enn þá, þótt vonandi sje, að það komist til fram- kvæmda. Líklegt er, að Vestmannaey- ingar fái flugsamband eínu sinni í viku hverri, og oftar, ef þörf krefur. — Walter, flugstjóri, kom til Reykjavfkur með „Dronning Al- exandrine" þ. 8. þ. m., til þess að vera dr. Alexander til að- stoðar, sem sjerfræðingur, í samningum við þing og stjórq. Er vonandi, að þeim verði vel ágengt. Báðir eru áhuga- menn miklir og manna líkleg- astir til þess, að koma málum þessum fyrir á sem hagkvæm- astan hátt. Á dr. Alexander einkum og sjer í lagi heiður og þökk allra fslenskra framfaravina skilið, fyrir dugnað sinn og ósjerhlífni í þessu máli. Leiðtogarnir. (Eitt lítlö æflntýr), Enda þótt sumum munl sjálf- sagt virðást það slæmur mis- brestur á sköpunarverkinu, er þvf samt svo farið, að metín- irnir eru ærið misjafnir. Ekki er einungis pcningunum ójafnt skift milli manna, heldur líka öðrum minniháttar gæðum, svo sem gáfum og góðu hugarfari, heiisu og hæfileikum, drengskap og þekklngu — svo jeg nefni nokk- ur dæmi. i Um þetta er þó eðlilega minna hugsað og minni áhersla IðgÖ á þetta, heldur aðallega á hitt: að að láta alla hafa jafna aura. Til þess að koma þessu i kring, hafa margir risið upp, víða um heim, og á síðari tfm- um einnig hjá vorri þjóð. Kemur sjer þá þó vel, að ekki skuii mannvitið, ófyrirleitnin eöa sjálfsálitiö vera jafnmikið hjá ðllum. Hver gæti þá*verið leiðtoginn, öðrum fremur? Hjer f Eyjum komu einn góð- an veðurdag þrír vitringar fram á sjónarsviðið. Ekki voru þeir frá Austurlðndum, eins og nafn- ar þeirra til forna, en hinsvcgar bar speki þeirra töiuverðau

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.