Víðir


Víðir - 16.02.1929, Blaðsíða 4

Víðir - 16.02.1929, Blaðsíða 4
Húsnæði. Tíl leigu óskast 2 góíf herbergi og eldhús. Afgreiðslan vísar á. Skemdir hafa enn einu sinnl oríMð hjer af völdum sjávargangsins, á eystri hafnargarðinum. í sumar var steypt fram með garðinum austanverðum stór spilcla, sem verja átti gamla garð- inn fyrir aðal áföllunum. Var steypa þessi með boltuðum járn- bitum í garðinn og járnvarin að austan og átti að ganga fram fyrir hafnargarðshausinn og inn með honum vestanverðum. En sökum óhagstæðrar veðráttu tókst ekki að komast alveg Fyrir endann og var hætt þannig við verkið. Er sjó brimaði í haust, flettist járnið Hjótt frá, en nú um daginn sprakk spiida sú, sem steypt var í sumar. Hefur þannig um 13 metra langt stykki framan af steypunni klofnað frá, sigið f'ram og um leíð sprungið frá gamla garðin- um. Leikur sjórinn nú þarna á milli og má þakka fyrir, ef hann sprengir ekki stykki þetta, eða 'hluta af því, út í djúpið, og gerir innsiglinguna hættulega. það ætlar að ganga illa að gera hafnargarðana hjer nógu trausta, og mun óvíða erfiðarl aðstaða, enda skellur óbrotinn útbafssjórinn á garðana hjer. — Ósiður nokkur tíðkast hjer mikið og mun óvíða algengari. Er hjer átt við það, hversu mjög menn Ví B.....— m-------------------- ........... venja sig á það, að hanga í sölubúðum, löngu eftir að þeir hafa lokið erindi sínu, að þeim ónefndum, sem ekkert erindl eiga. — Aðaiiega eru það ungtingar, sem óvana þenna iðka, og ber oft mest á þessu þar, sem ung- ar meyjar annast afgreiðsluna. Vitanlega hafa flestir viðskifta- vinanna mestu skömm á þessu, og getur þetta orðið til þess, að fæla fólk frá verslunum þeím, þar sem þetta viðgengst. — þareð siðsemi slíkra búðasnápa er oftast ábótavant í fleiru en þessu, á f'ólk á hættu að verða fyrir aðkasti frá þeirra hálfu og eykur það ekki aðsókn að versl- unum. Margir hafa haft orð á þessu og tjáð sig ófúsari til þess að versla, þar sem þetta er látið viðgangast, og er það eðlilegt. Ættu unglingar, sem gera sig seka að ósið þessum, að venja sig af honum hið bráðasta. þaö mun fæstum þykja búðarþrýði að þejm, reykjandi, stappandi, blístrandi — og glápandi út í loftið. ðir <¦ in Formenn og útgerðarmenn í Vestmaiuiaeyjum. Samkvæmt lögum frá 25. júní 1926 er öllum bátum og skipum sem fiskveiðar stunda hjer við land, og Ieggja afla í land hjer, eða part af honum, gert að skyldu að gefa Fiskifjelagi ís- lands glögga skýrslu um hann, ekki sjaldnar en tvisvar á mán- Framtal •** til tekju- og eignaskatts á að fara fram í þessum mánuði. Fram- talsfrestur er til 1. mars næstkomandi. Með skírskotun til 44, greinar skattalaganna er hjer með skorað á alla að skila framtölum sínum fyrir þann tíma. Jón Sverrisson, yfirfiskmatsmaður, Háagarði, leiðbeinir þeim, er óska þess. Til viðtals kl. 5-8 e. h. virka daga. Vestmannaeyjum, 15. febrúar 1929. Jóh. Gunnar Ólafsson form. skattanefndar. Uði hverjum (árið um í kring) og eru viðlagðar þungar dag- sektir, ef útaf er brugðið. Nú er komið á annan mánuð s'ðan vertíð byrjaði hjer og þó eru margir, sem hafa alls ekki gefið skýrslu enn. Af þessu leið- ir: í fyrsta lagi get jeg ekki skilað uppgjöf aflans á rjettum tjma. Og í öðru lagi, að upp- gjöfin verður að vera að meira eða minna leytí áætlun eða ó- áby iíftileg, og er það mjög slæmt að slikar skýrslur þurfi að vera óábyggilegar og má alls ekki svo ganga. Eina leiðin til að ráða bót á þessu er, að þið gefið rjettar skýrslur á rjettum tíma, sem er 1. og 15. hvers mánaðar. í fullu trausti um góða sam- vlnnu, óska jeg ykkur góðrar og aflasællrar vertíðar. 8. febrúar 1929. Jón Sverrisson. K á p u - kantar — miklð úrval. — Nýkomnir f versl. S ÖtaJs5ott & Co MBMp—¦———i —m------irTMrrr-rrjBtJMJ^^i-^i Olíustakkar, Trjeskóstígvel f verslun % Ö\aJa$otv k Co liarðsnúna baráttu fyrir nýrri : .-byltingu, heimsbyltingu, og berst /yrir henni, þrátt fyrir alt mót- læti, með því ofurkappi og á- . huga, sem hans er venja. i Síðastliðið ár veittist Trotski i aðallega að hinum hægri fylk- ingararmi komrnúnistaflokksins, , valdhöfunum. Árásir hans urðu þess valdandi, að stjórnin of- sótti áhangendur hans, hvar sem - hún nóði til þeirra. þrátt fyrir það er engan bilbug að fínna á Trotski. Nú síðustu mánuðina hefur hann hert sóknina á aðal- valdaklíku kommúnistanna, þar á meðal á miðstjórnina. Bæk- lingum hans og flugritum rignir yfir landið, bæði í Moskva sjálfri og annarsstaðar í rússn- eska ríkinu. Núna rjett eftir áramótin fann Tsjekkan í Moskva flugrit frá Trotski, svo þúsund- um skifti. Hafði þeim verið varpað niður úr flugvjelum svo anemma dags, að öll aiþýða var búin að fá þau og lesa áður en lögreglan gat gert þau upptæk. Ráðstjórnin hefur hinar mestu 4"iyggjur jaf bessum hamförum Trotski, en getur ekkl að gert. Nýlega hefur ýmsum háttstand- andi kommúnistaleiðtogum verið varpað I fangelsi og sakaðir um mök við Trotski. Sýnir þetta best, að hann á lika áhangendur á hinum hærri stöðum. Meðal þeirra, er varpað hefur verið í fangelsi, er Vorónski, vinur Lenins, og Pankratow, fyrrum fulltrui í stríös- og byltingar ráðinu. Við húsrannsóknir þær, er fram fóru við handtöku þeirra, fundust óhemju birgðir af flugritum, fjandsamlegum ráð- stjórninni, prentsmiðjur og skjöl ýmiskonar. Ennfremur fundust sönnunargögn fyrir þvi, að Trotski-flokkurinn hefur nána samvinnu við gjörbyltingamenn víðsvegar um heim, og því miður líka hjer í þýskalandi. Ráðstjórnin virðist ætla að neyta allra bragða tll að koma áhangendum Trotski fyrir kattar- nef. Jaros Lawsky hefur og lýst yfir því, að hann muni hver- vetna láta knje fyigja kviði, þegar fylgismenn Trotski eigi í hlut. En við Trotski sjálfan hefur ráðstjórnln ekki i fullu trje vegna mikilsmegandi vina hans víðs- vegar í ríkinu, en þó einkum vegna hins mikla fjölda gjör- byltingamanna í rauða hemum, sem Trotski sjálfur setti á stofn, meðan hann var við völd. Sum- ir segja, að nú síðast sje Trot- ski að reyna að hæna að sjer einhverja af hinum hófsamari byltingamönnum, sem hann hef- ur barist á móti fram að þessu. . Um dvaiarstað Tfotski er alr á huldu, enginn virðist með vissu vita, hvar hann er niöur- komiiin, og fregnirnar um flótta kans frá Síbiríu eru mjög ósam- hljóða. En hvar sem þessi eld- heiti byltingamaður, dvelur, er hana ávalt háskagrípur og til alls búinn, gegn hvaða stjórn sem er, nema þar sem hann sjáífur er svo að segja einræðis- herra. þetta er hinum ráðandi mönn* um í Rússlandi orðið Ijóst tyrir löngu. Hvaða augum sem menn ann- ars kunna að ij'ta á stjórnmáia- ¦¦¦i ¦"!.....Ml rna-iii-Tir-Titr>r-i i « .n. stefnu þð, sem Trotski berat fyrir, verður maður að kanaast við fádæma dugnaö hans og ó- bilandi kjark. það gegnir stórri furðu, að í sjálf'u ráðstjórnarríkinu rúasn- eska, þar sem mannslífið er þó ekki metið á marga fiska, skuti Trötski hafa hepnast að halda uppi langvarandi, harðvitugri stjórnarandstöðu og vera ennþá ódrépinn. það sýnir best, hversu mikíl persónuleg áhrif þessi geigiausi maður hefur i alfi Rússa. Ráðstjórnarríkib rússneaka virðist eiga í vændum blóöugar innanlands óeirðir í nánustu framtíð, og ættum vjer þjóð- verjar því að varast injög uáín Viðskifta- eða stjórnmáiasamfcðnd við það. (Lauslega þýtt úr Weserm. Neutste Nachrichten 30/i 1929). y. Prentsrhiöjan Vestmannabwut 90

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.