Víðir


Víðir - 23.03.1929, Blaðsíða 3

Víðir - 23.03.1929, Blaðsíða 3
3 jeg vildi fara nokkrum orðum um. Margir munu þuð vera hjer, sem fara í „bíó“ fiesta sunnu- daga, eða einhverntíma í vik- unni, eftir því sern á stendur. Við, sem erum tíðir gestir á „bíóunum", rekum okkur öðrum fremur á það, sem miður fer. En af því við greiðum þó nokk- uð háan innngangseyri þykj- umst við eiga kröfu til þess, að eitthvað sje fyrir okkur gert til þess að við getum notið sýn- inganna sæmilega. Margir halda að mikill hagn- aður sje af rekstri „bíóanna* hjer, en svo mun tæpast vera enda eru skattar og gjöld þeirra all-há. En þrátt fyrir þetta er það nauðsynlegt eigendum „bíó- anna“ að spara ekki um ofsmá- vægileg útgjöld, sem leiða til aukinna þæginda, því að „bíó- gestir“ mega ekki fá það álit, að það sje tekið sem sjálfsagt að þeir sæki „bíóin“ hvernig sem niyndin er — og hvernig sem um þá fer og alt sje fengið með því, þegar búið er að selja í húsið. þar eð jeg er einn þeirra sem oft fara í „bíó“, þykist jeg hafa nokkurn rjett til þess að benda á aðal gallana, sem bæta mætti, að mfnu áliti, án verulegra út- gjalda. í fyrsta lagi: Hjer er of lítið gert að því, að sýna góðar myndir. þær eru að vísu dýr- ari, en líka betur sóttar. Annað: þegar á „bíó“ er kom- ið, verða menn fljótt varir við það, að loftræsingin er ekki sem best, einkum þegar margt er um manninn. þriðja: Sætin í húsunum eru óþægileg (einnig a'.tof þröngt á milli bekkja í Nýja Bíó.) Fjórða: Sá sem sýnir, virðist -ekki altaf vera nógu vandvirkur. Stundum er hraðinn óeðlilegur og leiðinlegt er að horfa lengi á myndina skifta t. d. fætur efst og höfuð neðst. Kemur of oft fyrir í „Nýja Bíó“. Fiinta: Hljóðfæraslátturinn er nauðsynlegur, til þess að Iífga upp á myndina. En það má ekki misbjóða fólki með því að hamra sýningu eftir sýningu og mán- uðum saman sömu lögin, sfst þessi glamurslegu „hopp og hí“ lög, sem flestir verða fljótt leiðír á, þótt góð þyki í byrjun — og án þess að tillit sje tekið til efnis myndarinnar. Á þetta aðallega við „Gamla Bíó“. í „Nýja-Bíó“ er „musikkin" mikið betri. Sjötta: Ekki virtist úr vegi, að kvikmyndasýningar væru aug- lýstar í blöðunum hjer, eins og gert er í öllum öðrum kaupstöð- um landsins þar sem „bíó“ eru. Myndi það ábyggilega borga sig, því að ekki þyrftu margir að fara fyrir tilstilli auglýsinganna, til þess að þetta borgaði sig. — Auk þess er „bíógestum" mis- boðið með því, að þurfa að hlaupa út um bæ, hvernig sem V í 6 i r viðrar, til þess að sjá hvaða mynd er sýnd á hvoru „bíó- inu“ fyrir sig. það eru ekki allir, sem hafa síma, og margir munu sitja heima í vondum veðrum og ekki fara í „b!ó“ af þessum ástæðum. — Hef jeg nú talið upp aðal- gallana. Margt mætti lagfæra án verulegs kostnaðar — og von- andi sjá „bíó“-eigendur sjer fært að breyta eitthvað til batnaðar. „Bióa-gesíur. Ath. þar sem ræðir um aug- lýsingar kvikmyndahúsanna skal það framtekið að „Gamla-Bíó“ auglýsti í Víði í haust sýningar sínar. — Mun hafa hætt því um stundarsakir, sökum þess, að það íekk á tímabili lakari mynd- ir, en búist var við — og treyst- ust eigendur víst varla til þess að mæla með þeim. En auðvitað virðist það eðli- legt og sjálfsagt að kvikmynda- húsin auglýsi sýningar sínar I blöðunum hjer — eins og tíðk- ast annarsstaðar, — enda mun það ekki síst þeirra gróði. — Ritsij. Símfregnir. Rvík, FB. 21, mars ’29. Erlendar. Frá Madrid er símað,að há- skólanum hafi verið lokað vegna stúdentaóeirða. þýsk blöð halda fram, að þetta tiltæki Rivera muni skerpa mótspyrnuna gegn einræðinu. Mikil vatnsfióð hafa orðið í suður ríkjum Bandaríkjanna. 10,000 eru heimilislausir og margir hafa druknað. — Síðustu fregnir herma, að flóðin fari rjenandi. Frá París er símað, að Foeh marskálkur sje látinn. (Flestir munu hafa heyrt h'ns alkunna franska herforingja frá ófriðarár- unum getið). Innlendar. Frú Atþingi. Frumvarp Hall- dórs Stefánssonar um fyrning skulda var felt. Frv Ásgeirs Ásg. um myntlög var til fvrstu umræðu á dögun- um, en hefur ekki verið á dag- skrá síðan. Andmælendur voru Magn. Guðm. og Sig. Eggerz. Miklar umræður í Nd. um breyting á 21. gr. fátækralaganna um að færa sveitfesti niður um 2 ár. Breytingin var samþykt. Frv. Jóns Baldvinssonar um einkasölu á saltfiski komst í nefnd í Ed. þeir Magn. Guðm. P. Ottesen Bernharð Stef., Bjarni, Ásg. og Har. Guðm. voru kosnir í nefnd til þess að athuga tillögu Jafn- aðarmanna viðvíkjandi togaraút- gerð. All-mikið hefur verið deilt um stækkun lögsagnarumdæmis Rvík- ur Umræðum ekki lokið enn. Sigurjón og Har. flytja frv. um heimild fyrir stjórnina til þess að koma á stofn hvalveiða- stöð. - Ed. ræðir um afplánun sektar og vinnuhæli. Sömuleiðis frv. Erlings um að heimila sveita- og sýslufjelögum einokun á nauð- synjum vegna siglingateppu á hafísárum. Frv komst til nefnd- ar. Nd. hefur samþ. frv. um fiski- ræktarfjelög. — Sömuleiðis frv. um kosningar í málefnum sveita til Ed. Ennfremur hefur verið rætt frv. Jafnaðarmanna um hlutafjelög. Aðal breytingin er í því falin, að skylt skuli að senda lögreglustjóra rekstrar- og elnahagsreikninga, sem almenn- ingur hafi svo aðgang að. Málið er enn óútrætt. Molar „Bæjavbúi". ísleifur Högnason komst að þeirri niðurstöðu, er hann var að rita í Vikuna, að Kr. Linnet, Gunnar Ólafsson og víst allir, sem eru ekki á sama máli og hann, væru heimskingjar. Nú hefur öðrum og verri „ís- Ieifi“ verið hleypt í dálka -Vik- unnar. Kallast hann „Bæjarbúi“, og skýrir samsull sitt „Frá les- endum“, alveg eins og hann tali í þeirra allra nafni. Kallar hann andstæðinga sína alla, sem ritað hafa í Víði, ritfífl, mannbjálfa og kjaftaskúma. Svo slær út í fyrir honum og fer hann að tala um hunda, naut, svín og asna. — Mætti því helst halda, að mannskepna þessi væri nýkominn úr dýragarði. það þýðir því ekki að eyða orðum við hann. En erfitt virðast ritstjórar Vik- unnar hafa átt með að fylla þess- ar 6 síður blaðsins um næstsið- ustu helgi,þegar þeir hleypa svona „Bæjarbúa“ í blaðið, sje gert ráð fyrir að þeir fái þar nokkru um ráðið og hafi einhvern, snef- 11 af sómatilfinningu. „Til botns .“ Loksins virðist þorsteinn þ. Víglundsson hafa „komist til botns“ í Linnet. En „kafaraeðli“ mannsins er mikið og hefur hann nú sökt sjer í „beina“-leit hjá Gunnari Ólafssyni og þingmanni vorum. Frjettir. Messað á morgun kl. 2 e. h. Beitulaust var hjer um fyrri helgi. Hafði íshúsiö fengiö síld frá Rvík, en hún reyndist ónýt er til kom r— og var því hætt við að selja hana. Eitthvað kom af norskri síld með „Lyra“ á þriðjudag og byrj- uðu bátar þá róðra aftur. Eftirlitsmaður með reglu á bæjarbryggjunni hefur Kristján Egilsson verið skipaður. Rafsuðuáhöld hefur Einar Magnússon, járn- smiður hjer, keypt sjer. — Eru sbk áhöld dýr, en einkar hentug — og margt hægt að vinna með þeim umfram það, sem hægt er að vinna með logsuðuáhöldum. þetta eru fyrstu rafsuðutækin, sem hingað flytjast, og er gott til þess að vita, að ekki þarf lengur að vísa mönnum (t. d. erlendum togaraskipstjórum) til Rvíkur, vegna vöntunar á raf- suðutækjum. Druknanir. Árið 1928 druknuðu hjer við land 43 menn og konur. þar af var einn maður danskur, fjell hann útbyrðis af skipi á Húna- flóa. þrír menn druknuðu við bryggjur — 2 karlmenn og 1 kona — án þess að vitað verði um orsakir slysanna. Einn op- inn vjelbátur fórst með 6 mönn- um og tveir árabátar, annar meö 4, hinn með 2 mönnum (ein kona þar á meðal). Sjö menn fjellu fyrir borð á vjelbátum og einn af togara. Tvo menn tók stórsjór út af togurum. Tvær konur druknuðu af opnum bát- um við land en 15 menn fórust við strand (Jóns forseta). Hjúskapur. í dag verða þau Sigríður Magnúsdóttir og Tómas Guð- jónsson gefin saman í hjónaband í Landakirkju af sjera Sigurjóni Árnasyni. Próf fara fram þessa dagana í Ung- lingaskóla Vestmannaeyja. Auglýsingar þær, sem koma eiga í næsta blaði, skilist á afgreiðslu blaðs- ins sem fyrst eftir helgina sök- um hátíðisdaganna. „Lyra“ kom frá Rvík í gær. Meðal farþega var konsúll Gísli J. Johnsen. Afli hjer frá 1. til 15. þ. m. þorsk- ur 5429 skpd. smáfiskur 5skpd. ýsa og keila 132 skpd. Margir bátar hafa nú lagt net sín, en afli hefur verið mjög tregur. Sandgerðisbátarnir. Bátar þeir, sem stundað hafa veiðar við Faxaflóa frá Sandgerði munu bráðlega væntanlegir heim. V.b. Ágústa, e.s. Óskar, þorgeir goði og Heimaey eru þegar komnir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.