Víðir


Víðir - 20.04.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 20.04.1929, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, 20. apríl 1929 22. tbl. Landsftmdur Ihaldsnianiia. Á fund þennan hefur l'tillega verlð minst hjer í blaðinu. Fundurinn hófst á fimtud. þann 1. þ. m. Formaður Ihalds- flokksins Jón þorláksson setti fundinn og bað fundargesti veí- komna. Síðan talaði Magnús Jónsson alþm. um stefnu og starfsemi flokksins, Spunnustall- langar umræður út af erindi Magnúsar og tóku margir fund- armanna til máls. Um kvöldið bauð Landsmálafjel. „Vörður" fundarmönnum til kaffidrykkju á „Café Rosenberg" og stóðu ræðuhöld þar fram yfir mið- nætti. Annan fundard. fiutti Magnús Quðmundsson ræðu um sam- vinnu sjávarþorpa og sveita og var talað um það efni all-mikið. Siðar um daginn flutti Árni Páls- son erindi um stjórnarfarið og var rætt um það efni fundartím- ann úr. þriðja lundafd. hóf Árni Jóns- son, ritstjóri umræður um af- skifti stjórnmálaflokkanna af land- búnaðarmálum. Lýsti ræðumaður því í skörulegri ræðu, hvern- ig íhaldsmenn hefðu átt upp- tökin að flestöllum framiaramál- um landbúnaðarins á undanförn- ura árunv, svo sem Ræktunar- sjóð hinum nýja, jarðræktarlög- unum, atvinnurekstrarlánum og raforkumálinu. Næstur talaði Jón þorláksson. Ræða hans fjallaði aðallega um skattamálin í sambandi við at- vinnurekstur þjóðarinnar. í ræðu sinni kom hann inn á samviniiu- stefnuna og frjálsa samkepni, og sýndi fram á, hve mikið af því, sem Tímamenn segja um þessi mál, eru ýmist blekkingar eða sagt af skilnings og greind- arleysi. Umræður um erindi þessi stóðu til hádegis. Á fundinum seinnipart dagsins voru bornar fram eftirfarandi á- lyktanir, er allar voru samþykt- ar í einu hljóði. Landsfundurinn ályktar að lýsa því yfir, að hann telur að aí hálfu rtkisins, beri, að leggja hina mestu áherslu á samgöngu- bætur á landi, og telur jafnframt rJett að styðja að þvf, að Eim- 8kipafjelag íslands umbæti sem best samgöngur á sjó með strönd- um fram og milli íslands og út- landa. Landsfundurinn færir þm. flokksins þakkir fyrir rekstrar- lánafrumvarp það, sem þeir fluttu á þingi 1928, og óskar eftir að löggjöf um þetta veiði afgreidd f sem líkastri mynd á yfirstand- andi þingi. Landsfuhdurinn lætur I ljós eindregna ánægju sína yfir frv. því um raforkuveitur, sem nú er fyrir þinginu, og telur samþykt þess stórt spor í áttina til þess að halda fólkinu í sveit- unum, gera vistina þar þægilegri og flýta fyrir ræktun landsins. Verkfall á togurunum, sem nýlega er lokið hefur fært Is- lendingum skýrar og ótvíræðar sannanir fyrir því, að þeir fái ekki frekar en nágrannaþjóðirn- ar umflúið verkfallsbölið nema því aðeins, að sjerstakar varnar- ráðstafanir verði gerðar. Landsfundurinn skorar því á Alþingi að hefjast handa með slíkar ráðstafanir, og telur þessu máli vel borgið ef frv., er geng- ur ísömu átt og frv. um vinnu- dóm, verður lögfest. Fundurinn lýsir þeirri skoðun, að framfarir í landinu hljóti að hyggjast á traustum og heilbrigð- um atvinnurekstri í höndum ein- staklinga, og því best að forðast að skerða atvinnufreisi manna eða íþyngja atvinnuvegunum með of þungum sköttum. Fundurinn telur þá stefnu mjög skaðlega að ala á ríg milli stjetta í þjóðfjelaginu. Góð sam- vinna allra landsmanua er nauð- synleg til sannra framfara og hagsældar þjóðarinnar. þá var og til umræðu álit nefnd- ar þeirrar er fjallaði um starf- semi flokksins út um öll hjer- uð landsins. Var gerður góður rómur að tillögu nefndaiinnar. Ennfremur kom til umræðu áilt nefndarinnar, er skipuð var til þess að athuga hvort nafn flokksins væri í samræmi við stefnu hans og starf. En eigi vanst túni til þess að gera álykt- un í því efni áður en hlje þurfti að gera á fundinum ki. 7,vegna brottfarar Esju, en með Jienni fóru allmargir fundarmenn heim- leiðis. Laugardagskvöldið efndi mið- stjórn flokksins til samsætls í veitingarhúsi Rósenbergs fyrir fundarmenn. Sátu menn þar í góðum fagnaði fram eftir kvöldi. Landsfundur þessi hefur án efa orðið til hins mesta gagns fyrir Iháldsflokkinn. Viðkynning sú, sem myndast hefur milli flokksmanna er mikils virði og áhugin hefur aukist stórlega. En andstæðingarnir bera sig illa. Hver er afstaðan? Social-Demokratar eða Kommunistar? I. Ósjaldan heyra menn að deilt er all-hvast um það manna í millum, hvaða stjórnmálastefnu þeir, sem kallast alþýðuleiðtogar hjer muni í raun rjettri teija sig fylgjandi. Á þetta jafnt við um þá af leiðtogunum, sem búnir eru að starfa um áraskeið sem fulltrúar verkamanna í bæjarstjórn o. s. frv. það kemur hálf kynlega fyr- ir sjónir, að þrátt fyrir langan pólitískan i'eril þessara nianiia, skuli menn enn geta deilt með nokkuri sanngirni um afstöðu þeirra v\ stjórnmála. það vita menn þó með vissu að þeir telja sjáifa sig leiðtoga verkalýðsins, að þeir hafa stofn- að fjelag er kallast Jafnaðar- mannafjelag' Vestmannaeyja, sem svo aftur gefur út blað, sem hampar kenningum kommún- ista, en gerir lítið úr hægfara Jafnaðarmönnum (Social-Demo- krötum). það mun engum efa undir- orpið, að yfirleitt hafa menn talið þá Eirík Ögmundsson, Guðlaug Hansson og þorbjörn Guðjónsson hægfara jafnaðar- menn og fjöldinn allur af fyrri stuðningsmönnum þeirra talið sig þeirri stefnu fylgjandi. En innan um hafa heyrst radd- ir, sem efast hafa um afstöðu þessara manna. „Hann þorbjörn, hann er hreinn og beinn íhalds- maður", eða: „hann þorbjörner ekkert annað en afturhaldssegg- urinnvið beinið". Slik og þessu lík ummæli heyrast ósjaldan hjer. En svo eru aðrir, sem halda því fram, að þorbjörn og Guð- laugur sjeu kommunistar eins og fsleifur telst vera og mun einmitt grunur manna um kjá- makk þessara manna við Komm- unisma, manna. sem kosnir voru sem hægfara jafnaðarmenn ífull- trúa stöður af verkamönnum, vera ein orsökin til þess, að fylgi flokks þeirra þverr. EÖIilegast virðist vera, að hrein- skilni sje viðhöfð í þessu sem öðru, svo að kjósendur þurfi ekki að ganga að því gruflandi hvort þeir sjeu að kjósa íhalds- mann, Framsóknarmann, hæg- fara Jafnaðarmann eða Kommun- ista. II. það ber oft við, að kommun- istar, sem njóta vilja stuðnings hægfara jafnaðarmanna, viija gera sem minst úr mismuninum á þessum stefnum. — En hann er mikill. þessa flokka greinir svo stór- lega á um aðferðirnar tii þess, að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd, að þeir ættu ekki að geta unnið saman — oggera j»að heldur ekki, þar sem flokka- sklftingin er greinileg og möun- um er sjálfum ljóst hvað þeir vilja. Ef vjer ágirnumst fjármuni ná- unga vors, þá er mikill munur á þvf, hvort við greiðum honum sanngjarnt matsverð fyrir þá eða tökum þá af honum með ofbeldi — rænum þeim frá honum. — Ef vjer viljum koma einhverju sjerstöku nýju fyrirkomulagi á, þá virðist skifta máli, hvortslíkt er gert smátt og smátt, eða f snöggu bragðl með bylting og jafnvel með blóðsúthellingum. Líkur er munurinn á stefnu hægfara jafnaðarmanna og komm- unista og raunar meiri. Kommunistar vinna að því öll- um árum að rifa nlður máttar- stoðir núverandi þjóðskipulags. Samkvæmt stefnuskrá þeirra i alt að vera jafnt fyrir alhi- Engar stjettir eiga að vera til — og liklega engar sjerstakar þjóð- ir, þar eð allir hafa jafnan að- gang að öllum ríkjum og ríkis- borgararjettur verður ekki til. Vjer getum gert. oss í hugar- lund hvar t. d. íslenskt þjóðerni væri komi, ef stórþjóðirnar mættu setjast að í þessu landi, sem þeim sýndist, meðan landrými væri til, og nota sjer auðs upp- sprettur landsins.setjaupp orku- ver og verksmiðjur og hag- nýta sjer fiskimiðin sem þeim sýndist. íslenskt þjóðerni hyrfi auð- vitað á skömmum tínia og þann- ig færi fíjótt fyrir öllum smá- þjóðflokkum.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.