Víðir


Víðir - 20.04.1929, Blaðsíða 4

Víðir - 20.04.1929, Blaðsíða 4
4 VtHr Vestmannaeyjalýsing Jónasar Hailgrímssonar. Ry kfrakkar aðeins kr 60,00. Frh. er hættulegt sandrif skamt eitt í útsuður frá eyrarhálsinum, svo þræða verður með hafskip ör- mjóan ál milli sandritsins og eyraroddans og þar fyrir innan kemur skipalega, góð og traust en heldur grunn, svo stór skip höggva þar stundum niður um fjöruna. þegarþessari þrautahöfn slepp- ir er lítið um lendingar á Vest- mannaeyjum og skal nú nefna hvar til er ráðandi, um leið og vjer skoðum ströndina umhverf- is Heimaey. Austur frá Víkinni taka fyrst við suður eftir stór- grýttar urðir, þar til kemur næst- um því móts við Helgafell, og eru þar ýms smá sker með fram land- steinum. þá taka við hamrar, er Flugur heita, með hillum og tóm framan í móti og stórurð neðan- undir. Flúð ein athugaverð er þar í kafl skamt frá landi og róar milli iands og hennar þeg- ar gott er í sjó. Suður af Flug- um kemur Skarfatangi, þá Lamba- skorur, þá áðurnefndir Sæfjalls- hamrar og Gunnarsurð neðan- undir Sæfjalli. f>á kemur Sig- mundarsteinn landnorðanundir Keruvíkurfjalli. þar er selalátur, hið eina að kalla, má sem nú er orðið á eyjunum, og má þar næstum ætíð ganga að vísum selum, er liggja þar upp, á stein- inum. Fyrir sunnan Sigmundar- stein kemur Kópavík — mjótt vik inn með Litlahöfða norðan- megin, þar hafa róðrarskip hleypt inn, einkum í norðanveðrum, og bjargað þar mönnum og skipi, þótt þar sje bæði þröngt og stór- grýtt. Fyrir sunnan Kópavík heitir Landstakksurð, og tekur riafnafháum dranga, sem stend- ur áfastur við Litlahöfða og heitir Landstakkur, og tveir aðrir drangar skamt eitt frá landi þeir, heita Stakkar. Fyrir sunnan Litla- höfða, niður við sjóinn heita Brimurðarloft, mesta stórgrýti. Sunnan við þau skagar fram til landssuðurs Ræningjatangi. þar lentu Tyrkir 1627. þar fyrir sunnan og vestan kemur sand- vik nokkurt kaliað Brimurð. þar er einhver hin helsta reka- fjara á Eynni, en ekki verður þar að landi lagt skipum sökum stórgrýtis. þá kemur Garðsendi, þar sem Stórhöfði byrjar og hraunurð fram með höfðanum að landsuður tanga hans, þar sem heitir Hellutá. Vestur með Höfð- anum kemur vík inn í hann, kölluð Fjós og síðan kiettur nokkur upphár, áfastur við Höfð- ann, kallaður Napi (utan í hon- um og Höfðanum er langvíuvarp og rillubæli). Innan til við Höfð- an vestanverðan tekur við sand- vik sú, sem fýr var nefnd og nokkuð innar önnur vík köliuð JCiaufjn.Er íbáðum þeim sumar- uppsátur fyrir smáskip og all- gott lands að Ieita. þó er að var- ast blindflúð skamt frá lancii, ef Ienda skal í Víkinni og þræða milli hennar og Stórhöfða. Inn frá Klaufinni tekur við alit að Torfmýri, sem fyr var nefnd, Ofanleitishraun. það er hátt og voðalegt fuglabjarg með grastóm innanum og skaðræðislegu lausa- grjóti og geysilegri stórgrýtisurð neðanundir, sem úr honum hef- ur hrapað. það er mál manna, að í honum hafi farist hjerum- bil jafnmargir menn eins og í Dufþekju og á Heljarstíg, rneða* hann vargenginn vaðlaust. Fram- undan Torfmýri er stórgrýti og skerjaklasar, og einstöku dæmi eru ti) að þar hafi manni verið skotið í landílogni og ládeyðu. Nú kemur langt og örmjótt sjáv- arvik, með hömrum að sjer á báðar síður og liggur til land- norðurs fast inn með sunnan verður Dalfjall'. það er nú kall- að Kaplagjóta, en í fórnöld hjet það „Ægisdyr". það er raunar ekki annað en afardjúp og breið gjá, sem*sjórinn fellur inn í og er þar sífeldur niður og brim- súgur og aldrei skipgengt hvað gott sem í sjóinn er. Inn með Dalfjalli að vestan, milli þess og Stafnsness, liggur vogur eða vík móti hafsuðri. þar er malarfjara og all gott lands að leita, ef ekki stendur vindur upp á voginn. En all sjaldan er það gert nema í mestu viðlögum, því þegar svo ber undir iiljóta menn að ganga ötðugan veg yfir svo nefndan Dalfjallshrygg ofan í Dalinn til að geta náð til bygðar. þá kemur Stafnsnes, Upsaberg og þar fyrir amtan Eysteinsvík, Æðasandur, Klifs- hamrarnir og fyrnefnt Eiði, er skilur höfnina frá hafi inst að norðan fram. þar er önnur best lending á eynni. Austur með Heimakletti og Miðkjetti norðan- ámóti eru sandar — Hettusandur og Halldórssandur, sumstaðar þvergnýpi eða stórgrýtisurðir, og og smásker. Landnorður hornið á Ystakletti heitir Faxi og skamt fram af því stendur drangi, sem kallaður er Latur. Út af honum liggur flatt sker og ummálsmikið og þykir mjög líklegt að þangað mætti venja æðarvarp. Skamt austur af því kemur upp með fjöru annað sker, nefnt Skellir. Milli þeirra er róið í sjódeyðu, svo kallað Skersund og milli stóra skersins og Ystakletts, Faxasund. þar er svo harður straumur, að skip ganga þar á stundum ekki fram og er þar rómbær togstreita, kölluð Kietts- heitir vik nokkurt Bóndabót Frh. Prentsmiðjan Vestmannabraut 30 Karlmannaföt, míkið úrval. 5 Verslun Gunnar Ólafsson & Co. Ógreidd iðgjöld til Brunabótafjelags íslands Yecða að greiðast nú þegar. Annars verfi.i þau krafin niefi lögtakl. Vestmannaeyjum 6. mars 1929. Gunnar Ólafsson Umboðsm. Brunabótafjel. Islands Mesta úrvalið af Konfekikössum afar smekklegum fyrir sum- ardaginn fyrsta fást hjá Magnúsi Bergssyni Nýjar vörur. Hlnn margeftirspurði skófatnaður er nú aftur kominn í mjög smekklegu úrvali. Verðið hvergi lægra. Miðstöðvareldavjel nýkomín. Til sýnis og sölu í búöinni. Leirvörur og búsáhöld besta og ódýrasta úrval bæjarlns. Altaf eitthvað nýtt með hverri ferð. Skyndisala. Ca. 300 grammofónsplötur sel jeg með niðursettu yerði til 2i. þ. fn. Elnnlg fær sá, er verslar fyrir kr. 5,00 — flmm krónur — kaupbætismiða, sem gefur kaupendum tækifæri til að eignast vand- «ðan ferðagrammofón. Dregið verður um kaupbætinn 14. maí n. k. Gríplð tæklfserið mefian þaO gefst! VERSLUN GISLA FINNSSONAR.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.