Víðir


Víðir - 27.04.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 27.04.1929, Blaðsíða 1
árg. Vestmannaeyjum, 27. apríl 1929 23. tbl. Eldhúsdagurinn. Við framhald 1. umræðu fjár- laganna er það orðin venja að taka til umræðu stjórnarfarið eins og það er á tilsvarandi tíma. Er þá jafnframt flest það tínt til, af verkum starfandi stjórnar, sem miður hefur þótt takast — og bent á veilurnar. Að þessu sinni hófu íhalds- menn sókn á hendur stjórninni og töldu upp hin margvíslegu afglöp hennar, ásetnings — og vanrækslu syndir. — Margt af því er almenningi áður kunnugt, en þó tæplega eins ítarlega og þarna kocti fram. Ráðherrarnir, Tryggvi þór- hallsson og Jónas Jónsson.reyndu að þvo hendur sínar að ein- hverju leyti, en þótti takast illa enda eru sumar aðgerðir þeirra óverjandi með öllu. — Flokks- menn þeirra ljetu þá að mestu eina um vörnina, hafaekki treyst sjer að taka upp hanskann fyrir þá, enda varla von. Of langt mál yrði að telja upp í einu blaði alt það, sem stjórnin var ásökuð fyrir. — Eitt af þeim málum, sem tekið Yar til athugunar var áfengismál- ið og reyndist Jóhann þ. Jósefs- son þingm. Vestm.eyinga stjórn- inni þar þyngstur í skauti. Fer hjer á eftir útdráttur úr ræðu hans (að mestu tekin eftif blaðinu „Vörður":) Spánarsamningarnir. Á undanförnum þingum hafa núverandi stjórnarflokkar með dómsmálaráðherrann í broddi fylk'ngar haldið uppi látlausum árásum á íhaldsflokkinn út af áfengismálunum — alt undirbind- indlsyfirfkyni. Mönnum hefur verlð ætlað að Jtrúa því, að í- haldsflokkurinn væri samsafn óreglumanna og drykkjurúta, en allir aðrir væru hvítir englar þessum efnum, og því hefur frá upphafi verið haldið að mönn- um, að undanþága sú, sem gef- in var frá bannlöguaum með Spánarsamningunum frá 1925, hafi verið til þess eins gerð, að svala hinni óslökkvandidrykkjui fýsn íhaldsmanna í landinu. Menn höfðu búist við þvf margir hverjir, að þegar stjórn- arskiftin urðu, mundi hinn ötuli bannvinur, dómsmálaráðherrann, nota h'ð sjálfsagða og kærkomna tækifæri tii þess að kippa f lag því, sem honum þótti ábótavant í þessum efnum. Menn höfðu búistvið, aðsamkvæmt kenning- um s'num, myndi hann leita nýrra samninga við Spánverja, fækka útsölustöðum hjer á landi og yfírleitt færa þessi mál inn í alveg nýjan farveg. En þótt stjórnin hafi verið byltingasöm og breytingagjörn eins og lýst hefur verið, þá hefur hún þó ekki stigið nein stórfeld spor i þessa átt- Dómsmálaráðherrann ljet þaö véra sitt fyrsta verk, að lýsa því yfir að í raun og veru væru bannlögin afnumin oghann hvatti meira að segja landa sína til þess að neyta hinna suðrænu vína svo þeir gætu orðið „veislu- hæfir".þetta eiga menn að muna, því dómsmálaráðherrann hefur reynt að leiða athygli manna frá hinum gersamiegu endaskiftum, sem urðu á hugarfari hans í bind- indismálunum, með allskonar háværu brambolti við manna- skifti við áfengisverslunina, bæði hjer í Rvík og út um land. En þau mannaskifti hafa elns og flestar aðrar ráðstafanir ráðherr- ans verið sprottnar af persónu- legum og pólitískum ástæðum, fremur en afumhyggju fyrirvel- ferð vínverslunarinnar, eða á« fengismálsins yfirleitt. Starfsm. víneinkasölunnár. Síðan snjeri ræðumaður sjer að uppsögn starfsmanna versl- unarinnar bæði hjer í Reykjavfk og út um land. Misjafnléga hafði staöið á um þessa starfsmenn. Sumir reynst ágætlega en aðrit miður. Af útsölumönnum hefði verið tveir, sem ekki hefði stað- ið í skilum og kvaðst hannekki áfellast ráðherra fyrir að láta þá fara. En um útsðlumennina á Isafirði, Seyðisfirði og Vest- mannaeyjum kvaðst ræðumaður vita að þeir hefðu staðið vel í stððu sinni og þó hefði þeim verlð sparkað alveg fyrirvara- laust og nýir menn settir íþeirra stað. Ákvæði reglugerðarinnar frá 18. jálí 1922 hefði verið höfð að engu, því þar væri á- kveðið, að bæjarstjórn hefði í- hlutun um þessi mál. það merkilegasta vœri þó að sá útsöiumaðurinn, sem mest hefði skuldað versluninni, hefði teng- ið að halda stöðunni enda væri þessi maður — útsölumaðurinn á Akureyri — ötull flokksmað- ur ráðherrans. Allir aðrir hefðu orðið að víkja hversu vel sem þeir hefðu reynst. Forstjóraskifti. Nýr forstjóri hefði verið skip- aður og hefði hann tekið til starfa 1. júlí. þessi forstjóri hefði ritað grein mikla um áfengisverslunina und- ir stjórn íhaldsins i Tímann í fyrra haust. Hefði hann auðvitað kent íhaldsmðnnum um alt, eem fór þar aflaga. En eins og aliir vissu hefði það verið Fram- sóknarstjórnin fyrri, sem rjeð forstjóra og starfsmenn verslun- arinnar 1922. Ettt af því, sem mest hafi ver- ið fundið að rekstri vínverslun- arinnar væri hinar óhæfilega háu útistandandi skuldir. Forstjórinn sagði að í árslok 1927 heiði þær verið 296 þús, kr. og mundi það rjett vera. Á þinginu 1927 hefði i tilefni af athugasemcl yf- irskoðunarmanna landsreiknings- ins verið samþykt þingsályktun- artillaga um innköllun útistand- andi skulda verslunarinnar. Hefðu skuldirnar í árslok 1926 verið um 430 þus. kr. Hinum fráfar- andi forstjóra hefði því tekistað minka útistandandi skuldir fyr- irtækisins um 133 þús. kr. á einu ári. Núverandi forstjóri hefði í umræddri grein sagt að skuldirnar hefðu farið æ vaxandi, en þetta væri aðeins ein af hin- um leiðinlegu og lítt afsakanlegu missögnum hans í þessu máli. Annað atriði, sem einnig hefði verið mjög ábótavant um rekst- ur verslunarinnar, hefðu verið hinar mikiu vörubirgðir. En þingsályktunin frá 1927 hefði einnig fjallað um þetta atriði og höfðu vörubirgðirnar lækkað um 65 þús. kr. árið 1927 — undir hinni gömlu stjórn, „Undlr hinnl nýju stjórn". En nú var Áfengisverslunin komÍQ „undir hina nýju stjórn" og nú var tekið tii óspiltra mál- anna. Kvað ræðumaður forstjórann hafa iýst hinum nýju bjargráðum á þessa leið í hinni umræddu Tímagrein frá 20. nóv.: „Undir hinni nýju stjórn hef- ið tekist að finna ráð tii þessað gera meginhluta hinna gömlu og áður óseljanlegu með vonum niinna tapi. í septembermánuðieinum mun hafa losnað verðmæti úr þrem- ur slíkum víntegundum fyrir um 60 þús. króna". „Ráðið" var samsull fleiri teg- unda til að koma vínunum sem fyrst út. Meðan fyrverandi stjórn fór með vðld dundu á henni sífeld- ar kröfur um niðurlagningu út sölu Spánarvína. Núverandi dómsmálaráðherra var það fýrir fram ljóst, að slíkum kröfum gat ekki orðið framgengt, eins og best sjest á skrifum hans, þegar er hann var kominn að völdum. En þessi bannhræsni og bindindishræsni Framsóknar var aðeins einn leikurinn í svika- myllunni, til þess að komast að völdum. Auglýsingastarfsemin. En þegar stjórnin er komin að völdum og hinn nýti bind- indissami forstjóri frá Hallgeirs- ey tekinn við „vínholum stjórnar- innar" — því svo hjet Áfengis- versunin á máli dómsmálaráð- herrans, áður en hann varð þar yfirmaður, er forstjórinn notað- ur til þess að brugga og blanda í stórum stíi gómsæta „coctalla", sem gyllingar eru gerðar til að fá menn tii að þamba sem mest af. I rauninni má telja skrif for- stjórans og þá ekki sfður dóms- málaráðherrans um þessi efni brot á áfengislögunum, þar sem bannaðar eru áfengisauglýsingar. En þessí auglýsingastarfsemi þeirra fjelaga bar.þann árangur, að blandan sem kcnd er við Brand rann út svo að á einum mánuði var drukkið fyrir 60 þúsund af þessari „guðaveig". Uxahöfuðin fimm í einu ker- aldi urðu að sögn forstjórans eina ráðið tii að fulinægja eftir- spurninni. Til þess að gera blöndu þessa sem útgengilegasta var á hana límdur flöskumiði erlends versl- unarhdss og alt sullið selt undir nafninu „White Lisbon Pori". þrjár ódýrar tegundir voru látn- ar saman við eina dýra og síðan notað nafn erlenda firmans á þennan görótta drykk. Og gö- róttur var drykkurinn, þvísvo er mælt, að ein flaska af „Brandar- blöndu" hafi verið á við tvær afsumum hinum óstyrkari teg- undum. Forstjórinn fór upphafiega hæðilegum orðum um fyrir renn- ara sinn, sem hnfðl verið að kjotla blöndunni í 10 lítra mæli-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.