Víðir


Víðir - 27.04.1929, Blaðsíða 4

Víðir - 27.04.1929, Blaðsíða 4
. Víðlr Vestmannaeyjalýsing Jónasar Hallgrímssonar. Frh. ______ roður. Lengfa suðurmeð gagn- vart Lögmannssæti á Ystakletti, standa í sjó frammi tveir strýtu- klettar, er heíta Drengir. þá heitir vik nokkurt Bóndabót kend v ð klett'nn Bónda, sem þar stendur yfir uppi, og þegar kemur fyrir Ystaklettsnef, tekur v'ð Víkin og skipareiðm. Enn má þess geta, að norðanmegin við skipaleguna og vestur af Kle- menseyri liggur mjó torfa grasi- vaxin iram rneð Hemiakletti. Hún heit'r Langa og er þar stundum haft fje um tíma, sem flytja á í úteyjar. Inst fyrir botni hafnar- vogsins liggja rennsljettir sandar og sunnanmegin við voginn liggja inst sljettir grasfletir, og austur af þeim svokallaður Sk'pasandur. þar er uppsátur stórskipa þeirra allra, sem ganga þar til fiski- veiða á vetrum, og á bakkanum þar fyrir ofan stendur kaupstað- urinn og meiri hluti bygðarinnar, sem frá verður skýrt í þeim flokki bókar vorrar, sem hljóðar «m bygging landsins.* Enginn rennandi lækur er á Vestmannaevjum, og það er ein- hver hinn lakasti anmarki þeirra, að þar skortir með öllu neytslu- vatn, sem bygðin stendur, og verður að sækja það langarleiðir. Aðalvatnsbólið er uppi í Dalnum. þar er fögur og heilnæm vatns- lind,er líklegaspretturundanFisk- hellum, en upptök hennar sjást ekki, því fornmenn hafa hlaðið að henni grjótfarveg og þakið yfir með hellum og þykku jarð- lagi, sem nú er grasivaxið. Oeta hálfbognir drengir gengið þar langt innundir, en ekki veitneinn samt með sannindum hversu langt bygging þessi nær. Hing- að sækja margir Eyjabúar vatn sitt á hestum um sumartímann, og kaupstaðarbúarnir árið um krirtíg ogallar kýr Eyjarinnar eru á sumrum reknar þangað einu sinni á dag. — Annað vatnsból er undir Löngu. þar drýpur vatn úr kletti í ker, sem undirersett og sótt þangað sjóveg í góðu veðri. í Eysteinsvík, sem fyr var nefnd, rennur ágætt vatn út úr kletti norðan í móti. Hlaupa menn þar oft upp af sjó til að svala þorsta sínum, og oft er þangað sótt vatn handa sjúkum mönnum, því það þykir einkar heilnæmt og hressandi. —í Ysta kletti Víkurmegin gín móti út- suðri víður hellir niður við sjó- inn, er heitir Klettshellir. Verður róið inn í botn hans á báti og fossar þar úr berginu, þegar lág- sjáfað er, smekkgóð vatnsæð og svo mikil að hún fyllir skjótt í- lát, ef undir er haldið. Austan til * Lýsing þessi á Vestmannaeyjum átti að verða kafli almennrar lýsingar fs- lands, sem Bókmentafjelagið hafði falið Jónasi að semja, en aldrei kon:st 4 verk, vegna dauða Jónasan upp á Stórhöfða, nokkru neðar en þar sem hann er hæstur, vætlar vatn undan rofi og svalar sjer þar á kvikfjenaður, og land- norðurhorni höfða þessa, rjett niður við sjó, renna ætíð smá- æðar út úr litlum klétti móti norðri, sem sól skín aldrei á. Er það svalandi og gott vatn. Annað neytsluvatn, en nú hefur verið talið, er ekki til á Heima- ey. Og samt er enn ónefnt aðal vatnsból kotunganna fyrir neð- an hraun, og er það mestur þorri þeirra Eyjabúa. þetta vatnsból, ef svo skyldi kalla, er forarpoll- ur einn, sem heitir Vilpaogligg- ur í dæld einni, sem hvergi rennur frá, en allur óþverriskol- ast niður í frá kotakransi þeim, sem stendur umhverfis pollinn. Sá mesti velgerðingur, sem Vest- mannaeyjum yrði gerður, væri að grafa þar brunna, því ölllík- indi eru til að þar fyndist nóg vatn, þegar komið væri í gegn- um hið forna hraunlag niður á móbergsundirlagið, sem virðist að halli jafnt undan Helgafelli til bygðarinnar á tvo vegu. þaö cr óhætt að segja, að Vilpa spillir l’fi og heiisu og siðferði og öll- jum framförum Vestmannaeyinga. ÚTEYJAR OG SKER. Ellirey. Hún liggur liðuga hálfa viku sjávar, austurlandnorður al Ysta- kletti og gengur hún næst Heim- ey að stærð og frjósemi. Hún liggur frá norðri til suðurs og er breiðust að norðan en mjóst að sunnan. Að vestan og norð- an er hún afar há, með sæbrött- um hömrum. Verpa þar fýlung- ar og svartfugl á hillum og bekkj- um er Eyjamenn kalla langvíu- bæli. Að austanverður er eyjan mjög Iág og er þar við sjóinn ýmist graslausir fláar, urð eða lágir hamrar. Landnorður nef hennarer hár klettur, sem skagar út í sjó og kalla menn hann Búrin. Landsuðurhornið heitir Tangar og útsuðurhornið Smali. þaðan beygist ströndin til út- norðurs og kemur þá fjarska hár hamar, sem heitir Háubæli. þar eru bælin svo stór, að sagt er að hvolfa mætti á sumum þe'rra teinahringi og verpir þar ógrynni af langvíu og rillu. þar sem Háubæli enda heitir Lauphöfðar, og er bergið þar mikið farið að lækka. þar á neðstu hillunni er skúti nokkur eða gjögur, sem heitir Lauphöfðaból, og er hev oft geymt þar á sumrum, þar til það er sótt aö hausti og látið þá síga loftsig niður í skipin. Norðan- undir Lauphöfðum kemur stór vík, sem kölluð er Höfnin. þar má víða komast upp góðan veg Útnoröan við höfnina er horn Lestrarpróf, Hið lögboðna lesirarpróf verður haldið í barnaskólanum 29. og 30. þ. m. Börn, sem verða 10 ára á þessu ári komi á mánudaginn kl. 1, en þau, sem verða 9 ára á þessu ári komi á þriðjud. kl. 1. þau börn, sem kynnu að vera veik, verða að senda læknisvottorð um það fyrir 1. maí. * Barnaskólanum, 26. apríl 1929. Páll Bjarnason. nokkurt, kallað Pálsnef og má komast þar upp af sjó. Útnorð- urhorn eyjarinnar heitir Nál. þar er svo aðdjúpt, að fiskur gengur þar stundum upp undir harða berg. Frá Nálinni og til Búr- anna liggur til landnorðurs fjarska hár harnar kallaður Hábarð. Norð- anundir því liggja Látrasker. þegar kemur upp á eyna, er Hábarð að sunnanverðu stór brekka og fyrir neðan hana grasi vaxnar flatir, sem heita Norður- flatir og er þar slægjuland. Fyrir sunnan og austan þær kemur hír hnúkur grasigróinn, kallaður Bunki. Ofan í kollinn á honum er lág og austanundir honum leif'ar af nautarjett, því til forna gengu naut þar í eynni, en nú er það af lagt. Suður at Bunka koma Suðurflatirnar, það er gott slægjuland. Suðaustur af þeim kemur klettabelti, sem Kirkja heitir og austur af því Langi- hryggur, allur grasivaxinn. Aust- anundir honum er lágur hamar og drýpur jafnan n'ður af hon- um mikiö og gott vatn, en salt verður það eftir stórbrim, því særok gengur þá upp um ham- •rinn. það má heita, að eyjan sje öll grasigróin og f'ráteknum flötunum og einstökum smálaut- um, er hún öll sundurgrafin af lunda, sem veiddur er þar svo býsnum skiftir. þar á ofan er bergið alsetið af rillu fýlunga og langvíu, og á vetrum fram- færast þar á útigangi 256 sauðir. Bjarnarey, liggur skamt suður af Ellirey, og er sund milli þeirra lOfaðma djúpt. Brýtur þar stundum á í stórbrimum og heitir sá boði Eystribreki. Hún er ekki alllítil, framt að því hálf á við Ellirey og í lögun sem sjöhyrningur. Móti útnorðri skaga lengst fram tvö nef kölluð Hvannhillunef, og milli þeirra er hár hamar með 4 grasivöxnum hillum hverri upp af annari og vex á þeim skarfa- Kál og lítið e;tt af hvönn. Frá hinu eystra nefinu liggur næstum eggsljettur hamar austur að svo kallaðri Hafnarbrekku. Ofan af honum er stundum gefið hey, og er hæðin þar 47 faðmar. Hafnarbrekkan snýr móti land- norðri og er með stórum bekkj- um og hillum utan í hömrunum og grasbrekku að sunnan niður undir lágan harnar við sjóinn. Stúiku vantar á goit sveitaheimili við innistörf. — Upplýsingar gefur Guðrún Tómasdóltlr, Hásteinsvegi 22. 2 stuíkur vanar fiskvinnu geta fengið at- vinnu í sumar á góðu heimill í þórshöfn. Goti kaup. Upplýsingar gefur &\sU távusson. Tvö herbergi og eldhtís óskast til Ieigu 11. maí. — Upplýsingar á prent- smiðjuuni. tÞ þar fyrir sunnon gengur inn vik frá austri, sem kailað er Höfnin og norðar en lyrir henni miðri stendur hár.drangi landfastur, sem heitir Hafnardrangur. Fyrir sunn- an hann er urð og má þar víða komast upp, þegar dauður er austansjór. Upp undan urðinni er hár hamar sem heitir Gróru- veiðar. Fyrir sunnan Höfnina kemur nef kallað Suðurflá og suður af henni geysi hár hamar með löngum hillum. þar liggur upp tæpur vegur og hættulegur sem heitir Skoran. Nú kemur Eystrahaganef, sem snýr móti suðri og Vestrahaganef móti út- suðri. Milli þe'rra liggur hamar ekki hár og upp af hon- um beríiáar og graSivaxnar hill- ur, sem heita Hagaskorur. þar hrapar fje oftlega á vetrum. Fyrir vestan h:ð vestra Haganefkemur hár hamar vesturað Hrútaskoru- nefi. Hann er víða með hillum einkum að vestan þar sem heita Hrútaskorur, og hrapar þar einn* jg fje sem úr Hagaskorum. Upp á eynni stendur á henni miðri hár hnjúkur uppdreginn með skál I kollinn. Hann er kallaður Búnki sem hnjúkurinn á Ellirey og er honum náskyldur, því þaö eru hvorttveggja forn eldvörp. Frh. Prentsmiðjan Vestmannabraut 30

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.