Víðir


Víðir - 18.05.1929, Blaðsíða 3

Víðir - 18.05.1929, Blaðsíða 3
VíÖlr 3 Tryggið yður í stærsía líftrygging- arfjelagi á Noiðuriöndum. THULE Við árslok 1926 voru líftryggingar í gildi fyrir yfir kr. 638,BOö.ooo,oo. Af ársarði 1926 fá hinir líftrygðu, sem uppbót og bónus kr. 3,623,508,00. Ath ugið þetta vel ! Umboðsmaður fyrir Vestmannaeyjar. P Oskar Sigurðsson. ey, nálægt Bigleswade í Eng- land'. Hann er 20 ára gamall, og hafði verið veikur í 5 ár þjáðst af hjartasjúkdómi (ioku- galla). En dag nokkurn kom Mr. Saunderson alt í einu innísvefn- herbergi foreldra sinna, 16 mín. eftir að hann fór á fætur og hafði þá gengið upp langan stiga — og skýrði þeim frá að hann hefði verið læknaður af anda- sýn. Nágrannarnir urðu undrandi yfir þessu fyrirbæri, sem þeir á- litu kraftaverk, hvert svo sem á- lit þeirra var á sýninni. þeir mundu eftir Mr. S. sem föl- um og veiklulegum ungling og vissu að síðustu 15 vikurnar hafði hann varla getað hreift sig í rúminu. Margir þeirra sem höfðu heimsótt hann, höfðu sagt að hann myndi aldrei fara á fætur framar. Saundersson kveðst aldrei hafa lesið neitt um andatrú eða hugs- að um slíkt og segist vera jafn undrandi og hver annar yfir bota sínum. Kvað hann sjer hafa versnað veiki sín fyrir 15 vikum og þá hefði faðir sinn vakað yfir sjer á næturna. Móðir sinni kveðst Saunderson hafa sagt, að hann væri dauðvona. Kl. 11 um kvöldið þann 15. apr. skeði kraftaverkið — og seg-. ist Saunderson þannig frá þeim atburði: „Jeg lá vakandi þegar jeg sá gufumökk koma gegn um dyrn- ar andspænis rúmi mínu. Mjer tij skelfingar sá jeg að ský- ið færðist nær mjer og líktist æ meir mannlegri veru eftirþvísem það nálgaðlst. þegarþað var konvð að rúminu líktist það kvenmanni, sem iaut það mikið að ekki varð sjeð í andlitið. Jeg greip göngu- staf, sem jeg hafði hjá rúminu, til þess að geta barið í þilið og þannig kallað á hjálp, ef jeg fengi aðsvif — og jeg kallaði „Oh!“ En þá var hönd lögð mjúklega á öxl mína og lág rödd — lík kvenmannsrödd — sagði: „Vertu ekki hræddur. Farðu á fætur. þú munt verða alheill." Jeg fálmaði eftir eldspýtunum og kveikti á einni. Sýnin hvarf undir eins og ljósið skein. — Jeg náði í kerti, fór fram úr l'úminu og klæddi mig. — Jeg hifgengið 5 eða 6 mílur ensk- ar á hverjum degi síðan og jeg hef hlaupið. Verkurinn, sem jeg hafði dnglega hefur ekki gert vart við sig aftur. Mjer líður nú vel í fyrsta sinn á æfinni“. Mágur Saunderson’s sagði, að fáum vikum fyrir batann, hefði helst litið svo út, sem hannværi að veslast upp. — Faðir hans sagði, að viku áður en batinn kom, hefði hann orðið að stunda son sinn eins og smábarn, en nú vildi sonurinn helst fá ein- hverja erfiða útivinnu. Ræsagerð, í lýsing þeirri af Vestmanna- eyjum eftir Jónas Hallgrímsson, sem Viðir hefur flutt undanfarið má lesa hver fádærna viðurstygð vatns-nautnin hefur verið hjer á hans tímurn. Hvað mundu menn segja um það að eiga nú að drekka „vatnið" úr jafn and- styggilegum forarpolli og Vilp- unni ? það er trú mín, að næsta kynslóð muni lýta svipuðum augum á ýtnsan sóðaskap, sem nú er tíðkanlegur hjer og mjer liggur við að segja að eigi þýði að saka um meðan tœsi eru ekki gerð í kaupstaðnum. Skólpi er mjög víða helt rjett fyrir fram- an húsdyrnar og mynda ýmist lítil stöðuvötn eða þá eina lækj- arsprænuna, sem Eyjarnar eiga. Vesalings húseigendurnir liggja undir sektum fyrir þetta og hús* mæðurnar undir opinberu ámæli. Oftast eiga hvorugur þessara aðila þetta skilið og því stður heilbrigðisnefnd, sem sjálfsagt fær sinn part af snuprunum. Ár eftir ár hefur heilbrigðis- nefnd krafist að byrjað væri á skipulagsbundinni ræsagerð t kaustaðnnm. Heilbrigðisnefnd hefur alia mína embættistíð verið á einu máli um það, að leggja hina mesiu á herslu á þetta tvent: rœsagerd, sem væri skipulags- bundin og eitthvað unnið á hverju ári að framkvætnd henn- ar og sjóveitu. til fiskþvotta, sem væri komið á þegnr í stað. Hið fyrra er líklegast mesta Sieindér Sigurðsson. ESKIMOAR. Þjóðtrú og þjóðsagnir Græniendinga. Ýmsir siðir skrælingja. Nyrstu mannabústaðir jarðarinnar. Fjöldamargar skuggamyndir af Eskimóum og teikningum úr þjóðsögum þeirra. Fyrirlesturinn hefst í BORG kl. 4 á annan í Hvítasunnu. Að- göngumiðar kosta 50. aur. og verða seldir í Borg frá kl. 2 og við innganginn. heilbrigðis- og þrlfnaðarmái þessa bæjar ? Hið síðara er bæði þrifnaðar- mál en um leið stórkostlegt fjár- hagsmál. Hver mundi kaupa fisk vorn sama verði og annara, ef það væri á yitorði kaupenda eða neytenda hvernig alt er í pott- inn búið með þvott á honum. Enda þótt nefndin liafi sam- kvæmt framansögðu gert sína skyldu í þessu, líða svo ár eftir ár að ekkert eða lítið er aðgert í hvorugu. ' Hvað skal hjer eftir lengi þreyja? Á kanske að bíða eftir því að þetta komi í einhverja nýjalýsing á Vestmannaeyjakaupstað ? þeir svara, sem þessu ráða. Kr. Linnet. Frjettir. Messað á morgun kl. 2 e. h. Þór tekur togara. Á þriðjudaginn kom þór hingað með þýskan togara Aug- ust Bröhaun frá Kranz an der Elbe, sem tekinn var að veiðum innan landhelgi austur undit Ingólfshöfða. Skipstjórinn Hans Kúhl, var dæmdur i 12225 kr sekt, afli og veiðarfæri upptæk. Skipstjórinn áfrýjaði ekki dóm- inum. Fyrirlestur flutti Einar H. Kvaran hjer sl. sunnudag, um dularfull fyrir- brygði í fornsögunum, og þótti mælast vel að vanda. Vermenn hafa farið hjeðan ijölmargir með síðustu ferðum, austur og vestur um land. Hjúskapur. S'ðastliðinn sunnudag voru þau ungfrú Sólveig Jesdótdr, fyrv. yfirhjúkrunarkona og Haraldur Eiríksson, raffræðingur gefin saman í hjónaband af föður brúðarinnar Jes A. Gíslasyni. Síld veidist enn í lagnet um og eftir síðustu helgi, en á tímtu- dag var komin austan stormur og þá er engin friður með netin á Víkinni. Merkjasala 3 stúlkur eða drengi 14—16 ára vantar mig við fiskþurkun. Run. Runólfsson Bræðratungu í Fjærveru minni gegnir ung- frú Málfríbur G. Ingibergsdóítir, á Fögruvöllum, störfum mínum fyrir líftryggingarfjel. .Andvöku*. Hún tekur á móti iðgjöldum og nýtryggingum fyrir þá er þess óska. Páll Bjarnason. Kró og tvö brúkuð orgel vil jeg selja. Páll Bjarnason. Tilboð óskast í að „pússa* innan Hljómskála Lúðrarsveitarinnar nú sem lyrst. Upplýsingar gefur O. A. Kristjánsson Vestmannabraut 59. sú, sem fram átti að fara í sambandi við ferming ungmenna, til styrktar bágstöddum börnum, hefst hjer á annan í Hvítasunnu. — Ættu menn að verða vel við og kaupa merki þessi og styrkja með því þetta góða málefni. þeir, sem vildu styrkja mál þetta með peningaframlögum,snill sjer til Kristjáns Ingimundarson- ar, Klöpp, sem veitir slíku við töku. Þór tekur togara. Á fimtudag tók þór togarann „Hansa“ frá Altona að ólögleg- um veiðum austurundir Ingólfs- höfða. Skipstjórinn Wilhelm Behrens var dæmdur í 12500 króna sekt og afli og velðarfæri gerð upp- tæk. Fyrirlestur um Eskimóa, þjóðtrú ogþjóð- sagnir Grænlendinga. o. s. frv. flytur Steindór Sigurðsson, ritstj. á annan í Hvítasunnu kl. 4 I Borg. — Fyrirlesarinn mun styðjast við góðar heimildir — og erindið því líklegt til fróð- leiks.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.