Víðir


Víðir - 01.06.1929, Síða 1

Víðir - 01.06.1929, Síða 1
árg. Vestmannaeyjum, I. júní 1929 28. tbl. Grein með þessari fyrirsögn skrifar Kr. Linnet, bæjarfógeti í 24. tbl. Víðis, 4. þ. m. Segir.. hann tilganginn véra þann, að béntla á vítin í hafnarmálunum hjer og ráða til bóta. Að vancfa þsirra manna, sem oft taka til ináls um ýms málefni án þess að fá svar eða áheyrn, mælist hann til þess í lok greinarinnar, að fá leiðrjettingar ef rangt sje frá skyrt. þrátt fyrir þessa hóg- yærð, rjett fyrir ofan nafn höf- undar ns, er greinin illgirnis- lega skrifuð og af mikilli vann- þekkingu á málefninu, eins og við m'átti búast. því'fer :fjarri, að grein, sem þannig^ er gerð, gagni þ.ví máli, sem hjer er um að ræða. Hefði Kr. L, fyrst og fremst hugsað um að ráða til bóta, mundi hann hafa> siiúið sjer fyrst með áminn- ingar ; sínar og leiðbeiningar til þeirra, sem hann áfellir, og hefði sú aðférðln verið drengilegri, en hann hefur valið hina leiðina. Hver sem tilgangurinn kann að vera, þá veröur árangurinn sá einn, að vekja óánægju bæði hjá þeimr sem eiga að vinna að þess- um vandaverkum, og þá ekki síður hjá þeirn, sem þurfa að fá þau gerð. Jeg þykist að litlu leyti geta tekið til mín þau mistök, sem orðið hafa á hafnargerðinni hjer, því jeg kom fyrst að því verki þegar komið var í óefni. það hefur því orðið mitt hlutskiftiað reyna að bæta úr því, sem áður hefur verið misráðið. Áminning- um Kr. L. virðist þó að nokkru leyti vera bent ti! mín og mun því kurteisara að svara bæjar- fógetanum þó mjer sje ógéðfelt að gera störf mín að blaðamáli. Til þess að geta dæmt rjett um þau afglöp, sem óneitanlega hafa orðið við hafnargerðina, þarf að athuga hafnarmálin frá fyrstu gerð. það yrði þó of langt mál að rekja hjer, en jeg tel, að benda megi á tvær aðal orsakir til þess, að svo illa hef- ur farið um hafnargarðana. 1) Garðarnir stefna rnngt. 2) þeir hafa upphaflega verið mjög illa gerðir. Sök á þessu eiga fyrst og fremst útlendir verkfræðingar, gem fengnir voru til þess, að leggja ráð á um þessi mannvirki og síðar sáu um framkvæmd verksins, en vegna van- þekkingar á þessum mannvirkj- um, hafa leiðbeiningar og eftir- lit þeirra bæjarbúa, sem þá áttu að gæta hagsmuna bæjarins, orð- ið minni en skyldi. Báðir garðarir áttu að stefna meira til austurs. Hefði þá ver- ið unt að leggja Norðurgarðinn beint fram á þá eyri, þar sem hann nú endar, og undirstaðan að hausnum á Suðurgarðinum hefði orðið á Hrognaskeri.í stað þess varð að gera þenna óíán- lega krók á Norðurgarðinn og hausinn á Suðurgarðinum hefur lent í dýpinu fyrir vestan og framan Hrognasker. þar hefur hann, eins og kunnugt, er hrun- ið hvað eft'r annað og kringum hann myndast rúst, sem gerir alla viðgerð mjög örðuga. Eins og menn muna, tók N. C. Monberg í Kaupmnnnahöfn að sjer, að gera hafnargarðana fyrir ákvæðisverð. Hjá honum urðu þessi óhöpp við verkið, en f stað þess, að reyna að tryggja sem best undirstöðu garðhauss- ins tók Monberg það óheiilaráð, að byggja á brotiri eins og þau lágu. Garðhausinn hvílir því á ósamfeldum steypukössum, sem liggja eins og sjórinn hefur kast- að þeim þcgar garðurinn hrundi, Milli þessara kassa leikur sjórinn óhindrað og er því sffeldur straumur kringum garðhausinn jafnvel þó anpars sje kyrt við garðinn, 1922.afhenfi Monberg hafnar- garðana sem fullgerða, en síðan hefur á hverju ári orðið meiri eða minni skemdir á þeim, sent þurft hefur að bæta. Skerin fyrir austan garðinn liggja þannig, að sjávaraflið bein- ist að garðinum nokkru fyrirof- an garðhausinn. þar hefur sjór- inn brotið garðinn hvað eftir annað. Veturinn 1927—28 braut sjódnn þarna 12 m. iengd af aust- urvegg garðsins, Nokkrir af und- irstöðukössunum hrutu úr garð- veggnum austur fyrir garðinn, en aðrir brotnuðu. Um vorið var sjór- inn byrjaður að brjóta grjótfyil'ng- una inn í garðinn og var þá fyrum sjáanlegt, að ef ekki væri grip- ið tij skjótra aðgerða, gat sjórinn á næsta ve.tri brotist gegn um garðinn. Á þessum stað þurfti því að þjetta vegginn og steypa inn undir garðinn. það sýndist ekki ráðlegt að nota gömlu að- feröina, að leggja kassa á svo miklar mishæðir, sem þarna eru, enda lágu undirstöðurnar, sem hratað höfðu austur fyrir garð- inn, svo langt frá garðinum, að kassaröð fyrir utan þær hefði gert viðgerðarkosínaðinn afar mikinn. það ráð var því tekið, að slá upp járnvegg fyrir utan undirstöðurnar og milli mishæð- anna í botninum, reyna að þjetta vegginn við botninn og steypa svo milli garðsins og veggsins. Á þenna hátt mátti gera sjer von um, að takasr myndi að steypa í þá heila, sem komnir voru undir garðinn, og þó sjer- staklega, þar sem brotið var inn- undir miðjan garð. Tillaga um þessa tilhögun á viðgerðinni kom frá vitamála- skriistofunni, en við stöndum þó ekki einir að þessari hug- mynd. Áætlun um verkið var borin undir ivö stærstu hafnar- virkjafjelögin í Danmörku, sem gera hafnarvirki út um allan heim. þessi fjelög hafa gefið yf- iriýsingu um það, að þeir sæjti enga aðferð hentugri til þess að reyna að tryggja garðinn. Áætl- un um viðgerðlna var síðan bor- in undir hafnarnefnd og bæjar- stjórn hjer og samþykt án at- hugasemda. Viðgerðin var svo gerð síðast liðið sumar og að því er virtist tókst hún vel, þó að margir örðugleikar yrðu við framkvæmd verksins. Man jeg að margir borgarar bæjarins, sem við mig töluðu þá, voru sjer- staklega ánægðir með þessa við- gerð og töldu okkur nú hafa fundið það ráð, sem að gagna mætti tii þess að styrkja garð- inn. það hefur þó nú komíð í Ijós, að straumurlnn við botn- inn inn í hellana hefur veikt steypuna um of meðan á verk- inu stóð, og síðastliðinn vetur hefur sjórinn náð að sverfa úr henni að neðan, svo að yst hef- ur fallið niður og frá garðinum all-stórt stykkiafþví sem steypt var í fyrra, eða um tveir tímtu partar af allrl lengdinni. Steypan fyrir hellinum, sem myndað'st 1928, stendur þó enn og býst jeg við, að fuliyrða megi, að þessi viðgerð hafl bjargað garð- inum frá ht’unl síðastliðinn vet- ur. í fyrra sumar var auk þess Norðurgarðurinn lagðurá undir- stöður 36 metra fram og undir staða lögð að 16 metrum. þar stendur alt óhaggað og sýnir, að þar sem ekki er. „klúður" fyrir má gera garða sem standa í Vest- mannaeyjum. Ennfremur var innsigiingaleið- in milH garðanna hreinsuð og þar teknir upp alt að 3000 steinar, sem notaðir voru að mestu leyti í Norðurgarðinn. Jeg neita því ekki, að ólíkt betra og ánægjulegra hefði verið að alt hefði staðið óhaggað við Suðurgarðinn, en þetta tjón er ekki nærri eins mikið og KrýL. vill vera láta, þvt að þó að þetta stykki fjelli og þó að jafnvel alt, sem steypt var í fyrra, austan vjð garðinn fjelli fram, þá er mikjð unnið við viðgerðina. Fyrst og fremst það, að bjarga garðinum úr yfirvofandi hættu og f öðru. lagi er eitt af þelm ráðum, sem bent hefur verið á til þess að bæta garöinn, einmitt það, áð steypa stór heilleg stykki austan við garðinn til þess að draga úr sjávaraflinu áður en það mætir garðinum. þar sem hjer var um aðferð að ræða, við viðgerðina, sem viður- kendvar af þeim mönnum, sem vit hafaáverkinu og þar sem garð- inum með henni varð bjargað og ekkert stórt tjón hlaust af, tel jeg engan sanngjarnan mann geta áfelt verkfr. eða þá, sem að verkinu unnu. þau ummæli Kr. L., sem jeg hefi heyrt eftir hónum höfð í Reykjavík, að alt væri ónýtt, sem gcrt hafi verið hjef í fyrra sumar, vona jeg að menn geti, af því sem hjer er skrifað, sjeð að eru tilhæfulaus ósannindi. í grein sinni minnist hann á sam- tal sitt við atvinnumálaráðherra. og mun hann þar hafa borið sömu söguna. Mjer þykir sú að- ferð ósamboðin bæjarfógetanum,. að bera ríkisstjórninni óhróður um aðra starfsmenn ríkisins, án þess að gera sjer' far um að kynnast málefninu og vera viss um að segja rjett frá. þeir menn, sem það gera eru oft kallaðir' Ijótum nöl'num, Sumarið 1925 var bæjarbryggj- an lengd um 26 m. Jafnframt var hún breikkuð að mikliim mun og gerð hærri en hún var áður. Áætlað liafði verið að gera þessa framlengingu miklu styttri og mjórri, en þar sem oröin var knýjandi nauðsyn að auka bryggjuplássið, ákvað hafn- arnefnd að gera brvggjuna svo

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.