Víðir


Víðir - 20.07.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 20.07.1929, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, 20. júlí 1929 35. tbl. Landsmálafundir á Austurlandi. Uadanförnu hafa landsmála- fundir verið haldnir á Austur- landi, að tilhlutun Sjálfstæðis- flokksins. — Aðsókn að fund- unum var óvenjulega mikil,eink- um þegaf tekið er tillit til þess, að þetta er aðal annatíminn & Austurlandi. Fundur á Seyðisfirði. þann 28. f. m. var fundur haldjnn á Seyðisfirði. — Mættir voru af hálfu Sjálfstæðisflokksins: Jón þorláksson, fyrv. ráðherra og Árni Jónsson, ritstjóri „Va.rð- ar", en Jón Baldvinsson fyrir hönd jafnaðarmanna. Jón þorláksson hóf umræður og vjek fyrst að fjármálunum. Benti hann á hina vaxandi hækk- un útgjaldaliða fjárlaganna í tíð núverandi stjórnar og hve nið- urstöðutölur þeirra væru óábyggl- legar, þar sem um fjölda út- gjaldaheimilda væriað ræða, sem ekki væru meðtaldar í samlagn- ingu tjárlaganna. — Sagði hann, að í tíð fyrv. stjórnar hefði hjer oftast verið aðeins um einn lið að ræða, greiðsluheimildina tll Eimskipafjelags íslands, ef nauð- syn krefði, en nú fælu fjárlögin í sjer fjölda slíkra liða. Á síðasta þingi hefði t. d. bætst við heim- ild til skrifstofubyggingar íRvík, sem fullgerð myndi kosta tala- vert á 4. hundrað þúsund krón- ur, jarðakaup 1Q0 þús og prcnt- smiðjukaup 155 þús. Til þess að standast straum af útgjöldunum, hefði stjórninni verið heimilað að taka alt að 12 rniljón króna lán, og væri það hæsta lán, sem Island nokkru sinni hefði teklð. Ræðumaður mintist ennfremur á Landsbankalögin og seðlaút- gáfuna — og hina varhugaverðu ábyrgð ríkissjóðs á skuldbinding- um bankans. Benti hann á hvern ig farið hefði verið með frumv. um lánstofnun handa smábátaút- veginum, sem að Framsókn og jafnaðarmenn hefðu komið fyrir kattarnef. Margt fleira mintist rseðumaður [á, t. d. Síldareinka- söluna, vinnudómsfrumvarpið, bltlingafargan stjórnarinnar, snatt- fcrðirstrandvarnarskipanna.Fjarð- arheiðarveginn o. fl., sem hjer veröur ekki rúm til að rekja nánar. Næstur talaði Jón Baldvinsson. Reyndi hann lítið til þess að verja gerðir stjórnarinnar — og þótti það ómaklegt af honum. Mintist hann á vinnudóminn, sem hann kvað verkamenn kalla þrælalög. Búnaðarbankann, bygg- ingarfjel. í kaupstöðum og breyt- ingar á lögum um kosningar f málefnum sveita og kaupsíaða taldi hann helstu mál síðasta þings. Lauk hann máli sínu með því að minnast á sameiningu flokkanna, sem hann taldi ó- merkileg tíðindi. þá tók Árni Jónsson, ritstjóri til máls. Talaði hann aðallega um samband Framsóknar og jafnaðarmanna og hvernig jafn- aðarmenn kúguðu Framsókn til þess að svæfa og eyðileggja ýms mál á þinginu síðasta. Á fundi þessum játaði Jón Baldvinsson það satt vera, að íslenskir jafnaðarmenn fengju fjárstyrk frá Dönum tll pólitískr- ar starfsemi hjer á landi. — Enn- fremur játaði hann, að Jónas. Jónsson" núv. dómsmálaráðherra, hefði verið riðinn við stofnun Alþýðuflokksins í Rvík og að J. J. hefði verið ætlað að ryðja stefnu flokksins brautísveitunum. Frá byrjun til enda fundarins var óslitin sókn af hálfu sjálf- stæðismanna. Af innanbæjar- mönnum töluðu þeir Sig. Arn- grímsson, ritstj. og Jón í Firðl með Sjálfstæðisffokknum, en Sig. Baldvinsson og Karl Finnboga- son reyndu að verja stjórnina, en þótti takast illa. Fundur á Norðfirði. þann 1. þ. m. var fundur hald- inn á Norðfirði. Málshefjandi var Jón þorláks- son. Skýrði hann fyrst frá stofn- un Sjálfstæðisflokksins, en sneri sjer síðan að landsmálum al- ment og stjórnarfarinu í landinu. Talaði hann í þrjá stundarfjórð- unga, og var gerður hinn bósti rómur að máli hans. Næstur talaði Jón Baldvinsson, en lltla ánægju virtust fundar- menn hefa af ræðu hans. — Litlu betur tókst til hjá Svelni f Firði. Hann virtist treystast illa til að verja stjórnina eða flokk sinn. þá talaði Árni Jónsson, nTstj, og þótti mælast ágætlega. — Ingvar Pálmason reyndi að skafa það mesta af stjórninni, en fórst klaufalega. — Jónas Guðmunds- son deildi á Svein í Firði út af landakaupum Neskaupstaðar, en er þeir höfðu samþ. að fresta frekari deilum um það, til leið- arþings, þá fór Jónas að tala um ágæti þjóðnýtingar o. s. frv. Ingvar Pálmason varð illa úti á fundinum. Vildi hann sem minst um síldareinkasöluna tala, er að henni var vikið, og ekki tókst betur til er hann fór að tala um Brunabótafjel. íslands, Með því hjali ávann hann sjer andúð fundarmanna — og mátti þó ekki ábæta ófarir hans. Sjálfstæðismenn höfðu borið greinilegann sigur af hólmi á fundi þessum — sem víðar. Fundur á Cskífirði. þriðjudaginn 2. þ. m. var fundur haldinn á Eskifirði. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins talaði auk Jóns þorlákssonaralþm. og Árna Jónssonar, ritstjóra, Magnús Gíslason, sýslumaður. Af hálfu Framsóknar Sveinn Ólafs- son og lngvar Pálmason, en Jón Baldvinsson fyrir hönd jafnaðar- manna ásamt Arnfinni Jónssyni, kennara. — Var sjerstaklega góður rómur ger að máli sjálfstæðismanna, og langsamlega yflrgnæfandi meirl hluti fundarmanna virtist þeirra megin. — Sveinn í Firði færð- ist hægt undan að verja stjórn- ina, og Ingvari farnaðist bág- lega — og virðist einkum ætla að verða hált á síldinni. Reyðarfjarðarfundurinn. Miðvikudaginn 3. þ. m. var fundur haldinn á Reyðarfirði. Mættir voru fyrir hönd flokk- anna þeir sömu og á fyrnefnd- um fundum. Segir blaðið „Hænir" svo frá þessum fundi: „Mjög var það áberandi á fundi þessum, hve máli Sjálfstæðis- manna var betur tekið af fund- armönnum, en því, er stjórnlið- ar höfu fram að færa. þeir luku aldrei svo máli sínu, svo ekki dyndi við lófatak um allan sal- inn, en aðeins fyrir fyrstu ræðu Sveins kíöppuðu nokkrir, og svo undur h)jóðlega lauklngvar máli sínu í bæði skiftin, sem hann talaði, að engin hönd hreyfðist til að votta honum samúð — eða öllu heldur samhrygð sína. Aft- ur á móti klöppuðu menn af öllum flokkum fyrir látæði Jóns Baldvinssonar og gamansemi. — Sveinn talaði með hógværð og prúðmensku öldungsins, en sjer- staka athygli vakti það, hve vandlega hann sneiddi hjá að verja ríkisstjórnina og háttalag hennar, eða hve FramsóKn hefði áþreyfanlega orðið að láta í minni pokann fyrir samherjunum. sócí- • alistum, f mörgum málum. Hins- vegar reyndi Ingvar að verja stjórnina og stuðningsliðið, en ræðu hans var ekki af fundar- mönnum tekið með meiri hrifn- ingu en sagt hefur verið. í frá- sögninnl um fóstur hans og „Jafnaðarmanna", síldarlöggjöfina, sem hann er mcðflutningsmað- ur að, tókst honum.'ekki höndu- legar en það, að Jón þorláksson setti hann gersamlega á knje sjer eins og barn, til þess að leiðrjetta hann, svo að hann fengi rjetta skýrslu. — Furðuleg þótti mönnum sú kenning Sveins í Firði, að sambandsmálið ætti að „ræða fyrir luktum dyrum" inn- an vjebanda þingsins, en þjóðin ætti ekkert um það ræða, fyr en til atkvæðagreiðslu kæmi um uppsögn samningsins. Jón og Árnl deildu harðlega á stjórnar- farið í landinu, fjársukk stjórn- arliðsins, embættafjölgun og hlut- drægni í embættaveitingum, sam- band Framsóknar og „Jafnaðar- manna" og danska mútufjeð. Var máli þeirra því betur tekið, þvf oftar sem þeir töluðu. Fylgi Sjálf- stæðismanna á fundinum var al- veg yfirgnæfandi, svo að stjórn- arsinna setti hljóða." Fundur á Ekkjufelli. Hann hófst fímtud. 4. júlí með erindi er Jón þorláksson flutti. Var gerður að því góður rómur. Fer hjer á eftir kafli úr því, sem „Hænir" sagði um fund þennan: -, Af hálfu Sjálfstæðismanna töl- uðu, auk Jóns þorlákssonar, Árni Jónsson ritstjóri, Gísli Helgason Skógargerði, Runólfur Bjarnason, Hafrafelli og Sig. Arn- grímsson ritstjóri. Framsóknar, Halldór Stefánsson, Páll Her- mannsson, Ingvar Pálmason og Sveinn Jónsson Egilsstöðum og Björn Hallsson á Rangá að nokkru með hvorumtveggja en Jafnað- arm. Jón Baldvinsson. — Var þetta fyrsti reglulegi sveitafund- urinn. En brátt kom það í ljós á fundi þessum, eins og fundun- úm í /jörðunum,að vörn stjórn-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.