Víðir


Víðir - 21.09.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 21.09.1929, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, 21, sepi. 1929. 44, tbS. Rektor Mentaskólans. þess hefur áður verið getið hjer í blaðinu, að heyrst hefði, *ð meining Jónasar Jónssonar, ráðherra myndi sú, að veita Pilma Hannessyni rektorsem- bættið við Mentaskólann í Rvik. þrátt fyrir það.þótt J. J. ráð- herra sje orðinn alræmdur um alt land fyrir hlutdrægni í sýsl- ana veitlngum þá munu þó fæst- -ir hafa lagt trúnað á orðróm tiennan, svo ólíklegt þótti þetta, og auk þess örvæntu menn ekki allskostar um það, að einhver snefill af rjettlætistilfinningu kynni að leynast með manninum. Um embætti þetta hafa s.ótt margir af núverandi kennurum skólans, menn, sem háfa margra ára reynslu að baki sjer sem kennarar, vel virtir og vissulega fullfærir um að rækja þetta starf. En það virðist svo sem ganga eigi fram hjá þeim, og taka í staðinn' ungan mann og l'tt reyndan, sem að sjálfsögðu er vel gefinn, en hefur þó ekki, að vitað verði, nokkuð það til brunns að bera, sem rjettlætir það, að hann sjetekinn fram yf- Ir hina umsækjendurna um em- bættið. En hjer virðist alt á eina bók lært. Og það er líkast því, að aldrei verði svo illa spáð um íllútdrægni J. J. að ekki rætist. Nú er það komið á daginn, að J. J. ætlar sjer að fara sínu fram með veitingu roktorsembættis bessa — og auka þannig með einum hlekk keðju afglapa þeirra, jsem verða honum að falli fyr eða síðar. ' Morgunblaðið 18. þ. m. flytur bá fregn, að þorleifur H. Bjarna- son, settur rektor Mentaskólans, tiafi þann 17. þ. m. fengið brjef frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu undirritað: P. h. r. E. u. Gissur Bergsteinsson, þar sem honum er tilkynt, að ráðuneytið hafl, frá 1. okt. að telja, sett Pálma Hannesson rektor hins almenna Mentaskóla, þangað til að öðruvísi verði ákveðð. Menn þurfa því ekki lengur •að efast í þessum efnum. En spurningin verður, hvaða „pálma" J- J. plantar næst í, hina áður- furðu frjóu eyðimörku afglapa sinna og ranglætis. Heilbrigðisnefnd. í 42. tlb. Víðis ræðst O. A. tneðal annars á heilbrigðis- nefnd út áf Óhreinindum f bæn- um, sem sjeu henni til „ævarandi skammar* (undirstrikað). Minna má þó gagn gera, jafnvel þó tal- að sje af ókunnugleik og ritað af fljótfærni. í heilbrigðisnefnd eru bæjar- fógeti, hjðraðslæknir og einn mað- ur úr bæjarstjórn þeir taka eng- in laun fyrir verk sitt, en tilað- stoðar þeim er heilbrigðisfulltrúi, sem launaður er með 600 kr. á ári. Heilbrigðisfulhrúa eru ætlað- ar framkvæmdirnar, en nefndin telur sjer hvorki fært nje skylt að eiga við þær eða yfirleitt að vera með nefið niðri f hverjum „kopp og kyrnu" eins og kallaö er. Nefndin álítur starf sitt aöal- lega það, að eiga frumkvæði að þvt' sem getur orðið til verulegra og varaniegra þrifnaðarbóta í kaupstaðnum og að sjá um, að heilbrigðissamþyktinni sje hlýtt þegar þetta er kært fyrir henni, og þá aðallega af heilbrigðisfull- trúanum. þetta hvortveggja telur nefnd- in sig hafa gert. En þar er við ramman reip að draga. Öðru megin [er framúr- skarandi sparsemi bæjarstjórnar f þessum efnum og hinu megin tregða hvers einstaklings að kannast við nokkurn óþfifnað hjá sjálfum sjer. Á hvorugu þessu hefur nefnd- inni tekist að vinna sigur, og má hver lá henni sem vill. En til þess að almenningur fái litilsháttar hugmynd um þetta ætla jeg að benda á sumt af því, sem nefndin hefur barist fyrir, þótt það hafi borið altof litinn ár- angur. Sumarið 1926 stakk nefndin upp á því við .bæjarstjórn, að hún Ijeti fylla undir efstu röð krónna alla leið frá Bárugötu að (shúsinu og bærl kostnaðinn af þessu með króareigendum og ef til vill ríkissjóði (umboðinu). E'nnig lagði nefndin til að bæj- arstjórn gerði hið fyrsta gagnskör að því að útvega hreinan sjó til notkunar við fiskþvott niðri við höfnina. Sömuleiðis gerði hún tillögur til bæjarstjórnar um fyr- irkomulag um slátrun og mjólk- ursðlu og um að banna lýsis- bræðslu, þar sem hún er, á þann hátt, sem hún fer fram. Einnig krafðist nefndin þess, að bæjar- stjóri ljeti hreinsa lóðina hjá Hólmgarði (svelgurihn). þegar nefndin fjekk ekki nein svör frá bæjarstjórn út af þessu ítrekaði hún um haustið þetta sama ár, að þessu væri sint. þegar bæjarstjórn (eða bæjar- stjóri ?)samt sem áður „hundsaði" nefndina ályktaði hún á fundi sínum 17. nóv. s. á. að kæra bæjarstjórn fengi hún ekki svar. Fjekk hún þá loks það svar 30. nóv. s. á. að bæjarstjórn sæi sjer ekki fært að verja fje til upp- fyllingarinnar. £n ekki sýndi bæjarstjórn nefndinni þá kurteysi að virða aðrar tillögur hennar svars. þetta litla sýnishorn er spegil- myndflestraskiftanefndarinnaivið bæjarstjórn. Nefndin gerir tillög- ur, sem hvorki er si»t nje svar- að. Rjett er þó að ^eta þess, að bæjarstjóri, sem nú er settur heiur látið byrgja óþrifnaðinn við Hólmgarð, sem fráf. bæjarstjóri var búinn að þverskallast við árum saman að gera, þrátt fyrir kröfur vorar og þrátt fyrir það, að þetta var skýlaust brot á heil- br.samþyktinni. þegar bæjarsrjóri og bæjar- stjórn líta svona á heilbrigðis- málin og samstarf við heilbrigð- isnefnd er ekki von að almenn- ingur sje fyrirmynd. Að lokum skal jeg aðeins drepa á, að aðaláhugamál nefndar- innar, er og hefur verið msa- geröin. Hún lítur svo á, að þessi þrifnaðarbót sje hjer eins og í öðrum bæjum undirstaða alls þrifnaðar utanhúss og að f raun- inni sje frágangssök að glíma við margskonar óþrifnað íyr en ræsi eru komin. Bæjarstjórnin er að okkar dómi altaf sofandi í því máli. þegar Jón ísleifsson verk- fræðingur var hjer fýrir nokkr- um árum talaði jcg við hahn hvort hann vildi ekki gera skipu- lagsuppdrátt ftð ræsagerð hjér, ef bæjarstjórn óskaði. Kvaðst hann myndi gera það fyrir lítið verð, ef þess væri óskað, þar sem hann ynni hjer hvort sem væri (vatnsveitan). En þessu tilboði hans var ekki sint. Tomlætið í þessu var svona mikið. Jeg sje í Viði að bæjarstjórn mun ekki telja fje fyrir hendi til nauðsynlegra framkvæmda í ræsagerð. En þegar maður lítur til ýmislegs annars, sem bæjar- fulltrúarn'r með bæjarstjóra hafa kastað stórfje í, blðskrar beim að heyra slíkt, sem setja þrifnað* armálin framarlega. Hjer er ný- búið að byggja leikfimishús sem kostar víst uppundir 100 þús. kr. það á sennilega að vera til þess að auka heilbrigði barnanna. Að því sleptu að þessum til- gangi myndi betur náð meö vinnu og íþróttum Úti milli kenslustunda, og á ólíkt ódýrari hátt, virðist þegar litið er til þess- arar eyðslu hafa mátt fallast á till. heilbr.nefndar að vinna á hverju ári fyrir einhverja litla upphæð að ræsagerð. þetta er engu minna heilbr.mál. Einnig má vinna alí þessu á þeim tíma, sem hjer e'r minst um að vera og geta þá ýmsir fengið atvinnu víð það, sém þess þurfa. þetta er líka á- vinningur í mínum augum. Kr. Linnet. Aukin skólaskylda. Sú nýbreytni hetur ^erið tek- in upp 'við barnaskölann; að færa skólaskyldu aldurinn niður um tvö ár. þetta hefur verið birt hjer í blaðinu, en vegna fjölmargra fyrirspurna, sem jeg hef fengið síðan, ætla jeg a^ skýra nánar frá, hvernig á breyt- ingunni stendur. þab er ákveðið í núg'ldandi .ögum um fræðslu barna, aíJöll börn skuli vera „nokkurnvegtn læs og skrifandi", fyrir 10 ára alciur. Skólunum er ekki skylt, og enda ekki heimiit, að raka börnin, ef þessu skilyrði er ekki fullnægt. Margir foreldrar leggja alúð við að rækja þessa skyldu, annað hvort með kenslu heima eða með þyí, að kosta börnin í svo kallaða stöfunarskóla. En hinir eru líka margir, sem ekki rækja þessa köllun sem skyldi, ýmis fyrir efnaleysi eða hirðu- leysi, og þeirra börn koma svo illa undirbúin í skólann, að ekki er viðunandi; sumir kannast jamvel ekki við þessa skyldu. þetta efni er viða erfitt við- fangs.. og þessvegna er sá rek- spölur að komast á í kaupstöð- um, að taka sama ráðið, sem hjer er haft, að færa niður ald- urstakmarkið. Hafnr r"jörður hefur tekið það ráðið í sumar og fleiri eru í aðsigi. Ástæðan er allstað- ar sú sama, að heimilin í fjöl- menninu ráða ekki vtð vertsefn- ið Fátækum heimilum, sem hafa 1—3 börn á kenslualdri, er of-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.