Víðir


Víðir - 19.10.1929, Blaðsíða 3

Víðir - 19.10.1929, Blaðsíða 3
VíðJr Fatnaðarvörur er ávalt best að kaupa Jijá Símfregnir. FB. Rvík 18. okt. ’29. Erlendar. Frá London er símað : Breska stjórnin het’ur tilkynt námamönn- um, að hún ætli að leggja til að vinnutími í námunum verði stytt- ur á næsta ári um hált'a klukku- stund dagiega, án þess að laun þeirra verði lækkuð. Þing Afghana hafur tekið Nadir khantii konungs með mikl- um meiri hluta atkvæða. Frá Bonn er sítnað : Samkv. fregn frá Miihlheim í Ruhr hef- ur íslensku glímunni allstaðar ver- ið tekið ágætlega. Inntendar. Frú Guðrún Björnsdóttir, móðir Haligríms Benediktssonar stórkaupmanns, er látin. ísiensku glímumennirnir eru nú að ljúka við sýningarnar í þýskalandi. Frjettir. Messað á sunnud. kl. 2 e. h. Skafifeilingur kom frá Vík síðastliðinn mið- vikudag. Brimaði sjó áður en hann yrði fermur. Goðafoss var hjerá miðvikudaginn á leið tii útianda. Einiskipafjelag Islands ætlar að auka skipakost sinn. I Danmörku hefir það f hyggju að láta byggja nýtt skip á staerð við Goðafoss, og á smíðinni að verða lokið í sept. næsta ár. VitJ hefur verið settur á Hörga- eyrargarðinn, og varjjfyrst kveikt á honum 15 október s. 1. Sýnir hann grænt Ijós Jafnframt liefur vitanum á Hringskersgarðinum verið breytt. Sýnir hann nú rautt ljós. Hjer vantar enn einn vita, en það ér á Faxasker. Vonandi verður hans ekki langt að bíða. Nýlega eru látin Hjálmar ísaksson Kirkjudal og Katrín Sæmunds- dóttir frá Draumbæ. Hvídbjörnen hefur nú lokið mælingum sín- um. Varð vart við nokkuð marg- ar skekkjur í sjókortinu yfir um- hverfi Eyjanna. TWun þorsteirtn Jónsson i Laufási, sem leiðbeindi skipínu við mælingarnar, segja hjer í blaðinu frá þeim breyting- um, sem verða á kortinu til leð- beiningar fyrir sjófarendur. pað var l'yrir haus tilstilli að skipið kom hingað. Hafði liann orðið var við ýmsar skekkjur í kortinu og skrilaði grcin um það í Ægi. Skip þetta er nýsmíðað, og með nýtísku tækjum til allra athugana. Meðal annars voru all- ar dýptarmælingar gerðar með radiódýptarmæii. K. F, U. M. og K- hifa í hyggju að haida hluta- veltu 26. okt. næstkomandi. — Rennur ágóðinn til sjómanna- stofunnar, svo þar er þarft mál- efni að styrkja. Bófaveiðar. Frh. En maður frá „Sjerstöku dei d- inni“ sagði Raj Bey frá því, er við hafði borið, og sýndi hon- um sannanir fyrir því, svo að hann gæti sjeð, að það væri satt. þegar furstasonurinn fór til London, hitti hann í lestinni annan ungan mann, að því er virtist af góðum ættum. Maður þessi þekti marga af vinum furstasonarins og var vel kunn- ugur Indlandi. Hann hafði bka skilning á hatri Indverja á hin- um ensku kúgurum. Hann var skemtilegur ferðafjelagi, og þegar hann tók fram körfu með morg- unverðinum og bauð furstasyn- inum moð sjer, þáði hann það með þökkum. Okunni maðurinn var James Pierco, svartur sauður í heiðar- legri fjölskyldu. Hann var íþrótta- maður, stúdent, liðsforingi úr stríðinu, og foringi flokks djarfra æfintýramanna. þegar furstasonurinn hafði drukkið dálítið af te því, er hann Forskriftabækur H. Hjörvars fást í verslun Gísla Finssorsar, VIÐI geta menn fengið keypt- an hjá 8=6rður & Oskar. bauð honum, fjell hann í væran svefn, og í hvert sinn, er hann yar um það bil að vakna var honum gefið meira af þvf. Er þeir komu til Lundúna, ljest Pierce vera ölvaður og fjekk burðarkarltil þess aðhjálpasjer og* fjelaga sínum, sem var drukkinn, upp í bifreið. því hjelt hann á- fram. í Lnndúnum stálu fjeiagar hans, Samúel Westxvick og ann- ar til báti, sem þeir fóru á nið- ur Themsá, þar sem lögreglu- þjónninn, sem nefndur hefur ver- ið, sá þá. Og Westwick söng, eins og hann var vanur áður, er hann vann og stal. Við Themsármynni lá skip, sem Pierce hafði leigt, og á því var furstasonurinn fluttur til Indlands. Var hann þar fluttur í land sem sjúklingur, og falinn í leirhreys- inu, sem hann fanst í. Tilætlunin var, að láta Raj Bey vita í iaumi, að hægt mundi að Hnna son hans, fyrir hæfílega borgun. Við höfum nú sjeð hvernig Scotland Yard siarfar. í Vín er líka ágæt lögregla, en til aðstoð- ar hefur hún háskólakennarana. Ef eitthvað þarf sjerstakra rann- sóknar við, er það sent efna- rannsóknarátofu háskólans. Gisli Konráðsson: ' Vestmannaeyaprestar. Framh. skal jeg óskelfdur á móti ganga". Hún bað hann guÖs vegna ei frá sjer fara. En sem þau voru þetta að tala komu þeir blóðgírugu' hundar þangað að heliinum og ætla að rannsaka hann, en prestur ’ gekk út á móti þeim. Nú sem þe'r sjá hann, mælti einn þeirra: „því ertu hjer sjera Jón? Og skyldir þú vera heima að kirkju þinni Prestur svaraði : „Jeg hefi verið þar í morgun". Skifti þá ekki fleiri orðum, morðinginn hjó beint í hans höfuð. Prestur breiddi útj sfnar hendur og mælti: „Jeg befala mig minum guði. þú mátt gjöra að hið frekasta". Níðingurinn hjó þá annað höggið. Við þetta höfuðsár mælti presturinn sjera Jóu : Jeg befala mig m'num herra Jesú Kristi». Hjer jafnfrsmt skieið Margrjet kona prestsins sð þess týranna fótum, og hjelt um þá, meinandi hann mundi heldur mýkj- ast. En þar var engin vægð á ferðum. Hjó þá fordæðan þriðja höggið. þá sagði prestur: „það er nóg. Herra Jesú meötak þú minn anda“. Hafði hann þá sundurklofíð hans höfuð. Ljet hann svo líf sitt. Kona hans tók traf af höfði sínu og batt um þess framliðna höfuð, en þeir hröktu þær mæðgur frá líkamanum og hans son með því Heira fólki, er þar var, bundu og ráku til Dönskuhúsa. þannig var Jón prestur drepinn, sem saklaus Krists p nslarvottur, þá hann hafði 29 ár prestur verið. þá Tytkir rændu Vestmanna- eyjar drápu þeir þar 34 menn, en burt fluttu 242 menn, brendu upp Landakirkju og gjörðu niargt annað fólskuverk. Kona Jóns prests Margrjet Jónsdóttir, Margrjet dóttir hans og sonur hans Jón yngri, auknefndur Vestmann, voru hertekin og komu ekki hingað aftur. [Sjera Jón var drepinn 17. júlí 1627 að því er stendur á legsteini, er fanst árið 1924 að Kirkjubæ]. § V. Jón jónsson tók Kirkjubæ árið 1629, Var þá bágtað fá presta til Eyjanna eftir ránið, því sumt fólk var þaðan burtflúið, og vita menn ekki annan en Jón prest Jónsson kominn til Kirkjubæjar eftir Jón prest þorsteinsson. Hann var sonur Jóns prests Egiltson ar í Hrepphólum og prestur varhsnn 1643. Sjcst þtð aí btjtfi cg hjeraðssynodal mag. Brynjólí's biskups Sveinssonar á Gunnarsholti r3, júní, um óskipulegar hjónabandsgjöi ðir þessa Jóns prests og var [honum fyrir það dæmt að gefa 2 ríkisdali til fátækra prestaekkna, ?en þó þyrmt vegna fátæktar, og þar til skyldaður til að fiiðstilla :giftingarmennina eftir temprun prófastsins. Snæbjarnar Stefánssonar. pjón prestur lifði og var þar prestur 1649, en hvað iengur vek jeg ekki. Ei heldur um hans konu og börn (J. H.). VI. Böðvar Sturluson tók Kirkjubæ 1650. Tók Valþjófssíað 1657 eftir lát Einars prests þorvarðssonar, en vígðist honum í’yrst kapel- lán 1650 af Brynjólfi biskupi. Var sonur Sturlu ættlera Jónssonar prests Krákssonar, en móðir hans Guðrún Jónsdóttir lögrjettu- manns í Hróarshoiti Magnússonar. Hann sigldi (sumir segja tvisvar) og stúderaði í Kaupmannahöfn Kotn út og var um nokkra vetur heyrari í Skálhoitsskóla, þjónabi eitt ár í Vestmannaeyjum eða ná- lægtþví. Fói' síðan tii Einars prests (þorvarðssonar á Valþjófsstað) og fjekk dóttur hans og eitt barn átti hann lifandi með henni, þá Einar prestur dó. Og Brynjólfur biskup samdi með honunt og erf- ingjutn Einar prests um hans þar veru, kost og laun, ekkjunnar náðarár og fleira. Böðvar dó nær níræður uppgjafaprtstur 1712, hafði 62 ár prest-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.