Víðir - 31.05.1930, Blaðsíða 1
II. árg.
Vestmannaeyjum, 31. maí 1930.
29. tbl.
iisti sjálfstæðismanna.
þegar litið er yfir kjörseðilinn
við í hönd farandi landskjör/
kemur það í ljós, að sjálfstæðis-
flokkurinn hefur þar sérstöðu,
að þvt leyti að hann hefur skip-
að konu í 2. sæti á listanum,
Með þessu hefur flokkurinn ekki
aðeins sýnt kvenkjósendum sjálf-
sagða kurteysi, heldur einnig
sýnt það í verkinu aö honum
er það áhugamál, að kvenfólkiö
fái sinn fulltrúa á alþing.
því það er vitanlegt, að sjálf-
stæðisflokkurinn er sá eini af
flokkunum, sem líklegur er til
þess að koma tveimur fulltrú-
um að við landskjörið. Þessa
skoðun er sjálfstæðisfiokkurinn
ekki einn um, heldur hefur efsti
maður á A-listanum, Haraldur
Guðmundsson, lýst því yfir á
nýafstöðnum fundum á Austur-
landi, aö bardaginn mundi við
landskjörið standa um það, hvert
hann eða 2 maður á C-listanum
mundi komast að.
það er velfarið, að sjálfstæðis-
menn báru gæfu til að fá í ann-
að sætlð á lista sínum jafn góða
konu og frú Guðrún Lárusdóttir
er. þeir sem lesið haf’a jóla-
sögurnar og önnur rit eftir frú
Guðrúnu og fylgst með því hvað
málefnum hún hefur barist fyrir
hjá þjóð vorri, þeir vita að hún
muni ekki bera ljótan munn-
söfnuð inní þingsalina. En orð-
bragðið hjá þingmönnum er nú,
. sérstaklega eftir að Jónas frá
Hriflu leiddi óhroðann úr Tíma-
dálkunum inn í deildirnar, á þann
veg að alþjóð ofbýður, og víst
er um það, að þótt farið væri
um endilangt ísland finst ekkl
nokkurt félag, sem mundi þola
meðlimum sínum orðalag það
er dómsmálaráðherrann og sum-
ir fylgifiskar hans viðhafa, þegar
þeir eru komnir t háspennu.
það er engum vafa undirorp-
ið, að ef frú Guðrún og aðrir
með líku hugarfari og hún, nær
sæti á alþingi, þá batnar and-
rúmsloítið þar að mun.
Alþýðumenn hafa skipað konu
Elísabetu Eiríksdóttur, kenslu-
konu á Akureyri, í 4. sæti á
sinum lista, en B-ltstinn, listi
framsóknarmanna er sá einisem
hefur ekki haft rúm fyrir full-
trúa kvenþjóðarinnar, ekki einu
sinni séð ástæðu til þess að láta
þær skipa aftasta sæti á listan-
um. Og mun þó mörgum þykja
að auðfundin mundi íslensk kona,
sem sómdi sér eins vel í síðasta
sætið hjá framsóknarmönnum,
ejns og störa núllið alþekta, for-
sætisráðherra.
En kvernig víkur því nú við,
að bæði alþýðu- og framsóknar-
flokkarnir — með öðrum orð-
um — stjórnarflokkurinn ber
svo lítið traust yfirleitt til kven-
þjóðarinnar í þessum efnum.
Ekki styðjast þeir — flokk-
arnir hér við reynsluna á und-
anförnu landkjörstímabili. Eins
og kunnugt er hefur fröken
Ingibjörg H. Bjarnason átt sætí
sem landskjörinn þingraaður í
efri deild, og það er víst, að
kvenfólkið þarf ekki að bera
kinnroða fyrir hennar framkomu,
það er baði greind og háment-
uð kona. Enda kemur hvor-
tveggja fram í ræðum hennar.
Hún er ekki sitalandi, eins og
sumir karlmennirnir á alþingi og
það oftast þeir lélegustu. En
þegar hún talar þá er auðheyrt,
aö hún hefur rækilega kynt sér
málin. Hún tegir ekki lopann
heldur talar hún kjarnyrt, og
eins skal tekið fram að frök-
en Ingibjörg er ávalt þing-
mannleg — parlamentarisk — í
ræðum sínurn.
það væri því hin mestaóhæfa
eftir það góða fordæmi er frk.
Ingibjörg hefur gefið efkon-
ur nú ekki tækju höndum sam-
an um það, að fá aftur eina af
sínum bestu konum inn á alþing.
Og þetta er þeim innan handar
með því að kjósa C-Iistann.
53 þektustu konurnar í Reykja-
vík af öllum flokkum, birtu í
þessum mánuði ávarp til kven-
kjósenda á Islandi, og þykir vel
við eiga að prenta ávarpið hér
orðrétt, til þess að sem Hestum
kjósendum hér í Eyjum gefist
kostur á að kynna sér það.
A v a r p
til kvenkjósenda á íslandi.
Með því að nú liggur fyrir
kosning þriggja landkjörinna
þíngmanna, þá viljum vér kven-
kjósendur i Reykjavik beina því
til allra kvenna, að þar sem vér
höfum haft kvenfulltrúa á Alþingi
síðasta lándskjörs-tím bil, þá væri
það hið ljósasta vitni um áhuga-
leysi vort, ef vér höguðum svo
atkv. vorum við þesssr kosn. —
eftir 15 ára kjörfrelsi — að vér
ættum engan fulltrúa á næstu
þingum.
Nú eru konur á tveimur kjör-
listum, ein í öðru sæti á Iista
Sjálfstæðismanna, hin í þriðja
sæti á lista Alþýðuflokksins. þar
sem það er með öllu vonlaust
að koma að manni í þriðjá sæti
á lista, þá er eini möguleiki til
þess að fá konu á þing að kjósa
þann listann, er hefur konu í
öðru sæti. þeim atkvæðum, sem
er féllu á lista, sem hefur konu
í þriðja sæti, í því skyni að hún
næði kosningu, væri algerlega á
glæ kastað.
það vill nú svo vel til, að
kona sú sem í kjöri er í öðru
sæti, frú Guðrúit Lárusdúttir,
er ein hin þektasta meðal ís-
lenskra merkiskvenna um land
alt, bæði fyrir bækur sínar, rit-
gerðir og ekki síst vegna fyrir-
lestra þeirra er hún hefur flutt
víðsvegar um Iand. Hafa þeir
ætíð verið mjög vel sóttir og
hinn besti rómur gerður að þeim,
enda hafa þeir hnigið að þeim
málefnum, sem konum eru hjart-
fólgnust.
Öll mannúðarmál hafa verið
höfuð-áhugamál frú Guðrúnar
Lárusdóttur og þrátt fyrir um-
svifamikil heimilistörf hefur hún
unnið að siðgæðismálum, bind-
indi og kristindómi. Fátækra-
fulltrúi hefur hún verið hér I
niu ár, þá hefur það starf henn-
ar verið svo vinsælt og mikils
metið, að nú liggur fyiir bæjar-
stjórn áskorun frá konum úr öll-
um stjórnmálaflokkum um það,
að hún verði skipuð fátækrafull-
trúi í Reykjavík með föstum
launum. Er þetta besta sönnun
þess, hve frú Guðrún Lárusdótt-
ir er starfhæf kona og hve mik-
ils trausts hún nýtur.
Vér verðum að sýna það við
þessar kosningar, að vér kunn-
um að meta starfsemi frú Guð-
rúnar Lárusdóttur og jafnframt
að vinna oss til handa öruggan
kvenfulltrúa á þessu merka minn-
ingarári hinnar íslensku þjóðar,
Sameinumst þvf um
fylgi við frú Guðrúnu
Lárusdótiur hinn 15. Júnf
næstkomandi.
Frú Guðrún hefur gert grein
fyrir iandsmálaskoðun sinni I á-
varpi því er hér fer á eflir:
Háttvirti kjósandi!
þar eð ég undirrituð er á með-
al frambjóðenda til landskjörs
þ. 15. n. m. tel ég það skyldu
mína að minnast örlltið á nokk-
ur landsmál við yður’
Kristindómsmálin eru mér æðst
allra mála. Ég tel þau þann
grundvöll, sem alt vort þjóðfél-
ag hlýtur að byggjast áogstyðj-
ast við, af vel á að fara. þess
vegna er ég hlynt öllu því, ssm
verða tná til eflingar kirkju lands
vors. Kirk^imálafrumvörpin sem
döguðu uppi á seinasta þingi, «n
koma vatalaust fyrir næsta þing
eru spor í rétta átt. þar er far-
ið fram á ýrasar urabætur bæði
á kjörum presta og réttfndum
kirknanna o. fl.
Hinsvegar eru sterk öfl að
verki, einnig á meðal löggjafa
þjóðarinnar, sem vilja fækka
prestum að miklum mun og
svifta margar sveitir lanásins, svo
að segja allri prestþjónustu, og
þá jafnframt leggja í eyði prests-
heimilin, sem óneitanlega hafa
um langan aldur verið í fremstu
röð og heilladrjúg nágrenni sínu
með ntörgu móti. Slíkri presta-
fækkun er ég algerlega mótfall-
in.
Fátœkralöggjöf vor tel ég nauð-
synlegt að verði tekin til rækl-
legrar endurskoðunar sem allra
fyrst.
Raforkumálið ætti að vera óska-
barn húsmæðranna. Engri konu
getur blandast hugur um frara-
farir og þægindin, sem rafmagn-
ið flytur með sér á heimilin.
Kaupstaðarbúar vilja sem von-
legt er, bæta úrþröngbýli kaup-
staðanna, en ekki er siður ástæða
fyrir landsmenn að vera sam-
taka um að reyna að dreifa
skammdegismyrkrinu eftir því
sem unt er, burt úr sveitabæj-
unum.
Framtíðarhlutverkið er að raf-
lýsa jafnt sveitir sem terapstaði,
gera heimilin vistleg og aðlað-
andi og létta erfiði af húsmæðr-
unum, sem víðast hvar eru önn-
um hlaðnar langt fram yfir megn.
Ég tel það óþarft að fara öllu
fleiri orðum um þetta mikilvæga
velferðarmál þjóðar vorrar.