Víðir


Víðir - 07.06.1930, Blaðsíða 1

Víðir - 07.06.1930, Blaðsíða 1
II. árg. Vestmannaeyjum, 7. júní 1930. 30. tbl. A r b ó k Slysavarnaféiags Islands 1929, Stjórn Slyaavarnafélags íalands hélt fyrsta fund sinn 10 jan. 1929 og má því kanske nefna þennan dag fæðingardag félags- ins, líkt og við hér í Eyjum teljum 26. mars fæðingardag Björgunarfélagsins okkar, er „Þór“ sigldi hér að Eyjura fyrsta sinni. Stjórnina skipuðu strax og voru að sjálfsögðu endurkosnir á aðalfundí 3. febr. þ. á. Forseti: Q. Björnsson, landlækn- ir. Ritari: Geir Sigurðsson, skip- stjóri. Féhirðir: Magnús Sigurðs- son, bankastjóri. Meðstjórnend- ur: Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri og Sigurjón Á. Olafsson, alþm. Það er auðsæti af nafní skýrslunnar um fyrsta starfsár Slysavarnarfélag8 íslands, Árbók, að framvegis muni árlega von & áframhaldi, og er vel farið. Skýrsla þessí er sem sé ekki venjuleg skýrsla, en má með réttu einnig teljast til bókment- anna, svo er efni og innri bún- ingur fremri öllum öðrum félaga Bkýrslum. Hún er öllum til hins mesta sóraa sem þarjkoma við sögu, stjórn félagsins, land- Btjórn og þingi, höfundi bókar- innar og einstökum mönnum öðrum og þar íyrst og fremst þorsteini Þorsteinssyni skipstjóra og herra Maríus Níelsen, sem báðir hafa gefið félaginu stór- höfðinglegar gjafir, ásamt konu Þorsteins, frú Guðrúnu Brynj- úlfsdóttir. Fylgir mynd af þeim þrem og einnig af Matthíasi Þórðarsyni, umboðsmanus fél- agains erlendis. Efni Árbókar er eðlilega algerð nýung og form og máls frá- gangur, stýll og ritháttur miklu fremri en venja er til um slik- ar ritsmíðar. Það skiftir litlu eða engu máli, þótt ýmslr og þar á meðal undirritaður hefðu heldur kosið nafn félagsins: Björgunarfélag íslands — og þar meö er lokið allri aðfinslu frá undirrituðum. Árbókin ílytur margvíslegan og áður óprentaðan fróðleik,' um félagið sjálft, hina fögru gjöf frú Guðrúnar og Þorsteíns, björgunarbátinn í Sandgerði. «þorstein«, skýrslu um slys og bjarganir árið 1929, fundargerð- ír ýmsra björgunardeílda víðs- vegar ura landíð, skýrslu um slysfarir í Vestmannaeyjum ir séra Sigurjón Árnason og ™ Þorstein Jónsson í Laufási; nær skýrslan yfir árin 1900—1928^ um stjórn björgunarbáta og opinna róðrabáta o. fl. o. fl. 0 Fyrir landsmenn alla ar stofn- ’ un félagsins og stjórn þess hið mesta gleðiefni, þótt ekki væri annað en að sjá risa upp félag- ' skap og houum stjórnað til þess að hafa sjálfir mikið ómak og kostnað — nú á þessum mater- ialistisku, fjárdráttar tímum. Fyrír okkur hér í Eyjum er öldungis sérstakt án<egjuefni að sjá í Arbókinni þann velvilja og viðurkenningu, sem þar kemur víða fram og snertir Björgunar- félag Vestmannaeyja, og á bls. 25 er það beinlínis tekið frara að *eitt af nœsíu viðfangsefnurn Sfysavarnafélags Islands verði að dgnast lítinn björgunarbát á Eið- inu í Vestmannaeyjum«. Arbókina þurfa allir þeir að eignast, sem áhuga og skilning hafa á þvi hve afskaplega mikla þýðingu félagsskapur þessi hefir fyrir okkar fámennu þjóð, hvort heldur er i mannúðar, fjárhags- legu eða menningarlegu tilliti um að ræða. Vona ég að fél- agsstjórnin hafi séð sér fært að láta prenta nægilega mörg ein- tök handa væntanlegum kaup- endum. ------Að lokum vil eg leyfa mér að beina þeirri áskorrn til stjórnar Slysavarnafélags fslands að bæta úr vandræðum sjó- manna, er stranda við sandana í Skaftafellssýslum. Eg hef tal- að við útlenda og jnnlenda sjó- menn, sem ratað hafa i þessa mannraun og eru lýsingarnar einhverjar þær átakanlegustu sem eg hef heyrt — ferðalagið eftir á land er komið. Ferðalagið byrjar venjulegast á því, að þeir hraustustu og venjulegast holdvotir, í byl, stormi, rigningu eða þoku, verða að skiftast á að bera einn eða tvo félaga sína þar til allir eru aðframkomnir og þeir sem born- ir voru lagðir eftir á sandinn handa dauðanum. Eg fór í fyrra 4 sinnum aust- ur fyrir alla sanda með varð- skipunum og stundum mjög nærri landi, til þess að kynna mér þessa strandlengju. Er nú uppástunga mín, þegar fé ogtími er lil, að þau 2 sæluhús sem þegar eru reist verði endurbætt og 4 reist í víðbót og sandarnir Btikaðir. Fyret þarf að senda hygginn mann t. d. erindreka félagsins, hr. Jón Bergsveinsson landveg til skoðunar staðháttu, einkum ánna, og viðtals við fróða og hyggua Skaftfellinga um viturlegt val á husstæðum. Fela siðan áreiðaulegum og skylduræknum mönnum þar eftirlit og urasjón með húsunum, gegn þóknun, einn með hverju húsi, kortleggja síðan sandsvœðið og húsin og senda í sjómanna- almanök innlend og úllend, eftir þörfum, teikningu af öllu sam- an. Kveð eg að sinni Slysavarna- félag Tslands með ósk um sam- skonar áframhald sem upphafið er. Sigur&ur Sigurðsson frá Arnarholti. A víð og dreif á sfjórnmálasviðinu. það er skiljanlegt þótt almenn- ingur trénist upp á þvt að tala um stjórnmálln, ekki síst þegar þau eru komin í það horf, eins og nú er, að um land a)t er rif- ist um það hvort dómsmálaráð- herrann sé með réttu ráði eða ekki, hvort hann sé með öllu það sem sagt er sjálfráður gerða sinna. Blaðið hefur enga afstöðu tekið í þessu máii, og ætlar held- ur ekki að gera það framvegis. því það er ekki að taka afstöðu þótt lesendum sé skýrt frá því hvað um máliö er rætt. Engin mun t. d. bera Tímanum það á brýn, að blaðið hafi tekið afstöðu móti dómsmálaráðherra í þessu máli, og þó ver blaðið upp á síðkastið öllum kröftum sínum í umræður um málið. Sjálfur ráðherrann skrifaði 12 dálka langa grein nýiega um sjálfan sig og dr. Helga Tómas- son læknir. Almenningi hér í Eyjum gafst kostur á að kynna sér hvernig Tíminn ritabi nýlega um Landskjörsfundarhaldið um daginn og fylgi Jónasar á fund- inum. Og stjórnarblaðið heldur áfram í sama tón í nýjustublöö- unum, segir að Fyllu hafi seink- að um 4 klukkustundir sökum ofveðurs. Hafi ekki komið til Eyja fyr en kl. 1 og lítt fært hafi verið að komast í land á Eiðinu o. s. frv. í sjálfu sér er þetta ekki mik- ilsvert atriði nema að því leyti, að hér er sönnun fengin fyrir því að blaðið snýr öllu við, þekkir engan mun á réttu og röngu, þegar dómsmálaráðherr- ann þarfnast hjálpar. það sem virðist hafa komið þessum, fyrir þjóðina og ráð- herrann, leiðinlega orðrómi af stað, er als ekki andstæðuflokk- ur hans á þíngi, þótt Tíminn vilji svo láta vera, heldur miklu fremur stjórnarblaðið sjálft. Dómsmálaráðherrann skrifaði sjálfur fyrstur allra manna í blað sitt um málið. það eru þannig ekki stjórnarandstæðingarnir sem hófu umræðurnar. Og það sem gefið hefur þess- um geðveikisorðróm byr undir báða vængi, er öll framkoma ráðherrans á stjórnmálasviðinu, hatrið og ofsóknarandinn í ritum og gerðum ráðherrans er svo óstjórnlegt í garð andstæðing- anna að úr hófi keyrir, og hins- veger er jafn hóflaust oflofið um ráðherrann i hans egin blaði, og enginn veit hve mikið hann skrif- ar af þessu lofi sjálfur, eða hvað mikið af því má skrifa á reikn- ing þeirra manna sem hafa gert sér það að aðalatvinnugrein, og hanni vel launaðri, að skriða fyrir honum. Tökum til t. d. til athugunar eftirfarandi klausu úr Tímanum frá 10. f. m. Hún er tilfærð hér orðrétt. „Síðan Jón Sigurðsson leið hefur enginn maður átt eins mikil ítök í hugum íslénsku þjóðarinnar og Jónas Jónsson frá Hriflu, núverandi dómsmála- ráðherra.“ Er ekki eðlilegt þótt menn ætli, að sá er skrifar þannig, hljóti að hafa eins og sagt er, „lausa skrúfu“ einhversstaðar i heilabúinu. það er ekki sálar- lega heill maður sem gerirþenn- an samanburð á Jóni Sigurðs- syni og Jónasi frá Hriflu, það er ekki sálarlega heill maður sem heldur því fram, að í hug- skoti íslenskrar alþjóðar sitji þeir hlið við hlið, hann Jónas frá Hriflu og Jón Sigurðsson. Göfgin skýn út úr hverjum drætti í andliti Jóns Sigurðsson- ar, og göfugur var hann ávalt í garð sinna harðvítugustu mót- stöðumanna. Honum stóðu til boða feít em- bætti, því Danir óttuðust hann,

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.