Víðir


Víðir - 07.04.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 07.04.1934, Blaðsíða 1
•(£?*$ »,:"'¦ VI. árg. Vestmannaeyjuin, 7. apríl 1934 7. tbl, Óþarft skeyli. Fyrir nokkrum dögum lét sjó- mannafélag Vestmannaeyja út- varpa skeyti til almennings á ís- iandi, og auk þess á ensku og, þýskú, sem átti að hitta togara úti í sjó. Tilefnið var suðaus'tanhryna; sem kóiíi hér snemma á morgni í síð- ustu viku, þegar allir bátar voru á sjb. — Eða svo er latið í veðri vaka. Óhætt er að fyllyrða að eag- inn sjömaður heflr beðið Útvarp- . ið að flytja svoua skeyti. Til þess er fáviskan og illgirnin alt oí áberandi. FáViskan lýair sér meðal ann- ars í því, að alkunnugt er aö enakir og þýskir togarar hlusta alls éigí á þeim tíma, sem skeyt- ídu var vítvarpað, en illgirnin í þvi, að skeytissendill, eins og all- ur almenningur veit, og allra best allir sjómenn, að Björgunarfélagið hérj lsetur einakis ófieistað til þess að styðja öryggi sjómanna, í Bamráði við Slysavamaíélag Is- lands. Pað er svo greinilegt að Sjóm.fél. lætur útvarpa skeytinu aðeins til þess að reyna að slá sér upp á kostnað sér betri félagsskapar, en alls eigi til þess að gera öðrum gagn. — Pað er líka öllum vitanlegt að enginn tekur mark á hinu svo- kallaða Sjómannafólagi, sem und- antekningalítið telur í sínum hópi engan nothæfan sjómann. Pessi BÍðasta tilraun þessa felagsskapar verður því, eins og vænta mátti, sendlinum til skammar og sjó- mönnum til leiðinda. Til skýringar má benda á það að þegar umræddu skeyti var tíUarpað, var komið sæmilega gott veður og því engin sýnileg hætta á ferðum. Enufremur má geta þess að útlendir togarar, sem um er að ræða, eru jafnan til- búnir tiJ hjálpar þegar þörfln kref- ur, eftir hinni minstu bendingu frá Björgunarfélaginu, — en á Bjómannafélaginu taka þeir ekkert mark. — LESIÐ VlÐI 9.1 6. Kolka., BRYNJULFUR SIGFUSSON VESTMANNAEYJUM Eins og flestum lesendum blaðs-I ins mun vera kunnugt, þá hefirí Pall Kolka laáknir sbtt um — ögl fengið veitingu fyrir Blönduóshéi- _ aði. Er þá komið á daginn það sem margur óttaðist, að Kolka^' myndi> þreytast á stríðí þvi sem hann hefir átt við að búa, hér hjá oss, og kjósa heldur að sefcj- ast að þar sem hann hefði betri , aðstöðu til þess að njóta sinna miklu hæfileika. < Ekki verður sagt .að bæjarstjórn kaupstaðarins hafi gert mikið til þess, að tryggja bæjaibúum starf jafn einstaks læknis sem Kolka er, nema síður sé. Hefði það þó verið innan handar, ef bæjarstiðin hefði viljað beita sanngirni í gaið hans og hinna mörgu bæjarbúa, sem metið. hafa starf hans að verðleikum. Nú er hætt við að um seinna sé, þófct háttvirtir bæj- arfUlltrúar vildu bæta fyrir tóm- læti sitt. En þó gefst. þeim nú tækifæri tíl þess að sýna vilja sinn í þessu efni, og til þess að sýna hversu þeir meta óskir mikils þorra bæjarbúa. Svohljóðandi áskorun, undiirit- uð að 1071 mönnum og konum, búsettum hér, hefir verið &end Páli Kolka og bæjarstjórn Vest- mannaeyja: . Vér undirritaðir Vestmannaey- ingar vottum hér með hr, Sjiikra- hússlækni P. V. Q. Kolka traust vort og þakklæti fyrir starf hans & liðnum árum, og leyfum oss því að skora á hann að verða hér áfram, ^ar sem vér teljum Sjúkvahúsi Vestmannaeyja og Eyja- búum ómissandi að njóta staifs- krafta hans sem skurðlæknís, hér •ftir sem hingað til. Enníremur leyfum vér oss að skóra á háttvirta bæjarstjórn Vest- mannaeyja að gera það sem í hennar valdi stendur tll þess að tryggja Sjúkrahúsinu og Eyjabú- um starfskrafta P. V. G. Kolka í framtíðinni. — Líklegt er, að Páll Kolka álíti nú of seint að snúa við og af- þakka embættisveitingu sína, en það er krafa allra þeirra borgara* þessa bæjar, af öllum stóttum og flokkum, sem undirritað hafa á- skorunina, að bæjarstjómin bregði nii þegar við, l'áti einskis ófreist- að, og geri alt sem í hennar valdi stendur til þess að bjóða 4. apríl 1934. f Heiðvuðu viðskifíaviniv! Þann 4. apvíl 1914 byvjaði ég vevslun mína. í dag evu því 20 áv síðan. 1 pvi tilemi vil ég nota tækifævið til þess að þakka góð viðskifti, sem ég líka hef ávalt óskað að vævi jafnfvamt ykkav haguv. Það ev ósk mín og von, að ég megi áfvamhalds andi njóta góðra viðskifta almennings — þeivva viðí skifta sem mætti vevða haguv beggja. Eins vil ég Vona að þeim, sem evu mév fjávhagst lega háðiv, yaxi svo fiskuv um hrygg — fyt eða síð? av — að þeiv gætu ovðið kvittiv við mig. Þakkiv og bestu óskiv mínav til ykkav allra. Með vinsemd og vivðingu. ' BRYNJ. SIGFÚSSON. Kolka lækni þau kjör sem hann gæti sætt sig við. Þeir hin.ir mörgu sem notið hafa hjálpar hans, fyrir sig og. sína, horfa með kvíða fram á það að missa; hann héðan, og.vart mun það ofsagt, að nokkur bið myndi verba á því, að á Vest> mannaeyjaspítala kæmi jafn mik- ilhæfur læknir sem Kolka, læknir sem nyti óskoraðs trausts og kær- leika þeirra sem til hans leita. H. Björnsson. Baráttan um æskuna. Kommúnistarnii íslensku eru nú farnir að herða baráttu sína mjög og hafa þegar rekið nokkra menn úr flokknum, sem þeim þóttu ekki nógu byltingasinnaðir og ákveðnir gegn „auðvaldi" og „ríkisvaldi". Aðalmáigagn flokksins, „Verk- lýðsblaðið" í Reykjavik, heflr ekki verið að draga dulur á þann klofning, sem varð innan flokks- ins vegna „tækifærisstefnunnar", sem þeir Stefán Pétursson, Einar Olgeirsson, Haukur Björnsson o. fl. stóðu að. En þó nú að þessi klofningur, eða sundurlyndi, hafi orðið innan Kommúnistaflokksins, þá ér þð langt að ætla að starf- semi hans hafi minkað á nokkuin hátt fyrir það. „Baráttan gegn tækifæris^efn- unni", sem var annar liður á dagskrá á fundi Akureyrardeildar K. F. I. s. 1. mánudag, sannar það eitt, að nú á hór norðan- lands einnig að hreinsa til svo að ekki aðrir en hreinræktaðir bylt-. ingamenn | verði eftir innan flokks- ins, menn, sem einskis svífast til að komast að markinu. Er það i fullu samræmi við stefnu ráö- andi manna flokksins í höfuðstaðn- um — og samkvæmt fyrirmæl- um húsbændanna í Moskva. Að þessi byltingaflokkur skuli ekki bannaður með iögum, undr- ar marga, þar sem það er aug- ljóst að hann er ekkert annað en landráðaflokkur.. En þó nú upp- lausn hans og bann af hálfu þings og stjórnar geti enn dregíst nokk- uð, ætti. samviska allra góðra di engja og föðurlandsvina að banna þeim að hafa nokkur mök við þennan byltinga- og landráðalýð.' Og vel er það, að baráttan gegn rauðu hættunni harðnar með degi hverjum. Ennþá er það þó látið líðast, að „TJugherja-fundir" séu haldnir af kommúnistum hér í bænum vikulega eða oftar. Ennþá hafa augu foreldra ekki opnast fydr

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.