Víðir


Víðir - 27.04.1934, Blaðsíða 4

Víðir - 27.04.1934, Blaðsíða 4
V 1 Ð I It % Áínotagjold til ríkisútvarpsins 6 í 11. féllu í gjalddaga 1. april, lögtaksréttur frá 14. apríl. Not- endur ámintir um að greiða þau nú þegar eða allra næstu daga. Póstafgreiðslan í Vestmannaeyjum Ólafur H. Jensson. Nýkomíd: m m m 3 m m m\ Hattar linir og hardir Húfur, fallegir litir og gerdir Manchettuskyrtur nýjasta tíska Bindi vid allra hæfi Hanskar mjög fallegir Axlabönd, Sokkabönd, Leðurbelti. atmm Ávalt mest úrval ai herravörum í hb Vefaadarvörudeild G. Ólafsson & Co. Tilkynning. Hérmeð eru allir þeir, sem 'eiga ógreidd festa- og lestagjöld til hafnarsjóðs, ámintir um að gera skil núna um lokin. Ennfremur eru þeir sem enn eiga ógreiddar sjóveituleiðslur^ beðnir að greiða þær sem fyrst. Eæjarstjórinn 1 Ye. 22. apríl 1934 Jóh. Gunnar Ólafsson. St. Sunna heldur fund sunnudaginn 29. apríl n. k. kl. 2. e. h. Embættis- og þingmanna kosningar eiga að fara fram. Mætið vel. — Templar. íbúð (tvö herbergi og eldhús) er til leigu. Semjið við, Jes. A. CHslason. Nýkomid mikið úrval af mislitum og einlitum Sumarkjólaefnutn. Fallegir litir. Gott verð. Vefnaðarvörudeild G. Ólafsson & Co. Hef bíl tii sölu Gísli Finnsson ♦ Hásteinsveg 5f Skólasýning. Siðast). vor var haldin smásýn- ing á teikningum o. fl. er skóla- 'börnin höfðu gert um veturinn, og skoðaði hana margt fölk. Þess vaið vart að yfirleitt skoðaði fólk helst myndirnar, en ieiddi hitt hjá sér, sem meiri vinna lá í, og vill svo verðn á sýningum. Sumir virtust enda taka þetta sem eins- konar listasýningu. Sýning á verkefnum skólabarna er, eftir eðli eínu ekki nein listasýning, og hefur ekki þann tilgang að vera það. Hún er nánast próf í þeim greinum, sem sýndar eru, og verður af dæmast eftir þvi. Sýning verður haldin nú eftir nokkra daga og verður miklu stærri og fjölbreyttari. Þar verða syndar myndir, skrift, reikningur, stílar og vinnubækur. Þetta verður ekki haft alt saman, því að reynslan sýnir að myndirnar taka alla at- hyglina, ef þær eru saman við annað, Allír vita að langsamlega mest vinna hjá skólabörnum fer í að nema skrift, reikning og réttritun, og er þvi réttmætt að sýna einnig þau vinnubrögð á piófsýningu. Þesskonar sýningar tiðkast nú víða um lönd, og koma að nokkru leyti í staðinn fyrir pióf. Páll Bjarnason. FréUir. Messaö á sunuudag kl. 5. Betel. Samkomur á sunnudögum kl. 5 e. h. og á fimtudögum kl. 8 e. h. Veturlnn, sem nú er- liðinn er líklega sá frostaminsti, hér um Suður- og Suðvesturland, sem menn muna. Vindstaðan venjulega verið aust- læg, sjaldan komist norðar en til vesturs. Lítið um snjó á Suður- landsundirlendi, og hér í Eyjum varla gtánað jörð. Aftur á móti mun hafa verið allkalt og tals- verður snjór Norðanlands í köfl- um. Mikið hefir rignt Suunanlands og stormasamt hefir verið í meira lagi. Skipströnd hafa otðið í meira lagi, en manntjón minna én bú- ast hefði mátt viö, samanborið við skipátöpin. Veturinn kvaddi með froetlausri norðankælu og bjartviðri hér. Sumarið heilsaði með sólskini og hægviðri. Snmardaguriiiii fyrsti rann upp bjartur og fagur — eins og getið er á öðrum stað bér í blaðinu — en þegar á daginn leið fór að skyggja i lofti og vinda af austti. Flestir éða allir bátar voru á sjó. Mokfiskirí var í netin þann dag. Margir voru seint á fetðinni, og áttu erfitt með að komast heim sökum mikillar hleðsJu samfara austanstorminum. Urðu nokkrir bátar að létta sig á leiðinni.' Losuðu sumir í varð- skipið Oðinn, sem lá fyrir Eiðinu. Sumir munu hafa fleygt ut nokkru af dekklest og af öðrum skolaðist nokkuð út.. Loks komust aliir heilir heim. Leiðréttiug. I greininni „Að gefnu tilefni" í síðasta blaði hafði misprentast „stjómarandstæðingar" en átti að vera stjórnmálaandstœðingar, Nýtt blað „Islenska vikan“, gefin út af Iðnaðarmannafélagi Vestmanna- eyja, kom út hér fyrsta dag Is- lensku vjkunnar, að þessu sinni þann 22. þ. m. Aðalefni blaðsins er um ýmsar framkvæmdir í Vest- mannaeyjum, hin síðari árin, ís- lenskan mat og önnur íslensk efni, ásamt hvatningaroiðum um að nota þau og búa sem best að sínu. Einnig eru í blaðinu nokkrar myndir, þeirra á meðal ágæt mynd af Hannesi Jónssyni hafnsögu- manni, gerð af Bjarna Guðjóns- syni myndskera. S. Vlguir ljósmyudari, er nú staddur hér og tekur myndir Góðtemplarahúsinu. Hafðii hann sýningu á stækkuðum lituð- um myndum frá Vestmannaeyj- um og víðar. Þótti mikið til þess- ara sýningu koma og hefir hann selt nokkrar af myndunum. Framboð til þingsetu fyrir Vestmannaeyj- ar hafa þegar komið fram, frá Jóhanni Þ. Jósefssyni konsúl fyr- ir sjálfstæðisflokkinn ,og frá Páli Þórbjarnarsyni kaupfélagsstjóra, fyrir Alþýðuflokkinn. Bilslys. 4 ára gömul stúlka, yngsta dóttir Kolka læknis, vaið undir bil á sunnudaginn var og moidd- ist nokkuð á höfði. Henni vildi það til, að hún lenti á milli hjól- anna en ekki undir þeim. Hún er nú á góðum batavegi. Síðasta vetrardag Bungu þeir, Magnús Vernharðsson og Bjarni Jónsson í Alþýðuhúsinu, hér, við best.u aðsókn. — Voru áheyrend- ur mjög ánægðir, með söngmenn- ina, og klöppuðu þeim óspart „lof i lófa“. — Eru menn þessir báðir, við aðgerð hór í Eyjum, en það virðist, sem þeim sé fleira vel gef- ið en sundra þoiski. — Undirspil- ið annaðist Alfreð V. Björnsson, og forst það vel úr hendi, sem vænta mátti. —• Ættu þeir félag- ar að endurtaka skemtunina, því vart mun þá skorta áheyrendur. Hafi þeir allir þökk fyrir siðasta vetraikvöldið. Söngvinur.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.