Víðir


Víðir - 04.05.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 04.05.1934, Blaðsíða 2
V 1 Ð I R Kemur út einu sinni í viku. Ritatjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiöslumaðnr: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. Bending: Sumarið er komið. Við íslend- ingar bjóðum það af alhug vel- komið. — En með hverju sýnum við það helst að við séum þakk- lát og kunnum að meta gæði þess? Eg vii táta menn svara þessari spurningu eftir eigin skoð- un, ég vil aðeins benda á verð- mæti sem sumarið býður okkur og sem því miður fáir íslendingar hafa þekkingu á að nota sér á réttum tíma. Fjörefnafi æðingar nútímans telja menn, einkum börn, ekki geta lif- að góðu lífl án ýmsra næringar- efna, sem aðeins er hægt að fá á auðveldan hált úr grænmeti og jafnvel ekki óskemd nema úr nýju ósoðnu grænmeti. Af grænmeti, sem við eigum aueveldast með að rækta, nefna þeir helst Spínat, Salat, Grænkál, Hreðkur (Radísuij og Næpur. Það eru einmitt þessar jurtjr, sem mig langar í þetta sinn að benda fólki á. Ræktun þeirra er afar einföld og það er um að gera að geta fengið þær sem fyrst í notin. Þær þurfa lítið rúm í garðinum. Kart- öflu og rófusýki gerir þeim ekkert mein, en það borgar sig að gefa þeim nógan áburð, best er að rækta þær í gömlttm feitum garði, sem ekki er langt frá heimilinu. Það þarf að sá þeim strax, gerir ekkert til þó dálítið kuldakast komi, en þær þurfa ábyggiiega friðun fyrir hænsnum, köttum og öðrum skepnum. Væri hægt til bráðabyrgða að breiða vírnet eða trollvörpu yfir beðið þegar búið er að sá, Salati og Hreðkum má sá þétt, hérumbil fiæ við fræ í beinar rað- ir sem gerðar eru með þunnri fjöl, röndinni þrýst niður. Bil milli raða er 20—25 sentim. Eigi höfuðsalat að mynda höfuð, þarf að sá því gisnara eða planta því út með 20 sentim. bili á hvorn veg milli plantna. Pétttsáð Salat stendur lengur án þess að njóla en Srlathöfuð, og salathöfuð standa lengur án njóla ef stæistu blöðin eru tínd nokkuð þétl utanaf höfð- inu. — Það sem verður sérstak- lega að muna með Hreðkur er að borða þær þegar þæi eru þiosk- aðar en þó ekki of gamlar, þigar þœr fara að verða holar eða njól- aðar eru þær ekki mannamatur. Betra er að nota þær heldur fyr en seinna. Venjulega má byrja að borða Hreðkur 6 vikum eftir sáningu, stundum fyr. Spinati má sá með 15 sentim. bili á ann- veginn, en 20 á hinn, og sá 2—3 fræjum í einu. Spínat spírar ekki eins vel og Salat. Það er með Spínat eins og Salatið að biöðin eru aðeins notuð, þau þarf að tína af og nota svo fljótt sem hægt er, því Spínatinu er mjög gjarnt á að njóla, en til að veija það njólun þarf það að standa nokkuð gisið og tína þétt af því blöðin. Annars verður að sá Spín- ati og Hreðkum tvisvar eða þrisv- ar yfir sumarið, jafnvel Salati lika. Grænkáli er sáð eins þétt og gulrófum, en næpum nokkuð þétt- ar, þeim er ekki ætlað að veiða stærri en stórum eplum, mikið stærri eru þær ekki mannamatur. Sé þeim sáð strax er hægt að fara að nota þær i mat í Júní. Hreðkur, Salat, Spínat og næp- nr ætti að mestu að vera borðað hrátt, einkum af börnum og þau ættu helst ekki einn einasta dag á sumrinu að vera án einhvers lifandi grænmetis. Auðveldast handa börnum er að nota salat og spínat. daglega, smátt skorið með ofurlitlum sykur saman við, ofan á brauð, má vera bæði ofan á eintómt smjörið eða ofan á öðru áleggi, eða saman við skyr, (smátt skorið) mjöik og jafnvel með flski eða kjöti á hvaða hátt sem það er annars matreitt, að- eins að koma þeirri geglu inn á heimilið að láta ekki vanta Salat, Spínat eða Hreðkur með einhverri máltíð dagsins, meðan hægt er að fá það nýtt. Eg þekki af reynslu að fljótt verður það sælgæti, sem börnin kunna þó best að meta. Hreðkur eru líka hafðar ofan á brauð, skornar í sneiðar þversum, ef vill má strá sykri yfir og smátt skornu salati eða spínati. Svo er enn ein bending, sem eg vil gefa fólki með salat, spinat og grænkál: Hænsni verpa af engu fóðii eins vel. Grænkál getur venjulega staðið óskemt allan vet- urinn í garðinum. Fræ af öllum þessum matjurt- um hefl ég til sölu ásamt gulróta, hvítkáls og kiyddjurtafræi, vand- að og ódýrt, en nokkuð takmark- aðar byrgðir, einnig hefl ég fengið dálitið af blómfræi, aðeins valdar sortir sem sá má úti. Jóh. Arnfinnsd, Stakkagerði. Sundkugin. Framh. Jon Bjamason, Veganiótum : Hróbjartur Pétms on B altlandi Póraiinn Guðjónssou Vesiuih. "Ingólfui Gíslason Landamótum AUGLÝSIÐ I VIÐ I Hallgríms minning. Hugmyndin um að reisa sér- staka kirkju í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, til minningar, um Hallgrím Pétursson, hefur nú fengið fylgi víða um land. Sérstakar nefndir, svo kallaðar Hallgríms nefndir, starfa víða að fjársöfnun fyiir kirkjubygginguna. Ein slík nefnd er hér, og hefir nú i hyggju að halda samkomu fyrir málefnið innan skamms, líklega á upp- stigningaidag. Samkoman hefur tvennan tilgang: að minnast sálmaskáldeins á verðugan hátt, og að safna fé til kirkjunnar í Saurbæ. Nefndin heflr ráðgert að erindi um æfl og starf skáldsins verði flutt, lesin kvæði og söngflokkur skóiabaina syngi. Að sjálfsögðu verður þetta tilkynt nánar síðar. Pað er aldrei of gert að rækja minningu ágætismanna þjóðai- innar. Fátt eðn ekkert vekur kynslóðírnar meir til dáða en dæmi hinna bestu manna, er lifað hafa á liðnum öldum. Vel megum við íslendingar við það kannast frá viðreisnarbaráttunni á síðast- liðinni öld. Skemmra væri þjóð vor komin í menningu hefði ekki notið við hinna miklu verðmæta, er fólgin voru á blöðum sögunnar. Allir dugmestu endurbótamennirnir kunnu vel að meta þá fjársjóði. Hver tilraun til að bregða birtu á gull sögunnar, ber æfinlega ein- hvern góðan árangur. Minning Hallgr. P. er þjóðinni hjartfólgin enn í dag, þó að liðin sé meir en hálf þriðja öld síðan hann dó. Pað er og vel farið að hópur barna minnist hans með söng. Það minnir á sögnina um síðustu för hans til alþingis, er hann var orðinn aldurhniginn og sjúkur. Börnum var safnað saman er hnnn reið af þinginu, og sungu þau öll versið alkunna: „Gefðu að móðurmálið mitt“. Pað er ekki Ijklegt að nokkur maður hafi farið með meiri sigur af þingi, en hann fór þá, því að þar heyrði hann hina komandi kynslóð helga sér hans dýrmætustu tilfinningu og dýpstu þrá, á helgasta stað lands- ins, sem þá var kallað. Upp frá því hafa bestu Ijóð hans löngum verið kölluð hið skírasta gull íslenskra bókmenta og hann sjálf- ur mesta kraftaskáld þjóðarinnar. Hann var skáld hins háleita og fagra, iifsspekinnar og hugrekkis- ins, en um fram alt trúarinnar. Ljöð hans snerta enn strengi í salum þeirra, sem tiúaaf einlæg- um hug. Samkoman, serri Hallgrims- nefndin hnfuc fyi ■ hutíað, veiður rflaust vel sótt, því eð nmigt er hér urn manninn og efJaust veið- ur gott að vera þar. Sá einn galli er á um uudirbúninginn, að sennilega verður að nota hús, sem reynast mun alt of lítið fyrir þá aðsókn, sem gera má ráð fyrir, en varla eru tök á að endurtaka samkomuna. Það bregst ekki að þar verður húsfyllir. Páll Bjarnason. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins 1934. Margt er starflð, hátt skal hefja hreinan fána björtum vefja lýðsins óskum sólarsýn. Látið hvellan lúður gjalla, launráð öll og helsi falla, sigra þar sem sólin skín. Stoltir fríðir flokkar þeysa, framtíð skapa, vandann leysa, sundra því sem fúið finst. Sníða vopn mót eiturörvum, eflast vilja sigurdjörfum, samtaka þá sigur vinst. Ööld ríkir fslandsþjóðar, eldinn magna hatursglóðar, trúarviltir voðamenn. Lýður tældur, svikinn, seldur, samviskunnar myntstofn feldur. Vitisbál skal varast enn. Elskið landið, lífi fórníð, iýðsins heili til vaxtar stjórnið, djarflr menn við morgunbál. Lyftið björgum leysið helai, Lifi menning dáð og frelsi, brýnið viljans bjarta stál. Vandið flokksins störf og Btefnu, stefnið fram að marki gefnu, treystið viðjas bróðurbands. Fellið lýgi sannleikssvejrði, aetjið menn á fremstu verði, sanna vini lýðs og lands. Heyrið mál i mínu kvæði, menn og konui, Ijómi svæði birti yflr breíðri slöð. Orðstír lifir, flokkar falla, Fánann hefium, lúðrar gjalla. Fram til sigurs frjálsa þjóð. Kjartan Ólafsson. Paé Borgar sig vel aé auglýsa i ^ííéi. LESIÐ VÍÐI

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.