Víðir


Víðir - 01.06.1934, Side 1

Víðir - 01.06.1934, Side 1
VI. árg. 14. tbl, Vestmannacyjum, 1. júní 1934 lnnilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fósturdóttur okkar Svanhvít- ar K. Éinarsdóttur. Valgerður Þorvaldsdóitir Guðjón Þócðarson. Fortíð og framtíð. i. Saga hins íslenska stjórnarfars og afkomu ríkissjóðs síðustu 10—12 árin er lærdómsrík. Fram til kosninganna 1923 fóru með stjórn landsins samsteypu- stjórnir — stundum studdar af andstæðum flokkum, sem þá voru í engu samtaka. — Síðustu árin fyrir 1923 varFramsóknarflokkur- inn leiðandi flokkurinn að stjórnar- stuðningi. Þá kom svo mikil óreiða á fjárhag ríkisins að fjármálaráðherra Framsóknar sagði skuldir ríkis vera annaðhvort þetta eða hitt, sem sé vissi hvorki upp né niður um ástandið. Það var tekið með vetlingatök- um á öllum málum engin föst stefna í fjármálum, alt látið reka á reiðanum. — Þessu ófremdar- ástandi hrundi þjoðin af sér við kosningar 1923 er hún fól Borgara- flokknum — núverandi Sjálfstæðís- flokki, að annast stjórnarmyndun. Sú stjórn, sem þá var mynduð, undir forustu Jóns Magnússonar Og með Jón Þorláksson sem fjár- málaráðherra, sýndi greinilega stefnubreytingu 1 fjármálastjórn ríkisins. — Skuldir voru borgaðar niður, skattar og tollar lækkaðir, en þrátt fyrir það unnið mikið að verklegum íramkvæmdum. Það var stefnt að því að gera ríkið skuldlaust og sjálfstætt, losa það úndan oki lánardrotnanna og leyfa því að krefjast þess eins af gjald- endum, sem það þurfti til reksturs ríkisins og til framkvæmda. Stjórnir áranna 1923-^1927 stigu átór spor í þessa átt, enda stöð að baki þeim sterkur, einhuga meirihlutaflokkur, sem gat fylgt fram réttu máli, án þess að eiga úrslit þess undir geðþótta annarra flokka. Þetta er saga áranna 1923—’27, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fékk einn ráðið stefnu ríkisst.jórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn beið ósigur við kosningar 1927, vegna ófyrir leitinna og óréttmætra árása andstöðu ílokkanna, samfara tak- markalausum skrumloforðum og falsloforðum þeirra sömu flokka. Framsóknarflokkurinn tók að sér stjórnarmyndun með „hlut- leysi" kratanna. Þessir flokkar fóru með stjórn landsins árin 1927—1931. Fór þar saman gengdariaust bruðl og óvit í fjármálum hjá Framsöknar- ráðherrunum og frekja og tak- markalaus eiginhagsmunapólitík kratabroddanna, sem héldu lífi stjóinarinnar í höndum sér. Fram- sóknarflokkurinn bafði ekki þing- meiiihluta og hófst þá verslunin við krata, Stjórnin bjó til „feit“ embætti eitt af öðru og leiddi þangað krataforingjana i halarófu. Komnir á „stallinn“ voru kratarnir leiðitamir í bili, þeim hafði tekist að koma fram þeim einu áformum, sem öllum krataforingjum hér á landi eru hjartfólgin: Að auðga sjálfa sig á kostnað þeirra mál- efna, sem þeim er trúað fyrir. Þessi vöruskiftaverslun stóð 4 ár. Rikisskuldir tvöfölduðust, skattar og tollar. hækkuðu, og fjármála ö*reiðan í ríkisbúskapnum komst í algleyxning. Þetta var auðvitað ekkert merkilegt. Það vantaði samhuga og st.erkan þingmeirihluta er fyldi ákveðinni og gætilegri stefnu í fjármálum. Slíku var ekki til að dreifa. Stjóinin fórnaði öllu til þess að lafa og bitlingahlt krat- anna varð aldrei mettuð. Fyiir tveimur árum tókst loks Sjálfstæðismönnum, ásamt vitrari hluta Framsóknarflokksins, að stemma stigu fyrir framhaldi þessa ósóma. Krataliðinu var htundið úr jötunni, eyðsluseggjunum vikið á brott og tekiu upp gætileg og heiðarleg stefna í fjármálum. Þetta var aðeins fyrsta sporið til_ þess að leiða þjóðina út úr þeim ógöng- um, som hún lenti í, á árunum 1927—’31. Nú gefst þjóðinni sjálfri tækifæii til þess að stíga annnað og stærra spor fram til Ijóss og velgengis II. Reynsla undanfarinna ára heflr sýnt, að ríkinu var best stjórnað þegar einn sterkur, samhentur og gætinn flokkur fór með völdin. — Á stjbrnarárum Sjálfstæðisflokks- ins 1923—’27 var ríkisbúskapur- inn r6kinn á heilbrigðum grund- velli. Þeir voru einir om ráðin og gátu óhindrað unnið að velferð þjóðfélagsins. Framsóknar og krata- árin (1927—’31) byggist alt á mútum til handa krötum og er ríkissjóður látinn borga brúsann. Það var ekki von að vel færi. — Nú standa kosningar fyrir dyr- um. Nýju kosningalögin gefa kjós- endum meiri rétt en þau gömlu, en þau leggja þeim einnig meiri skyld- ur á herðar. Uppbótarsætin jafna að nokkru þann órétt, sem áður ríkti á milli hinna einstöku kjör- dæma. — Nú kemur hvert atkvæði til góða bæði þingmannsefni kjósenda og stjórnmálaflokki þeim, sem hann tilheyrir. Við útreikning uppbót- arþingsæta eru nctaðar þær at- kvæðatölur samanlagðar, sem frambjóðendur flokksins fá í öll- um kjördæmum landsins, auk þeii ra atkvæða, sem landlisti sama flokks kann að fá. það er þess vegna áríðandi að hver frambjóð- andi fái sem flest atkvæði. Það eru margir flokkar, sem hafa frambjóðendur í kjöri við kosningarnar 24. júní n. k., og mislit er hjörðin. Sjálfstæðisflokkurinn gnæflr þar yfir alla hina. Iiann heflr sýnt það í verkum, að stjórnmálastefna hans er ríki, og þjóð heillavæn- leg. Hann er stærsti flokkurinn og þess vegua líklegastur til þess að ná meirihluta þingsæta og geta myndað starfshæfa meirihluta- stjórn. Með honum einum ábyr-g- um fyrir stjórn landsins, getum við búist við að bat.nandi tímar fari í hönd, hér á landi. Með sigri hans er girt fyrir það, að mútu- lið kratanna láti greipar sópa um ríkissjóð, eins og það gerði á ár- unum 1927—’31. f Það er glæsilegifr hópur. sem flokkurinn býður fram til kosn- inga um land alt, og það verður gifturíkt starf, sem þessir menn munu leysa af hendi, ef þjóðin ber gæfu til að fela þeim með- ferð málefna hennar í framtíð- inni. — Við Vestmannaeyingar höfum verið svo lánsamir, öll arin síðan 1923, að eiga á þingi ágætan fulltrúa, þar sem er Jóhann Þ. Jósefsson. Hann hefir ávalt bar- ist ötullega fyrir málsfnum þessa bæjar á þingi, og er að allra dómi talin einna bestur þeirra manna, sem setu hafa átt á þingi hin síðustu ár. Hann heflr enn þá einu sinni geflð okkur kost á að senda sig, sem fulltrúa á þing, og er það vel farið. Vestmannaeyingar munu skipa sér þétt um hann við kosn- ingarnar 24. júní n. k. En að lokum vil ég minna ykk- ur á eitt sjálfstæðismenn. Við þessar kosningar eru þið ekki að- eins að velja ykkur þingmann fyrir Eyjarnar, þið eruð einnig að bæta við atkvæðatölu Sjálfstæðis- flokksins, þess eina flokks, er þjóð- in getur byggt á vonir um góða framtíð fyrir land og lýð. Sigur hans er gaafa þjóðarinnar. Baldur. Deilur og dómar. Að deila 'um málefni, á að vera hægt, án þess að meiða persónur manna, þó að oft vilji verða mis- brestur á því að það takist. Að deila um menn er mikið vanda- samara og viðkvæmara mál, og endar löngum með hita, sem trufl- ar alla dómgreind, og verður þá oft skamt öfganna milli. Lengi heflr haldist vakandi deila um spítalann hér, — hið svo- kallaða spítalamál, — og létu margir sér fát.t um flnnast, alt til síðustu daga. En nú hefir fjöldi fólks fengið nýjan vind í seglin, úr einhverri átt, og siglir hraðbyri eitthvað út í loftið, án þess að líta til hægri eða vinstri, uns skipið tek- ur grutm við öfganna strendur. Það er engu líkara en að nú sé annaihvor maður Orðinn lækn- ir og jafnvel lyfjafiæðingur, þó að ekki sé talað um hvað fólkið er orðið skarpskygnt á menn og hin vandasömustu málefni.

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.