Víðir


Víðir - 09.06.1934, Blaðsíða 4

Víðir - 09.06.1934, Blaðsíða 4
V I Ð í R Dansleikur verður haldinn í Alþýðuhúsinu, sunnudaginn þann 10. þ. rn. og hefst, kl. 9. e. h. Aðgöngumiðar á 2 krónur verða seldir við innganginn. Allur ágóði af skemt.uninni gengur til hjálparstarf- seminnar vegna landskjálftanna norðanlands. Samskotalisti vegna hjálparstarfseminnar verður lát- inn liggja frammi í samkomuhúsinu til áskriftar. Skemtinefnd hj álparstarfseminnar• Kærur til yíirska,ttanefndar útaf úrskurdum nidur- jöfnunarnefndar um útsvarskærur, skulu send- ar undirritudum formanni yfirskattanefndar í sídasta lagi þann 12. þ. m- • í Yfirskattanefnd Vestmannaeyja 7. júní 1934 Jón Hallvarðsson. Húsgagnavinnustofan ... í p i ng h o 11 i. .... Hef fyrirliggjandi maigar tegundir af húsgagnafóðri, teppi á legubekki, Veggteppi o. fl. Smíða eflir pöntunum hægindastóla, og heil sett með góðum skilmálum. Jósúa Teitsson. Uufaskipin í þýzkalandi undir þá. M. a. er nú verið að byggja leikvang (Stadion) í Berlín, sem áætlað er, að kosta muni 25 rnilj. ríkismörk (ca. 43 miij. ísl. kr.). — Um 20 þjóðir hafa þegar tilkynt pátttöku sína í leikunum. — i. G. YJirlýsing. Á fundi þeim er. haldinn var af Þjödernissinnum, Jafn- adarmönnum og Kommún- istum 7. þ. m., var lesin upp eftirfarandi yfirlýsing: Vegna fundar þess, sem nú er að hefjast, vill fulltruaráð sjálfstæðis- félaganna í Vestmannabyjum leyfa sér að taka fram eftirfarandi: Fundur þessi var auglýstur í dag af frambjóðendum þeirra flokka, sem menn hafa í kjöri við kosn- ingar þær, sem fai a i hönd, annara en sjalfstæðisflokksins. Pað er við- tekin regla, að á slíkum funöum er öllum frambjóðendum gefinn kostur á að mæta. Frambjóðend- um þeim, sem til fundarins boða, var það fyllilega kunnugt, fyrirfram, að frambjóðandi sjálfstæðisflokksins Jóhann f5. Jö3efsson, var fjarverandi og gat ekki mœtt, í kvöld, en hinsvegar væntanlegur heim í fyrra málið. Fundarboðendur haía því- visvitandi brotið þessa reglu, og skoðuin vér það sem freklega möðgun við flokk vorn og fram- bjóðanda. hetta viljum vér mjög eindregið átelja. Þess vegna lýsum vér yfir því, að sjúlfstæðisflokkurinn tekur engan þátt í umræðum þeim, sem her fara fram í kvöld. Hinsvegar mun frambjóðandi vor, að sjálf- sögðu, boða til þeirra funda, sem hann heldur með kjósendum, með þeirn fyrirvara, að frambjóðendum annara flokka gefist kostur á að mœta. Yfirlýsingu þessa óskum vér að fundarstjóri lesi upp í fundarbyrjun. -Vestmannaeyjum, 7. júní 1934, f. h. Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Vestmannaeyjum. Viggó Björnsson form. Stefán Árnason ritari Karl Sig. Jónason form. Sjálf- stœðisfélags Vestmannaeyja. Til fundastjóra kjósendarfundar 7. júni 1934. Nýýsa fæst daglega i ÍSEIÍJSIfOT. Fréttir. Messað á sunnudag kl, 5 e. h. Betel. Samkomur á sunnudögum kl. 5 e. h. og á fimtudögum kl. 8 e. h. Bókasafu bæjarins hefði átt að opna aft- ur til útlána í byrjun þ. m. En vegna þess, að húsnæði það/Sem safnið á að hafa framvegis, er skki tilbúið, verður enn nokkur dráttur á að opnað verði, Annars hefjast útlán svo fljótt sem unt er, og verður það þá nánar auglýst. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína þau hörriý Sveinbjarnardóttir, frá Skála undir Eyjafjöllum og Pórar- iim Guðjónsson bilstjóri. „Kongshavn" og „Sunnland" hafa legið hér síðustudaga oglos- að Sement til Einars Sígurðssonar og Óskars Sigurðssonar. Heð Brúarfossl þann 8. þ. ro. kom J. Þ. Jósefsson alþ.m., frá fiýskalandi. Hefir hann, eins og kunnugt er, verið þar í erindum ríkisstjórnarinnar, í við- skiftamálum. Vcðrið einmuna gott síðustu daga, og grasið á túnunum þýtur upp, eins og það viiji teygja sig sem lengst upp í Jjósið og vorið. Fuudurinn 7. júní Útifundur var haldinn hér að kvöldi þess dags. — Komu hingað frá R.vík ungir þjóðernis- sinnar ásamt frambjóðanda þeirra hér Oskari Haildórssyni. Það skal tekið fiam að fiambjóðandi Sjálf- NýU skyrt rjómi, nýmjólk, egg, undan- renna og sýra er til sölu á Vesturhúsum daglega. Flutt heim til fastra vidskiftamanna kvölds og morguns. stæðismanna J. Þ. J. var ekki viðstaddur, ekki kominn heim. Fyrstur kom á svalirnar Oskar Halldórsson, og sagði margt vel í ræðu sinni. — Hina ræðu- mennina skal eigi taiað um með nöfnum. En þess má geta, að frambjóðendur komma og krata, með fylgifiskum, sem þeir eru eigi öfundsverðir af, iétu þar til sín heyra. En sá munur! Að hlusta á þessa ungu pilta úr R.v. sbr. krata og komma hér, er svo óiíkt, að hvaða pólitik, sem maður hefði, gæti maður varla annað en dást að supnanpiltunum. Auðvitað eru þessir ungu menn sjálístæðismenn fiá toppí til táar. Hverir fóru háðulegar með komma og krata, á þessum fundi, en ein- mitt þeir ? En sjáum nú tii, Það er álíka munur á þeim og hinum réttu sjálfstæðismönnum, eins og í gamla daga var á henni Brúnku og henni Giánu. Báðar ætiuðu heim, og stefndu að samaheimili. Brúnka gekk hægt og rólega, Jeit til beggja handa, þó að lítið bæri á, og komst ferða sinna, en Grána beit og sló og stökk eins og hún gat. — íTátt fyrir hógværa hæga ganginn komst sú fyrnefnda fyr að markinu. Sundlaugin og börnin. Signín Óiafsd. Strandv. 37 : Jón Guðmundsson Strandv. 41 Magnús Guðm.son — — Ástgeir Ólafsson Strandveg 37 Elín Árnad. St.randveg. 43 A. Ragnh. Árnad. Strandv. 43 A Ágústa Sigurðard. —---- Guðni H. Árnason —----- Búnaðarstyrkurinn er kominn. Óskast vitjað. — Páll Ejarnason'. Eyjapreatsm. h.f.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.