Víðir


Víðir - 15.06.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 15.06.1934, Blaðsíða 2
VIÐIR ViMf Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaönr: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. um alla, án þess að nokkrir þár séu undanskildir, hvorki Árni lðg- maður né aðrir. Endurtekning sögunnar er enn harðari fyrir þá sök, að þeir, sem umhleypingurinn á eftir illa talað um, eiga það í vændum. Tryggvi, Ásgeir, síra forsteinn o. íl. hafa fengið sitt. Hvers mega þeir Hermann og Eysteinn vænta ? Er ekki rétfc að umhleypingur- inn hljóti sinn dóm, áður en hann kemst á Alþing? Að hann verði feldur frá kosningu. l)m dragnótaveiðar. í sambandi við töku vólbátsins „Kap“ fyrir ólögiegar veiðar með dragnót, hafa ýmsir sjómenn beint, spurningum til mín um það, hvort leyfilegt væri að fiska með dragnót ínnan landhelgi i sumar. Hafa sumir látið þess getið og jafnvel haft það eftir mönnum af varðskipum að landhelgisveiðar með dragnót myndu ekki varða leyfðar í sumar. Nú virðast margir ætla að freista þess að hafa nokkra sumaratvinnu af dragnótaveiðum og miklu fleiri en f fyrra. Stunduðu þá fáeinir bátar veiðarnar hór með góðum árangri. E*áð er því bert að sjómönnum og jafnvel fleirum Vestmannaeying- um er það mikilsvert hagsmuna atriði hvort þessar veiðar verða leyfðar eða ekki. Til þess að taka af ölí tvímæli um veiðileyfi, að því er yfirstand- andi sumar sneitir, vil ég seta hér 1. gr. laga um breyting á lögum nr. 55. 7. maí 1928 um bann gegn dragnótaveiðum í land- helgi. ,Greinin hljóðar svo : Aftan við 2. gr. laga nr. 55 1928 bætist ný málsgr. svo hljóðandi: Á svæðinu frá Hjörleifshöfða vestur um til Látíabjargs skulu veiðar með dragnótum leyfðar í landhelgi, frá 15. júní til 30 nóv- ember ár hvert. Á Breiðafirði og Paxaflóa skal slík veiði þó aðeins heimil skipum, sem skrásett eru innan lögsagnarumdæma, er að þeim liggja, öðrumhvorum eða báðum". Mörgum kann að þykja einkenni- legt niðurlag greinarinnar svo mjög sem þar er gert uppi á milli landshluta. Petta mun að nokkru stafa af því, að þessi lagabreyting mætti haiðsnúinni mótstöðu og var mjög tæpt að frarn gengi. Niðurlag greinarinnar var sett inn á síðustu stundu í þinglok og og ef tíl vili til þess ætluð að bana málinu þó svo yrði eigi. Lögin gilda aðeins til ársloka 1934 lengra þorðu sumir þeirra, er unnust þó til að fylgja málinu, eigi að ganga. Hinsvegar var það von mín, sem ílutti þetta mál að veiðileyfið þennan tíma, þó stutt- ur væri, myndi verða mörgum sjómanni nokkur atvinnubót, og líka hitt að sú reynsla kynni að fást á þessum tíma er gerði mönnum auðveldaia að vinnabug á hleypidómunum gegn veiðiað- ferð þessari framvegis. Hvað sem kann að hkfa á unnist í þessu efni, er það vís.t að það verður torsótt að fá þessi lög framlengd eða önnur sett er gangi eins langt í tilslökunaráttina, svo rótgróin er óvildin á dragnóta- veiðunum, hjá fjölda manns. Sjómenn þeir er reynslu hafa af veiðunum ættu að láta skoðun sína opinberlega í ljósi, það myndi kannske hjálpasumum bændum á þingi til að skilja, hver nauðsyn á því er að ekki sé amast um of við þessari atvinnu, sem getur ef rótt er á haldið, verið mönnum notadrjúg þann tímann, sem annars er lítið um atvinnu fyrir sjómenn. J. Þ. J. Uppbót&rsætin. í nýju kosningarlögunum er svo ráð fyrir gert, að þeir stjórnmála- flokkar, sem koma þingmanni að í kjördæmi, fái uppbótarsæti, eftir því sem peir eiga atkvæðamagn til, um land alt. Við kosningar þær, sem nú fara í hönd, er það fyriifram vit- að, að tveir stjórnmálaílokkar, Kommúnistar og Þjóðernissinnar, koma hvergi þingmanni að í kjör- dæmi. Skilyrði fyrir því að fiokkur fái uppbótarsæti er það að flokkurinn nái einhverju þingsæti. — Einar Olgeirsson fallinn í ó- náð, og um Isleif er ekki að tala hér, þrátt fyrir fyrirgefningaibón hans, sem merkustu fylgismenn hans hafa fyrirlitningu á. Og hvar koma Þjóðernissinnar manni að ? — Þessir tveir flokkar geta alls ekki hlótið uppbótarsæti við þess- ar kosningar. Þeir kjósendur, sem greiða þess- um t.veimur flokkum atkvæði, vita því að atkvæðum þeirra er á glæ kastað. Þeir hafa engin áhrif um stjórnarfarið næstu fjögur ár. Hifct ættu menn lika 'að vita, og íhuga vel, að eitt atkvœði get- ur ráðið því, hver aðalflokkanna fái fleirri uppbótarsœti. ViII nú nokkur Sjálfstæðismað- ur verða þess valdandi að Kratar & Co komist í meirihluta ? Fiskimjöl ðg þurkuð bein. Undanfarna daga hefir legið hér norska flutningaskipið „Stein" og tekið þurkuð fiskbein, hausa og dálka, til útflutnings. Útflutningur þessi gefur ýms tilefni til spurninga. Hversu má það ske, að það geti borgað sig að flytja hóðan út hrávöru, sem er margfalt um- fangsmeiri, en efnið unnið úr henni. Varan þó keypt hér sama vorði og innlendar verksmiðjur gefa fyr- ir hana, að því er best er vitað ? Er þess gætt í löggjöf og við útskipun, að tollar og skattar séu greiddir í réttu hlutfalli við efnið unnið úr henni ? Fróðir ménn segja að svo?muni ekki vera. En hvað sem um það er að segjn, hví skyldu ekki vinnulaun- in við efni það, sem unnið er úr, þessari vöru, eiga að vera eftir í landinu, einmitt á þeim tímum þegar hveit land reynir að búa sem mest að sínu ? Innlendar verksmiðjur eru orðn- ar svo margar, að ekki er að óttast samkepnisskort um beina- verð, þótt útlendingar væru ekki Iátnir sitja fyrir. Og hveinigfæri ef ein eða fleiri af innlendum verksmiðjum yrðu að hætta sök- um hráefnaskorts ? Dtlitið með afurð&sólm Með Brúarfo8si komu sendimenn íslensku stjórnarinnar, er verið hafa að greiða fyrir sölu íslenskra- afuiða erlendis. Frá Spáni komu þeir Richaid Thors, Magnús Sig- urðsson og Helgi Guðmundsson og frá Þýskalandi Jóhann Þ. Jóseísson. Útvarpið hefir nokkuð skýrt frá erindislokum þessara manna, og er sagt frá Spáni, að samningar séu óundirskrifaðir, en Sveinn Björns- son sendiherra sé eftir syðra. Er vonandi að úr rætist með sölu á fiskinum, en búast má við aö eitthvað minki innflutningur vor á Spáni. Útvarpið skýrði líka frá því, að Jóhann F. Jósefsson, hefði, meðal annars, fengið vilyrði fyrir inn- flutningsleyfi á 1500 hestum til þýskalands, með aðgengilegum skilmálum. Aðrir samningar hans munu snerta innflutning á íslensk- um afurðum. Samningar eiu á döfinni um þessi atriði. Gott útlit er fyrir þaö, að íslensku togararnir geti siglt á þýskaland í haust. Fað atriði er mjög mikilsvert fyrir sjómenn, einnig fyrir þá, sem ekki eru á togurum. Innflutningurinn til Englands er takmarkaður, og þvi nauðsynlegt að hafa i fleiri staði að venda. Útflutningur á ísuðum bátafiski frá íslandi fer stöðugt vaxandi, og þarf að taka miklum framförum, ekki síður þegar þreng- ist á Spánarmarkaðinum. Fessi síðasta ferð Jöhanns F. Jósefssonar, sem hann nú er ný- kominn heim úr, er þriðja íerðin, sem hann hefir farið fyrir ríkis- stjórnina, til viðskiftasamninga við stórveldið Fýskaland. Hafa íerðir þær, eins og kunnugt er, borið ágætan árangur fyrir íslenska rikið. einkum sjávarútveginn og sjómannastéttina yfirleitt. Að Vestmannaeyingurinn, J. þ. J., er valinn til þessara ferða, af rikisstjórh, sem hann er andstæð- ur í póiitík, sýnir glögt hve mikið traust er borið til hans. Fað mun þó eigi hafa verið skortur þeirra manna í Reykjavík, ,sem fúsir hefðu verið til ferðanna, en J. F. J, treysti stjórnin best. Og fullyrt er, að enn hafi álit á honum vaxið, við þessa síðustu ferð hans. Hviksögur ganga um bæinn um það, að ein- hver fjármálaóreiða sé hjá Bruna- bótaféfagi Islands, en forst.jöri þess br Halldór Stefánsson alþm. eins Og kunnugt er. „Yíðir" veit engar sönnur á þessum orðrómi og telur í þessu efni, sem öðru, varlega gerandi að leggja trúnað á alfc sem sagt er. En vegna þess að Kratabrodd- arnir hér í bænum eru þegar farnir á stúfana útaf þessu,. og vilja eigna Sjálfstæðisfiokknum forstjóra Brunabótafélagsins herra Halldór Stefánsson, vill „Viðir" geta þess, að þessi maður hefir aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefir fram að þessu verið Framsöknarmaður og aamherji Sósíalistanna á þingi og utan þings. Nú mun hann vera Bcendaflokks- maður. „Víðir" vill vona það, að sögur þær er ganga um óreiðn hjá fél- agi því er um ræðir, reynist rang- ar’ Fað væri öllum best. En hinar lœvísu tilraunir „krata- postulans" hér, til að koma óorði á Sjálfstæðismenn í sambandi við þennan söguburð, sem hann veit þö ekki hvort er sannur, sýna slefbera innrætið hjá manni þess-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.