Víðir


Víðir - 19.06.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 19.06.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestmannacyjuin, 19. júní 1934 \ 17. tbl. þingmál Það mun möigum finnast, að< kosningum þeim, er nú fara í hönd, hljóti að fyigja miki) alvara enda er það mála sannast að þær eru söttar af miklu kappi. , Margt ber til þess. Hagur lands- mahna er svo þröngur og horf- urnar svo eifiðar, að nóg efni er til alvarlegra íhugana. Það bætir lítið um, að átök flokkanna aukast sífelt og saka þeir hver annan um ástandið, og spá hver öðrum hin- ¦ um mesta ófarnaöi. Mörgum ro- lyndum manni er fyrir löngu farið að ofbjóða hvílíkri feikna orku er . varið í þetta niðuirifsstarf árum saman. Sá þykir jafnvel mestur maðurinn, sem getur valið and- stæðingnum sárust smánaryrði f ræðu og riti, i stað þess að koma með nytsamar tillögur í náuðsynja málum þjóðarinnar. Á ' þessu ber m.iög mikið í þessum kosningum. Omerkilegur nágranna- kritur er dreginn inn í umræður um alvarleg málefni, og þrætu- mál smábæja eru látin hafa áhrif á kosningu til löggjafar samkomu Þjóðarinnar. Máttur lýðræðisins verður e.kki mikiil til menningar- starfs þegar syo. er með farið. En það þarf ekki svo að vera, og á ekki svo að vera, þar geta kjós- endur tekið í taumaha, og eiga. líka að gera það. TJm það verður ekki fjölyrt meira að sinni, heldur minst lítilsháttar á nokkur alvar- leg mál, sem liggja fyrir til úr- lausnar fyrir næsta þingi. Fjármál. Margir telja þau vandamestu mál þjóðarinnar, og víst er um það, að ærnum áhyggjum hafa þau valdið hin síðari ár og flestir- mæla nú svo, að þar'sé helstliðs þörf á næstu þingum. Það er áby-rgðarmikið að taka að sér fjárreiður þjóðarinnar eins og þœr eru hú orðnar, ekki að eins bú- skapur ríkissjóðs heldur líka íjár- hagur allrar þjóðarinnar. Einn örðugleikínn er sá hugsunarhattur sem nú er er farinn að ríkja í fjármálum og sívaxandi óráðvendni á oliklegustu stöðum. Mörgum hættir við að gsra ekki ? greinar- mun á afkomu ríkissjóðs eitthveit árið, og afkomu þjóðarinnar í heild. Það má í svipinn draga svo míkið saman í sköttum að rikissjóður sé vel haldinn í bili, en það hefnir sín brátt ef of langt er haldið á þeirri braut. Skattamálin. Þau eru nú hið mesta þrætu epli flokkanna og koma . fiam margar ólíkar kröfur. Þar er Ur vöndu áð ráða fyrir kjósendur, því. mestur hluti alls almennings er miög ófróður um skipulag skatta- mála, enda þykja þau heldur óhugð- næmt efni. Flestir veiða því að láta.sér lynda að eiga þau alveg uri'dir fulltiua sínum, og skiptir þá mestu að velja sér þann manninn, sem er Hklegastur til að fara hófsamlega með máliO og samviskusamlega, og hafi til þess bæði vitamuni og lífsreynslu. Atvinnuinál. Hór verður fátt um þau rætt, því að 'efn'ið'er of mikið í stutta blaðagrein. þsss má geta að ýms mál, sem snerta atvinnu manna hér sérstaklega, munu verða til meðferðar t. d. dragnóta- veiðar, landhelgisgæslu og björg-, unarmál. Annars virðist nú leik- urinn berast þangað sem mætist réttur einstaklinga til að reka at- vinnu svo sem verið hefur, og ágengni hins opinbera til að skerða þann rétt, og ná honum undir sig. Baráttan um eignarréttinn og at- hafnafrelsið er þegar hafin, og það er í rauninni húu, sem mestu veldur í þossum kosningum Sjálf- stæðisflokkurinn fylkir sér tii varn- ar um hið forna \ skipulag, að hverjum manni sé greidd gatan til að verða efnalega sjáifstæður og fái að halda fullum rétti yfir eign sinni" og atvinnu. SjáTarátvegur. Ekki þarf að lýsa því fyrir kjósendum í þe^su kjördæmi, við' hverja erfiðleika hann á að stríða á þessum áium. Þess má þó geta, sem reyndar flestir vita, að nú situr milliþinganefnd að störfum, til að búa mál útvegsins undir næsta þing, og skiptir það miklu fyrir alla, er við sjó búa, að vel og viturlega verði með þau mál farið. Það má tolja vel farið að Vestmannaeyjar eiga fulltrúa í þeirri nefnd, hversu svo málin kunna &ð fara fara í meðferð þingsins. Iðnaðarmál, Þau eru einnig til uudirbúnings fyrir næsta þing. Iðnaður er að vísu ekki mikil atvinnugrein hér, en aftur er hér mikill hópur ung- menna, sem fýsir að ganga þá braut ef þess væri kostur. Skipt'- ir stórmiklu fyrir hina uppvax- andi kynslóð, að þeim málum verði vitariega til lykta ráðið, eigi síst að því leyti að efnilegur ung- ír menn geti gert sér von um að skapa sér sjálfstæða og arðvæna stöðu, ef dugnaði og ráðvendni er beitt. Utanrí kis verslun. "Verslunin við útlönd er nú eitt hið mesta vandamál atvinnulífsins um allan heim. Innflutningshöft og tollamúrar eru hinar öflugu viggirðingar atvinnurekendanna víðsvegar um lönd. Þetta heftr islenska stjórnin þráfaldlega orðið að reyna í sainningum við aðrar þjóðir. Sendimenn eru nú gerðir út árlega til nokkurra landa og þykir, sem vonlegt er, stórum þakkar vert þegar eitthvað vinst. Alt er þetta starf í bernsku hjá þjóðinni, en er eitt af allra vanda- mestu verkefnum næstu þinga að ráða viturlega fram úr þeim. Að því mun reka hér eins og hjá Norðmönnuni fyrir þrjátíu árum, að ekki tjáir að fela annari þjóð utanríkismálin til langframa. En meðan sambandslögin gilda verður' að Kga sig eftir því skipulagi sem nú er, og reyna alt hvað mögu- lögt er að ná hagkvæmum skil- málum við þær þióðir, sem em líklegar til að kaupa íslenska fram- leiðslu. Nú standa yfir samningar við Þjóðverja og Spáinverja og jafnvel fleiri þjóðir. En það segja þeir, sem'þeim málum eru kunn- astir, að maigt þarf að vinna til að koma þessum málum i gott lag. Ekkert mál, sem nú liggur fyrir, er þýðingar meira fýrir at- vinnu allra landsmanna. Það væri hrapalegt fyrir þjóðina, ef mistök yrðu hjá þingi og stjórn í meðferb þessara mála. ' I Bankamálin. Vel er þeim málum fyrir kom- ið að þvi leytí, að nógu margir eru bankarnir, bankastjórarnir, bankaráðin og alt þab. En hvort bankamál þjóbarinnar [eru öll í besta lagí, þab kann að vera álita mál, og verður verkefni nœstu þinga að íhuga það nánar. < Launamálið. Löngum verbur mönnum tíb- rætt um þau útgjöld ríkisins er fara til ab launa embættismönn- um og starfsmönnum þjóðarinnar. Misréttið þótti nú orðið keyra svo úr nófi um launakjörin að nefnd var setí í málið og býr hún það undir næsta þing. Það hefir löng- um þótt vanda verk að skamta hjúunum matinn, ekki síst þegar af litlu er að taka. Búast má vib harðri rimmu á þingi þegar mál þetta kemur fyrir, og fellur þab þá í hl'ut hinna gætnari og œfbu þingmanna, ab jafna deilurn- ar og rába málunum til likta. Fræðslumái. Lög um almenna fræðslu eru nú hjá nefnd til meðferðar. Ekk- er líklegta, en ab straumum hinn- ar nýrri skólastefnu verði veitt inn í skóla landsins meir en ver- ib hefir. Er það mál mjög merki- legt og vandasamt, og snertir all- an almenning meir en ílest önn- ur mál. Afskifti ríkisins af upp- eldismálum þjóðarinnar faia sí- vaxandi, og þá er vandinn að setja takmörkin og kröfurnar við hæfi lands og þjóbar, en gína ekki yfir öllu útlendu hugsunarlítið. Áfengisloggjðf. Atkvæðagreiðslan um aðfiutn- ingsbannið, a síðastl. hausti, varð til þess, að ekki verður undan því stýrt ab setja nýja áfengislöggjof. Málefni þetta er. eitt af allra vib- kvæmustu málum þjóbarinnar. Líklegt er ab um það verði mikl- ar deilur á þingi, því ab þar verða eflaust kappsmein báðumegin. Þó hefir heppnast að komast hjá deilum um það mál í kosninga- hríðinni ennþá, og fer þab að von- um, því að yfirleitt eru ekki rædd málefni svo heitið geti. A fund- unum er annað að starfa. Hór hefir verið drepið á fáein mál til umhugsunar fyrir kosn- ingarnar, því það er ilt að fara á kjörstabinn og hafa ekki íhugað neitt hvað fyrir liggur. Kosninga- rétturinn er því aðeins dýrmætur að með hann sé farið eftir bestu samvisku. Timamótin eru alvarleg, og mál. efni þau er fyrir liggja mörg hver i '

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.