Víðir


Víðir - 19.06.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 19.06.1934, Blaðsíða 2
V í Ð I E Auglýsing. Almennann Kjósendafund halda frambjóðendur allra flokka hér þ. 21. þ. m. við Earnaskólann. • Fundurinn hefst kl. 8,30 e. h. ALMNGISKOSNINGAR. |||| ||| ||||||| IWIBIIIBIIIW Kosning alþingismanns fyrir Vestmannaeyja- kjördæmi fer fram í Gódtemplarahúsinu sunnudaginn þann 24. þ. m. og hefst kosn; ingin ki. 10 f. h. Kosid verdur í tveim kjördeildum. 1. kjördeild Aase — Júlíus, 2. kjördeild Karl — Ögmundur. Undirkjörstjórnir og umbodsmenn frambjód- enda og landlista, þurfa ad koma á kjörstad kl. 9,30 f. h., til þess ad kosníngin geti byrj- ■ ■ Kemur lít einu sinni í viku. ! ■ ■ Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON ■ ■ Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON ■ Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. * ■ afar vandasöm og örlagarík fyiir þjóðina ef illa tekst til með úr- lausn þeina. Stjórn landsins er ábyrgðarmikið og vandasamt starf þó að margir þykist hæflr til að takast það á hendur. Það er lagt í hendur hvers kjósanda á kjör- dbgi hverjum hann trúir best fyr- ir því og þann rétt má enginn skerða. Kjósandinn í kjörklefan- um verður að spyrja sjálfan sig í fylstu alvöru : Hverjum tieystir þú best í mestu vandamalum þjóðarinnar ? Páll Bjarnason. Krataskúlan. Um alllangt árabil hefir fleytu þessati verið haldið út, hér í Vestmannaeyjum. En snemma tók að bera A kreppu hjá fyrirtækinu. kað fara litlar sögur af þeiin mönnum, sem höfðu yflistjórnina þar í byrjun. En er ísleifur Högna- son settist við st.ýrið, þá tök að gefa á skútuskömmina. Varðist hún nokkuð áföllum í fyrstu, en síðar fór að koma upp kurr hjá skipshöfninni. Stýrimað- urinn Þorsteinn í\ Viglundsson stóð fyrir óróa þeim. Gjörðist þá erfið stiórnin. — f*essi ulfúð magnaðist smátt og smátt, þar til úr varð uppreisn og komst Poisteinn í skipstjora- stöðuna. ísleifur fékk þá nýja fleytu frá Russlandi og hefiv stýrt því farartœki síðan, en nú munu hans stjórnardagar þar taldir, — ný uppreisn í aðsigi. — Porsteinn Víglundsson hélt úti gömlu skútunni, í byrjun, bæði skipstjóri og háseti og di óg illa. -— Mátti heita, að alt lifandi fældist fleytuna, þegar stjórnandinn var sýnilegur. Þá var leitað nýrra manna í skipsrúmíð. Kom fyrst símamaðurinn úr Reykjavik, Guð- mundur að nafni. Þóttj þetta góð- ur fengur, nú var hægt að senda út neyðarmerki ef í hrakningum lenti. Var það talsvert öryggi fyr- ír skútumennina. — Ekki varð þetta samt til eflirigar útgerðinní, aflinn reyndist iýr, jafnvel verrj heldur en hjá f’orsteini. Nú voiu góð ráð dýr, ef alt átti ekki að tapist. — Voiu sendir út leiðangrar í 8kipstjóraleit. Fóm þeir víða og ad stundvíslega. í yfirkjörstjórn Vestmannaeyja varð ilt til fanga. Af skútunni fór ilt orð, hún var tæpast talin í haffæru standi. Að lokum náðu þeir í ungling einn, sem þeir á- litu að mætti gera nothæfan. — Hafði hann skipstjórapróf og fiski- mannsréttindi. Maður þessi hét Páll Þorbjarnarson. Tók hann við stjórn skútunnar, en Porsteinn gerðist kokkur hjá honum. Lítill hefir aflinn verið hjá Páli og illa gefst kokkurínn. — Nú eru þeir að bua skútuna út til nýrrar v®r- tíðar og vilja fá sér mannskap. En farartækið er i vondu standi og er mavgt biuggað til þess að troða í glufurnar. Er þar sett „4 ára áætlun" um falslofoið krata í stærstu götin, gömlu lofoiðin, sem búið er að svíkja, eiu notuð sem ísláttur og loks bikað með gamalli upptuggu og slepju úr Al- þýðublaðinu. í seglfestu á að hafa „beinin", sem krataforingjarnir fengu í stjórnartið Jónasat. — Með fleytuna þannig uppdubbaða, leggur liinn nýji skipstjóri úr höfn. — Haldið þið lesendur góð- ír, að þetta" reynist haldgot.t farar- tæki 24. júní n. k. ? Baldur. Eyjaprentsm. h.f. 19. júní 1934 ,j>jóðernissinninn. Svo nefnist blað, sem Reykja- víkui- unglingarnir senda hingað og kalla blað þjóðernissinna í Vestmarmaeyjum. Ekkert orð er skrifað í blaðið af Vestmanna- eyingunum, en það er útgeflið í þeirra nafni. Linnet og Co hafa framkallað þetta „fyrirbrigði”. Blaðið er ekkert frábrugðið málgögnum annara öfga- flokka. Sömu dylgjurnar í garð sjálf- stæðismanna einsog í sneplum Koinmúnista og Krata. Sjálfstæðismenn heita auðvitað „íhaldið" á máli þessara Reykja- vikurdrengja. Beinlínis fi umlegt er það ekki, þetta er upptugga eftir rauðliðunum, sem hinir efnilegu unglingar er Þjóðernishreyflnguna boða hafa góða lyst á að eta upp eftir fjandmönnum sjálfstæðis- manna. Annað veiflð hafa þessir svo kölluðu þjóðernissinnar látið í verðri vaka að þeir hefðu aðal- lega að markmiði útrýmingu Marxismans þ. e. Sósialista og Kommunista, en þeim klýjar ekkert við að biúka sömu „slagorðin" og þessir flokkar þegar þeir eru, eins- og nú vill raun á verða, að niða sjálfatæbismonn. H. S. J. eða Helgi Jónsson heitir hann forjngi Þjóðernissinna þetta missiiið. Nú eru Gislarnir sem byrjuðu að vera foringjar reknir út í horn. Alt leikur þett.a í lausu hjá þessum mönnum og ekki skortir foringjana. Vestmannaeyingarnir taka ekki þátt í bardaganum. Linnet brá sér til dönsku mömmu og ætlar að sið hygginna hershöfðingja að horfa á bardagann úr hæfilegri fjarlægð. Ari foringi gerði siíkt hið sama. Þeir skiija þeim ungu mönnuni það eftir, sem heima sitja, hið skemtilega hlutveik að hjálpa Kómmunistum og Krötum að kljúfa kjösendur frá sjálfstæðis- flokknum, og leggja sitt fram til að koma i veg íyrir það, að hann nái meiri hluta á þingi. Allir vita að þau atkvæði sem Þjóðernissinnarnir fá verða ónýt. Oskar kemst ekki að hér né heldur H. S. J. í Reykjavík, eða Finnbogi i Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Þar er fylgi Ólafs Thors öflugra en nokkru sinni áður eftir því, sem skilríkur maður hefir sagt þeim er þetta ritar. Atkvæði er falla á þann flokk er engum manni kemur að í neinu kjördæini eru ónýt, þeim er fleygt i sjóinn. Þetta ættu þeir af Þjóðernis- sinnum, sem ekki cru hlyntrr rauðliðum að áthuga áður en það er ofspint. „Foringjar® þeir hinir reykvisku hafa sótt fram af kappi en af lítilli forsjá. Enginn vafl er á því að framferði þeirra við þessar kosningar vekur andúð á þeim, það virðist ekki vera annað en samspU við rauðu flokkana, til að spilla fyrir sjálfstæðismönnum. Hreggviður. Hrcppsnc|nda- kosningar ú\ um land. Kratar tapa alstaðar. í Keflavík voru kosnir 3 menn í hreppsnefnd. Fengu Sjálfstæðis- menn þá alla. Á Eskifirði voru kosnir 5 menn, Sjálfstæðismenn fengu 3, kratar engann. — í Bolungavík — í hreiðri Vilmund- ar kratapostula — voru kosnir 4 menn. Af þeim fengu Sjálfstæðis- menn 3 kosna, kratar einn. Má af þessu sjá, að kjósendur út, um land, eru farnir að kann- ast við eiginhagsmunapólitík krata- foringjanna og fela þeim þessvegna engin trúnaðarstörf. Krataforingj- arnir belgja sig upp fyrir þessar alþingiskosningar og lofa miklu eins og vant er. — En þeim þýð- ir það ekkert, þjóðin veit að þeir svíkja öll loforð, hún snýr þess- vtgna við þeim bakinu. — Það vita þeir líka vel sjálfir. — Jón Hallvarðsson.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.