Víðir


Víðir - 23.06.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 23.06.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestmannaeyjuin, 23. júní 1934 19. tbl. Vestmannaeyingar. Áður en kjósandi gengur að kjörbor8inu verður hann, vegna sjálfs síns, héraðs síns og lands síns, að gera sér grein fyrir tvennu aÖ minsta kosti. í fyrsta lagi verður kjóaandi a8 mynda sér Kkoðun um hver fram- bjóðenda þeirra, sem nú eru í kjöri hér í Vestmannaeyjum, sé líklegastur til að koma fram mál- efnum héraðsins, svo að liklegt verði að hagur einstaklinga batni og velmegun vaxi. í öðru lagi verður kjósandi að gera sér sem ljósasta grein fyrir því hver af frambjóðendunum sé líklegastur til að vinna þjóðinni mest gagn raeð starfl sínu sem löggjafi á alþingi. En fjárhagslegt og andlegt sjálfstæði sérhverrar þjóðar, er komið undir löggjöf viturra manna. Svar við þessu tvennu fæst með því, að bera saman atgiörfi fram- bjónenda, dæma í huganum um kosti þeirra og lesti, bera saman stefnu hinna ýmsu flokka og síð- aat en ekki síst forsögu flokkanna, því reynslan er í þeim efnum, sem öðrum, ólýgnust. Jóhann Þ. Jösefsson heflr verið þingmaður Vestmannaeyja í 10 ár. Á þeim árum hefir hróður hans sem manns og þingmanns stöðugt farið vaxandi. Öll þau máJ, sem hóraðsbúar hafa falið honuro að koma i fram- kvæmd á alþirígi. hafa fengið far,- sæla lausn, Eyjunum til hagsbóta, Jóhanni Þ. Jósefssyni til sóma. Honum er það að þakka, að nið- ur er feld Monbergsskuldin. Baggi sem riðið hefði atvinnulífi Eyjabúa að fullu. Hans verk er það, að undanfarandi ár hefir alþingi veitt tugi þúsunda til ræktunarvega hér í Vestmannaeyjum. En slik fjár- veiting er óþekt i öðrum héruð- um, og einsdæmi í sögu fjárlaga okkar íslendinga. En iæktunar- vegakerfið mun á skömmum tíma gjörbreyta atvinnuhoríum margra hér. Dæmafárri lægni og festu J. Þ. J. ber að þakka þaÖ, að við höf- um nú á vetri hverjum björgun- arskip við Eyjarnar, án nokkutra sérstakra útgjalda fyrir héraðið. En það ágæta málefni var, á sín- um tima, að verða fjárhag Eyj- anna ofviða. Festu og harðfylgi Jóhanns Þ. Jösefssonar á alþingi ber að þakka það, að stórfé er fengið til kaupa á dýpkunarskipi. En slíkt tæki mun, ef vel og giftusamlega er á haldið, gera Vestmannaeyjar að farsælustu fiskistöð landsins. í utantíkismálum okkar Islend- inga hefir J. Þ. J. ef til vill unn- ið stærra þrekvirki, heldur en dæmi eru til, i okkar stuttu sögu sem sjálfstæðrar þjóðar. Þannig hefirhann komist aðbetri samning- um við erlenda stórþjóð fyrir hönd íslensku Þjöðarinnar, heldur en „bestukjara" samningar gera ráð fyrir. Þingsaga J. Þ. J. ber vott um það að Vestmannaeyjar hafa átt sem fulltrúa gáfaðan mann og giftudijúgan, héraði og landi. Það er lífsnauðsyn íslensku þjóðinni, að málum hennar skipi vitrir menn, studdir af sterkum flokki. Þolir nokkur hinna fram- bjóðendanna samanburðavið J. Þ. J. Hjá öllum réttdæmum mönnum verður svarið neitandi. Kjósendur góðir munið þess vegna, að gigur Sjálfatæðisflokksins er sigur þjoðarinnar. Astþór Matthiasson. Siðasta orustan Útifundur var enn haldinn hér á fimtudaginn var. Voru þai mættir^frambjóðendur þriggja flokk- anna, Sjálfstæðisflokksins. Krata- flokksins og Kommúnistaflokksins, og forvígismaður Þjóðernissinna í Reykjavik, í stað frambjóðandans.. Pyrstur kom á svalirnar þing- mannsefni Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Þ. Jósefsson. Talaði hann um málin eins og þau höfðu að undan förnu gengið, og horfðu nú við, énda er hann þaulkunnugur þingsögu hinna síðari ára. Var ræða hans vel flutt og skýr eins og vænta mátti. Næstur kom fram Páll Þorbjörns- son frambjóðandi kratanna. Bar þar lítið á kunnugleik, en mikið var um biekkingar. Þá kom fram Helgi S. Jónsson. Þjóðernissinni. Var- ræða hans vel rtutt, en unglingsleg í meira lagi, að efni til. Og tæplega mun nökkur hafá sannfærBt um það, . af ræðu hans, að mennirnir yrðu á svipstundu svo góðir, að alt gengi i himnalagi, þó að Þjóðernis- sinni slysaðist inn í þingið, — sem auðvitað er engin von um, að þessu sinni, ekki einu sinni í Rvík, hvað þá hór. Þá kom síðastur á svalirnar frambjóðandi kommúnista, ísleifur Högnasen. Hann var alveg eins og hann er vanur að vera á opin- berum fundum. tír honum flugu ósannindin eins og skæðadrífa. — Voru svona nokkuð klaufalega áberandi. . Þeim ísleifi og Páli fór eins að þvi leyti, að þeir sáu Jóhann alt- af með hnakkanum, — hann stóð sem sé ekki frammi fyrir þeim. — Truflaðist við það dómgreind þeirra. Þeir voru of áberandi hrædd- ir við hann. Sé nokkuð að marka, lófaklapp manna og aðra framkomu þeirra gagnvart frambióðendum, þa átti Jóhann fundinn, ef svo mætti að orði kveða. — Enginp klappaði fyrir ísleifi. Fylgismenn hans, ef nokkrir eru, hafa líklega verið orðnir þreyttir á Alþýðuhússfund- unum. , Um fund þennan er óþarfi að fara fleiri orðum. Eftir því, sem á hann leið, fór fylgi Jóhanns greinilega vaxandi, að sama skapi og hinna minkaði. Sýnir það glögt að Vestmannaeyingar eru enn ekki heillum horfnir, þrátt fyrir blekk- ingar og ósannindi óvandaðra þjóð- málaskúma. Rangfærslur reykviskra f jóðernisslnna leiðréttar. Á fundi þeim er haldinn yar hér við Barnaskölann 8. júní lét ég svo um mælt að Þjóðernissinn- arnir váru með „aðflutta útlenda stefnu". Helgi S. Jónsson sá er talinn var fyrir hópnum úr Reykjavík, er a fundinum mætti, afbakaði orð mín í svarræðu og sagði mig hafa nefnt stefnu þeirra „erlenda of- beldisstefnu". Ég mótmælti þegar á fundinum, í heyranda hljóði, þessum rangfærslum, enda voru mörg; vitni að þvi að Helgi þessi fór rangt með orð mín. Nú hef ég séð að í blaði Þjóð- ernissinna „Ialand", er út var gefið í Reykjavík 17. júni s. 1., halda þeir félagar áfram meö sömu rangfærslur á orðum mín- um, og veröur svo á að líta, eftir það, sem á undan er gengið, að nú sé það visvitandi gert. Þessi óvándaði málílutningur hinna' reykvísku Þjóðernissinna, bendir ekki á að þeir hafi enn sem komið «r öðlast þann þroska, a8 geta haft orð eða ummæli rétt eftir öðrum. Jóhann Þ. Jósefsson Rétt kosið. Næstkomandi sunnudan, þann 24. þ. m., — sjálfan Jónsmeasu- daginn, verður gengið til kosninga um ' land alt, — látið til skarar skríða um það, hverjir fari með stjórn landsins, hin nastu fjög- ui ár. Margir Sjálfstæðismenn eru svo bjartsýnir að treysta því, að þeir koinist í hreinan meirihluta við þessar kosningar. Það sjá líka allir heilvita menn, að eina ráðið tii þess að leysa vandamál ríkis- ins er það, að hrein meirihluta stjórn komist að völdum. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem nokkrar líkur eru til að fái meiri hluta, þá ættu allir að taka höndum saman til að atyðja að gengi hans. Hér í Veatmannaeyjum er vissa fyrir því, að frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins sigri við kosning- una á sunnudaginn. En það er ekki nóg, sigurinn þarf að verða sem allra glæsilegastur, einkum þegar þess er gætt að á einu, eða örfáum atkvæðum getur það oltið hvort flokkurinn fær fleiri eða færri uppbótarsæti. Það er því um meira "að ræða en aðeins manninn, sem atkvæðið fær, það er verið að kjósa flokkinn. Hinir flokkarnir hérna, hafa enga von um sð koma manni að, það er svo langt frá því, að slíkt komi til mála. Kjósendur ættu því, helst allir, að kjósa Jóhann Þ. Jósefason.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.