Víðir - 21.07.1934, Blaðsíða 1
VI. árg.
Vestiiisiunaeyjuiu, 21. júlí 1934
21. tbl,
Karlakór.
í Morgunblaðinu frá 3. þ. m.
eru myndir af sjö karlakórum
landains, þeim kórum, sem myndað
hafa félagskap sín á milli, ,sem
nefnist Samband fslenskra karla-
kóra. 1 fyrsta sinn sungu þeir allir
saman á Alþingishátíðinni árið
1930, Landskórinn svouefndi.
Af þessum kórum eiga þrír
heima í Reykjavík: Karlakör •
/K. F. U. M., söngstjóri Jón Hall-
dórsson, Karlakór Reykjavíkur,
söngstjóri Sigurður Þorðarson,
Karlakór iðnaðarmanna, söngstjóri
Páll HalldórsBon, einn á ísaflrði,
Karlakör íaafjarðar, söngstjóri
Jónas Tómasson, einn á Siglufii ði,
„Vísir", söngstjóii Þormóður Eyj-
ölfsson, einn á Akureyri,„peysir",
söngstjóri Ingimundur Árnason,
og einn á Seyðisfirði, „Bragi", söng-
stjóri Jón Vigfússon.
Nú hefir þetta Samband íslenskra
Karlakóra komið saman í Reykja-
vík og sungið opinberlega. Að sögn
Páls ísólfssonar, sem í „mbl."
minnist á söng þeirra, segir að
um mikla framför sé að ræða frá
því er þeir sungu á Alþingishátíð-
inni, og telur söng þeirra þeim til
sóma.
Þegar maður les lofið' um kóra
þessa, og þá ekki síður við að
heyra.í þeim, er eins og maður
finni til af þvi, að ekki skuli vera
til karlakór siarfandi hér heima.
Og það má kalla það undarlegt,
þegar þess er gætt að Vestmanna-
eyjabær er einn af fjölmennustu
kaupstöðum landsins, t. d. sem
næst fjórum sinnum mannfieiri en
S«yðisfjarðarbær.
Hver einasti ókunngar rhaður
myndi óefað telja ástæðuna þá, að
hér kunni einginn að styra söng.
Aftur a möti munu flestir kunnugir
álíta að hér sé maður eða menn,
sem hvgrki skorti þekkingu né
hæfileika, saman borið við söng-
stjóra sumra hinna áður nefndu
kóra, sem þykja góðir og enda
ágætir. En það er eitthvað annað,
sem vantar hér, og það hlýtur að
vera áhugi til þess, því, enginn
truir því, að hér séu allir karlmenn
raddlausir, enda vitanlegt að til
eru hér góðir söngmenn.
Það er svo sem Bkiljanlegt að
hver sá, sem tekur að sér að æfa
og stjórna söng, hlýtur að leggja
á sig mikla vinnu, venjulega fyrir
litla eða enga borgun. Það er
því áhuginn einn, sem komið get-
ur slíku ftam.
Það er fyrir löngu viðurkent,
að „Söngurinn göfgar og lyftir i
ljóma", og er því stórt spor í
attina til menningar. Ættu því
þeir, sem finna hæfileika hjá sér
til þess, að æfa og stýra söng,
eigi að iáta undir höfuð leggjast,
að leita uppi karlaraddir og æfa
þær.
Ekki er það öhugsandi að Sig-
urður Birkis, hinn viðurkendi söng-
kennari, fengist til að, leiðbeina
hór, eins og í hinum kaupstöðun-
um.
Áhugasamir menn ættu að láta
til sín heyra um þetta mál og
gera sitt til að það nái fram að
ganga.
það heflr áðvr verið minst á
það hér í blaðinu að Vestmanna-
eyingum væri sjaldan boðið upp
á annað til hressingar, en bíó og
böll. — Þeir, sem hvorugt láta
sér lynda, hafa því ekkert, verða
þunglamalegir og eldast fyrir
tímann.
Á það jafnt við karl og konu.
Það má híklaust telja skemtana-
lif hér í Eyjum á mun lægra stigi
en í flesfum eða öllum þeim
kauptúnum landsins, sem bæjar-
réttindi hafa.
Það má kannske segja að
skemtanir verði ekki látnar í
askana, en þó er ekki eins iangt
frá að svo sé, sem margur 1 fljótu
bragði hyggur. Hollar og gbðar
skemtanir hressa skapið og auka
jafnframt viljaþróttinn til staifs
og dáða.
Hin innantómu böll, eins og
þau venjulegast fara fram, geta
ekki talist holl skemtun eða góð.
Það mun ósjaldan koma fyrir, að
nokknr hluti ballfólksins keniur
heim þreyttur og gramur yfir þvf
að hafa komið þar.
Slikt getur aldrei hent nokkurn
mann, »em með athygli hlustar á
góðan söng.
firaaimeti
Nú er sá tími yfirstandandi, sem
húsmóðir er kann að meta græn-
meti, fer út í garðinn sinn þegar
hun fer að hugsa um kvöld eða
miðdagsmatinn og sækir þangað
einn aðalhlut þess, sem hún þarl
í matinn, og það er sama hvort
lllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
1 Kæra þökk fyrir auðsýnda vinsemd á brúð* |
| kaupsdegi okkar, pann 7, þ, m,
Erna og Ólafur Halldórsson
jj Stud. med. j
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
htín ætlar að laga ur kjöti eða
fiski, og jafnvel þó að hvortveggja
vanti, þá sækir hún þangað það
besta bæði að bragði og næringu,
þvi húsmóðurin, sem kann að
meta grænmeti, veit að tæplega
er hægt að búa til Ijúffengasta
aðalmatinn án einhverra gaiðá-
vaxta, auk þess veit praktíska og
samviskusama húsmóðirin að það
er ódýrasta og hollasta fæðan.
Fáfróðustu húsmæðrunum í mat-
reiðslu, hér í bæ, langar mig að
gefa nokkrar leiðbeiningar um
notkun grænmetis, og legg ég að-
al áherslu á, að þær séu einfald-
ar og fljótlegar, því mestur hluti
hiismæðranna hefir mest not af
þeim. Þó er það ekki skoðun mín
að altaf eigi að gefa matreiðsl-
unni svo lítinn tíma sem mögu-
legt er að komast af með, matur-
inn er svo þýðingarmikill hluti
jarðlífs mannanna, að mér finst
það vera heilög skylda hverrar
einustu húsmóður, að reyna að
hafa áhuga fyrir matreiðslunni,
bæði hvað bragð og næringu snert-
ir. Og nú á dögum er hægt að
komast langt i því að læra að
búa til góðan mat, fyrii þá sem
það vilja, þar sem flestar bóka-
verslanir landsins hafa einhverjar
matreiðslubækur á boðstólum.
Ég ætla að byrja á vorjurtun-
um, þó að ég hafi verið búin að
nefna þær áður í grein minni
„Bendingu" sem ég skrifaði 1
„Víði" í vor, og sagði þá lítið
eitt um hvernig ætti að borða þær.
Salat eiga húsmæður að láta
heimilisfóik sitt boiða einu sinni
á dag alt sumarið. Hversdagslega
er ágætt að hafa út á því ein-
tóma nýja sýru og sykur, en á
sunnudögum eða helst öðru hvoru
rjóma auk aykurs og sýru (aldrei
pdik). Rjöminn má vera alveg
hvort vill þeyttur eða óþeyttur.
Ágætt er að blanda saman við
sýruna, þegar mikið er haít við,
safa ur einni appélsínu. Sömu
aalatsáðninguna er hægt að nota
hérumbil alt sumarið, sé sáð í
raðir og blöðin tínd þétt af eða
skorin af laust fyrir ofan rótina,
þá vaxa fljótt ný blöð frá rót-
inni aftur.
Á þessum tíma ára eru egg
6inn ódýrasti maturinn, saman-
borið við næringargildi. Úr eggj-
um og spínati má búa til afar ljúf-
fenga og holla miðdagsmata, auk
þess sem spínatsúpur, sósur og
fleiii smáréttir úr spínati, eru hið
mesta sælgæti þeim sem það þekkja
T. d. eru spínatbúðingar með
soðnum kartöflum og smjöri
hrærðu eða bræddu og eggiakaka
með stöfuðu spínati og hrærðu
smjöri, foilkomlega sjálfstæðir
miðdagsmatar.
TJppskriftir af eggjakökum eru f
flestum venjulegum matreiðslu-
bókum, annars skal ég gefa hér
tvær fljótlegustu uppskriftir af
eggjakökum, sem ég þekki. Sú ein-
faldari er þaunig: 3 egg, 6 matsk.
mjólk, ofurlítið salt. Úr eggjun-
um er helt í skál og saman
við það er mjólkin látin, hrært
dál., smjör er brætt á pönnu, en
ekki látið briínast, þar í er eggja-
massanum helt, bakað við mjög
hægan eld þar til kakan er hlaup-
in í gegn, ekki snúið, pannan hrist
að öðru hvoru. Kakan er látin
kóina dál. á pönnunni.
Spinatblöðin eru tínd af jurt-
inni, þvegin vel, sofiin í 1—3 mín.
best að láta þau liggja í brenn-
heitu vatni í 10 mín., þá tapa
þau síður næringu. Þá er þeim
helt á „dörslag", söxuð eða skorin
smátt á bretti. Úr ofurlitlu hveiti
smjöri og mjölk er búin til þykk
sósa, bætt með sykri og Halti^eft-
ir geðþbtta, út í það er spínatið
hrært. Þetta er látið á hálfa
eggjakökuna og hinum helmingn-
um hvolít yfir, látið á fat, hrært
smjör borið með.
Ljúflerigara fyrir óvaninga í
spinatáti, er að smyrja yfirborö
eggjakökunnar með sultutaui (t. d.
úr rabarbara).
Uppskrift hinnar eggjakökunnar
er þannig: 4 egg, 2 matsk. mjólk»