Víðir


Víðir - 21.07.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 21.07.1934, Blaðsíða 2
V 1 Ð 1 R & 6? s: Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNIJS JÓNSSON Afgreiöslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. 2Vs matsk, sykur. Rauðurnar -eru áðskildar frá hvítunum, þær eru hrærðar með sykrinum og mjólkinni, hvíturnar stífþeyttar og rauðunum helt gætilega saman við, hrært vel saman. Annars bökuð eins og fyrnefnd eggjakaka. Uppskrift af einum smárétti úr eggjum og spínati, sem er afar þægil. til kvölds, ætla óg að setja hér: Va kg. soðið spínat er jafn- að með 4 matsk. sæt mjólk og 1 matsk. hveiti. 1 matsk. spínat er látin í hvern af 4 eldföstum bollum, 1 hrátt egg er látið yflr, stráð yfir muldum tvíbökum, hakkaðri persillu og r.ifnum osti, og síðast látin ofurlítil smjörsneið ofan á. Bakað í bollunum og bor- ið í þeim líka. Annars vil ég ráðleggja hús- mæðrum að eignast 150 Jurta- rétti, eftir Helgu Sigurðard., en þessar uppskriftir, sem ég hefi gef- ið hér, eru þó ekki í þeirri bók. Persilla og silla (snitt-silleri) eru kryddjurtir, mjög ljúffengar, þær má nota í flesta kjöt- eða flskrétti, einnig þegar kjöt eða fiskur er soðið bætir það afar mikið bragð matarins að hafa visk af persillu útí, þó má hún ekki sjóða nema 5 siðustu mínúturnar með. Ný kindahjörtu, allskonar fuglar, sem á að steikja, t. d. lundi, eru afar Ijúflengir, úttroðnir með Persillu, eipnig er ágætt að láta .Persillu innf alskonar kjöt, sem á a? . sleikja. í flestar hvltar sósur er ágætt að hafa Persillu, einkum í sósur sem hafðar eru með nýjum flski. Persilla er auk þess oft höíð til að skreyta með mat. Þeim husmæðrum, sem langar til að kynnast ræktun sillu og Persillu, býð ég að sgá hana hjá mér. Persillu get ég dál. selt strax. Afgreiðslutíma hefi ég i sutnar frá kl. 4—7 e. h. Framh. Jóh. Arnfinsdóttir. Regnhlíf er á afgreiðslu blaðsins, er skilin var eftir um borð í e. s. „ísland" nú í sumar. Eigandi vitji hennar, gegn greislu þesssrar auglýsingar. AUGLÝSIÐ í VÍÐI Landplágan. Nú loks mun afráðið að togar- ar Kveldúlfs fari á síldveiðar í sumar, Eins og kunnugt er hef- ir alllengi staðið yflr deila milli stjórnar Sjómannafélagsins eða Al- þýðusambandsins og Kveldúlfs, út af lítilsháttar roismun á tímakaupi skipshafnanna við að taka kol í skipin. í*að, sem um var deilt myndi naumast nema meira en 5—7 kr. á hvern háseta, yflr útgerðartímann. fegar það er at- hugað, að í fyrrasumar munu há- setar á togurum Kveldúlfs hafa fengið á annað þúsund krón- ur í kaup yfir véiðitimann, Ga. 2Va mánuð, þá er það heimsku- leg frekja af Alþýðusambandinu eða Sjómannafólagsstjórninni, hvoi t þeirra sem ræður, að hafa á þenn- au hátt hálfa mánaðar vinnu af sjómönnunum, eða meira. Og liklegast er að skipin hefðu alls ekki farið á veiðar, ef sjómenn hefðu ekki sjálflr tekið í taumana. feir heimtuðu fund í Sjómanna- félaginu og samþyktu þar með svo að segja öllum atkvæðum að ganga að tilboði Kveldúlfs. Er því talið vist að skipin fari á veiðar. það getur vel verið að sildveiði bregðist í ár, en sl. -ár mun Kveldúlfur hafa borgað í vinnu- laun við síldveiðar á sjó oglandi, ekki minna en 250 þúsund krón- ur. Það er því ekkert smáræði, sem foringjarnir gera tilraun til að hafa af fólkiuu. Og eitthvað mun ríkissjöður hafa tengið í toll af framleiðslunni. Það er því ekki annað sjáanlegt, en að þessir for- ráðamenn hins vinnandi fólks séu að verða hreinasta landplága, ekki einungis fyrir sjómenn og verka- menn, heldur og ríkisheildina. Myndi ekki heppilegra fyrir sjó- menn og verkamenn, að ráða ráðum sínum sjálfir ? Losa >sig við núverandi forráðamenn þeirra, sem mest virðast hugea um það, að nota fólkið til þess að lyfta sér hærra og hærra upp í valda- sessinn. íslenskar fiskilínur. Peir, sem hafa i hyggju að fá sér íslenskar fiskilínur, annaðhvort strax eða til næstu vertíðar, ættu aó tala við undirritaðan sem fyrst. Styrkleiki línunnar er viður- kendur af þeim, sem notuðu hana síðustu vertíð. Veiðarfæragerðinni er nauðsyn- legt að fá pantanir sem fyrst, svo að örugt sé að ekki standi á af- greiðslu. En ekki verður línan send kaupanda fyr en á þeim tíma, sem hann óskar. Sé um stærri pantanir að ræða, t. d. á heila bátsútgerð, eða meira, þá má skifta pöntumnni í tvær eða fleiri sendingar. Getur það verið þægilegt fyrir bœði kaupanda og seljanda. Menn ættu að nota islenska línu fremur en erlenda, þegar sannað er að hún þolir fyllilega samanburð við þá bestu línu, sem áður hefir verið notuð hór. Það eykur atvinnu í landinu, sparar erlendrn gjaldeyri og fríar menn við að sækja um gjaldeyrisleyfi, sem oft gengur erfiðlega að fá. Enginn íslenskur togari notar útlendar botnvörpur, heldur að- eins heimaunnar. Vestmannaeyingar! Munið eftir íslensku Veiðarfæragerðinni. Magnús Jónsson Kirkjuveg 29. Knattspyrna. Vorkappleíkur II. fl. 17. júni fór fram hinn árlegi vorkappleikur II. fl. Þórs og Tý.-i í knattspyrnu. Leikurinn var fjarska daufur og tilþrifalítill, enda var veður slæmt suðaustan strekkingur og rigning. í fyrri hálfleik var Þór dæmd vítaspyrna og fengu þeir mark úr henni. Seint í seinni hálfleik tókst svo Jóh. Gíslasyni (Týr) að setja maik og endaði leikurinn því með jafntefli 1:1 var þá framlengt, en hvorugum tókst að setja mark. Varla var hægt að segja, að nokk- ur spilaði vel. 19. júní var svo fram halds- kappleikur. Var hann allur fjörugri og tilþrifameiri, enda gott veður og hlýtt. — Sbtti Týr sitt markið í hvorum hálfleik en Pór ekkert. Vann þvi Týr með ,2;0. Setti Arn- oddur Gunnlaugsaon bæði mörkin. Dómari var Þórarinn Guðmunds- son. Hefði hann gjarnan mátt vera strangari á báða bóga, en að öðru leyti var dómur hans góður og að allra áliti óhluldrœgur má það teljast fyrir mestu. Af góðum og efnilegum leikmönn- um má nefna 3. fl spilarana litlu Jón Kárason (Þór) Ólaf Erlendsson og Pálma Sigurðsson (Týr). Jakob Ólafsson og Anton Bjarnsen (Pór) eru báðir mjög liprir knattspyrnu- menn, en þróttlitlir, svo er um fleiri. — Ólafur Sigurðsson (Þór) er mjög duglegur leikmaður en nýtur sín ekki í þessum aldurB- ílokki. Arnoddi Gunnlaugssyni (Týr) hefur mikið farið fram frá í fyrra og lofar hann góðu. Magnús Guðm- undsson og Guðjón Kiistinsson (Týr) eru báðir duglegir, einkum er Magnús snar og lipur en spil- ar óþarflega fast ástundum. Kjartan Olafsson (Týi) er fjarska lipur og viss eftir aldri og þótt.i undirrit- uðum einn mest tilþiif í leik hans. — Markverðir báðir eru hinir efni- legustu, enda framtíðarmarkverð- ir félaganna. — Nokkrir þeirra, sem efnilegir þóttu í fyrra, hafa alveg brugðist nú, og er þar æfingarleysi um að kenna, því mjög slælega hefir ver- ið æft í vor. — Annars sýndi þessi leikur, eins og fleiri leikir yngri flokkanna hér, að hér eru margir efnilegir knatt- spyrnumenn að skjóta upp koll- inum meðal hinna yngri. Er það von allra íþrottavina, að þeirra megi sem lengst, njóta við og að sem fæstir hinna ungu krafta fari að forgörðum, eins og oft vill verða af ýmsum ástæðum. — Vorkappleíkur III. fi. Vorkappleikur III. fl. fór fram 20. júní. Var veður ágætt og hófst leikurinn með fullu fjöri á .báða bóga. Tókst Týsmönnum eftir fárra mínútna Jeik áð skora mark. Fór fyrri hálfleikur svo. í síðari hálfleik mátti ekki á millí sjá. Gerðu þá báðir mörg upphlaup og skæð, en þeim var jafnan hrundið. Loks tókst Þór að skora mark úi vítaspyrnu og hélst jafnteflið, þrátt fyrir fram- lengingu, 1 : 1. Lið Pórs virtist mun kraftmeira, enda þroskaðri drengir og stærri, yfirleitt, en hinir smávöxnu Týs- menn áttu þvi meira af leikni og lipurð. Annars eru í báðum lið- um alveg framúiskarandi efnilegir leikmenn, þegar litið er til aldurs þeirra og þroska. Fyrsti 'flokkur má sannarlega gæta sín, að hann sýni jafn mikii tilþrif í leik sínum eins og þessir 12 — 14 ára hnokk- ar. Ég geri t. d. ekki ráð fyrir, að margir hafi séð hér traustari bakvörð en Jóhann litla Vilmunds- son, þó leitað væri meðal hinna eldri, enda bar hann af á vellin- um. — Dómari var Bergsteinn Jónas- son, sem er óvanur dómari og sá þess glögg merki í dómum bans. Annais voru dómar hans óhlut- drægir og virtist hann dæma jafut á báða bóga. Að vísu verður því ekki neitað, að í vítaspyrnudómi °s sínum gekk hann a. m. k. eins langt og dómara er heimilt. Vjl ég þó ekki vœna Bergstein hlut- drægni í því efni og efa ekki, að hann hefði dæmt eins, þó að Pór hefði átt í hlut. Annars hlýtur það óhjákvæmilega að valda nokkr- um hita, þegar svo strangur dóm- ur er feldur og hefir úrslitaþýð- ingu fynr leik. — Áhorfendum þótti unun að horfa á leikinn, og var þáð almanna- rómur, að svo fjörugui>dreugileg- ur og tilþrifamikill leikur hefði ekki sést hér lengi. — 22. júní fór fram framhalds- kajipleikur. Var hann fjörugur, en þó ekki eins fallegur og fyrri leik- urinn, sökum þess að allhvast var. í fyrri hálfleik setti Þór mark. í síðari hálfleik tókst svo Tý að skora tvö mörk og vann þannig með 2:1. — Yorliapploikur I. fl. fór fram sunnud. 24. júní. Var veður slæmt, en leikurinn samt

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.