Víðir


Víðir - 27.07.1934, Side 1

Víðir - 27.07.1934, Side 1
VI. úrg. 22. tbl, Vestinannaeyjum, 2t. júlí I9B4 Hvar á fólkid að ganga? Þannig spurði þektur boigari þessa bæjar, þann er þetta ritar, fyrir nokkrum dögum síðan. Svarið virtist i fljótu bragði liggja beint við, og féll á þessa leið: það á að ganga um götur bæjarins og vegina, sem út frá honum liggja. Bn spyrjandi var ekki ánægður með þab. Hann vildi komast af vegi á veg, þegar út úr bænum er komið, án ess að þurfa að ganga niður í bæ, til þess að finna euda vegarins. þess mun þó þurfa. Þegar komið er upp fyrir kirkju, mun engin leið fær austur á Dalaveginn, hvað sem við liggur að heita má. Ein ramger gadda- vírsgirðing tekur við af annari, og segja þær samhljóma og hiklaust: hingað og ,ekki lengra. Einmitt. á milli þessara vega eru margir fallegir, ræírtaðir blett- ir sem ræktunarvinir munu hafa gaman af að ganga hjá og skoða. Suðvestur af Dölum er líka allstórt svæði óræktað en rnjög vel til þess fallið, og eins og mænir eftir því að mannshöndin taki það til meðferðar. Mundi þver- vegur miili þeirra vega, sem fyrir •ru mjög flýta fyrir því að svo mætti verða. Um hraunið vestan við veginn, sem liggur upp fyrir hraun, er litlð greiðfærara en að austánverðu. OkUnnugir gestir, sem ætluðu út í hraunið til 'athugana. urðu frá að hverfa. Gaddavír og aftur gaddavír beinlinis ráku þá til baka. Þó að ekki þyki tiltíekilegt, eins og sakir standa, að leggja vegi er ekki ógelningur að hafa hlið á girðingunum, svo að fólk geti komist hindrunarlítið ferða sinna. Þar sem ekki er um annað en óræktað og jafnvel óræktanlegt hraun að ræba, virðist ekki mikill skaði skeður, þó að ferðamenn fái að ganga um það að gamni sínu. Og þó ab ekkert sé hugsað um heimafólkið, verður að gera eitt- hvað fyrir gestina. Það er annars einkennilegt livað menn hér virðast fúsir til að leggja fé í ýmiskonar óþarfa girð* ingar. Kartöflugarðarnir hérna vestan við bœinn, eru með staura- röðum í allar áttir, alsettum gaddavírs flækjum. Það er hreint ekki svo létt torfæruhlaup að komaSt í gegnum þá. Fallegra væri á aó sjá, og miklum mun ódýrara, að hafa eina öfluga girð- ingu í kringum þá alla, og spara allar milligerðirnar. Annarstaðar en hér mun það vera siður að nota gaddavír til a,ð girða fyrir fénað, en ekki fólk. Grænmeti. Kryddjurtir, Persillu, (St.einselju) Sillu og Kerfil er ágætt að geyma til vetrarins þurkaðav, muldar ofan í glerkrukku eða stútvíð glös með loki yflr. Best er að þurka þær við eld. í skúffu eða á plötu í balcaraofni sem standi opinn á meðan, við lítinn hita, þær mega ekki soðna eða brúnast. Sennilega má geyma spínat á sama hátr. Grankál er altaf hægt að hafa nýtt og lifandi, því það getur staðið úti garðinum allan veturinn, auð- vitað mega ekki skepnur ná til þess. Það er stundum leiðinlegt hvað íslendingar eru seinir að taka nýmælum. Bæði i vor og siðast- liðin 3 sumur, sem ég hefi unnið við að leiðbeina í garðyrkju, hefl ég mikið reynt til að láta hænsna- eigendui gera tilraun með giæn- kál sem fóður handa hænsnum að vetrinum. En ég hefi aldrei orðið vör við að nokkur maður hafi viljað gera tilraun með þetta. Þó finst mér það hljöti aÖ vera þýðingarmikið fyrir alla jurta- neytendur að hafa nýtt lifandi grænmeti til fæðu allan ársins hring, ekki síst á þeim tíma árs, sem lítið er um sól. Grænkál er harðger og nægjusöm jurt, sem afar auðvelt er að rækta, en það þarf að vera vel friðað þar sem það er, því allir grasbítir eru afar- sólgnir í það. Úr grænkáli er kent að matreiða i „150 jurtarétt um“ og hefl ég ekkert við það að bæta, nema því, að vetrinum ætti það helst að vera altaf borðað sem salat, hrátt og bætt með ein hverju sem gerir það ljúffengt. Það er mikið talað um það nú á dögum hve ungt fólk sé heilsu- laust og hve lifnaðarhættir fólks nú séu í miklu ósamræmi við eðlilegar kröfur mannslikamans. Sé innilokun frá sól og útilofti með Jífefnasnauðu fóðri, hættuleg fyrir fjöi og helbrigði húsdýranna okkar, hvernig getur þá verið að inaðurinn, sem að líkamskröfum er bróðir dýranna, — geti lifað mestan hluta jarðlífs síns að mestu leyti iunilokaður frá hihum llfgandi áhrifum sólar og útilofts og ef til vill að mestu leyti án fæðu sem inniheldur lífandi þau efni sem fjör og heilbrigði líkamans gerir strangastar kröfur til. ; í „gamla daga“ meðan menn voru heilsuhraustari en fólk er nú á dögum, neyttu menn gjörólíkrar fæðu við þá, sem nú er notuð. Nú er notuð allan ársins hring að miklu leiti sölluð eða niður- soðin fæða og margsoðin, en þá þektist lengi vel ekki að salta , mat, það sem geymt var, var geymt þurkað eða reykt, menn neyttu þá.nrikið minna soðinnar fæðu en nú, að sumrinu eingöngu nýmetis, minsta kosti víðast hér á landi, þá var mikið ötular veiddur silungur og aðrar viltar skepnur lands og sjáfar en nú er, þá var borðað ur jurtaríkinu hráar hvannir og söl og þá hafði öll þjóðin jafnari útivist en nú, því þá þektust lítið þau stöl’f, sem krefjast inniveru allan áisins hring. Það er mikið minni hætta á að of miklar inniverur lami heilbrigði líkama og sálar manna eða skepna ef fæðan er í fullu samræmi við kröfur líkamans. En nú nun fólk segja að það séu ekki nama efna menn, sem hafi ráð á að hafa altaf fyrsta flokks fæði, en þetta er misskilning- ur, hollasta fæðan er ekki allaf dýrust, það er einmitt það fæði, sem er dál. viðsjált gagnvart heilsunni sem dýrast ei'. Fólk nennir yfirleitt ekki að athuga hvað fæði alþýðufölks kost- ai, ég meina fólks, sem telur sig ekki hafa ráð á að hafa góðan mat. Það er langt síðan ég hefl veitt þvi efciitekt að það er t. d. tæplega svo fátæk húsmóðir að hún ekki láti neyta míkils kaffi og sætabrauðs, þó er það afar dýr fæða og vægast sagt ónýt, ef ekki skaðieg heilsunni. Mín skoðun er sú, að það sé ódýrara bæði gagnvart fjárhagnum og heilsunni að hafa nýja ósoðna mjólk á kaftitímum, en kaffi og að það sé ódýrara og vafalaust hollara að hafa nieð mjólkinni brauð, smurt með smjöri, sem er blandað til helminga á móti smjörlíki og heimatilbúnu sultutaui, marmalade Til helgarinnar: Hangikjöt, 1. fl. Dillcakjöt, Svið, nýr Lax, Bjúgu, Miðdagspylsur, Súpur, Maccarónur, Búðingsduft og Skyr. Álegg: Smjör, Ostar, Pylsur, Lax reyktur, Sardínur, reykt Sild og Kæfa. Komið! sendið! símið! Allt sent heim. fiSMÍJSMED. Sími 10. eða salötum, — en sætar kökur. AUan mat ætti að sjóða mikið minna en gert er og síðast en ekki síst ætti fólk að neyta mikið rneira jurtafæðu, einkum ósoðinnar, serstaklega er reynandi fyrir fölk með slæna meltingu, sljóleika og taugaveiklanir að gjörbreyta um fæðu, neyta afar lítils kjöts eða flskjar, einkum að sumrinu, en mikills lifandi grænmetis, ósoðinn- ar mjólkur, lýsis og lítið soðinna eggja. Þó að það komi ekki beinlínis grænmetisáti við, þá laogar mig að gefa öllurn þeim húsmæðrum, sem ekki eru reglulega lukkuleg- ar með heimilisfólk sitt, dálítið heilræði: Verið altaf í góðu skapi en þó sérstaklega glaðar í lund þegar þið lagið mat og berið hann fram, þó þið hafið sjálfar ekki ráð á að eiga fín föt, þá reynið að hafa matborðið dálitið fínt, notið hvítan dúk, serviettur, fallegan borðbúnað og lifandi, ilmandi blóm (að sumrinu) í vasa á borðinu, einkum meb hádegismatnum eða

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.