Víðir


Víðir - 27.07.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 27.07.1934, Blaðsíða 2
V i Ð I K / £ <5 e’j® Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. eftirmigdags-„kaffinu“. Það er stundum ekkí auðvelt að fylgja þessu heilræði, en við þurfum öll að hafa eitthvað fyrir því að eign- ast hamingjuna, og sé nú alt okk- ar líf eitt kapphlaup eftir ham- ingju og gleði, hversvegna þá ekki að reyna eitthvað sem stendur okkur næ3t. Yfirleitt ætti enginn maður sjálfs síns vegna, að ganga að matborði nema í glöðu skapi, jafnvel þó að maturinn sé ekki eins og hann væri bestur kosinn. Og enn vil ég gefa húsmæðr- unum heilræði, kaupið og lesið á hverjum degi, þangað til þið haf- ið lært þær utanbókar, bækur dr- Bjargár í’oriákss., „Matairæði og þjóðþrif“ og „Daglegar máltíðir“. Sennilega hefir aldrei verið gefin _ út á íslandi bók jafn auðskilin og ódýr og „Daglegar máltíðir", bök, sem Jnniheldur þó það allra þýð- ingarmesta, sem hyer einasta mat- móðir á að vita. Þið, sem ætlið að kaupa ykkur matreiðslubækur, kaupið fyrst og lesið bækurnar hennar dr. Bjargar og svo mat- reiðslubókina, sem þið ætluðuð að kaupa. — Jóh. Arnfinnsdóttir, Stakkagerði. Aths. Greinar þær, seniungfru Jóhanna Arnfinnsdóttir hefir skrifað, fyrst Bending, og nú um Grænmeti, eru prýðilegar, og 'ættu húsmæður, sérstaklega hinar yngri að lesa þær rækilega og kynna sér. General von Steuben. Þýska skerntiferðaskipið, kom hingað s. 1. mánudag. Yegna ó- hagstæðs veðurs urðu farþegarnir að fara í land á Eiðinu. Kom skipkhöfnin upp einskonar flot- btygfijU; og niá í því sambandi benda á það, að þar hafi Linnet hugsað en Hitler látið framkvæma. Flotbiyggjunni var komið upp með þeim hætti, að bál. var lagt rétt utan við fjöruborðið og ankraður niður á fjóra vegu. Úr þessum bát lá svo landgöngubrú upp á þurt land. Bátarnír sem íluttu lólkið gengu þurrum fótum á land eftir henni. Pað virtist vanta að leiðsögu- maður væri i landi til þess að sýna fólkinu helstu staði á Eyj- unni og gefa upplýsingar. Er al- veg óafsakanlegt af þeim, er áttu að sjá um móttökurnar, að annast ekki um það. Það hafði verið ákveðið að knattspyrnukappleikur yrði háður á milli K. V. og knattspyrnuliðs af skipinu, en kommúnistar hér í Eyjum sáu fyrir því, að úr hon- um vaið ekki. Beir höfðu með sinni alkunnu smekkvisi fundið upp á því að hengja upp spjöld inn á Eiði þar sem þeir fóru móðgunaiorðum um þýsku þjóðina. Annað epjaldið toku svo Kommúnistar niður aft- ur sjálfir, en hitt spjaldið rifu fjóðernissinnar, sem voru á bát þar, niður. Ef að íþróttamenn þeir, sem áttu að keppa við Þjóð- verjana, hefðu komið fram eins og þeim bar, þá hefðu þeir átt að verða fyrstu menn til þess að rífa niður þessar Kommúnista- druslur, sem hengdar voru þarna upp með svívirðingum um þá menn, sem ætluðu að keppa við þá í íþrótt, sem á að vera upp- hafin yfir alla pólitík. Ennfremur bar stjórn K- V. skylda til þess að tilkynna iþróttamönnum á skipinu það, að þessar Kommún- istadruslui væri þeim óviðkom- andi, og biðja afsökunar fyrir hönd allra Eyjaskeggja, á þvi, að slíkt hafði komið fyrir. Um borð í Þjóðernissinna bátn- um var Árni Guðmundsson, sem er einn í stjórn K. V. Hann hefði getað gert þetta, ef hann hefði viljað, en í stað þess, þá hleypur hann eins og líflð hefði hátt að leysa upp úr bátnum um leið og fjóðernissinnar rifu niður Komm- únistadrusluna. Vildi liann til vinna að vaða sjóinn upp í klof, til þess að losna sem fyrst úr bátnum. Að lokum verður að beina þeirri krðfu til lögreglustjörans, að hann sjái svo um, að framvegis verði það ekki Hðið, að erlendir ferða- menn séu frekjulega móðgaðir, af götustrákalýð þeim, er nefnir sig kommúnista — eða öðrum. Sig. S. Sclieving. Tapast hafa lyklar. — Finnandi virisamlega beðinn að skila þeim í verslunian Geysir. Góð stúlka óskaBí i vist strax. . Hátt kaup í boði. Jóna Kristinsdóttir ljósmóðir. AUGLÝSIÐ í VÍÐI Kórar. í síðasta tölublaði þessa blaðs — „Yíðis“ — er grein með fyr- irsögninni „Karlakór". Ég geri ráð fyrir, að hún sé eftir sjálfan ritstjórann M. J., og tilefnið er söngmót ísl. Karlakóra, sem fram fór nýlega í R.vík. En af því mér finst greinin mjög villandi — og ósanngjörn — gagnvart sönglifi hér, þykir mór rétt að fara nokkr- um orðum um hana. M. J. einblinir á karlakór. Bað gerði hann líka í grein, sem hann skrifaði áður — í vetur. Hann virðist all þröngsýnn í þessum efnum, og stafar það sennilega af því hann heflr lítið kynst kórsöng um dagana. Ekki minnist hann á, að hér só gamalæfður blandaður kór. Sannleikurinn er þó sá, að bland- aði kórinn, sem ég á hér við, og sem hef altaf stjórnað — og gaf einu sinni nafnið „Vestmannkór" — hefir starfað hór svo að segja á hverju ári síðan 1910. Að jafnaði þó ekki nema við sérstök tækifæri, svo sem þjöðhátíðina, 17. og 19. júní o. s. frv., stund- um þó haldið samsöngva. Éeir, sem ekki þekkja hér tii og lesa þetta blað, t. d. út um land eða eilendis, gæta því best trúað, eða hugsað sér, að hér sé enginn kór *né söngflokkur. Faðir minn salugi hólt hér uppi karlakór í fjölda mörg ár. A. J. Johnson bankagjaldkeri í Reykja- vík æfði hér blandaðan kór í nokk- ur ár — á vetrum. Heíði M. J. mint minn söng- flokk á og hvatt til að sýna á- huga við sönginn, þá hefði hann gert vel. Því sannleikurinn er sá, að áhugaleysi — og óstundvísi ekki síður — einstakra flokksmanna hefir oftast drepið þá viðleitni mína, að láta flokkinn starfa nokkurn veginn stöðugt. Af þeirri reynslu sem ég hefi fengið, þá er hér ekki síður efni- viður í bland. kór en karla. Fyr- ir mörgum árum síðan æfði ég karlakör — í mörg ár samfleitt. Bá vantaði helst góða „fyrstu Tenóra". Séu þeir ekki góðir verð- ur söngurinn þvingaður — kreyst- ingur — falskur. Aftur á móti hef óg íengið miklu betri árangur af tilraunum mínum með bland. kör Hefði ég getað æft hann nógu rækilega, veit ég að hann — sem slíkur — gæti að mörgu leiti jafnaðist á við aðra kóra úti um land. Eg er síst að iasta karla- kór, hann hefir auðvitað sitt á- gæti til að beia, sé hann i lagi. Karlakór hefir þann hljómblæ, sem hinn blandaða vant.ar — og svo gagnstætt — en þó hvortveggja ágætt. Máski eru hór einhverjir huldir söngkraftar — Tenórar — og er ekki nema gutt, ef svo vœri. Og það væri óskandi, að hér væri góður karlakór, og mór myndi vera fult svo mikil ánægja að stjórna honum, ef hann væri vel skipaður. Þær tilraunir, sem gerð- ar hafa verið nú undanfarið hafa mishepnast; máske eru ástseður að því. Það er karlakórsalda í landinu núna, og smitar suma, svo þeir sjá eða heyra ekki annað. Auð- vitað er það af þröngsýni — þröngheyrn ! Flest stærstii og lestu kórverk stærstu og bestu tónskáldanna (meist- aranna) eru einmitt samin fyrir blandaðan kór. í Reykjavík er vöntun á fast starfandi blönduðum kór, og veit ég, að helstu Music-mönnum þar finst það mikil vöntun. Síðan 1906 hef ég, svo að segja á hverju ári, stjórnað söng hér á þjóðhátíðinni fyrstu 5—6 árin karlakór, en síðan bland.kör. En mér finst það misskilningur að viðurkenna starf flokksins og mitt á þann hátt, sem M. J. gerir. Þrátl, fyrir það hef ég oftast fund- ið góðan skilming alls fjöldans á söng flokks míns, og ég vii vona að hann mæti þeim skilningi áfram- haldandi, líka í því sambandi, að búið er að biðia mig, að annast sönginn nú á þjóðhátíðinni. Þvi vil ég nota þet.ta tækifæri, til að hvetja flokkinn til að sýna góð- ann áhuga. Meðal annars, sem stendur til að syngja er gott kvæði eftir M. J. sem heitir „Sum- armorgunn í Herjölfsdal", því hann hefur beðið mig þess. Ég hef stundum heyrt einstaka mann tala um það, að sömu lögin væru sungin á þjóðhátíðinni ár eftir ár. Það er alveg satt. En það eru þau gömlu góðu lögt sem að^ mlnum dómi eiga að syngjast og ekkí mega vanta : ættjarðarkvæði o. s. frv. tilheyrandi stað og stundu. Það er misskilningur að halda öðru fram. Mér hefur stundum fundist ég fara út yfir þann ramma, sem til heyrir, Þegar ég heyrði síðast í Kaupm. höfn söngmót blandaðrakóra (900 manns) söng kórinn svo að segja eingöngu þessi venjulegu góðu gömlu ættjarðarsöngva, sem menn þar verða aldrei leiðir á, svo sem eðlilegt er, það er sem sagt mesti mis- skilningur. að blandaður kór geti ekki verið eins góður og karlakór, að ýmsuleyti er bl.kór göfugri. 25. júlí 1934. Brynjúlfur Sigfússon. Svar. Það er rétt til getið í ofanritaðri grein hr. B. S. að ég sé höfundur greinarinnar „Karlakórar" í síðasta tbl. Víðis. B. S. talar um misskilning hjá

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.