Víðir


Víðir - 09.08.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 09.08.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. VestmannaeyjiiHi, 9. ágúst 1934 23. tM, Tunáutak. Nýung nokkra og harla merki- lega hefir frú Friðriksson flutt til landsins og á ég þar við hinar svonefndu „silfurplötur", er hún hefir á boðstólum; eru það málm- þynnur, ætlaðar og notaðar eins og gömlu — og nýju — grammó- fónplöturnar. Plötur þessar eru veigaminni og viðkvæm&ri í notkun en harð- gúmmíplötur þær, sem fram að þessu hafa* verið á boðstólum her til lands, en kostur þeirra er sá, að þær eru ódýrari, auðveldari í flutningi og síður brothætt en hinum. Frúin hefir nú tæki til og tök á því að festa mál manna, söng og hvern hljóm er vera vill á plötur þessar; er fljótséð af þessu að seinni tíðar menn eiga kost á því að kynnast málfari manna er nú lifa og láta festa tungutak sitt. Mundi mörgum Þykja fróð- legt að heyra Njál, Brynjölf biskup, Jón forseta, Benedikt Sveinsson eldra og Bólu-Hjálmar tala, því ekki er að efa að tunga vor heflr að mörgu tekið stakkaskiftum sið- an þá leið. Má þar dæmin taka, m. a. er enginn 'veit hversu fram- burðiir löngu liðinna íslendinga var á orðinn: „fyrning" Var það „furning", svo sem ýmsir fróðir menn hyggja, eða „firning"?. Það væri harla æskilegt að þeir, sem fjármálunum ráða, hins opin- bera, fæiu þess á leit við þjóð- kunna og héraðskunna menn á ýmsum sviðum þjóðfélagsins, að þeir lót-u til sín heyra á þessa vísu. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. San Hichele. Suður á eyjunni Capri, í ríki hins eilífa dags, situr aldraður maður i horni gai ðs síns, og ronn- ir hálfblindum augum sinum enn einu sinni yfir Ijóssins dýrð. Fyr- ir löngu _er hann orðinn þess á- skynja, að myrkvin augu hins norræna manns þola ekki hina auðrænu sól. Samt vill hann ekki ílýja örlög sín. Til hinstu stund- ar vill hann njóta Ijóssins. Hártti hefir barist við sjúkdöma norðui á snjóbreiðum Lappalands, 1 sitið við banabeð fjölda manna í fátækrahverfum Parísar og reynt að sigra Köleruna í Neapel. Ein- stæðingar hafa flúið á fund hans og hann hefir verið verndari dýr- anna. Nú er hann orðinn gamall^ starfskraftar hans eru á þrotum. Er heitasta ósk hans er að ræt- ast, su ósk að hvíla undir trjástofn- um Capri og horfa yflr hinar bláu bylgjur Miðjarðarhafsins, sigur blindan yfir augu hans. Og í síð- asta sinn vill hann kveðja geisl- ana, sólarJjósið, sem hann hefir elskað. Og minningarnar ásœkja hann. Hann ritur þær niður á pappír með ritblýi. Pannig varO bókin San Michele til, bókin um dauðann, eða öllu heldur um lifið. San Michele, bókin, sem borið hef- ur sorg hans og gleðí, harm og huggun út um víða veröld. Ef til vill fiinnur San Michole ekki náð Paugum formfastra gagn rýnenda. Hún er ef til vill ekki bygð upp í föstu, listrænu formi. í ríki hinna listrænu og klassísku bókmenta skipar San Michell sjálf- sagt ekki öndvegi, en henni er skipað í heiðurssæti í miklu dýrð- legra ríki, í ríki lifsins og mann- legra tiifinninga. Ef ég væri spurður að um hvað San Michele væri, þá yrði ég orð- laus. Bókin er samhengislaus, einskonar dagbók. Er búist er við framhaldi, mætir auganu tómið og auðnin ein. Er er samhengis- Jeysið galli á bókinni ? Bókin á fyrst og fi'emst að lýsa lííinu sjálfu. Hún er ekki skájdsaga um lífið, heldur spegilmynd af þyí. Pví hvernig er lífið sjálft ? Eg hlýt að játa, að í mínum augum er það engin steingjörð halarófa reglubundinna atvika, heldur þveit á móti iðandi röst. Skáldið skrifar um altsemhon- um dettur í' lmg. Atburðina úr lifi sínu færir hann í meistaraleg- an, skáldlegan búning. Still hans er áhrifamikill, án þess að vera haiður. Hann er leikandi lóttur, alveg eins og sönglög Sehuberts, sem höf. ann öðru fremur. Ég hefi þýtt hér lauslega nokkrar setningar úr bókinni, til þess sð sýna hvernig höf. skrifar. Pessi oi ð hljóða bannig: „Schubert sá aldrei hafið, en enginn tónsnillingur, enginn mál- aii og ekkert skáld, að Hómer undanskildum, lýsir betur hinni rólegu og tignarlegu kyrð þess, leyndardómum og reiði. Hacn sá aldrei Níl, og þó gætu tónar hins dásamlega Memmons endur- hljómaf í lúxoriska musterinu. Hann þekti ekki hina hellensku list eða grísku bókmentir, nema sem Mayerhofer vinur hans skýrði honum frá, og þó eru hin ódauð- legu listaverk hans Dil Grenzen der Menscheit og mörg fleiri í gildi listaverka hins forna Grikk- lands, móðurlands listarinnar. Eósrauðar konuvarir snertu aldrei kinnar hans, en enginn hefir lýst ástinni með meiri tilfinningu, en hann gerir í Gretchen og fegurri ástarróður hljómar ekki í eyrum vorum, en tónar hins yndislega söngleiks, Stendchen. (Serenade) Hann skáldið, gat skilið, án þess að reyna. Hann var einmana í dauðanum, eins og hann var svo oft í lífinu. Meistarinn, sem færði í töna, An die Musik, átti ekki einu sinni hljóðfæii. Eftir dauða hans voru allar eigurnar seldar á uppboði, föt hans, bækur og rúm, fyrir 33 fiórínur. En í gömlu læstu koforti, fundust ódauðlegir söngv- ar, sem voru langtum meira virði, en alt gullið í Wien, þar sem . meistarinn lifði og dó". Pessi orð eru ekki stórvaxinn skaldskapur. Höf. sér ekki stór- kostlegar sýnir. En lýsingin er einföld og ég efast um, að aðrir hafi gert sannari og fegurri eftir- mæli eftir meistarann. Lýsingar höf. á lífi fátækling- anna í Italahveifi Parísar eru meistaraverk- Hann skilur hina fátæku og þeir gera hann að trún- aðarmanni sínum, Hann eyðir kröftum sínum til að lótta byrði fátæklinganna. í hans augum er dauði fátæks blaðasala stór við- burður, þótt blöðin, sem hann bar út, hafi gleymt að tilkynna and- látið með stóium yfirskriftum og sorgarrönd. Lífið að tjaldabaki er ekki síður athyglisvert, en það sem fer fram á hinu opna leiksviði. Bak við skraut stórborganna er háður bardagi við ráðgátur lifsins, sem að mestu leyti fer fram hjá þeim, er taka sér sum&rfií í skraut- legum gistihúsum og vel auglýst- um baðstöðum. Hver er höf. San Michele ? Hann er sænskur læknir og heitir Axel Munthe. Hanu hefir farið víða um heim og stundað lækningar í mörgum stórborgum Evröpu, m. a. í París, Neapel og Róm. Hann hefir verið í göngu- för norður í Lapplandi, gengið á fjöll i Mið-Efrópu, háð einvígi í París, og barist við kóleruna í Neapel. Er aðrir flúðu borgina, til þess að lenda ekki í hramm þess- arar voðalegu veiki, flýtti Muntke sér sem mest hann mátti norðan frá Lapplandi til Italíu til að heyja baráttu við þennan illkynj- aða sjúkdom og veita þeim lið- sinni, sem á hjálp hans þurftu að halda. Stundum situr hann um kyrt á Capri og gefur huhdana sína í garðinum við San Michele. Og nú er hann búinn að missa sjön- ina. Okkur vantar bækur sem San Michele. Bækur um manninn sem mann og lífið sera líf. Nú hefir hún verið þýdd á ís- lensku. Gefst nú íslenskum les- endum kostur á að kynna sér bök þessa. Það mun engan iðra þess, að þeir hafa eytt tíma í að lesa hana. Hún er til á bókasafni bæj- arins, svo hægara er fyrir menn að komast yfir hana en ella. Eg vil að lokum hvetja alla til að lesa San Michele, bókina um dauðann eða öllu heldur um lífið. — Helgi Scheving. Umhveríis Heimaey. Merkur gestur, sem*hér hafði komið fyrir nokkrum árum, sagði eftir heimkomuna, að einhver •fegursta landsýn, sem hann hefði séð, væri hér af Ytrihöfninni, yfir bæinn, upp á Helgafell. Það er ekki undarlegt þó að þeir, sem hér koma ókunnugir, á sólbjörtum sumardegi og líta þá sjón, verði hrifnir, þegar heima- menn, sem oft á ári og ár eftir ár eru staddir hér á höfninni, dast að íegurðinni. En þó að iand- sýn hér sé einna fegurst á þessum stað, þa er víðar einkennilega fag- urt hér í kringum eyjuna. T. d. eru sumir hinna stóru hella sérstaklega merkilegir. "Veggir

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.