Víðir


Víðir - 25.08.1934, Blaðsíða 2

Víðir - 25.08.1934, Blaðsíða 2
V ; Ð I R Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sólvangi. Sími 58. Pósthólf 4. er á Grænlandi einu. — Eftir að hafa leitað árangurslaust að íbú- um á voru landi, er „lýður" mætti kallast, finst fátt annað í bókinni en nafn Jóns Sigurðssonar í Ysta- felli, Eiríks í Yogsósum og draugs- ins Gunnu, sem sett var niður í Gunnuhver á Reykjanesi, auk þeirra manna er höf. nefnir í formála og þursa þess, er bjó í skrúðnum Og kallaður var »Skrúðbóndinn". Pá koma héraðsiýsingar. — Höf- undur byrjar þær á Reykjanes- skaga og segii: „Reykjanesskag- inn er líkur skinnsokk í laginu* (bls. 9). — Er þetta skáldleg sam- líking, en þó mikið lán að það var ekki silkisokkur! Siðan held- ur höf. eins og leið liggur til Reykjavíkur. Blöskrar honum lifn- aðurinn í Austurstræti, Banka- stræti og Laugaveginum og getur þess á bis. 20: „Langflest fólkið, sem þar er á ferð, er alveg búið eftir sömu tísku, manngrúinn er allnr með sama svip og sparibú- inn, alt öðruvísi en á öðrum göt- um“. Við Reykjavíkurhöfn þykir höf. ekki fagurt um að iitast: — „Þar eru járngrindur svartar. — Vélar eru í grindunum, er hreyfa járn- klær þær er flytja heijarkolabjörg úr lestum skipa á land upp eða öfugt. Helgrindur þessar nefnast „Hegrinn". Um leið og hann er sloppinn úr klóm „heigrindanna", þá leitar höf. sér athvarfs í salt- húsum borgarinnar, og hækkar Ioks biúnin á sveitamanninum : „Þar er vítt til veggja og hátt til lofts í salthúsunum. Er fagurt inn að lita sem á suæviþakin fjöll" (bls 19.) — Þá þykir höf. lítill gróður- rœkt Reykvíkinga, én segirJ hana þó vaxandi. — — „En mikili ó- siður fylgir þsim nýju görðum. Viðast er girt með bárujárni eða mannháum steingörðum, svo gróð- urinn er falinn fiá götunni. Eru girðingar þessar hið mesta bæjar- iýti.'----„Illúðugt er þó að banna vegfarendum að sjá í fjarska blóm- in og finna ilminn, er þeir fara um steineyðimörk gatnanna". — Og ennfremur: „Reykjavík hefir lörigum'þótt óþjóðlegur bær. Var og um skeið þar auðlærðust ill danska". Pá telur höf., að bæj- aibragurínn sé heldur að skána sökum áhrifa, sem hafi „komið fyrir skömmu úr sveitunum víðs- vegar að“ (bls. 24). Eftir að lýs- ingu Reykjavikur þrýtur (bls. 24), er þar skemst frá að segja, að höf. öslar upp í Kjós og svo í kringum alt landið. Ægir þar Sdman rökleysum og staðleysum, sem ■ engin tök eru á að greina hér nema að mjög litlu leyti, sökum rúmleysis. í mínu ungdæmi var slík og þvílík yfirfeið er bók þessi greinir, kölluð því nafni „að ösla á hundavaði". — En hvað það nú heitir skal ósagt látið, því tím- arnir breytast og menniuiir með. Á bls. 30 segir, í yfirliti um hin forriu Kjalarnesþing: „Þau hafa frá fornu fari verið ófrjóust allra héraða á landinu, og svo er enn frá náttúrunnar hendi".------ „Búnaðurinn hefir veiið1) falinn í ráni gæða lands og sjávar". En svo kemur þessi furðulega setn- ing, sem á að vera framtíðarspá (?) „Hefst hið nýja landnám einnig í þessum héruðum". Slðan kemur eftirfarandi málsgrein, sem er í algerðu ósamræmi við það sem á undan var komið, en þó prentuð í bókina með skáletri til aukinnar eftirtektar ogáherslu: „Eru þar nú viða allar laridsnytjar fengnar af ræktuðu landi, sem árlega vex hraðfara1'. — Peir sem brúka munntóbak muna ekki alf af í hvaða áttir heppilegast kunni að vera að spýta mörauðu. Þannig er um bókina „Land og Jýð“. Rar ber mjög á áttarugli2). Á blaðsíðu 32 eru þessar áttavíllur um Hvalfjaið- arhérað: Sunnan við Vatnaskóg stendur stórbýlið Geitaberg". „Næst bær sunnan við Sautbæ er Fer- stikla". „Vogur mikill og grunn- ur gengur suður úr Borgarfirði, er nefnist Leirárvogur. Á bls. 72 er ekkert minst á kolanámuna frægu 1 Stálíjalli. Seg- ir höf. „að' fremsta gnípan á Stál- fjalli heiti Skor, og þaðan hafi Eggert Olafsson Játið í haf í hinsta sinni". — Skor er ekki efsta gníp- an á fjallinu, heldur skerst hún alvog niður í gegn um fjallið. í Skor er ofuilitii grasnyt, og var þar stundum búið áður fyrr. Auk þess voru þar verbúðir og útræði, Heitir Skorsrvogur lendingin. — Talin sæmilega örugg, en nokkuð þröng inn að fara og vandfarin fyrir ókunnuga. Kort herforingja- ráðsins af Stálfjalli er ónákvæmt, og dugar ekki að hlaupa eftir nöfnum á kort.inu án þess að vita hvar þau eiga við. Eggert Olafs- son sigldi ekki af fremstu gníp- unni á Stálfjalli heldur úr Skor- arvogi í Stálfjalli. -- Um ísafjaið- ardjúp segir höf. (bls. 82) „Innar með djúpinu skerast tíu smáir firðir suður í fjöllinHingað til hafa þei.i ekki vei ið taldir nema níu og þótt nóg. Bá er Skutulfiiði lýst á bls. 82. Ei þar sagt um eytina, sem bærinn ísafjörður stendur á, en það er hin forna Skutulsfjarð- areyri, sem oít hefir i daglegu talí aðeins verið nefrid «Tanginn»: „Innarlega í Skutulsfirði gengur eyri næstum yfir fjörðinn, og r) Þannig prentað. 2) Á fyrstu blaðsíðu í'meginmáli bók- arinnar er það meðal annars sagt um Pœreyjar að þœr liggi „suðvestur af íslaudi. Til listamannsins* Prologus. Qott líf er list í böndum. þín list er band um andann. Úr þinni bægri bendi hyllir uppi Landann. Af Skaftasýslu söndum þú svipaðÍBt um grandann — — þrautin var að vanda’ ’hann, vargúlfinn, að banda’ ’bann. Þú stóðst i vanda vöndum: að vaða sjó og standa’ ’hann. Nú þýturðu vængjum þöndum Þú ert í ætt við fjandann! Variation. Þín list er líf í höndum, leikur um form og andann, úr sterkum strengjaböndum: stilla — óró — blandan. Ruslið, reka úr ströndum, RÚ88um, fyrir handan, úr engla ljúfum löndum, við listabyrinn þandan og guðagóða andann — allt greyparðu snillinga höndum, það er ekki fyrir fjandann, aö fjötra þig nokkrum böndum, Finis. Vertu sælli, en sæll! Hnígur sólin. Við sjáumst kann8ke um jólin? Þú átt kallið og kjólinn, já, þú átt kallið og kjólinn! Hvar er handa mér helvítis heiigiugarólin? Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. liggur oddinn inn á við í sveig. Er vaila nema steinsnar yfir fjarð- arálinn framan við eyrina, en snardýpi að eyrinni á alla vegu“. Svona vitleysa, að það sé „snar- dýpi að eyrinni á alla vegu“. — — Svona vitleysa, er ekki einasta ómöguleg frá jarð- fræðilegu sjónarmiði, heldur hrein- asta vitfirring að láta slíkt frá sér fara. — Þar sem höf. minnist á landleiðir að-og frá ísafjarðardjúpi nefnir hann ekki Kollafjarðarheiði, sem verið hefir einhver fjölfarnasta þjóðleiðin milli bygða. Skálmar- dalsheiði nefnir hann ekki heldur og ekki Ófeigsfjaiðaiheiði (bls. 85) Á sömu bls. er getið um fjöllin „milli ísafjaiðaidjúps og íshafsitis*; segir þar: „Er samfeldui fjalla- garður frá suðvest.ri til norðaust- urs og jökull á háfjöllum“. Rétt- ara mun að segja, að „háfjalla- garðui “ þessi liggi frá suðaustri til norðvesfuts. — Á Hólmavík í Strandasýslu segir höf., að sé iít- ið þorp með aðeins 70 íbúa. En þeir eiu um 150, og þar er lækn- issetur, en ekki á Borðeyri, eins og segir í bókinni. •— í Kúvíkum við Roykjarfjörð segir höf. vera „þorp“, en getur þó ekki um í- búafjöldann. Á bls. 60 er sagt frá Grímsey á SUingrímsfirði, og að þai gangi sauðfé og refir: „Er því eyjan nokkurskonar paradís*. — Um Grímsey í Eyjafjarðarsýslu er lengra mál. Er þar réttilega frá því sagt, að eyjan sé mjög gras- gefin, túnrækt hafi aukist stórum, og þar sé mikil fuglataða notuð til fóðurs. er aflað sé utan túns. Ekki getur þó höf á sér setið að eyðileggja fiásögn sína af eynni með þessari fullyiðingu, er hann tekur frá eigin brjósti: „Öil er eyjan grasi gróin, en gróðuiinn með líkum svip og á fjöllum uppi“ (bls. 121). Hvergi tilgreinir þó höfundur, hverskonar gróður eða taða það er, sem vex á fjöllum uppi. Væri þó fróðlegt að fá eitt-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.